Morgunblaðið - 30.01.2009, Page 8

Morgunblaðið - 30.01.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2009 Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is ÍBÚAR á höfuðborgarsvæðinu eyða að jafnaði 52 mínútum í einkabíl á virkum degi og fara að meðaltali fjór- ar ferðir. Meðalvegalengd milli heim- ilis og vinnustaðar er rúmlega sex kílómetrar og meðalferðatíminn er níu mínútur. Höfuðborgarbúar segja lestarferð- ir, bætta þjónustu strætisvagna, frítt í strætó, gjaldtöku á helstu umferðar- æðum og stórbætt hjóla- og göngu- stígakerfi geta dregið úr einkabíl- anotkun þeirra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar ráð- gjafarfyrirtækisins Land-ráðs sf. á ferðavenjum landsmanna veturinn 2007 til 2008 sem gerð var fyrir sam- gönguráð. Svipuð könnun á ferða- venjum að vetrarlagi var gerð 2004 til 2005. Aukakönnun vegna kreppu Dr. Bjarni Reynarsson, fram- kvæmdastjóri Land-ráðs sf., sem mun gera aukakönnun nú í mars vegna kreppunnar, segir að lesa megi úr breyttum ferðavenjum samfélags- og efnahagsbreytingar á hverjum tíma. „Á þessum tíma sem könnunin tók til, það er desember, janúar og febr- úar í fyrra, voru ferðirnar milli höf- uðborgarsvæðisins og landsbyggðar- kjarnanna færri en í fyrri könnuninni. Líkleg skýring er hátt bensínverð. Það er hins vegar áfram þétt umferð til og frá nágrannakjörnunum, eins og til dæmis Borgarness og höfuðborg- arsvæðisins. Stór hluti sækir vinnu til höfuðborgarsvæðisins. Það hefur ekki breyst,“ greinir Bjarni frá. Verslunarferðum fækkar Um 85 prósent ferðanna út fyrir búsetusvæði eru farin á einkabíl. Er- indi eru svipuð og í fyrri könnunum, aðallega vinnuferðir, frí og heimsókn- ir til ættingja og vina. Verslunarferð- um fækkar en ferðum til læknis fjölg- ar. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar í fyrra nota um 38 prósent íbúa landsbyggðarkjarnanna Ísa- fjarðar, Akureyrar og Egilsstaða inn- anlandsflug alltaf eða oft til þess að komast í flug til útlanda. Þeir sem segja stundum eru 18 prósent og sjaldan eða aldrei 44 prósent. Fólk á landsbyggðinni treystir frekar á bíl- inn til að komast til læknis á sum- artíma og flýgur þá einnig meira til útlanda. Gegn flutningi úr Vatnsmýri Andstaða við flutning miðstöðvar innanlandsflugs úr Vatnsmýri var mest meðal svarenda í landsbyggð- arkjörnunum þremur sem könnunin nær til, það er Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum, eða 82 prósent. Meðal svarenda á höfuðborgarsvæðinu var andstaðan 49 prósent, það er 50,3 pró- sent meðal Reykvíkinga og 42 pró- sent meðal íbúa í jaðarbyggð. 52 mínútur í einkabílnum á virkum degi Morgunblaðið/Ómar Í umferðinni Meðalferðatíminn til vinnustaðar er rúmar 9 mínútur. FRAMSÝN, stéttarfélag Þingeyinga, fagnar ákvörðun sjávarútvegsráðherra, Einars Kr. Guð- finnssonar, um að auka þorskkvótann um 30 þús- und tonn á núverandi fiskveiðiári en telur að skil- yrða hefði átt aukninguna með því að allur aflinn yrði unninn hér heima. Stjórn félagsins telur að aukningin hafi jákvæð áhrif á sjávarbyggðir og þjóðarbúið í heild enda verði aflinn unninn af íslensku fiskverkafólki. Formaður Framsýnar hefur áhyggjur af því að hluti aflans verði fluttur óunninn úr landi: „Nú eru um 13 þúsund manns orðnir atvinnulausir á Íslandi þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli. Tækifærið er hér við túnfótinn; það er hægt að útvega mörgum vinnu vegna þessarar aukn- ingar kvótans. Til þess þarf ekki að reisa verk- smiðju,“ sagði Aðalsteinn við Morgunblaðið í gær. Formaðurinn reiknar með að fiskvinnslu- fólk í Hull, Grimsby og víðar fagni nú vegna þess að reikna má með að þangað komi meiri fiskur frá Íslandi en áður og fólkið fái því meiri vinnu. „Í fyrra afnam ráðherra skerðingu á kvóta ef fiskur var fluttur óunninn úr landi. Fram að því var kvóti skertur um 10% hjá þeim sem fluttu fiskinn út óunninn en ráðherra breytti því vegna þrýstings. Þá var fagnað í Hull og Grimsby og það verður eflaust gert aftur núna.“ Aðalsteini finnst mikilvægt að ráðherra setji auknar hömlur á útflutning á óunnum fiski al- mennt, ekki síst við núverandi aðstæður í þjóð- félaginu. „Við þeirri þróun að slíkur útflutningur aukist stöðugt þarf að sporna og tryggja að fisk- ur veiddur í íslenskri landhelgi komi til vinnslu á Íslandi, íslenska þjóðarbúinu til hagsbóta. Hefði aflinn, sem sendur var út óunninn á síðasta fisk- veiðiári, verið unninn á Íslandi hefði það skapað mörg hundruð störf í fiskvinnslu og þjónustu- greinum tengdum sjávarútvegi,“ sagði Aðal- steinn og telur að um 1.000 störf gæti verið að ræða nú, eftir að kvótinn hefur verið aukinn. skapti@mbl.is Vilja hömlur á útflutning óunnins fisks Í HNOTSKURN »Þorskkvóti á þessu fisk-veiðiári var nýlega auk- inn úr 130 þúsund í 160 þús. tonn. »Útflutningur á óunnumfiski eykst ár frá ári og um 20% í verðmætum milli síðustu tveggja fiskveiðiára. »Á síðasta fiskveiðiárivoru flutt út 56.548 t af óunnum afla á erlenda fisk- markaði, að verðmæti 12 milljarðar. Morgunblaðið/Þorkell HESTARNIR virðast heldur einmanalegir í hvítri auðninni. Þó að umhverfið sé kuldalegt býr þessi þarfasti þjónn mannsins svo vel að vera í vetrarhárum á þessum árstíma og finnur þess vegna ekki svo fyrir kuldanum. Greinilegt er að hestarnir hafa valsað um víðáttuna og skilið eftir sig skýrar slóðir í snjónum. Í heimspekilegri ró bíða þeir þess sem verða vill í íslenskri tíð og ís- lenskri náttúru því bráðum kemur maðurinn með matinn. Morgunblaðið/RAX Í hvítri auðninni EKKERT verður af byggingu þriggja hæða mislægra gatnamóta á Kringlumýrarbraut og Miklu- braut líkt og að hafði verið stefnt. Staðfesti borgarráð á fundi í gær niðurstöðu samráðshóps um um- ferðarmál á gatnamótunum. Eftir að hópurinn hafði farið yfir um- ferðartölur og önnur gögn náðist samstaða um að í stað mislægra gatnamóta á þremur hæðum yrði Miklabraut lögð í stokk en núver- andi gatnamót héldu sér að öðru leyti. Sameiginleg bókun borg- arráðs var svohljóðandi: „Borgarráð fagnar niðurstöðu starfshópsins og þeirri lausn sem þar er kynnt vegna framkvæmda við Miklubraut/Kringlumýr- arbraut. Borgarráð þakkar starfs- hópnum góð störf og þá samstöðu sem nú hefur, með þverpólitísku samráði og öflugri aðkomu íbúa- samtaka, verið tryggð um þetta brýna hagsmunamál borgarbúa.“ Gatnamótin ekki á þremur hæðum NORRÆNA byrjar að sigla til Ís- lands í næstu viku. Hún siglir sam- kvæmt vetraráætlun til Seyð- isfjarðar á þriðjudögum og fer aftur út á miðvikudagskvöldum. Í vetr- aráætlun siglir hún frá Esbjerg í Danmörku um Þórshöfn í Færeyjum til Seyðisfjarðar. Sumaráætlun hefst 13. júní. Þá siglt til Hanstholm í Dan- mörku. Ekki er lengur siglt til Nor- egs og Skotlands. Norræna á leiðinni SAMTÖK ferðaþjónustunnar for- dæma ákvörðun sjávarútvegs- ráðherra að heimila hvalveiðar og segja með ólíkindum að slík ákvörð- un skuli tekin af ráðherra sem er að hætta störfum, segir m.a. í tilkynn- ingu. „Ljóst er að ekki hefur verið haft samráð við þá stjórn sem nú situr og enn síður við þá sem eru að mynda nýja stjórn en þar er mikil andstaða við hvalveiðar. Varla get- ur leikið vafi á því að næsta rík- isstjórn afturkalli leyfið.“ Umfjöllun um Ísland erlendis hef- ur verið neikvæð allt frá því er bankarnir hrundu og hafa ýktar lýsingar á óeirðum hér á landi ný- lega bæst við í heimspressunni. Það verður mikil vinna að endurreisa ímynd Íslands. „Stórfelldar hval- veiðar munu bæta í vandann.“ Óskiljanleg ákvörðun Könnun Land-ráðs sf. fyrir sam- gönguyfirvöld fór fram í mars og apríl 2008 og tók aðallega til tíma- bilsins desember 2007 til febrúar 2008. Um 750 manns tóku þátt í könnuninni og var svarhlutfallið 56 prósent. Könnunarstaðir voru höfuðborg- arsvæðið, Árborg, Reykjanesbær og Akranes, Ísafjörður, Akureyri og Egilsstaðir. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar hefur dregið úr fjölda lengri ferða út fyrir búsetusvæði síðustu misseri. Fjöldi ferða er þó svipaður og nokkur aukning er á ferðum til höfuðborgarsvæðisins, sérstaklega frá jaðarbyggðum þess. Mun færri nefndu Sundabraut sem mikilvægustu framkvæmd við samgöngukerfið en áður. Fleiri nefndu helstu þjóðvegi út frá höf- uðborgarsvæðinu. Rúmlega 70 prósent voru hlynnt því að helstu umferðaræðar á höf- uðborgarsvæðinu væru settar í göng eða stokka. Rúmlega 50 pró- sent telja lestarkerfi á höfuðborg- arsvæðinu æskilegt. Dregið hefur úr fjölda lengri ferða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.