Morgunblaðið - 11.02.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.02.2009, Blaðsíða 44
44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009 Fólk ICELANDAIR hefur á undanförnum árum lagt sitt á vog- arskál íslensks tónlistarlífs og fjölmargir tónlistarmenn og hljómsveitir hafa notið góðs af bæði Loftbrúnni svoköll- uðu og svo Iceland Airwaves-hátíðinni sem var haldin í tíunda skipti í fyrra. Nú hefur hitt millilandaflug- félagið, Iceland Express, ákveðið að styðja við bak- ið á íslensku tónlistarlífi og þá með sérstakri áherslu á Þýskaland en þar hefur áhugi á ís- lenskri tónlist aukist gífurlega undanfarin ár auk þess sem Berlín hefur verið ein vinsælasta útvarðarstöð íslenskra listamanna undanfarin ár. Verkefnið kallast Norðrið og sam- anstendur af tónleikaröð í nokkrum tónlist- arklúbbum í Þýskalandi þ. á m. í Admirals Palast í Berlín sem Helgi Björnsson veit- ir forstöðu. Söngvaskáldið Lay Low ríður á vaðið og opnar Norðrið formlega með tónleikum mars en auglýst verður eftir umsóknum frá fleiri tónlistarmönnum og hljómsveitum sem vilja taka þátt. Einskonar upphitun fyrir Frankfurt Iceland Express gefur að lágmarki sex flugmiða í hverjum mánuði til verkefnisins, auk þess að gefa 100 kg í yfirvigt. Aðrir samstarfsaðilar eru: „Sa- genhaftes Island“, verkefnið sem kynnir Ísland sem heiðursgest bókasýningarinnar í Frankfurt 2011, sendiráð Íslands í Berlín, utanríkisráðu- neytið og Höfuðborgarstofa.  Já, það skyldi þó aldrei vera að sveitaballið myndi að lokum rífa orðspor Íslendinga upp úr því for- aði sem það var komið í. Í það minnsta er útrás þessa séríslenska menningarfyrirbæris komin á fullt ef marka má fréttir á Facebook af sveitaballi sem ráðgert er að halda í Kaupmannahöfn annan laugardag. Hingað til hefur sveitaballið ekki þótt sérlega „kúl“ og frá miðjum tí- unda áratug síðustu aldar hafa vin- sældir þess dalað í réttu hlutfalli við uppgang íslensks efnahagslífs - og krúttkynslóðarinnar. En nú er allt komið í kaldakol í efnahagslíf- inu og því eðlilegt að sveitaballið reisi sig aftur við. Fram koma á ballinu þeir Dj Daði og 7berg, Andri Freyr og Á móti sól ásamt stórsöngvaranum Bergsveini Arelíussyni. Sveitaballið verður haldið á Amager selskabslokale en eftirpartíið fer svo fram á Café Bla- sen. Nánari upplýsingar á sveita- ball@gmail.com. Ekta sveitaball í kóngs- ins Kaupmannahöfn  Jón Ásgeir Jóhannesson mætti ekki í Færiband Bubba á Rás 2 í fyrrakvöld. Á bubbi.is segir að heimsóknin hafi runnið út í sand- inn vegna forfalla og þar með er það útskýrt!? Hins vegar var Bubbi mættur fyrir utan Seðla- bankann í gær ásamt Egó þar sem hann söng viðstöddum bylting- aranda í brjóst en á milli laga beindi hann orðum sínum vítt og breitt um samfélagið – svo sem til bankastjóranna tveggja sem enn sitja, starfsmanna Seðlabankans og alþingismanna. Ekki er annað hægt en að taka hattinn ofan fyrir Bubba sem enn þann dag í dag – eftir 30 ára barning fyrir öllum sköpuðum hlutum – rífur sig upp til að leggja enn einu baráttumál- inu lið. Sem leiðir mann að ann- arri spurningu: Hvar eru arftakar Bubba? Af hverju er hálfsextugur maðurinn einn íslenskra tónlistar- manna að berjast fyrir umbótum í samfélaginu? Alltaf má treysta á Bubba Morthens Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HLJÓMSVEITIN Tenderfoot var æði áberandi í tónleikalífi landans fyrir rúmum fimm árum og leiddi lágstemmda, angurværa kassagít- arbylgju sem lék þá um landið og tók mið af söngvaskáldum eins og Nick Drake og Tim Hardin auk þess sem Jeff heitinn Buckley var ekki langt undan. Sveitin hætti störfum haustið 2005, nokkuð skyndilega, en þá var fyrsta plata hennar komin út í Eng- landi, Bandaríkjunum og Japan og sveitin nýkomin úr árangursríkri kynningarferð til Bandaríkjanna. Saga sveitarinnar er því sem klass- ískt minni úr rokksögunni, Nú hafa hins vegar þær fréttir borist að þeir Konráð Sigursteins- son og Karl Henry Hákonarson, fyrrverandi meðlimir, ætli að troða upp saman í Populus Tremula, menningarsmiðju í Listagilinu á Ak- ureyri, nú á laugardag. Spila þeir sólósett í upphafi en skella sér svo í gamla Tenderfoot-slagara að end- ingu ef að líkum lætur. Bransinn eyðilagði bandið „Við ætlum svona að sjá hvernig samkomulagið er okkar á milli eftir nokkuð drjúgan aðskilnað,“ segir Konráð, Konni, og brosir lymsku- lega. Aðspurður hvort hann og Karl, Kalli, hafi farið í hart á sínum tíma segir hann svo ekki vera. „Það var alls ekki svo. Sambandið hefur að vísu verið lítið undanfarin ár en væntumþykjan hefur alltaf verið til staðar.“ Þegar gengið er á hann segist Konráð eiginlega ekki vita af hverju sveitin hætti á sínum tíma. „Við vorum allt í einu komnir á einhvern stað sem við vildum ekkert endilega vera á. Við vorum þá búnir að vera allt of mikið saman, við spil- uðum alveg rosalega mikið fyrstu árin. Þetta var orðið þrúgandi hreinlega.“ Konráð segir að ævintýri þeirra á erlendri grundu hafi í raun sett lokahnykkinn á þetta. „Það fór út í hálfgert rugl. Brans- inn flækti þetta, maður var alltaf að bíða eftir hinu og þessu. Tónlistar- legur ágreiningur var hins vegar aldrei til staðar í þessu bandi.“ Fjarskynjunarsamstarf Konráð er nú fastur í minning- anna vef og það birtir æ meira yfir honum eftir því sem líður á sam- talið. „Mín minning um þessa tíma er fyrst og síðast sæt. Mér þykir mjög vænt um að hafa verið í þessu bandi. Ég veit fyrir víst að allir meðlimir eru til muna jákvæðari nú og áhuga- samir um að prófa að vinna saman aftur. Það er það um liðið. Fyrir mitt leyti hef ég aldrei lent í því að spila með mönnum þar sem tónlistin kemur algerlega fyrirhafnarlaust. Þetta var eins og að drekka vatn, eins og að anda.“ Eins og að drekka vatn  Fyrrverandi höfuðpaurar Tenderfoot spila saman á Akureyri á laugardaginn  Sveitin koðnaði niður á sínum tíma en framundan er betri tíð með blóm í haga Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Í þá gömlu … Tenderfoot árið 2004. Karl H. Hákonarson, Hallgrímur Hall- grímsson, Helgi Georgsson og Konráð Sigursteinsson. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „FRÖKKUNUM fannst þessi mynd svo vel við hæfi núna og fannst hún segja eitthvað um ástandið á Íslandi, enda fjallar hún um forsætisráð- herra sem verður fyrir heimilisslysi, ef svo má segja,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri stuttmynd- arinnar Naglans sem vakti mikla lukku á stuttmyndahátíðinni í Cler- mont Ferrand í Frakklandi. Hátíðin fór fram í síðustu viku en hún er oft nefnd Cannes stuttmyndanna. „Myndin fékk sérstök dómnefnd- arverðlaun þótt hún hafi að vísu ekki fengið aðalverðlaunin. En mesti heiðurinn fólst í því að hún var valin í átta mynda úrtak af þeim um það bil 5.000 myndum sem sóttu um,“ segir Benedikt. „Svo var líka fjallað um hana í franska sjónvarpinu, í tengslum við ástandið á Íslandi.“ Aðspurður segir Benedikt þessa viðurkenningu hafa mjög mikið að segja. „Ég vona allavega að þetta hjálpi mér í störfum mínum í áfram- haldandi kvikmyndagerð. Það er til dæmis búið að bjóða myndinni á virta hátíð eins og í Toronto, auk fleiri hátíða. Þannig að ég held bara ótrauður áfram og nú fáum við kannski evrur í kassann til að fram- leiða fleiri myndir. Ég er mjög upp- tekinn af hestum og er að gera mynd um menn og hesta, leikna mynd með hestum í aðalhlutverkum. Svo er ég að fara að gera sjö þátta heimild- armyndaseríu um Sturlungu.“ Sjónvarpið hefur keypt sýning- arrétt að Naglanum og vonar Bene- dikt að hún verði sýnd innan skamms enda sé hún mjög „aktúel“ um þessar mundir. Benedikt slær í gegn á Cannes stuttmyndanna Morgunblaðið/G.Rúnar Beint í mark Nagli Benedikts sló í gegn í Frakklandi í síðustu viku. Naglinn fékk dómnefndarverðlaunin í Clermont Ferrand „Mér fannst þetta ömurlegt. Okkur fannst þetta öllum öm- urlegt,“ segir Konni og rifjar það upp þegar nafni sveit- arinnar var breytt úr Tenderfoot í Without Gravity af lagalegum ástæðum. „Við vorum í leigubíl og þurft- um að taka ákvörðun á nóinu. Það var einfaldlega ákveðið að svissa nafni sveitar og nafni plötunnar til að koma í veg fyrir útgáfutafir og aukinn kostnað við umslagsgerð. En sáttir vor- um við ekki, langt í frá.“ „Ömurlegt nafn!“ Helgi Björns Reikna má með því að hann stökkvi upp á svið með sveitungum sínum í Berlín. Íslenskir tónlistarmenn færa Þjóðverjum Norðrið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.