Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.2009, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.2009, Blaðsíða 3
Eftir Dagnýju Kristjánsdóttur dagny@hi.is N orðmenn hafa með stuttu millibili haldið upp á stórafmæli tveggja þjóðskálda. Henrik Ibsen var hylltur árið 2006, hundrað árum eftir dauða sinn. Henrik Wergeland var hylltur í fyrra en þá voru tvö hundruð ár frá fæðingu hans og nú eru hundrað og fimmtíu ár frá fæð- ingu Knuts Hamsuns. Það er athyglisvert að bera saman viðhorf Norðmanna til þessara þriggja stórmenna því eins og útgefandinn Anders Heger segir í Morgenbladet (27.5.) voru hátíðahöldin vegna „Henrikkanna“ tveggja glöð og hress því að líf þeirra og verk eru samofin bæði sögu og þjóðarvitund Norðmanna sem fögnuðu sjálfum sér þegar þeir héldu upp á af- mæli þessara skálda. Öðru máli gegnir um Knut Hamsun. Þó að hann sé engu minni þáttur af norskri menningu þar sem hún rís hæst speglar enginn sig í honum án fyrirvara. Knut Pedersen Hamsund Knut Hamsun fæddist í Guðbrandsdal árið 1859, sonur skraddarans Peders Pedersens og konu hans Toru Pedersen. Fjölskyldan flutti til Hamsund á Hamarsey í Norður-Noregi en þar er náttúran stórbrotin og ægifögur. Skólaganga Knuts getur hvorki talist löng né samfelld því að hún spannar 250 daga sem dreifðust á sex ár. Drengurinn var látinn vinna upp í skuld föðurins við mág sinn, frændinn var vondur við drenginn og fór illa með hann. Þó að hann væri afar bundinn Norður-Noregi alla tíð talaði Knut Hamsun helst ekki um æsku sína. Faðir hans dó árið 1907 og móðirin árið 1919 en Hamsun mætti í hvoruga jarðarförina. Eftir að hafa hleypt heimdraganum sextán ára gamall vann Knut Hamsun fyrir sér og flæktist víða næstu fjórtán árin. Hann lagði stund á ýmiss konar verkamannavinnu, flakkaði um Noreg þveran og endilangan, fór tvisvar til Ameríku og vandaði henni ekki kveðjurnar í fyrirlestrinum „Af andlegu lífi í Ameríku nútím- ans“. Og á þessum árum byrjaði hann að skrifa sögur. Fyrstu bækur hans vöktu litla athygli. Hann skrifaði fyrst undir nafninu Knut Ped- ersen Hamsund og kenndi sig við heimabæ sinn eins og Halldór Laxness síðar. Sagan segir að prentari nokkur hafi fellt d-ið aftan af nafninu fyrir mistök og Hamsun hafi litist svo vel á prentvilluna að hann tók upp þetta nýja nafn og hélt því þaðan í frá. Hann sló í gegn með skáld- sögunni Sulti sem kom út árið 1890. Eftir það rak hver bókin aðra og sú síðasta: Grónar götur kom út þegar hann var níræður, árið 1949. Hamsun skrifaði líka mörg leikrit en þau ná engan veginn þeim hæðum sem skáldsögur hans gera. Árið 1898 kvæntist hann Bergljótu Goepfert og skrifaði ástarsöguna Viktoríu innblásinn af ást til hennar. Þau eignuðust eina dóttur, Vikt- oríu. Hjónabandið entist hins vegar ekki lengi og þau skildu árið 1906. Árið 1908 var Hamsun kynntur fyrir leikkonunni Mariu Andersen og hrópaði upp yfir sig: „Guð minn almáttugur, barn, hve fagrar þér eruð!“ María var meira en 20 árum yngri en Hamsun. Þau eignuðust fjög- ur börn og hjónabandið varð stormasamt svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Hamsun var af- skaplega ráðríkur, afbrýðisamur og eigingjarn og María lét hann ekkert eiga hjá sér. María sagði að Knut Hamsun ætti aðeins einn vin og það væri skáldskapurinn og honum þætti aðeins vænt um eitt í þessu lífi og það væri skáldskap- urinn. Skáldskapurinn „Það var á þeim árum, þegar ég ráfaði um og svalt í Kristianíu, þessari undarlegu borg, sem enginn yfirgefur fyrr en hann hefir látið á sjá …“ Þannig hefst skáldsagan Sultur í ís- lenskri þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kald- aðarnesi. Menn höfðu ekki séð svona sögu áður árið 1890. Það var einhver bældur ofsi í stílnum og henni hefur verið líkt við málverkið Ópið eft- ir Edvard Munch. Aðalpersóna bókarinnar, rit- höfundurinn ungi, er bláfátækur og sveltur. Hann fær kölduköst, sjónin óskýrist, hárið byrj- ar að detta af í flygsum, einbeitingin hverfur en einhvers konar ofurnæmi kemur í staðinn. Hungrið ærir hann en á einhvern undarlegan hátt hefur hann valið það. Hann hafnar nær- ingu og með því hafnar hann samfélaginu. Hann all, nánast heyrnarlaus en minnið ekkert farið að gefa sig. Hamsun var ákaflega illa við Breta og engil- saxneska menningu. Hann dáðist hins vegar að þýskri menningu, bar mikla virðingu fyrir Þjóð- verjum og tók stöðu með þeim í fyrri heims- styrjöldinni. Eins og svo margir aðrir lista- og menntamenn á fjórða áratugnum skoðaði hann stjórnmálastefnu þjóðernissósíalistanna undir forystu Hitlers sem fýsilega útgönguleið úr upplausn og óreiðu áratugarins með tilheyrandi úrkynjun og hruni gamalla gilda. Margir lista- menn og rithöfundar eins og til dæmis Gertrud Stein og Ezra Pound deildu vantrú Hamsuns á því að mannkynið væri á framfarabraut. Andúð Hamsun á nútímanum átti drjúgan þátt í fortíð- ardýrkun hans og þjóðernishyggju. Hamsun hélt eindregið fram gæðum hins ein- falda lífs bóndans sem ræktar jörðina í sveita síns andlitis. Tvisvar sinnum kom hann sér upp óðalssetri, öðru á Hamarsey en hinu á suður- landinu, á Nørholm nálægt Grimstad. Eins og Gunnar Gunnarsson vildi Hamsun gjarna líta á sjálfan sig sem bónda en í raun fjármagnaði hann bændarómantíkina með ritstörfunum. Fengi ég tíu atkvæði … Knut Hamsun studdi nasistaflokk Vidkuns Quislings heilshugar og skrifaði margar heitar greinar í blöðin honum til stuðnings. Þegar kom að kosningunum 1936 skrifaði hann í blað Quisl- inganna Frjálsa þjóð: „Fengi ég tíu atkvæði skyldi hann fá þau öll!“ Við réttarhöldin 1947 út- skýrði Hamsun að hann hefði trúað því að Nor- egur ætti eftir að leika mikilvægt og göfugt hlutverk í nýrri Evrópu undir stjórn Hitlers. Í ljós kom að hann hafði aldrei gengið í nasista- flokk Quislings en María, kona hans, hafði gert það. Hún var dæmd í þriggja ára fangelsi en hvað átti að gera við Hamsun? Yfirvöldunum fannst ekki hægt að dæma hann til dauða fyrir landráð og þau vildu ekki loka hann inni á geðveikrahæli af þeirri einföldu ástæðu að hann var ekki geðveikur. Af óskilj- anlegu miskunnarleysi létu menn gamla mann- inn bíða í hálft þriðja ár eftir sérstökum rétt- arhöldum þar sem hann var niðurlægður og nánast píndur. Hann var afar lengi að jafna sig eftir meðferð yfirlæknisins Gabriels Langfeldts. Niðurstaða Langfeldts var að Hamsun væri sakhæfur en með „varanlega skaddaða dóm- greind“ („varig svekkede sjelsevner“). Hann var að lokum dæmdur til að greiða norska rík- inu 325.000 krónur og það gerði Hamsun- fjölskylduna nánast öreiga. Mörgum fannst að það hefði verið mannúðlegra að láta hann koma fyrir rétt eins og aðra landráðamenn og það vildi hann sjálfur. Í umræðunum og deilunum um Hamsun á af- mælisárinu hefur verið sagt að það sé hvorki hægt að hreinsa skáldið Knut Hamsun af nas- ismanum né halda því fram að hann skipti ekki máli. Það geri hann augljóslega. Nútíminn Það er óneitanlega kaldhæðnislegt að Hamsun, sem hataðist við nútímann, er kannski ennþá lesinn, virtur og dáður vegna þess að hann tjáir nútímann betur en margir aðrir í verkum sín- um. Eins og hjá Chaplin er flakkarinn hans maður þegar allt kemur til alls. Líf hans sjálfs var merkt eirðarleysi og uppreisnargirni um leið og hann þráði öryggi, festu og yfirsýn. Þeg- ar geðlæknirinn Langfeldt, sem aldrei brosti, spurði gamla manninn að því hvaða eiginleikar skiptu mestu máli í skapgerð hans svaraði Knut Hamsun: „Frá því fyrsta held ég að sé ekki í öllu mínu höfundarverki ein einasta persóna með einfaldan, ríkjandi eiginleika af þessu tagi. Þær eru allar persónuleikalausar, þær eru klofnar, brotnar. Ekki vondar, ekki góðar, heldur hvort tveggja, blæbrigðaríkar, síbreytilegar í geði og gjörðum. Og þannig er ég sjálfur, á því leikur enginn vafi.“ Knut Hamsun dó 19. febrúar 1952 á Nørholm. Mikilvægur og umdeildur neitar að taka fæðu inn í líkamann og neitar að ganga að reglum hinna eins og lystarstolssjúkl- ingur. Þegar nóg er komið af þessu fær ungi maðurinn sér vinnu og lætur af sveltinu í bók- arlok. Næsta bók á eftir Sulti var Leyndardómar (1892) sem hefst á því að ókunnur maður kemur í lítið þorp og ruglar þar öllum viðteknum venj- um og mynstrum. Eins og svo margar sögu- hetjur Hamsuns er söguhetjan Nagel ut- angarðsmaður. Hann er draumóramaður sem þorir hvorki að lifa né deyja heldur rennur af hólminum þegar mest á reynir, „beygir hjá“ eins og Pétur Gautur. Módernisti? Atle Kittang, bókmenntaprófessor í Bergen, segir í bók sinni um skáldskap Hamsuns Loft, vindur og ekkert (1984) að það megi sjá tvenns konar strauma í skáldskap Knuts Hamsuns, annan rómantískan, jafnvel tilfinningasaman, hinn fjarlægan, kaldan og fullan af fyrirlitningu á þeim framapoturum, breyskum og veikgeðja, sem þrá frægð og frama og ástir heldri kvenna en eru óverðugir. Þetta skapar íroníska hreyf- ingu í höfundarverkinu, segir Kittang sem skoðar Hamsun sem módernista. Hamsun rífur alltaf niður viðkvæmu skáldsögurnar með öðr- um harkalegri; á eftir Viktoríu (1898) kemur Að haustnóttum (1906) á eftir Gróðri jarðar (1917) koma Konurnar við brunninn (1919) o.s.frv. Um síðastnefndu bókina skrifaði Halldór Laxness eitraða grein sem hét „Síðasta bók Hamsuns“ árið 1921 og segir: „Mér finnst ég hafa staðið mig að því að vera í vondum fé- lagsskap. Ég finn að það hefur verið mér nokk- uð grátt gaman að dýrka þennan listfenga villi- mann, sem án afláts hendir skopi og lítur á alheiminn í ljósi háðs og fyrirlitningar en stjórnar pennanum af dæmafárri snilld.“ Og hann bætir við að af allri bók Hamsuns sé „keimur af dæmafárri mannfyrirlitningu, sem hvarvetna andar að oss í gegnum persónulýs- ingar hans“. Árið áður hafði þessi „listfengi villi- maður“ fengið Nóbelsverðlaunin og ekki laust við að öfundin kunni að hafa litað mat hins unga starfsfélaga. Það hefur verið bent á að í skáldskap Knuts Hamsuns felist aðdáun á kenningum Nietzsc- hes um ofurmennið og jafnframt hafi höfund- urinn alla tíð verið veikur fyrir hugmyndunum um skiptingu fólks í húsbændur og þræla. Það sé því ekki hægt að skilja skáldskap hans frá stjórnmálaskoðunum hans – hvort tveggja séu hliðar á lífsskilningi sama manns. Bretahatur og bændarómantík Að stríðinu loknu var Hamsun handtekinn og lokaður inni á elliheimili og síðar færður til geð- rannsóknar áður en dómur var felldur yfir hon- um vegna virks stuðnings hans við nasistaflokk Vidkuns Quislings. Hamsun var þá 86 ára gam- Liðin eru 150 ár frá fæðingu norska rithöf- undarins Knut Hamsun Það er óneitanlega kald- hæðnislegt að Hamsun, sem hataðist við nú- tímann, er kannski ennþá lesinn, virtur og dáður vegna þess að hann tjáir nútímann betur en margir aðrir í verkum sínum. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2009 Lesbók 3BÓKMENNTIR B ókmenntafræðistofnun Háskóla Ís- lands og norska sendiráðið bjóða upp á Hamsunhelgi, kvikmyndir og mál- þing, í Norræna húsinu nú um helgina. Í dag, laugardag, verða sýndar tvær kvik- myndir byggðar á skáldsögum Hamsuns: Kl. 15.00: Markens grøde (1921), í leik- stjórn Gunnars Sommerfeldts. Kl. 17.00: Pan (1995), í leikstjórn Hennings Carlsens. Á morgun klukkan 13.30 til 17.00 er boðið til málþings er nefnist Knut Hamsun – mik- ilvægur og umdeildur. Fyrst fjallar Even Amtsen frá háskólanum í Tromsö um flakkarann í skáldskap Hamsuns. Erindi Helgu Kress prófessors, er hefst klukkan 14.30, nefnist Karlmennska í kreppu: Uppspretta frásagnar í Pan eftir Knut Hams- un. Gunnþórunn Guðmundsdóttir dósent við HÍ flytur klukkan 15.00 erindið Elli en ekki sekt: Um Grónar götur Knuts Hamsuns. Þá talar doktor Øyvind Giæver um Hamsun, geð- læknisfræðina og réttarhöldin, og loks, klukkan 16.30, flytur Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur erindið Ísak í Sum- arhúsum: Knut Hamsun og íslenskar bók- menntir. Hamsunhelgi í Norræna húsinu Knut Hamsun Rithöfundurinn er risi í norskri menningu en enginn speglar sig í honum án fyrirvara. Ljósmynd/Joh. K. Engvig Höfundur er prófessor í íslenskum nútíma- bókmenntum við Háskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.