Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 21
Morgunblaðið |21
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
Það hefur verið svo erfitt ástand íþjóðfélaginu undanfarið. Fólk áaftur á móti að geta bætt hvaðannað upp, staðið hvað með öðru
og fundið sér eitthvað að gera saman,“
segir Einhildur Ýr Gunnarsdóttir einka-
þjálfari en hún og Gunnar Vilhelmsson
einkaþjálfari eru að fara af stað með
skemmtilega paraþjálfun í Sporthúsinu í
Kópavogi. „Hugmyndin er upprunnin frá
sjónvarpsþáttunum The Biggest loser en
ætlunin er að pör komi í einkaþjálfun til
okkar og keppi sín á milli. Pörin geta verið
vinapör, systkinapör eða hjón og jafnvel
gætu tvenn pör komið og keppt sín á milli.
Keppnin snýst um fituprósentu og þyngd-
artap og sá aðili sem stendur sig betur í
lok vikunnar sigrar,“ segir Einhildur og
bætir við að vinningurinn sé eitthvað sem
parið ákveði. „Einhverjir litlir og einfaldir
vinningar til að gera þetta skemmtilegra,
til dæmis að sá sem tapar þarf að vaska
upp í heila viku eða eitthvað slíkt.“
Heilbrigð keppni
Einhildur talar um að hún og Gunnar
þjálfi parið í sitt hvoru lagi sem getur
komið sér einkar vel. „Parið þarf því ekki
að koma saman sem getur verið hentugt
ef til dæmis annar aðilinn þarf að huga að
börnum. Það má eiginlega segja að þetta
sé hefðbundin einkaþjálfun nema með
svolítilli keppni. Svo erum við náttúrlega
tveir einkaþjálfarar með sitt hvorn að-
ilann og við keppum líka okkar á milli,
hvort okkar nær betri árangri með sinn
viðskiptavin. Það er líka skemmtilegt því
við höfum lokið mismunandi námi. Gunn-
ar er menntaður frá FEA og hefur þjálfað
í nokkur ár. Ég er með ÍAK-réttindi sem
byggjast á því að koma stoðkerfinu í lag
en ég útskrifaðist síðasta vor,“ segir Ein-
hildur og bætir við að fólk sé alltaf vigtað
og fitumælt vikulega. „Svo halda þátttak-
endur matardagbók sem við förum yfir
vikulega. Þátttakendur mæta þrisvar í
viku í klukkutíma í senn til okkar og svo
væri gott ef fólk myndi líka mæta til að
brenna aukalega utan þess. Þetta verður
lífsstílsprógramm, hollur og eðlilegur
matur og nammidagar reglulega. Einka-
þjálfunin er byggð upp mánuð fyrir mán-
uð en við viljum endilega að fólk haldi
áfram að æfa eftir mánuðinn. Líkamsrækt
er ekki eins og keramiknámskeið þar sem
þú ert bara búinn eftir mánuð.“
Einfaldara saman
Einhildur segir hugmyndina hafa
kviknað því hún og Gunnar eru í sam-
bandi og æfa alltaf saman. „Það bætir
okkar samband að æfa saman enda er það
okkar tími, í ræktinni. Þjálfunin getur því
ræktað sambandið og aukið ánægjuna.
Það er líka alltaf svolítil keppni á milli
okkar, sem gerir þetta bara skemmti-
legra. Keppnin bætir líka árangur fólks
því þetta er ekki neikvæð keppni og eng-
inn sér árangurinn nema parið sjálft. Það
er líka erfitt þegar einungis annar aðilinn
er í einkaþjálfun því það er svo auðvelt að
draga hinn með sér í sukkið. Aftur á móti
þegar það eru tveir í aðhaldi þá tekur öll
fjölskyldan þátt í því og börnin fara að
borða hollari mat.“
Sambandið ræktað í ræktinni
Morgunblaðið/Valdís Thor
Gunnar Vilhelmsson og Einhildur Ýr Gunnarsdóttir: „Það bætir okkar samband að æfa saman enda er það
okkar tími, í ræktinni. Það er líka alltaf svolítil keppni á milli okkar, sem gerir þetta bara skemmtilegra.“
Það getur bætt sambandið
að fara reglulega saman í
ræktina og ekki verra ef
keppnisandinn fylgir með.
Í Sporthúsinu í Kópavogi
geta pör farið saman í
einkaþjálfun og keppt sín á
milli hvort stendur sig bet-
ur.