Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 25
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Þjóðverjar eiga sér langasögu í notkun jurtalyfja ogframleiða mikið af þeim,sama er að segja um Frakka og Breta, en þar eru einnig sérstakir skólar sem kenna notkun slíkra lyfja og lækninga. Í Þýska- landi er slíkt einnig hluti af námi lækna. Í Bandaríkjunum er þetta vaxandi og gamlar hefðir fyrir slíkri notkun í Kína, Japan og Kóreu. Lyfjaiðnaðurinn þróaðist úr þess- um jarðvegi og mörg lyf sem notuð eru í dag eiga uppruna sinn í nátt- úruefni úr jurtum. Menn hafa síðan smám saman verið að breyta þessum efnum og gera þau virkari en það auðveldar að sækja um einkaleyfi á þeim. Lyfjaiðnaðurinn hefur þróast á síðustu 200 árum og þegar lyfin komu á markað lögðu menn þessi náttúruefni úr jurtum til hliðar að miklu leyti. Á síðustu árum hafa þau hins vegar orðið vinsæl aftur þar sem aukaverkanir eru síður vandamál þegar notuð eru náttúruefni úr jurt- um, sérstaklega í blöndu eins og kemur fyrir í náttúrunni,“ segir dr. Sigmundur Guðbjarnason, einn stofnenda Saga Medica, félags sem framleiðir heilsuvörur úr íslenskum lækningajurtum. Læra af notendunum Fyrsta vara félagsins sem fór á markað var Angelica jurtaveig sem síðar kom á markað sem töflur þar sem jurtaveigin er bragðsterk og inniheldur 45 prósent alkóhól og því ekki við allra hæfi. Þá kom á markað SagaPro sem einkum hefur verið mælt með til að draga úr tíðum þvag- látum. Til að byrja með var talið að SagaPro myndi helst gagnast mið- aldra og eldri mönnum með bólgur og ofstækkun í blöðruhálskirtli en síðar kom á daginn að það virkar einnig vel fyrir konur með ofvirka blöðru. Þá hafa Bandaríkjamenn sem vilja markaðssetja vörurnar ytra farið með sýnishorn til að gefa vinum og kunningjum og þannig kom í ljós að efnið virkar einnig ágætlega við asma. „Í slíkum tilvikum leitum við skýringa á því hvort virknin sé raunveruleg og þá hvers vegna þetta virkar á það sem neytandinn bendir á því við lærum heilmikið af notend- unum. Það hafa fjórar greinar birst um rannsóknir okkar í alþjóðlegum vísindatímaritum og fjalla þrjár þeirra um áhrif efna úr ofantöldum fæðubótarefnum svo og ilmolíum úr hvannafræjum til að hefta vöxt á krabbameinsfrumum og æxlum. Þessu höfum við þó ekkert flaggað því til þess að geta gefið einhver fyr- irheit í slíkum efnum þarf klínískar rannsóknir sem ekki er auðvelt að fá framkvæmdar hér á landi,“ segir Sigmundur. Bætt minni Á vegum félagsins hafa verið rannsökuð lífvirk efni í einum 40 jurtum og þær jurtir sem reynast hafa mestu virknina eru hvönn, vall- humall, blágresi og blóðberg. Þannig hefur nú verið þróuð ný vara úr hvönn og blágresi, SagaMemo, sem ætlað er að bæta minnið og draga úr minnistapi. Virku efnin í henni eru efni sem virka á sama hátt og lyfin sem notuð eru við Alzheimers sjúk- dómi sem erfitt er að meðhöndla en hægt er að tefja framvindu sjúk- dómsins með efni sem virkar á ákveðið ensím í heila. Í bæði hvönn og blágresi eru efni sem virka með sama hætti, draga úr virkni þessa ensíms sem brýtur niður mjög mik- ilvægt boðefni í heilanum og með því vex magn þessa boðefnis í heilanum og minnið batnar. Slíkt lyf hefur þeg- ar komið á markað í Kóreu, gert úr samskonar hvönn og þeirri íslensku sem þar vex. Í Mexíkó og Pakistan Sigmundur stundaði nám í líf- efnafræði í háskóla í München og síð- ar hjartarannsóknir í áratug í Detro- it í Bandaríkjunum. Hann kom heim árið 1970 til að taka þátt í að byggja upp kennslu í efnafræði við Háskóla Íslands og varð síðar háskólarektor. Þegar hann lét af störfum sem slíkur árið 1992 hóf hann að kanna lækn- ingamátt íslenskra jurta og stofnaði Saga Medica árið 2000. Hann segir rannsóknir hópsins hafa vakið nokkra athygli erlendis. Hann sé til að mynda nýlega kominn frá Mexíkó þar sem fjallað var um ómega-3 fitu- sýrur, en þær hefur hann rannsakað mikið. Þá hefur honum verið boðið á ráðstefnu í Pakistan nú í janúar þar sem fjallað verður um náttúruefni og yngri og eldri vísindamenn verða leiddir saman til þess að efla þetta rannsóknarsvið í þeim heimshluta. Náttúruefni aftur orðin vinsæl Morgunblaðið/Frikki Þekkt víða Rannsóknir Saga Medica hafa vakið athygli erlendis, segir dr. Sigmundur Guðbjarnason. Líkt og nafnið ætihvönn bendir til hefur hvönn lengi verið notuð sem matjurt. Hér á landi voru hvanna- garðar við flesta bæi á öldum áður og þess getið í Ís- lendingasögunum að fólk hafi skorið hvönn. Hvönn og aðrar jurtir úr íslenskri náttúru hafa löngum ver- ið notaðar í lækningatilgangi og reynst vel. Morgunblaðið |25 SPELT Spelt hefur haldið hreinleika sínum frá upphafi kornræktar og inniheldur flest næringarefni sem þarf til að viðhalda góðri heilsu. Himnesk hollusta býður uppá lífrænar og vandaðar vörur sem stuðla að betra lífi. Gómsætar uppskriftir á biovorur.is www.biovorur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.