Morgunblaðið - 03.01.2009, Side 27
Morgunblaðið |27
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
Það er gríðarlega mikilvægtfyrir konur að mæta íkrabbameinsskoðun ogekki síst síðari ár þar sem
tíðni forstigsbreytinga sem getur
leitt til leghálskrabbameins hefur
hækkað mikið undanfarin ár. Í
krabbameinsskoðun eru frumustrok-
ur nýttar til að kanna hvort konur
hafi þessar forstigsbreytingar. Krist-
ján Sigurðsson, yfirlæknir á leit-
arstöð Krabbameinsfélagsins, segir
að forstigsbreytingar hjá konum hafi
aukist eftir árið 1980. „Upp úr 1980
urðum við varir við að það varð mikil
uppsveifla í leghálskrabbameini tíma-
bundið. Þegar þetta var kannað betur
þá kemur í ljós að það varð samtímis
mikil uppsveifla í greindum forstigs-
breytingum hjá konum og þetta var
bein afleiðing af breytingum í kynlífs-
hegðan ungs fólks á þeim tíma. Upp-
sveiflan sem varð í leghálskrabba-
meini tengdist einnig því að konur
mættu mjög illa til leitar á þeim tíma,
regluleg mæting var mjög léleg fyrir
1980 en eftir það gjörbreyttum við
skipulagi leitarinnar. Í dag erum við
því með mjög öflugt eftirlitskerfi en
því miður hefur borið á því að mæt-
ingin hefur dalað hjá okkur und-
anfarin ár. Samt sem áður er hún um
75 prósent sem er miklu betra en það
var 1980 en hún mætti vera betri og
sérstaklega hjá yngri stúlkunum en
það er einmitt hjá þeim sem tíðni for-
stigsbreytinganna er að aukast.“
Karlmenn veikjast líka
Rúmlega 80 prósent kvenna sem
stunda kynlíf fá einhvern tímann svo-
kallaða HPV-veiru sem getur mynd-
að forstigsbreytingu sem getur síðan
þróast yfir í leghálskrabbamein, sé
ekkert að gert. Kristján talar um að
tíðni HPV-smits sé hæst hjá yngri
konum sem hafa nýlega byrjað að
stunda kynlíf. „Það er beint samband
á milli fjölda rekkjunauta og smitsins
því ef viðkomandi rekkunautur hefur
stundað kynlíf með öðrum konum og
þar af leiðandi smitast þá aukast lík-
urnar. En þó svona margar konur
sýkist á sinni lífsleið, og jafnvel oftar
en einu sinni, þá losna flestar við veir-
una jafnharðan. Það er ekki nema
innan við örfá prósent kvenna sem
þróa áfram forstigsbreytingar. Tíðn-
in er þó hærri á meðal yngri kvenna
og lækkar með aldrinum. Eldri konur
eru yfirleitt komnar með ónæmi gegn
þessari veiru. Það eru um 8-9 konur
af hverjum 100 þúsund konum sem fá
leghálskrabbamein árlega en mun
fleiri eða um 1.600 konur sem fá for-
stigsbreytingar árlega,“ segir Krist-
ján og bætir við að karlmenn fái líka
veiruna. „Þessi veira er marg-
breytileg því hún veldur ekki bara
leghálskrabbameini. Hjá konum get-
ur hún líka valdið krabbameini í leg-
göngum, burðarbarmi, endaþarmi,
öndunarvegi og svo framvegis. Hjá
karlmönnum getur hún valdið enda-
þarmskrabbameini og í einstaka til-
fellum krabbameini í getnaðarlim en
slíkt er mun sjaldgæfara en hjá kon-
um.“
Bóluefni dregur úr líkunum
Það eru meira en 100 stofnar af
HPV veirunni en einungis um 17
þeirra eru tengdir beint við krabba-
mein, að sögn Kristjáns. „Veiran er
margþætt en hún er nokkuð stöðug í
eðli sínu. Í mörg ár hefur verið unnið
við þróun á bóluefni gegn HPV-
veirunni en það eru þó aðallega tveir
stofnar sem eru tengdir legháls-
krabbameininu. Ef bólusett er gegn
þessum tveimur veirum er kannski
hægt að reikna með að það verði 60
prósent lækkun á nýgengi legháls-
krabbameins en lækkun á tíðni for-
stigsbreytinga verður mun minni.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að ár-
angur af bólusetningu er langmestur
ef stúlkur eru bólusettar áður en þær
byrja að stunda kynmök og þess
vegna er best að bólusetja 11-12 ára
stúlkur vegna þess að virkni bóluefn-
isins er mjög lítil þegar konan er þeg-
ar smituð. Bóluefnið dregur úr líkum
á leghálskrabbameini en kemur alls
ekki í veg fyrir að stúlkur geti ekki
fengið forstigsbreytingar og legháls-
krabbamein. Þrátt fyrir bóluefni er
því mjög mikilvægt að halda áfram að
fara í krabbameinsskoðun.“
Lítil áhrif í litlum hópi
Kristján talar um að áhrif bólu-
setningar séu hins vegar háð því hve
margar konur komi í bólusetningu.
„Ef einungis er verið að bólusetja lít-
inn hluta 12 ára stúlkna hefur bólu-
setningin lítil áhrif því veiran mun þá
smitast áfram á milli kynja. Aftur á
móti ef að minnsta kosti 80 prósent af
12 ára stúlkum eru bólusett í hverjum
árgangi er byggt upp svokallað hjarð-
ofnæmi sem leiðir til þess að vírusinn
hverfur smám saman úr þjóðfélag-
inu,“ segir Kristján og bætir við að
þetta muni þó taka mörg ár. „Flestar
vægar forstigsbreytingar hverfa af
sjálfu sér en ef það eru endurteknar
breytingar þá er gripið til aðgerða.
Þá eru konur konur kallaðar í svokall-
aða leghálsspeglun þar sem við skoð-
um leghálsinn með stækkunargleri
og tökum vefjasýni. Í framhaldi af
niðurstöðu vefjasýnisins ákveðum við
hvort það sé óhætt að halda áfram að
fylgjast með konunni eða hvort við
eigum að senda hana í keiluskurð.
Keiluskurður er þegar við tökum
neðsta hlutann af leghálsinum í burtu
en á því svæði er yfirleitt mikil og ör
frumuskipting og þar kemst veiran
inn og getur valdið truflun. Ef mjög
stór keila er tekin getur það valdið
því að síðar meir fæði konan fyrir
tímann. Þess vegna er mjög mik-
ilvægt að þessir keiluskurðir séu
framkvæmdir af vönum mönnum.“
Einungis 75 prósent kvenna
fara í krabbameinsskoðun
Morgunblaðið/Valdís Thor
Kristján Sigurðsson: „Rúmlega 80 prósent kvenna sem stunda kynlíf fá
einhvern tímann svokallaða HPV-veiru sem getur myndað forstigsbreyt-
ingu sem getur síðan þróast yfir í leghálskrabbamein.“
Það er beint samband á
milli fjölda rekkjunauta
og HPV-smits en HPV
er veira sem getur
valdið leghálskrabba-
meini. Það eru einungis
um 75 prósent kvenna
sem fara reglulega í
krabbameinsskoðun en
þar er leitað eftir for-
stigsbreytingum sem
geta leitt til legháls-
krabbameins.
Ungt fólk Tíðni forstigsbreytinga
hjá ungum stúlkum er að aukast.
Skvass
– frábær íþrótt fyrir alla!