Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 19
Morgunblaðið |19
Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona
„Ég held að ég hafi ekki verið mjög iðin við
heilsurækt undanfarið.
En þetta telst vafalaust til ræktar; að lyfta lóð-
um einu sinni í viku, að hlusta á tónlist liggjandi,
að kitla börn og heyra þau hlæja og að sitja kyrr
og góna út í loftið.
Svo má einnig tína þetta til; að borða hráar
gulrætur, að drekka vatn við stofuhita, að taka
multidophilus, að drekka ekki með mat og reyna
að tyggja matinn vel. Svo hlýtur nýjasta
heilsuræktin að vera að kemba sér með lús-
akambi reglulega til að hindra framgang lúsa í
hári.“
Morgunblaðið/Valdís Thor
Eva María Jónsdóttir: „Ég held að ég hafi ekki verið mjög
iðin við heilsurækt undanfarið.“
Hver er þín heilsurækt?
Hlusta á tónlist
liggjandi
Það er mun eðlilegra að bæta mat-
aræði sitt með stigvaxandi en var-
anlegum breytingum í stað þess að
fara í endalausa megrunarkúra. Þeir
sem fara í megrun finna oft fyrir
hungri og skorti sem getur orðið til
þess að viðkomandi fellur á bind-
indinu og borðar óhollt á ný. Betri
leið er að minnka inntöku kaloría á
hverjum degi án þess þó að finna
fyrir skorti. Góð byrjun á því getur
verið að halda matardagbók dag-
lega. Rannsóknir sýna að fólk van-
metur hve mikið það borðar daglega
og borðar því of mikið án þess að
vita af því. Lykillinn að eðlilegri
skammtastærð er að lesa merkingar
á matvælum. Oft er ákveðin vara
mun orkuríkari en viðkomandi hefur
talið og því tilvalið að sjá staðreynd-
irnar svart á hvítu.
Ekki öll fita slæm
Þá er mikilvægt að muna að ekki
er öll fita slæm. Ákveðnar olíur og
hnetur eru til dæmis mjög næring-
arríkar og hollar. Hins vegar hefur
fita tvöfalt fleiri hitaeiningar á
gramm en kolvetni og prótein.
Venjulega innbyrðir fólk rangar teg-
undir af fitu sem þýðir að fólk inn-
byrðir allt of mikið af kaloríum. Það
er því mikilvægt að fara sparlega
með smjör, dressingu og krem og
nota bara nóg til að rétt finna bragð-
ið. Eins er hægt að leita að fitulitlum
útgáfum af kryddi eða bragðbæti,
eins og dressingum og sósum. Einn
skammtur af léttmæjonesi hefur
helmingi færri kaloríur en hefð-
bundið mæjónes en bragð og áferð
er svipað. Þá er líka hægt að bragð-
bæta mat verulega með því að nota
kryddjurtir og þá eru ekki fleiri ka-
loríur. Rannsóknir sýna líka að
kryddaður matur, með rauðum pip-
ar eða chilípipar, getur hraðað efna-
skiptunum og orðið til þess að við-
komandi hætti að borða fyrr en ella.
Sleppa áfenginu
Svo er mikilvægt að drekka mikið
af vatni í stað þess að drekka áfenga
drykki. Það eru sjö kaloríur í hverju
grammi af alkóhóli og áfengi hefur
líka áhrif á sjálfsstjórn einstaklinga
hvað varðar mat. svanhvit@mbl.is
Hollt og gott Ekki er nauðsynlegt
að líða skort þótt sé verið að skera
niður kaloríur.
Stigvax-
andi
breytingar
Dagleg streita er óhjákvæmileg.
Gefðu sjálfri/um þér heilbrigt samband
við streitu í gegnum árangursríka aðferð
Phoenix Rising Yoga Terapy.
Notuð er aldagömul jóga fræði.
Lærðu að kynnast og skilja sjálfan þig
betur í 8-vikna hópumgjörð/vinnusmiðju.
Í gegnum þessa þekkingu verður
auðveldara að þiggja, taka á móti lífinu
eins og það kemur fyrir hverju sinni.
Rut • Sími 696 4631 • www.pryt.com
Snúa streitu í vellíðan.
Lítill hópur: 8 vikur, 2½ tími,
miðvikud. + 1 heill dagur
1. hópur - 7. jan. - 25. feb.
kl. 17:30-20:00
2. hópur 4. mars - 29. apríl
kl. 17:30-20:00
Einkatímar.
Opnir jógatímar á miðvikud.
kl. 16.10-17.10.
og styrking
Jóga, slökun
Dalshrauni 11, Hafnarfirði, sími 565 2212
Ásvöllum 2, Hafnarfirði, sími 565 2712
hress@hress.is www.hress.is
Viltu vera í
HRESSA liðinu ?
G
ra
fík
a
20
09
Tilboð
LesMills
10 ár
í HRESS
Tilbo› 1 – Fjórir mánu›ir á kr. 22.990.-
Tilbo› 2 – Átta mánu›ir á kr. 33.990.-
Tilbo› 3 – Árskort á kr. 41.990.-
Vinaklúbbur Hress á kr. 4.590.- á mánuði. Binditími 12 mánuðir.
Tilboðin standa til 10. janúar. Ný tímatafla tekur gildi 12. janúar.
Opið hús að Ásvöllum og Dalshrauni 10. janúar.
Aðgangur að sundmiðstöðinni fylgir öllum æfingakortum