Morgunblaðið - 11.02.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirALÞINGI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
„ÉG held að það hljóti að vera einhver mis-
skilningur í þessu. Það er alveg ljóst að við
munum standa við allar þær skuldbind-
ingar sem við höfum gengist undir á alþjóð-
legum vettvangi. Það er engin breyting á
því.“
Þetta voru viðbrögð Jóhönnu Sigurð-
ardóttur forsætisráðherra við ummælum
sem Financial Times Deutschland hafði eft-
ir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands,
í gær á þá leið að hann hafnaði því að þýsk-
um sparifjáreigendum yrði bætt tap, sem
þeir hefðu orðið fyrir vegna innlagna á Edge-reikninga Kaup-
þings í Þýskalandi.
Fréttin olli miklum titringi í gær. Viðskiptaráðherra sendi
frá sér yfirlýsingu um að afstaða ríkisstjórnarinnar varðandi
innstæður útibúa íslenskra banka á Evrópska efnahagssvæð-
inu hefði ekki breyst síðan í nóvember
2008. Samningaviðræður stæðu yfir og
mundi þeim vonandi ljúka fljótlega.
Gamla Kaupþing sendi frá sér frétta-
tilkynningu þar sem sagði að bankinn hefði
tryggt nægilegt fjármagn til að greiða
langflestum eigendum Edge-sparireikn-
inga í Þýskalandi inneignir sínar og ítrekað
er að innstæðurnar verði greiddar úr sjóð-
um bankans og falli því ekki á skattgreið-
endur.
Ólafur Ragnar lýsti því svo yfir í gær að
orð hans hefðu verið tekin úr samhengi í viðtalinu. Sendi skrif-
stofa forseta þýskum fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem segir að
viðtalið við FT Deutschland hefði verið villandi. Íslendingar
stæðu við alþjóðlegar skuldbindingar sínar.
omfr@mbl.is
„Einhver misskilningur í þessu“
Jóhanna
Sigurðardóttir
Ólafur Ragnar
Grímsson
Ummæli sem höfð voru eftir forsetanum í FT Deutschland ollu miklum titringi
ÞINGMENN munu á næstunni kljást við tvö
frumvörp um heimild til að nýta séreign-
arsparnað vegna fjárhagserfiðleika. Árni M.
Mathiesen, fyrrv. fjármálaráðherra, mælti í
gær fyrir frumvarpi þingmanna Sjálfstæð-
isflokks um millifærslu fjármuna úr séreign-
arsparnaði til niðurgreiðslu skulda. Á næstu
dögum er svo væntanlegt frumvarp Stein-
gríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um út-
greiðslur séreignarsparnaðar. Steingrímur
gagnrýndi frumvarp sjálfstæðismanna. Þýð-
ingarlaust væri að leggja upp í vegferð sem
leiddi til þess að sjóðirnir þyrftu að skipta sjóðunum upp í laust
og bundið fé. Pétur H. Blöndal sagði ráðherra misskilja málið.
Séreignarsparnaður og skuldir væru fastar í kerfinu. „Menn taka
ákveðna fasta upphæð í kerfinu og flytja hana yfir í aðra fasta
upphæð í kerfinu. Það verður engin breyting á sparnaði.“
Tvær ólíkar leiðir
Árni M.
Mathiesen.
Millifærsla eða útborgun séreignar
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„MEÐ þessari samþykkt ríkisstjórn-
arinnar tel ég að það séu mörkuð
mikilvæg þáttaskil í endurreisn fjár-
málakerfisins,“ segir Jóhanna Sig-
urðardóttir forsætisráðherra en rík-
isstjórnin hefur samþykkt að stofna
eignaumsýslufélög sem hafi það
hlutverk að yfirtaka eignir í bönkum,
þar sem starfsemin er komin í þrot.
Jóhanna sagði á fréttamannafundi
í gær að þarna væri um að ræða
„stærstu fyrirtæki“ sem gætu verið
15 til 20 talsins. Hugsanlega verði
þetta gert í áföngum. „Markmiðið er
að tryggja með þessu uppbyggingu
atvinnustarfsemi, sem nauðsynleg er
fyrir gangverk samfélagsins og forða
því að verðmæti fari til spillis. Það
kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir
að bankarnir sjálfir séu með sín
eignaumsýslufélög en það yrði þá
fyrir minni og meðalstór fyrirtæki.
Fyrirtæki sem eru með miklar
skuldir verða teknar út,“ segir Jó-
hanna.
Lögð verða fram tvö frumvörp á
Alþingi um eignaumsýslufélögin og
um slit á fjármálafyrirtækjum, sem
felur í sér að eignir fyrirtækja geti
verið lengur í gjaldþrotameðferð til
að koma í veg fyrir að þær verði seld-
ar á óhagstæðum kjörum. „Við mun-
um setja fram raunhæfa tímaáætlun
um endurfjármögnun bankanna,
sem hefur að okkar viti tekið allt of
langan tíma,“ sagði Jóhanna.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra leggur væntanlega
fram á Alþingi í þessari viku frum-
varp sem veitir sjóðfélögum lífeyr-
issjóða heimild til að taka út hluta
séreignarsparnaðar síns vegna fjár-
hagsörðugleika. Ríkisstjórnin sam-
þykkti frumvarpið í gær. Steingrím-
ur greindi frá því að opnað yrði fyrir
tiltekna möguleika á að taka út sér-
eignarsparnað á ákveðnu tímabili en
gert er ráð fyrir að lögin geti öðlast
gildi 1. mars. Tímabilið sem um ræð-
ir yrði þá til hausts árið 2010 en á
þeim tíma geti menn sótt um að fá
greiddan séreignarsparnaðinn sem
dreift yrði með jöfnum greiðslum yf-
ir eitt ár.
80-90 milljarðar af séreign-
arsparnaði til útgreiðslu?
Hann sagði mikilvægt að jafnræð-
is yrði gætt þannig að þessar
greiðslur yrðu ekki á kostnað þeirra
sem geyma sitt fé áfram í sjóðunum.
Ráðherrann segir að miðað við þær
takmarkanir sem settar verða í lög,
gæti hámarksupphæðin á þessu
tímabili orðið 80-90 milljarðar. ,,Við
gerum að sjálfsögðu aðeins ráð fyrir
því að hluti af því verði tekinn út,
bæði vegna þess að þetta er hagstætt
sparnaðarform og vegna þess að
menn þurfa að greiða skatt þegar út-
greiðslur eiga sér stað […].“ Fjár-
málaráðherra tók skýrt fram að sér-
eignarsparnaður sem tekinn yrði út,
væri ekki aðfararhæfur.
Stórfyrirtæki með miklar
skuldir í sérstakt félag
Morgunblaðið/Kristinn
Hugsi Jóhanna og Steingrímur á fréttamannafundinum í gær.
Aðgerðir kynntar
um endurreisn
fjármálakerfisins
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
ÞAR SEM eftirlaunasjóður starfs-
manna Glitnis er ekki lengur bak-
tryggður hefur Fjármálaeftirlitið
ákveðið að taka starfsleyfið af hon-
um. Í lögum um lífeyrissjóði þurfa í
það minnsta 800 að greiða í sjóði en
einungis 600 greiða í þennan. Það
var í lagi samkvæmt lögum á meðan
sjóðurinn var baktryggður, segir
Friðbert Traustason, framkvæmda-
stjóri Samtaka starfsmanna fjár-
málafyrirtækja. Bréf um leyfissvipt-
inguna barst sjóðnum í janúarlok.
Sjóðnum er nú gert að semja við
annan lífeyrissjóð
um að yfirtaka
eftirlaunagreiðsl-
urnar. „En með
því er bakábyrgð-
in farin.“
Þessir sex
hundruð fyrrver-
andi og núverandi
starfsmenn Glitn-
is eru meðal
þeirra elstu innan
fyrirtækisins. Efirlaun þeirra voru
baktryggð sem þýðir að áunnin rétt-
indi skertust ekki þó sjóðurinn næði
ekki að ávaxta fé sitt fyrir skuldbind-
ingunum. Bakábyrgð sjóðsins varð
eftir í gamla Glitni við fall bankans.
„Við berjumst í málinu með lög-
manni okkar. Við viljum ekki una
þessari niðurstöðu,“ segir Friðbert.
Því stefni í málaferli. „Ég sé ekki
annað í stöðunni. 600 eiga réttindin í
sjóðnum. Þar af eru 250 nú þegar á
eftirlaunum. Aðrir 200 eiga geymd
réttindi og treystu á að sjóðurinn
væri með bakábyrgð. Þessi hópur
mun aldrei una því að við förum ekki
alla leið með málið.“
Friðbert segir að hann trúi því
ekki að óreyndu að ríkisbanki neiti
starfsmönnunum um réttindi sín.
Bankinn hafi staðið fullkomlega við
bakábyrgðina í einkaeigu og það vel
að þegar sjóðurinn var reiknaður út
nú í október átti hann fyrir skuld-
bindingum sínum. „Svo þegar ríkið
yfirtekur starfsemina ætla þeir að
brjóta samninga.“
Friðbert segir að þeir sem nú eru í
starfi séu með grunnlífeyrishluta
sinn í Lífeyrissjóði verslunarmanna
þannig að þann hluta fái þeir sem eru
65 ára og eldri greiddan. „Þeir eiga
því geymdu réttindin eftir hjá Glitni.
Það má því segja að þeir séu í
limbói.“ Líklegt sé að stjórnin verði
að hlíta fyrirskipun fjármálaeftirlit-
isins þó að hún fari í mál fyrir hvern
einstakling eftir það. „Stjórn sjóðs-
ins er því sett í mjög vonda stöðu.“
FME afturkallaði starfsleyfið
Bakábyrgðin fallin og eftirlaunasjóður hjá Glitni verður því að sameinast öðrum
Friðbert
Traustason
Orðrétt
á Alþingi
’Mér finnst nær óskiljanlegt aðeinhver trúnaður þurfi að ríkja umþessar athugasemdir [Alþjóðagjald-eyrissjóðsins] og að Alþjóðagjaldeyr-issjóðurinn hafi eitthvað á móti því að
þingið fái aðgang að þessum upplýs-
ingum [...]
BIRGIR ÁRMANNSSON
’Við munum svo sannarlegabeita okkur fyrir því, að afléttaþeim leyndarhjúp sem hefur umluk-ið stjórnarathafnir Sjálfstæð-isflokksins hér í 18 ár, innmúraðar
og innvígðar.
ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR.
’Það er gjörsamlega óásættanlegt,hæstvirtur forseti, að þingið sémeðhöndlað með þeim hætti af hálfuframkvæmdavaldsins að við fáum ekkiaðkomu eða aðgengi að mikilvægum
trúnaðarskjölum.
BIRKIR JÓN JÓNSSON.
’Á skömmum tíma hefur það gerstí íslensku samfélagi sem veldurþví að ekkert er eins og áður [...]. Þaðá líka við um ýmiss konar leynd eðatrúnað og samskipti af því tagi sem
hér hafa verið á milli Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins þeirrar ágætu stofnunar og
þings eða stjórnvalda [...]
MÖRÐUR ÁRNASON
’Þegar þau gögn sem við höfumþegar í höndum eru lesin þávirðist vera óljóst hvort það var Al-þjóðagjaldeyrissjóðurinn sjálfur semhafði frumkvæði að því að koma á
framfæri athugasemdum við forsæt-
isráðuneytið útaf frumvarpinu eða
hvort embættismenn í ráðuneytinu
leituðu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
[...].
SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON.
’Hvaða leynipukur er þetta eig-inlega? Hvað er það í þessu bréfisem menn telja hugsanlega að sé afþeim toga að það þurfi að sveipa þaðeinhverjum leyndarhjúp?
EINAR K. GUÐFINNSSON.
SAMÞYKKT var í ríkisstjórn í
gær að ráðnir yrðu alþjóðlegir
ráðgjafar. Eiga þeir að aðstoða
ríkið í samningaviðræðum við
skilanefndir gömlu bankanna
vegna krafna um hlutdeild í
eignum og verðmætum sem
flutt hafa verið úr gömlu bönk-
unum til þeirra nýju. ,,Kröfuhaf-
ar eru með mjög sterka aðila
sem semja fyrir þá og ríkið þarf
að koma mjög sterkt inn í þá
mynd,“ segir forsætisráðherra.
Ráðgjafar aðstoði
NÝ Nautastöð Bændasamtaka Ís-
lands var vígð í gær að Hesti í Borg-
arfirði. Margt góðra gesta var við-
statt. Þeim bauðst um leið að kynna
sér byggingarferil stöðvarinnar og
starfsemi hennar en megintilgang-
urinn er kynbótastarf í íslenskri
nautgriparækt.
Gamla Nautastöðin á Hvanneyri
var byggð árið 1960 og Nautaupp-
eldisstöð í Þorleifskoti í Flóa byggð
árið 1977. Nýja stöðin á Hesti mun
taka við hlutverki þeirra beggja en
nautin verða flutt frá gömlu Nauta-
stöðinni á Hvanneyri eftir nokkrar
vikur og kálfar frá Þorleifskoti á
sama tíma. Í tilkynningu um vígsl-
una segir m.a. að nýja stöðin muni
gjörbæta aðstöðu í nautgriparækt.
Ný nauta-
stöð á Hesti