Morgunblaðið - 30.01.2009, Síða 4
4 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2009
HÆSTIRÉTTUR
hefur dæmt Ró-
bert Wayne Love
og Arnar Óla
Bjarnason í
tveggja og hálfs
árs fangelsi
hvorn fyrir frels-
issviptingu, hús-
brot og rán. Þar
með þyngdi
Hæstiréttur
tveggja ára og átján mánaða dóm
héraðsdóms sem þeir höfðu áfrýjað.
Arnar Óli og Róbert ruddust
ásamt þremur öðrum inn í íbúð
fórnarlambsins að kvöldi 29. janúar
2007. Þeir kefluðu hann og bundu,
kýldu hann í andlit og spörkuðu í
hann. Þá hellti Arnar Óli eldfimum
vökva yfir hann og hótaði m.a. að
mölva í honum tennurnar og brjóta
hnéskeljarnar á honum, en Róbert
lamdi manninn með járnstöng í
vinstra hnéð. Allt var þetta gert til
að þvinga hann til að vísa á verð-
mæti í íbúðinni. Eftir að hafa mis-
þyrmt honum óku þeir brott á bíl
mannsins, fullum af þýfi úr íbúð
hans. Fram kom að árásin var ekki
vegna skulda heldur kvennamála.
Þyngri dómur
í Hæstarétti
Hæstiréttur
Þyngdi dóminn.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
VEGAGERÐIN er byrjuð að bjóða
út verk á nýjan leik, eftir rúmlega
tveggja mánaða hlé sem gert var
vegna óvissu í ríkisfjármálunum.
Fyrsta útboðið var auglýst í þessari
viku og á mánudag verða tvö stór
verk boðin út. Reiknað er með að
meginþungi framkvæmda í sumar
verði á Suðvesturlandi.
Vegna minni fjárveitinga til vega-
mála á fjárlögum verður dregið úr
framkvæmdum frá því sem áformað
var á vegaáætlun. Hreinn Haralds-
son vegamálastjóri vekur þó athygli á
því að árið verði næst mesta fram-
kvæmdaár í vegagerð frá upphafi.
Vegagerðin hefur 21 milljarð til
nýframkvæmda í ár. Þar af hefur 14
milljörðum þegar verið ráðstafað í
verk sem byrjað var á í fyrra eða
jafnvel fyrr. Verður því hægt að
bjóða út ný verk fyrir 6-7 milljarða
kr.
Fystu útboðin auglýst
Ekki hefur verið ákveðið hvaða
verk verða boðin út. Byrjað verður á
þeim verkefnum sem komin voru á
útboðsstig þegar hlé var gert á út-
boðum. Þá hefur Vegagerðin fengið
tilmæli um að horfa einkum til
mannaflsfrekra verkefna á suðvest-
urhorni landsins, vegna atvinnu-
ástandsins. Reiknað er með að um
helmingur fjármagnsins fari til verka
á þessu svæði.
Fyrsta útboðið sem auglýst er á
þessu ári er endurgerð Rang-
árvallavegar en það verk var dregið
til baka í haust. Næsta mánudag
verða boðin út tvö stór verk, Vest-
fjarðavegur úr Vatnsfirði í Kjálka-
fjörð og tenging Vopnafjarðar. Síðan
verða tilboðin auglýst eitt af öðru á
næstu vikum og mánuðum.
Jarðgöngum frestað?
Reiknað er með að ráðist verði í
breikkun Vesturlandsvegar um Ull-
arnesbrekkuna í Mosfellsbæ og að
Þingvallavegamótum og jafnvel að
lokið verði við þá kafla nær Reykja-
vík sem ekki hafa verið tvöfaldaðir.
Búist er við áfanga í breikkun Suður-
landsvegar um Hellisheiði, end-
urbyggingu Álftanesvegar og lagn-
ingu Arnarnesvegar frá
Reykjanesbraut að Fífuhvammsvegi.
Engar ákvarðanir hafa verið tekn-
ar um jarðgöng. Miðað við gefnar for-
sendur er ekki líklegt að ráðist verði í
ný jarðgöng og því þurfi Norðfjarð-
argöng, Vaðlaheiðargöng og Dýra-
fjarðargöng að bíða enn um sinn.
Aftur byrjað að bjóða út
Meginþungi nýrra framkvæmda í vega-
gerð í sumar verður á suðvesturhorninu
Morgunblaðið/Júlíus
Vegagerð Tvöföldun þeirra kafla á Vesturlandsvegi um Mosfellsbæ, sem
eftir eru, er eitt af forgangsmálunum í framkvæmdum á þessu ári.
KOMI fram beiðni um greiðslu-
stöðvun eða krafa um gjald-
þrotaskipti einstaklings er hægt að
krefjast riftunar á gjafagjörn-
ingum viðkomandi til nákominna
einstaklinga.
Verður gjöfin að hafa verið af-
hent innan tveggja ára fyrir þann
dag er krafa um greiðslustöðvun
eða gjaldþrotaskipti er gerð. Í lög-
um um gjaldþrotaskipti eru makar
og sambýlisfólk talin til nákominna
í þessum skilningi.
Í frétt Sjónvarpsins á miðvikudag
kom fram að sjö núverandi og fyrr-
verandi yfirmenn hjá Kaupþingi
hefðu afsalað, með einum eða öðr-
um hætti, eiginkonum sínum eða
sambýliskonum helmingi húseignar
sinnar. Fari svo að þessir menn
verði gjaldþrota er hægt að gera
kröfu um að þessum afsalssamn-
ingum verði rift. Samningarnir
voru gerðir 31. ágúst til 22. októ-
ber, en Kaupþing lagðist á hliðina
aðfaranótt 9. október.
Lögfræðingar, sem Morg-
unblaðið ræddi við, segja að yrði
slík riftunarkrafa gerð þyrfti
skuldarinn að sýna fram á að ann-
aðhvort hafi hann fengið eðlilegt
verð fyrir eignina, eða að hann hafi
verið gjaldfær þrátt fyrir gjöfina.
Í raun snýst sönnunarbyrði því
við í þessum málum, því sá sem ger-
ir kröfu um riftun þarf ekki að
sanna að þrotabúið hafi orðið fyrir
tjóni, heldur ber skuldaranum að
sanna að svo hafi ekki verið.
Samkvæmt þinglýsingarvottorði
frá sýslumanninum í Hafnarfirði
hefur eignarhald á fasteign Krist-
jáns Arasonar og Þorgerðar Katr-
ínar Gunnarsdóttur ekki breyst.
bjarni@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Afsal Tveir yfirmannanna afsöluðu
húsum sínum daginn fyrir hrun.
Möguleiki
á riftun
NÁMSMENN fylktu liði fyrir framan Alþingis-
húsið í gær og ítrekuðu kröfur frá því fyrr í vet-
ur um að stjórnvöld drægju til baka skerðingu á
framlögum til Lánasjóðs íslenskra námsmanna
og Háskóla Íslands. Meðal mótmælenda var Sig-
urður Kári Árnason, oddviti Röskvu, sem sagði
að ekki yrði slegið af kröfunum eftir stjórnar-
skiptin. „Við hjólum í hvern þann sem stendur í
vegi fyrir hagsmunum stúdenta,“ sagði hann.
Kröfuspjöldin enn á lofti
Morgunblaðið/Kristinn
Nemendum verði hlíft í niðurskurðinum
„VIÐ erum að vinna að því að fá
verkefni til Íslands í samvinnu við að-
ila í Noregi í stað þess að atvinnu-
lausir verkfræðingar og tæknifræð-
ingar fari utan til vinnu,“ segir Árni
Björn Björnsson, framkvæmdastjóri
félaga verkfræðinga og tæknifræð-
inga.
Samkvæmt bráðabirgðatölum frá
Vinnumálastofnun voru 68 verkfræð-
ingar og 52 tæknifræðingar á at-
vinnuleysisskrá í desember. „Upp-
sögnum hefur fjölgað jafnt og þétt
undanfarna mánuði og ég er hrædd-
ur um að ástandið eigi eftir að
versna, “ segir Árni. Töluvert hefur
borist af atvinnutilboðum frá Noregi
en fáir hafa flutt utan, að því er Árni
telur. „Við álítum að það sé betra að
menn hafi þetta eins og þegar farið
er á síld, það er að þeir flytji ekki með
fjölskyldu með tilheyrandi raski
heldur komi heim með reglulegu
millibili. Við megum ekki missa þetta
fólk auk þess sem best væri fyrir fyr-
irtækin að fá verkefni svo að þau lifi.
Það er hægt að stórum hluta í mörg-
um tilfellum.“
Að sögn Árna hafa margir verk-
fræðingar misst vinnuna í bönkum.
Þeim hefur einnig verið sagt upp á
verkfræðistofum og í öðrum fyrir-
tækjum. Verktakar hafa sagt upp
mörgum tæknifræðingum.
Samkvæmt könnun Félags sjálf-
stætt starfandi arkitekta um mán-
aðamótin október og nóvember hafði
tæpum 50 prósentum launþega á
arkitektastofum verið sagt upp störf-
um. Staðan er verri nú, að sögn for-
mannsins, Aðalsteins Snorrasonar.
ingibjorg@mbl.is
Vinnan heim
frá Noregi
Vilja ekki missa fólkið úr landinu
30 - 70%
afsláttur