Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 10
10|Morgunblaðið
Friðrik Ómar Hjörleifsson
söngvari
„Ég held best heilsu ef ég sef vel og
borða hollan og góðan mat. Einnig ræktar
maður heilsuna á vissan hátt með því að
hlæja og njóta þess að gera það sem mað-
ur aðhefst hverju sinni. Það mætti segja
að ég rækti mína heilsu á vissan hátt með
því að syngja. Ég þarf að hafa mjög góða
heilsu til að geta stundað mína vinnu vel.
Það að rækta heilsuna er eilífðarvinna.
Fyrir mig er það ekki kappsmál að ham-
ast í ræktinni en ég stunda samt líkams-
rækt fjórum sinnum í viku og er með
einkaþjálfara. Jú, kannski má segja að ég
hamist í ræktinni,“ segir Friðrik Ómar og
hlær. „En það er bara ef ég sef vel og
borða góðan og næringarríkan mat.
Hreyfing er nauðsynleg. Maður kemur
samt alltaf að þeim punkti að hlutirnir
þurfa að vera í jafnvægi til að heilsan sé
góð. Ég hef einhvern veginn tekið þetta í
skorpum. Hef farið frá því að éta ruslfæði
í öll mál yfir í Herbalife kvölds og
morgna og síðan farið aftur í ruslfæðið
eftir að hafa sprungið á sveltinu. Núna er
ég semsagt í góðu jafnvægi með þetta og
á þessu ári mun ég hugsa enn frekar um
heilsuna því ekki yngist maður með ár-
unum.“
svanhvit@mbl.is
Rækta heilsuna með hlátri
Friðrik Ómar Hjörleifsson: „Það mætti segja að ég rækti mína
heilsu á vissan hátt með því að syngja.“
Hver er þín heilsurækt?
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
Ákveðin grunnatriði þurfaað vera til staðar til þessað ná árangri og slíktsnýst ekkert endilega um
meðfædda hæfileika heldur hvernig
við gerum hlutina frá degi til dags.
Undirliggjandi í minni hug-
myndafræði er að íþróttfólk einbeiti
sér að núinu og því að hafa gaman af
hlutunum og haldi sig frá ut-
anaðkomandi þáttum sem skipta
ekki máli hvað varðar frammistöð-
una en hafa samt sem áður sín áhrif.
Það vantar eiginlega góða skilgrein-
ingu á íþróttum en opinbera skil-
greiningin er sú að íþróttir séu lík-
amlegt athæfi, eitthvað sem keppt
er í og stýrt af ákveðinni stofnun.
Þó gerum við líka fullt á hverjum
degi sem fellur ekki undir þetta,
eins og að fara í líkamsrækt, klífa
fjöll eða leika okkur í badminton.
Þetta gerir skilgreininguna óljósa
og við sem erum fræðimenn þurfum
sjálfir að skilgreina nákvæmlega
um hvað ræðir. Eins er ákveðin tví-
hyggja í íþróttum þar sem þær geta
verið mjög góðar og jákvæðar en
líka slæmar og óheilbrigðar. Já-
kvæð áhrif eru að nota íþróttir sem
forvarnir, að þær séu upp-
byggilegar, dragi úr streitu og kvíða
og bæti sjálfsmyndina. Á móti kem-
ur hins vegar einelti í íþróttum
barna og unglinga, að siðferði sé
ábótavant og síðan misnotkun lyfja
og líkama hjá fullorðnum,“ segir
Viðar sem hefur komið að uppbygg-
ingu íþróttaliða á ýmsan hátt en sér-
staklega rannsakað íþróttir barna
og keppnisíþróttir.
Frí frá daglegum vandamálum
„Í þessu árferði hafa þrótta-
félögin áhyggjur af sinni stöðu sem
bitnar á keppnisíþróttum og því er
gríðarlega mikilvægt að barna- og
unglingastarf haldi sér. Í mínu
starfi lítum við fyrst og fremst á
íþróttir sem forvarnir í víðum skiln-
ingi þess orðs, ekki bara varðandi
vímuefni heldur líka andlega og fé-
lagslega þætti. Þannig sé ég nú
ákveðið tækifæri til að standa vörð
um þessi forvarnargildi sem íþrótt-
irnar eiga að standa fyrir. Þau hafa
kannski gleymst dálítið á und-
anförnum árum þar sem markaðs-
öflin hafa komið í æ meira mæli inn í
íþróttirnar með sínum kostum og
göllum. Kostirnir eru þeir að hægt
hefur verið að byggja upp góða að-
stöðu og ráða þjálfara í fullt starf en
um leið hefur markaðsvæðingin átt
þátt í því að draga úr jákvæðum
gildum íþrótta. Þannig hafa íþróttir
að mínu mati á vissan hátt orðið nei-
kvæðar og þar færst neðar í aldri
mikil alvara, pressa og væntingar
virðast fyrir mestu. Rannsóknir á
afreksfólki hafa hins vegar sýnt að
þeir sem ná árangri eru þeir sem
alast upp í afslöppuðu íþrótta-
umhverfi þar sem þeir eru í íþrótt-
um á eigin forsendum, að gera eitt-
hvað sem þeim finnst skemmtilegt,“
segir Viðar.
Stór sigur
Hann segir jákvætt að líta svona
á stöðuna enda sé brottfall úr íþrótt-
um mikið frá 13 til 17 ára aldri.
Þessu hafi þeir sem eldri eru
áhyggjur af þar sem krakkarnir
hætta á viðkvæmum aldri. Því sé
mikilvægt að gera starfið skemmti-
legra og draga úr því að alltaf þurfi
að vinna. Þá hafi einnig sýnt sig að
íþróttir hafa samfélagsleg áhrif þar
sem íþróttafélög auki samheldni
fólks sem býr á sama svæði. „Börn
sem taka þátt í íþróttum standa yfir
höfuð vel að vígi, mataræði þeirra er
gott, þau þjást síður af tíðum verkj-
um, hafa góða sjálfsmynd og nota
síður vímuefni. Ef börnin okkar eru
komin á unglingsaldur, hafa æft
lengi og líður vel líkamlega og and-
lega er það stóri sigurinn. Þannig
erum við komin með flott ungt fólk
með jákvætt hugarfar sem stendur
sig vel í lífinu auk þess að vera af-
reksmenn framtíðarinnar,“ segir
Viðar.
Snýst ekki bara um að keppa
Morgunblaðið/Valdís Thor
Sannur íþróttaandi Viðar Halldórsson telur gott að hverfa til fyrri gilda.
Íþróttir spila ákveðið hlutverk í samfélaginu og
geta aukið samheldni meðal fólks. Viðar Hall-
dórsson, lektor í íþróttafræði við Háskólann í
Reykjavík, telur að nýta megi ástandið í þjóð-
félaginu til að breyta áherslum í íþróttastarfi.
Rannsóknir þýskra vísindamanna hafa leitt í ljós að
engiferrót hefur bein áhrif á meltingarkerfið og getur
slegið á ógleði. Enn er ekki vitað með vissu hvers vegna
rótin hefur þessi áhrif en vitað er að þær einkennandi
ilmolíur sem í henni finnast hafa sín áhrif. Hægt er að
taka engifertöflur áður en farið er í flug eða langa bíl-
ferð eða setja nokkrar sneiðar af engifer út í brúsa af
vatni til að sötra meðan á ferðalaginu stendur.
maria@mbl.is
Engifer slær á ógleði
kynnir:
FIT-KID® SPORTERÓBIK – fyrir 8-17 ára!
BESTA LEIÐIN TIL HEILBRIGÐRA LÍFSHÁTTA ÁN ÖFGA!
Dans-Fimleikar-Þolfimi og Tjáning brætt saman í stór-
skemmtilega grein þar sem hver þáttakandi fær að njóta sín á
eigin forsendum. Allir geta náð árangri, óháð líkamsbyggingu
eða fyrri íþróttaiðkun.
NÝ NÁMSKEIÐ HEFJAST ÞANN 12. JANÚAR 2009 Á
EFTIRTÖLDUM STÖÐUM:
HRESS Hafnarfirði – S: 565 2212
SPORTHÚSIÐ Kópavogi – S: 564 4050
ÁRBÆJARÞREK Reykjavík – S: 567 6471
Nánari upplýsingar á vefsíðunni
www.FITKID.is fitkid@fitkid.is
STAFG
ANGA
ÁHRIFA
RÍK LE
IÐ
TIL LÍK
AMSRÆ
KTAR
Stafgöngunámskeið hefjast 13. janúar n.k.
stafgönguþjálfi, 616 85 95.
stafgönguþjálfi, 694 35 71.
Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30.
Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30.
SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á: