Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 17
Morgunblaðið |17 Það er aldrei skemmtilegt að verða veikur og sumir kvarta undan því að hafa einfaldlega ekki tíma til að leggjast í rúmið. Ýmislegt má gera til þess að reyna að bæta ónæmiskerfið og sporna við veikindum. Ótal rannsóknir hafa sýnt fram á að mikilvægt er að byrja daginn á góðum morgunmat og slíkt hefur einnig sitt að segja þegar kemur að kvefi og flensu. Einnig er gott að fá sér banana á morgnana þar sem hann inniheld- ur trefjar sem auka vöxt skaðlausra baktería í maganum. Regluleg líkamsrækt er alltaf góð og stuðlar að því að líkaminn framleiði átfrumur, sem ráðast á bakteríur í lík- amanum. Að finna sér tíma til að slappa vel af með heitu baði eða jóga er líka mikilvægt því stress dregur úr losun adrenalíns og cortisols út í líkamann sem veikir ónæm- iskerfið. Þá hefur rannsókn sýnt að fólk sem borðar eina jógúrt á dag fékk kvef í 25 prósent færri skipti en þeir sem slepptu jógúrtinni. Ómega-3 fitusýrur styrkja líka ónæmiskerfið en þær fást úr túnfiski, laxi, sardínum og makríl og því gott að borða sem mest af slíkum fiski. Nei nei Enginn tími finnst hér til að verða veikur. Ekkert stress, enga flensu Þekkt er að nota trönuber og trönuberjasafa til að vinna bug á blöðrubólgu en sumir segja að blá- ber virki alveg jafnvel. Bláber inni- halda sömu efnasamsetninguna og þá í trönuberjum sem ræðst að sýk- ingunni. Innihald þessara efna er dálítið minna í bláberjunum en oft er auðveldara að kaupa þau fersk og þannig eiga við höndina. Talið er að góð handfylli af bláberjum á dag geti nægt til að bægja frá blöðrubólgu auk þess sem þau eru stútfull af andoxunarefnum. Nytsamleg Bláber geta veitt fyr- irbyggjandi áhrif við blöðrubólgu. Handfylli af bláberjum Það getur verið ansi erfitt að púsla án þess að vita hvernig púsluspilið á að líta út eða að miða ör án þess að vita hvert er verið að skjóta. Að sama skapi eru markmið mjög mik- ilvæg þegar kemur að heilsurækt. Með því að sjá greinilega hvert er stefnt er leiðin hálfnuð. Frá upphafi hafa heimsleiðtogar með sterka og augljósa sýn getað hvatt fólk til stórra afreka. Á sama hátt geta ákveðin markmið hvatt fólk áfram og haldið því áhugasömu. Í stað þess að skjögra áfram og vonast til að bæta líf þitt þá muntu þekkja ár- angur þegar hann birtist og vita hvað þarf að gera til að komast á leiðarenda. Því nákvæmara sem markmiðið er því auðveldara verð- ur að ná því. Markmið Það er mikilvægt að vita hvert skal stefna í heilsurækt. Mikilvæg markmið mbl.is ókeypis smáauglýsingar Ný uppbygging, nýtt efni, nýjar æfingar! Átaksnámskeið Hreyfingar hafa aldrei verið betri. Leiðbeinendur sem búa yfir áralangri reynslu hafa fengið sérþjálfun til að leiða hin nýju og árangursríku námskeið sem skila þér pottþéttum árangri. Fjölbreytt 6-vikna námskeið. Mismunandi áherslur eftir því hvort þú ert byrjandi eða lengra komin. Tímarnir eru 3 x í viku. Lestu umsagnir ánægðra þátttakenda á hreyfing.is Ágústa, Anna og Guðbjörg hafa sett saman ný 6-vikna námskeið sem tryggja þér þann árangur sem þú vilt ná í heilsu- og líkamsrækt Álfheimar 74 Sími: 414 4000 hreyfing@hreyfing.is www.hreyfing.is P L Á N E T A N Öll Árangurs námskeiðin eru byggð upp á svipaðan hátt nema með mismunandi áherslum. Allar nánari upplýsingar á hreyfing.is Veldu þér námskeið sem hentar þér: Árangur Árangur/elítan Árangur framhald • Komdu þér út úr röngu fæðumynstri og byrjaðu að borða fæðu sem gerir þig granna • Losnaðu við eilífa sætindaþörf • Mataræðið tekið í gegn – fylgt eftir nokkrum einföldum reglum - örugg leið til árangurs • Lærðu að borða til að næra vöðvana þína og svelta fitufrumurnar • Einfaldar æfingar sem miðast við að tryggja hámarks fitubruna • Þú losar þig við aukakílóin • Þú minnkar fitufrumurnar og styrkir og mótar vöðvana • Þú minnkar ummál um mitti, læri og mjaðmir • Þú eykur orku þína, þrek og vellíðan Láttu skrá þig strax í síma 414 4000 eða á hreyfing@hreyfing.is HEFST 12. JANÚAR ÁRANGUR Á NÝJU ÁRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.