Morgunblaðið - 11.02.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
Hulda var besti vin-
ur minn. Vinátta okkar
hefur staðið í yfir 20 ár.
Mig langar að skrifa
nokkrar línur til að
minnast hennar.
Við Hulda áttum góðar stundir
saman. Ég kíkti oft í kaffibolla til
hennar og hún hringdi í mig. Við töl-
uðum um daginn og veginn. Fyrir
nokkrum árum, þegar hún greindist
með krabbameinið, kom í ljós hversu
sterk hún var. Hún kvartaði aldrei og
brosti alltaf. Eitt sinn þegar hún var
nýkomin úr aðgerð og var að jafna sig
hringdi hún í mig og vildi fá mig í
heimsókn. Ég kom að sjálfsögðu. Hún
var hress og brosmild og við áttum
fjögurra klukkustunda gott spjall. Ég
sagði við hana að ég hefði áhyggjur af
því að ég væri búinn að vera of lengi
hjá henni en hún svaraði nei það er
gott að hafa þig hérna. Mér þótti
vænt um að heyra það.
Fyrir einu og hálfu ári bauð ég
Huldu og Sigrúnu í óvissuferð. Þær
héldu að ég myndi keyra þær á
Stokkseyri á humarhátíð en ég svar-
aði „nei hvaða vitleysa“. Við fórum
hina leiðina. Ég bauð þeim út að
borða á Hótel Valhöll. Veðrið var ynd-
islegt og sólsetrið ógleymanlegt á
heimleiðinni. Ég er þakklátur fyrir að
hafa farið með Huldu í þetta ferðalag.
Þetta er mikilvæg minning fyrir mig.
Vinátta okkar var ekki lítil, hún var
mikil, mjög mikil. Missirinn er því
stór. Það verður að erfitt að halda
áfram án Huldu. Ég mun hugsa til
hennar á hverjum degi.
Ég sendi innilegar samúðarkveðjur
til Kidda, Brynju og Ívars. Einnig
sendi ég kveðju til foreldra hennar,
Ívars og Sigrúnar, og bræðra hennar,
Lárusar og Einars.
Ólafur Karl Siggeirsson.
Í dag kveðjum við starfsfólk
Keldna kæran starfsfélaga og vin-
konu, Huldu Lilju Ívarsdóttur. Hulda
okkar náði ekki háum aldri, hún var
nýorðin 36 ára er hún lést.
Eftir sitjum við með spurn í huga
og skiljum ekki tilgang eða sanngirni
lífsins þegar ung, hraust og yndisleg
ung kona, sem að öllu jöfnu ætti að
eiga allt lífið framundan, veikist og er
horfin fjölskyldu sinni og vinum eftir
erfiða baráttu.
Hulda var ung að árum er hún hóf
fyrst störf á Keldum en hún var fljót
að ávinna sér vináttu starfsmanna.
Hulda bjó nefnilega yfir sérstökum
eiginleikum. Hún var einstaklega ein-
læg og vingjarnleg, dugleg og ósér-
hlífin, heiðarleg og hreinskilin og
hafði sérstakt lag á að koma öllum í
gott skap með umhyggju sinni og
glaðværð.
Í mörg ár var Hulda í stjórn starfs-
mannafélags Keldna og þar komu
eiginleikar hennar vel í ljós. Alltaf var
hún boðin og búin til að vinna fyrir
samstarfsfólk sitt og sparaði þar ekki
sporin. Hulda hætti um tíma að vinna
á Keldum eftir að hún eignaðist annað
barn sitt en okkur til mikillar gleði hóf
hún störf þar aftur og vann þar til hún
veiktist.
Það er mikil eftirsjá í Huldu og er
hugur okkar hjá fjölskyldu hennar
sem missir svo mikið. Megi minning
Huldu lýsa ykkur leiðina og vera ykk-
ur styrkur gegnum lífið.
Í haust bárust okkur þær gleði-
fregnir að Hulda og Kiddi ætluðu að
ganga í hjónaband og héldu þau veg-
legt brúðkaup. Skömmu síðar kom
Hulda til okkar á Keldum með ljós-
myndir af þeim brúðhjónunum og
börnum þeirra, þar mátti líta ákaflega
fagra brúði og samglöddumst við
þeim af öllu hjarta. Þannig viljum við
minnast Huldu okkar. Einnig vildi
Hulda af rausn sinni ekki láta okkur á
Keldum fara alveg á mis við herleg-
Hulda Lilja Ívarsdóttir
✝ Hulda Lilja Ívars-dóttir fæddist í
Reykjavík 6. janúar
1973. Hún andaðist á
kvennadeild Land-
spítalans 14. janúar
síðastliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Bústaðakirkju 23.
janúar.
heitin og komu þau
Hulda og Kiddi með
mikil veisluföng til að
halda okkur starfs-
mönnum Keldna
veislu. En eigi má
sköpum renna og dag-
ar Huldu hér á jörðu
taldir en hún skilur eft-
ir sig ótal góðar minn-
ingar sem ylja má sér
við þegar sorgin knýr
dyra.
En meðan árin þreyta hjörtu
hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar nemur,
og eilíflega, óháð því, sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki –
(Tómas Guðmundsson)
Megi allir góðir englar vaka yfir
Huldu, fölskyldu hennar og öllum
sem sárt sakna.
Kristín.
Ég kynntist Huldu fyrir rúmum
sex árum þegar Viktor Snær sonur
minn byrjaði í leikskólanum Kátakoti
en vikuna áður hafði Hulda staðið í
sömu sporum með Ívari Orra að venj-
ast nýju umhverfi og aðstæðum á
leikskólanum. Strax á fyrsta degi
náðu þeir jafnaldrar mjög vel saman
og hafa síðan þá verið góðir vinir. Í
fyrstu buðum við Hulda hvor annarri
glaðlega góðan daginn en það leið
ekki á löngu þar til vinskapur mynd-
aðist á milli okkar og við vorum farn-
ar að spjalla um daginn og veginn úti
á róló meðan strákarnir léku sér í
sandkassanum.
Hulda var ein af þessum manneskj-
um sem mjög auðvelt var að tala við
og það stafaði af henni mikil hlýja,
einlægni og umhyggjusemi. Aldrei sá
Hulda ástæðu til að tala illa um aðra
og jafnvel í gegnum þessi erfiðu veik-
indi tókst henni að sjá björtu hliðarn-
ar á lífinu og öllum í kringum sig enda
hafði hún þann einstaka hæfileika að
láta öllum líða vel í návist sinni. Hulda
var hæg og róleg og fannst gott að
vera heima, á fallega heimilinu sínu.
Hún var jafnframt mikil félagsvera
og fannst gaman að fá gesti í kaffi eða
tesopa úti á pall og áður en maður
vissi af hafði tíminn flogið í burtu á
meðan börnin ærsluðust í garðinum.
Veikindin hafa sett sitt mark á fjöl-
skylduna undanfarin ár og er aðdáun-
arvert hvernig þau tókust á við þessa
erfiðu raun. Hulda gat rætt um sín
veikindi af einlægni ef henni fannst
hún þurfa þess án þess þó að hún
leyfði þeim að verða að aðalumræðu-
efninu enda var iðulega margt annað
skemmtilegra hægt að spjalla um.
Við þökkum fyrir þann tíma sem
við fengum að kynnast Huldu og með
söknuði kveðjum við hana nú. Elsku
Kiddi, Brynja og Ívar Orri megi guð
styrkja ykkur og styðja á þessum erf-
iðu tímum.
Ykkar vinir,
Dröfn, Guðleifur, Viktor Snær
og Birna Rún.
Tárin laumast eitt og eitt
en geta því liðna ekki breytt,
því það sem góður Guð vill taka
fáum við aldrei aftur til baka
Kaldur og dimmur dagurinn er
rétt eins og tilfinningin inni í mér,
óstjórnleg er sorgin mín
ég á eftir að sakna þín.
(Höf. ók.)
Þung eru sporin sem við göngum
núna, það er erfitt að trúa því að þú
sért farin frá okkur kæra vina, við átt-
um svo mikið í þér, þú gafst okkur
mikla gleði, knús og kossa og við
þökkum guði fyrir allar stundirnar og
árin sem við fengum að hafa þig hjá
okkur. Þú kenndir okkur svo margt,
varst gleðigjafi öllum sem kynntust
þér, varst alltaf jafn hress þótt þú
værir orðin veik. Þú varst búin að
berjast svo lengi, elsku Hulda okkar.
Þú varst ekki gömul þegar við
fengum að passa þig, aðeins sex mán-
aða, meðan mamma þín og pabbi voru
að vinna. Þá var Sigrún mín þriggja
mánaða, það var stutt á milli ykkar,
en þetta var ekkert mál vegna þess að
þú varst svo róleg ef það var nóg af
leikföngum í kringum þig.
Svo liðu árin, þú varðst unglingur
og glæsileg ung kona með öllum þeim
væntingum sem fylgir. Svo kom ástin
inn í líf þitt, Kiddi var kominn, og svo
komu börnin, Brynja Rut og Ívar
Orri. Svo tókuð þið ákvörðun um að
gifta ykkur hinn 20. september sl. og
sá dagur er okkur öllum ógleyman-
legur. Þið svo hamingjusöm, mikill
söngur og gleði og það komu okkar
bestu söngvarar til að syngja. Svo
þegar pabbi þinn kom með Rúnar Júl-
íusson og hann tók lagið Þú ein, þá
komu tár vegna þess að þú varst svo
einstök perla.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
Kidda, Brynju Rut, Ívar Orra, Sig-
rúnu, Ívar, Lárus og Einar, missir
ykkar er mikill en minning um góða
eiginkonu, móður, dóttur og systur
lifir með okkur öllum.
Minning þín lifir.
Emilía og Karl.
Stórt skarð hefur verið höggvið í
fjölskylduna. Í dag kveðjum við okkar
góðu vinkonu, Huldu Lilju, sem við
söknum mikið. Það rifjast upp fyrir
okkur margar ógleymanlegar stundir
sem við áttum saman, svo sem brúð-
kaupið þitt í september síðastliðnum,
skemmtilegar stundir á Kaffi Flóru í
Grasagarðinnum, matarboðin og ekki
má gleyma stelpuferðinni til Banda-
ríkjanna haustið 2007, þú stóðst þig
eins og hetja í þeirri ferð.
Elsku Hulda, alltaf jafn ljúf og
kurteis og gafst af þér endalausa
hlýju til allra sem í kringum þig voru.
Hetjubarátta þín síðustu mánuði og
dugnaður er öllum hvatning, aldrei
kvartað, bara brosað í gegnum tárin.
Ég veit að það verður tekið vel á móti
þér í húsi Drottins með sömu hlýju og
þú sýndir okkur öllum.
Elsku Hulda, takk fyrir allt, þú
verður alltaf í hjarta okkar.
Elsku Kiddi, Brynja Rut og Ívar
Orri, innilegar samúðarkveðjur. Megi
guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg.
Reynir, Magnea, Halla,
Magnús, Elva og Íris.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
(Guðmundur G. Halldórsson)
Elsku Hulda Lilja.
Þá er komið að leiðarlokum hjá þér
eftir erfiða baráttu við þennan skelfi-
lega sjúkdóm sem krabbameinið er.
Lengi bar maður þá von í brjósti að
eitthvað væri hægt að gera, en nú á
síðustu vordögum sá maður hvert
stefndi og enga lækningu væri að fá.
Ætli það séu ekki um það bil 11 ár
frá okkar fyrstu kynnum þegar þú
komst fyrst að Keldum og fórst að
vinna á skrifstofunni og kom þá stax í
ljós hversu heilsteypt og góð mann-
eskja þú varst.
Svo eftir að þú áttir Ívar Orra þá
stóð þannig á hjá okkur á bóluefna-
deild að það vantaði þangað starfs-
kraft. Það var auglýst eftir fólki en
einhverra hluta vegna leist mér ekki á
hvað kom út úr því svo ég fékk leyfi
hjá Eggerti Gunnarssyni til að
hringja í þig og falast eftir þér í deild-
ina okkar. Þú tókst þér mjög stuttan
umhugsunarfrest og sagðir já mér til
mikillar ánægju og áttum við eftir það
mjög skemmtilegan tíma næstu árin
og alveg fram á síðasta dag hjá þér.
Það á eftir að ylja manni um hjarta
um ókomin ár hversu glatt var á
hjalla hjá okkur og húmorinn alveg
frábær.
Eftir að við létum báðar af störfum
ákváðum við að hittast ekki minna en
einu sinni í mánuði og varð það að
vana hjá okkur og Lindu vinkonu
okkar að fá okkur kaffisopa á Cafe
Mílanó. Núna síðast hittumst við rétt
fyrir jólin og er ég þakklát fyrir það.
Vil ég nú að leiðarlokum þakka þér
fyrir samfylgdina, vináttuna og
traustið sem aldrei bar skugga á.
Votta ég Kidda þínum, Brynju, Ív-
ari Orra, foreldrum, bræðrum og öðr-
um aðstandendum mína dýpstu sam-
úð, megi guð styrkja ykkur í þessari
miklu raun.
Hvíl í friði kæra vinkona.
María Gunnarsdóttir.
Elsku Hulda Lilja,
okkur langar til að kveðja þig
með þessum sálmi.
Guð leiði þig, en líkni mér,
sem lengur má ei fylgja þér.
En eg vil fá þér englavörð,
míns innsta hjarta bænagjörð:
Guð leiði þig.
Guð verndi þig. En vak og bið
og varðveit, barn, þinn sálarfrið.
Á herrans traustu hönd þig fel.
Ef hann er með, þá farnast vel.
Guð leiði þig.
(Matthías Jochumsson)
Kveðja,
Bettý, Viðar og Guðmundur.
Elsku hjartans Hulda, nú er komin
kveðjustund. Stund sem kom allt of
fljótt, þú rétt orðin þrjátíu og sex ára
gömul og lífið nánast rétt að byrja.
Hrifin burt frá eiginmanni og ungum
börnum, eftir hetjulega baráttu. Bar-
áttu sem þú háðir af miklum dugnaði
með hjálp ástvina þinna. En allar
ljúfu minningarnar um þig munu lifa í
hjörtum okkar um ókomna tíð.
Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans
ranni.
Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum
mínum,
en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum.
Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una,
við verðum að skilja og alltaf við verðum að
muna,
að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir
sína.
Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi.
Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja,
og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim
biðja.
(Bryndís Jónsdóttir)
Kæra fjölskylda, megi Guð styrkja
ykkur á þessari sorgarstundu.
Ragnar, Ásta og börn.
Elskuleg vinkona mín, Hulda Lilja,
hefur nú kvatt okkur eftir langa og
hetjulega baráttu við krabbamein.
Allt of snemma og allt of ung. En það
er huggun að vita að nú er hún á góð-
um stað þar sem ég veit að vel verður
tekið á móti henni. Þar mun hún vaka
yfir elsku börnunum sínum og eigin-
manni. Börnum og eiginmanni sem
bera þunga sorg en hafa þó sýnt svo
ótrúlegan styrk á erfiðum tímum.
Hulda var einstök ung kona sem ég
var svo heppin að fá að kynnast. Leið-
ir okkar Huldu lágu saman í gegnum
leik og starf í litla hverfinu okkar og
urðum við fljótt góðar vinkonur. Það
var alltaf gott að tala við Huldu og
hún var jákvæður og skemmtilegur
félagi. Ég hefði viljað að þær stundir
hefðu verið svo miklu fleiri. Ég mun
svo sannarlega sakna þeirra. Hulda
gaf mikið af sér og átti marga góða
vini sem hún talaði oft um og þó ég
hafi ekki kynnst þeim öllum þá var
gaman að heyra hana tala svo vel um
vini sína. Það rifjast upp margar góð-
ar minningar og er mér minnisstæð
skemmtileg tjaldútilega sem við fór-
um í, þrjár fjölskyldur saman. Þá
helgi voru sumardagar eins þeir ger-
ast bestir á Íslandi, 25 stiga hiti og sól.
En það er bara þannig að þegar ég
minnist Huldu þá er eins það hafi allt-
af verið sól og gott veður. Að sitja á
pallinum með kaffibolla í sólinni,
spjalla og hlæja og oftast bættist ein-
hver í hópinn. Garðurinn fullur af
börnum, hoppandi á trampólíni eða í
heita pottinum og Kiddi einhvers
staðar á vappi í kring að dytta að. Svo
eru það ófá heimboðin til Huldu og
Kidda sem ylja manni um hjartaræt-
ur og rifja upp góðar minningar. Mik-
ið á ég eftir að sakna hennar Hulda
minnar. Gott var að koma inn á heim-
ili Huldu og Kidda og sjá hve vel þau
hlúðu að fjölskyldu sinni. Og fallegu
börnin þeirra, þau eru aldeilis vel
gerð börn. Brynja Rut sem var mikið
stolt mömmu sinnar, falleg og vel gef-
in og einstaklega góð stelpa. Eins
voru það afar stoltir foreldrar sl. vor
við skólaslitin í Klébergsskóla þegar
Ívar Orri hlaut nemenda- og hvatn-
ingarverðlaun menntaráðs Reykja-
víkur, langyngstur allra. Ég veit að
Kidda og Huldu þótti mjög vænt um
þau fallegu orð sem skólastjórinn
hafði um Ívar Orra. Kæra vinkonu
kveð ég með þessu fallega ljóði.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún.)
Ég bið algóðan Guð fyrir elsku
Brynju Rut og Ívar Orra sem hafa
misst elskulegu góðu mömmu sína
sem alltaf var til staðar og elsku Kiddi
minn, megi kærleikurinn leiða ykkur í
gegnum þessa miklu sorg og góður
Guð styrkja ykkur á þessu erfiðu tím-
um. Foreldrum, systkinum og ástvin-
um Huldu votta ég mína dýpstu sam-
úð.
Guðfinna Ármannsdóttir.
Elsku Hulda, nú er þinn tími kom-
inn og þú hefur fengið hvíldina.
Án efa mun ég sakna þess að koma
til Brynju minnar og þú tekur á móti
okkur með bros á vör.
Þú tókst alltaf vel á móti mér og ég
var alltaf velkomin inn á heimili ykkar
þrátt fyrir veikindin undanfarin ár.
Ég á margar góðar minningar um
okkur saman og alltaf gátum við
spjallað og hlegið okkur máttlausar
því ekki vantaði húmorinn hjá þér.
Elsku Brynja, Kiddi, Ívar og fjöl-
skylda, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð og megi guð veita ykkur styrk
á erfiðum tíma.
Elsku Hulda mín, í hjarta mínu og
minningum lifir þú áfram.
Ólafía Haraldsdóttir.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix