Morgunblaðið - 11.02.2009, Síða 4

Morgunblaðið - 11.02.2009, Síða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009 LÍTIL verslun á höfuðborg- arsvæðinu ætlaði starfsmönnum sínum að auka vinnuframlag sitt og að þeir tækju aðeins eina frí- helgi í mánuði fyrir óbreytt laun. Starfsfólkið sneri sér til VR sem stöðvaði uppátækið. „Við finnum að atvinnurekendur eru í auknum mæli farnir að nýta sér ástandið og færa sig upp á skaftið,“ segir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR. Atvinnurekendur hafi skert starfshlutfall án þess að skerða vinnuframlagið. Þeir krefjist þess að starfsmenn vinni launalaust lengur. „Hvert tilvik fyrir sig er sértækt og við veljum aðferðir til að bregðast við í hverju tilfelli fyrir sig,“ segir Gunnar Páll. „Við vörum vinnuveit- endur við því að færa sig upp á skaftið í þessum málum. Við munum taka á þeim af fullri hörku.“ Gunnar segir vinnuveitendur gera þetta í því skjóli að starfsmenn þori ekki að andmæla. Hann þekki þó ekki dæmi um að menn missi vinn- una þó að þeir leiti til verkalýðs- félagsins síns. „Það hefur ekki verið til þessa,“ segir hann. gag@mbl.is Vilja meira en neita að borga Gunnar Páll Pálsson Taka á ósanngjörnum vinnuveitendum „ÉG hefði aldrei látið til leiðast að skipta um starf ef ég teldi ekki að Árvakri væri að fullu borgið,“ seg- ir Einar Sigurðs- son, forstjóri Ár- vakurs, sem ráðinn hefur ver- ið forstjóri Mjólk- ursamsölunnar frá og með 1. apríl nk. Tekur Einar fram að hann muni áfram, fyrir hönd Árvakurs, stýra til loka söluferli þar sem unnið er að því að afla félaginu nýs hlutafjár í sam- vinnu við Nýja Glitni banka. „Það er töluverður handleggur að reka fjöl- miðlafyrirtæki, eins og önnur fyrir- tæki, við núverandi efnahagskring- umstæður. En Árvakur er með feikilega öfluga miðla,“ segir Einar og bendir á að nýjar tölur sýni að 80% þjóðarinnar nýti sér fréttaþjón- ustu Morgunblaðsins og mbl.is á degi hverjum. Fer frá Ár- vakri til MS Einar Sigurðsson Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt karlmann til tveggja ára fangelsisvistar. Hann var fundinn sekur um ítrekuð, alvarleg kynferð- isbrot gegn barnungri dóttur sinni frá september 2007 fram til nóvem- ber 2008. Maðurinn var að auki dæmdur til að greiða dóttur sinni 900 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mörg skipti haft samræði og önnur kynmök við dóttur sína, frá sumri 2006 til nóvember 2008. Skoð- un barnalæknis leiddi hins vegar í ljós að karlmaður hefði ekki haft við hana kynmök. Meyjarhaftsop stúlk- unnar hefði hins vegar opnast greið- lega sem væri sjaldgæft á svo ungu barni. Við dómsuppkvaðningu leit fjöl- skipaður héraðsdómur til framburð- ar læknisins og þess að fyrst varð vart við kynferðislega hegðun stúlk- unnar haustið 2007. Undir eftirliti frá fæðingu Stúlkan sem er á fjórða ári í dag hefur verið undir eftirliti félagsmála- yfirvalda frá fæðingu. Foreldrar hennar eru báðir öryrkjar og glíma við margvísleg vandamál, s.s. geð- sjúkdóma og aðra andlega kvilla. Barnaverndarnefnd ónefnds bæjar- félags höfðaði mál gegn foreldrunum í febrúar 2007 og krafðist þess að þau yrðu svipt forræði. Það gekk hins vegar ekki eftir. Héraðsdómur Reykjaness taldi skilyrðum ekki full- nægt. Maðurinn fékk forræði yfir stúlk- unni frá miðju ári 2007 en foreldr- arnir slitu samvistum og móðirin flutti á brott. Í október 2008 heimsótti félagsráð- gjafi stúlkuna á leikskóla. Ráðgjafinn sýndi henni bókina „Þetta er líkam- inn minn“ og fljótlega fór stúlkan að tala um að „tyggja“. Þegar henni voru afhentar tvær dúkkur, stelpu- dúkka og strákadúkka, afklæddi hún þær og lét kynfæri þeirra snertast. Einnig klæddi hún sig úr að neðan, tók stelpudúkkuna, setti á milli fóta sér og hreyfði sig með kynferðisleg- um mjaðmarhnykkjum. Barninu var þegar komið í neyð- arvistun. Hún hefur búið hjá þrenn- um fósturforeldrum frá þeim tíma. Maðurinn neitaði staðfastlega sök en framburður hans var reikull og ótrúverðugur. Hann gaf ýmsar skýr- ingar, s.s. að Pólverjar hefðu átt hlut að máli, og jafnvel móðir hans eða hálfbróðir – sem er dæmdur kynferð- isbrotamaður. Þegar líða tók á rann- sókn málsins beindist grunur sterk- legar að föður stúlkunnar og að lokum honum einum. Seinkaður vitsmunaþroski Stúlkan fór til meðferðar í Barna- húsi. Í einu viðtalinu lét forstöðumaður þess hana fá tvær fullorðinsdúkkur, sína af hvoru kyni, og tvö börn, einnig sitt af hvoru kyni. Í fyrstu lék stúlkan sér eðlilega en vildi svo baða dúkkurn- ar. „Hún hafi byrjað að klæða þær úr fötum og er hún hafi séð kynfæri þeirra hafi hún bókstaflega umturnast. Hún hafi lagt stúlkuna og mömmuna á fjórar fætur og karldúkkurnar aftan á og hreyft dúkkurnar fram og til baka og sagt að nú væru þær að „tyggja“,“ segir í dómnum. Forstöðumaðurinn sagðist aldrei áður hafa séð svo sterka kynferðis- lega hegðun hjá jafn ungu barni. Í sálfræðimati sem gert var á stúlk- unni kom fram að vitsmunaþroski hennar er seinkaður miðað við jafn- aldra. Greinilegt var að hún á erfitt með tengslamyndun og myndar ekki djúp tengsl við þá sem annast hana. Braut alvarlega og ítrek- að gegn barnungri dóttur Morgunblaðið/Sverrir Héraðsdómur Í yfirheyrslum hjá lögreglu sagðist maðurinn eiga það til að ljúga ef hann væri undir álagi, s.s. að sitja undir spurningum hjá lögreglu. „UNGUR aldur þolandans í þessu máli minnir okkur á mikilvægi þess að byrja forvarnastarf gegn kyn- ferðislegu ofbeldi á börnum strax við þriggja til fjögurra ára ald- urinn,“ segir Sigríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Blátt áfram. Segir hún miklu skipta að börn séu frædd um líkama sinn, t.d. hvað líkamshlutarnir heita, að þau eigi sér einkastaði og að enginn megi snerta þau nema með þeirra sam- þykki. Segir hún lykilatriði að hlut- irnir séu kallaðir sínum réttu nöfn- um til þess að auðvelda börnum að tala hreinskilnislega um viðkom- andi líkamshluta við þá sem þau treysta. „Það þarf að vera jafn eðlilegt að segja typpi og píka eins og auga og nef, því ef barn upplifir að foreldri þess verður vandræða- legt yfir slíkri orðanotkun þá getur barnið átt erfiðara með að ræða opinskátt um hlutina,“ segir Sig- ríður. Tekur hún fram að kenna þurfi börnum að þau megi segja nei við hvern sem er og að virða eigi mörk þeirra. Best sé að þessi fræðsla fari fram bæði á heimilum og í skólum. Fræða þarf börn um líkama þeirra og mörk Barnaverndarnefnd fór fram á forræðissviptingu fyrir dómi en kröfunni var hafnað Maí 2005 Stúlkan kemur í heiminn. Foreldrar hennar höfðu þá verið sam- an í nokkur ár. Júní 2005 Lögregla þurfti að hafa afskipti af foreldrunum. Sálfræðingur var fenginn til að meta forsjárhæfni þeirra. Hann taldi stefnuleysi, geð- sjúkdóma og ýmsa andlega bresti ein- kenna líf þeirra og hugsun þeirra væri of óskýr og dómgreind slök, ekki síst í tengslum við framtíð barnsins og upp- eldi þess. Febrúar 2007 Barnaverndarnefnd höfðaði mál á hendur foreldrunum og krafðist þess að þau yrðu svipt forsjá. Sú krafa náði ekki fram að ganga. For- eldrarnir gengu í hjónaband í sama mánuði. Maí 2007 Þau skildu. Konan fluttist á brott úr sveitarfélaginu og faðirinn fékk forsjá yfir stúlkunni. Haustið 2007 Stúlkan byrjaði í leikskóla. Í umsögn leikskólastjóra segir að hún hafi verið óróleg og ein- beiting slök. Apríl 2008 Stúlkan byrjaði á nýjum leikskóla. Frá upphafi sýndi hún van- líðan og mikið óöryggi. Október 2008 Félagsráðgjafi heimsótti stúlkuna á leikskólann. Eftir heimsóknina var stúlkunni komið fyrir í neyðarvistun. Nóvember 2008 Faðir stúlkunnar var handtekinn og hefur sætt gæslu- arðhaldi síðan. Atburðarásin „ÉG tel að þetta sé eitt sorgleg- asta mál sem komið hefur upp, ef hægt er að segja svo, því auðvitað eru öll mál af þessum toga sorgleg. En þetta er líklega yngsti þolandi þar sem dæmt hefur verið í máli og gerandinn hlotið dóm, svo mér sé kunnugt um,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, og bendir á að hann hafi starfað í þess- um geira í aldarfjórðung. Yngsti þolandinn sem vitað er um Bragi Guðbrandsson VARAHLUTIR og fleira sem snýr að rekstri bíla hefur hækkað tals- vert umfram hækkun neysluverðs- vísitölu frá byrjun árs 2008, en ekki endilega umfram gengisbreyt- ingar, að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB. Hann sagði að gengisfelling krónunnar hefði komið fram í verðhækkun varahluta þegar á liðnu hausti. Við- gerðarkostnaður hefur hins vegar hækkað minna en neysluverðs- vísitala. Varahlutir fást bæði hjá bifreiða- umboðum og sérhæfðum vara- hlutaverslunum á borð við N1 og Stillingu. Runólfur sagði að þeim hjá FÍB sýndust hækkanirnar ganga almennt yfir markaðinn. Ný- ir bílar hafa hækkað um rúmlega 20% á síðustu 12 mánuðum eða minna en varahlutir. Runólfur sagði þetta athyglisvert í ljósi þess að gengisbreytingar ættu að end- urspeglast jafnt í verði nýrra bíla og varahluta. Hugsanlega reyndu einhver bifreiðaumboð að bæta sér upp dræma sölu nýrra bíla með hækkun á varahlutaverði. gudni@mbl.is Varahlutirnir hækka Kostnaður við rekstur bíla eykst                               !"#$ %&' (")$ "*)$ ("+ !,#$ !,-$ ./,$ 0&*$ 123$ #45$ 6&0$ !"#$                             Nýttu þér framúrskarandi þekkingu og þjónustu ásamt úrvalinu á stærsta varahlutalager landsins fyrir allar tegundir bíla. Gerðu vel við bílinn þinn! Erum með varahlutaþjónustu um allt land. N1.ISN1 440 1000 Á B Y R G Ð V A R A H L U T I R 3 ÁRA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.