Morgunblaðið - 11.02.2009, Síða 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
Forval VG
í Suðurkjördæmi
Vinstrihreyfingin grænt framboð í Suðurkjördæmi auglýsir
hér með eftir fólki sem vill bjóða sig fram í eitt af 5 efstu
sætum á lista VG í Suðurkjördæmi í kosningum til Alþingis
25. apríl 2009.
Framboðsfrestur rennur út kl 17:00 föstudaginn 19. febrúar.
Þeir sem gefa kost á sér skulu tilkynna það skriflega til
formanns kjörstjórnar Kjartans Ágústssonar, Löngumýri,
Skeiðum, 801 Selfoss eða í tölvupósti
langamyri@uppsveitir.is og taka fram eftir hvaða sæti eða
sætum þeir sækjast.
Þeir sem vilja stinga upp á frambjóðendum skulu einnig gera
það skriflega til formanns kjörstjórnar fyrir 16. febrúar.
Kjörstjórn mun þá leita eftir samþykki þeirra sem bent hefur
verið á.
Allir þeir sem hafa áhuga á því að koma hugsjónum VG um
kvenfrelsi, félagslegan jöfnuð, umhverfisvernd og
friðarstefnu í framkvæmd eru hvattir til að gefa kost á sér.
Kosningarétt hafa allir félagsmenn í VG í Suðurkjördæmi
miðað við 19. febrúar 2009.
Kosið verður póstkosningu og skulu atkvæðaseðlar hafa
verið póstlagðir eigi seinna en miðvikudag 25. febrúar.
Kjördæmisráð Suðurkjördæmis mun annast kynningu á
frambjóðendum með sérstöku kynningarefni og standa fyrir
fundum dagana 21. til 24. febrúar.
Stjórn kjördæmisráðs Vg í Suðurkjördæmi
MIKLAR breytingar hafa orðið á
útgerðarháttum í Vestmannaeyjum
á síðustu áratugum. Má þar nefna
að nú rær að-
eins einn bátur
með net frá
Eyjum, Glófaxi,
en tveir aðrir
bætast vænt-
anlega við á
næstunni. Gló-
faxi er rúmlega
200 tonn að
stærð og hefur
frá því að hann
byrjaði á netum fyrir viku fengið
um 100 tonn, mest ufsa.
Ólafur Jakobsson skipstjóri á
Glófaxa, segir vertíðina hafa byrj-
að vel. Þeir voru í gær að veiðum
út af Vík í Mýrdal. Yfirleitt er
landað annan hvern dag á markað
í Eyjum. Þeir leggja 7-10 trossur
daglega og eru ellefu um borð.
Ólafur segir verð á ufsa vera vel
viðunandi.
Hann sagðist ekki kunna að
skýra hvers vegna svo fáir væru á
netum, en margir á trolli. Sjálfur
sagðist hann kunna vel við netin,
en allt hefði þetta sína kosti.
Mann fram af manni
Benóný Benónýsson gerir út
Portlandið VE ásamt sonum sín-
um. Benóný er sonur aflakóngsins
Benónýs Friðrikssonar, Binna í
Gröf. Hann var sonur Friðriks
Benónýssonar sem átti bát með
Portlands-nafninu og þangað er
nafnið á bátinn sótt.
Segja má að sjómennskan sé
fjölskyldunni í blóð borin því tveir
synir Benónýs eru á Portlandinu,
Jóhann skipstjóri og Benóný vél-
stjóri.
Benóný eldri sagði í gær að
margt hefði breyst í Eyjum frá því
að hann var að alast upp. „Sem
strákur fór ég oft niður á bryggju
til að taka á móti pabba á Gull-
borginni. Þá voru kannski yfir 100
bátar á línu og svo netum og þá
var slegist um löndunarplássin fyr-
ir netabátana,“ segir Benóný.
Þá var
slegist um
plássin fyrir
netabátana
ALLS voru 336 skip á sjó eftir hádegi í gær samkvæmt
eftirlitskerfum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og
Vaktstöðvar siglinga. Skipunum fjölgaði um 100 frá því
snemma í gærmorgun og fram undir hádegi. Það segir
að mörg smærri skip og bátar sem stunda dagróðra
fóru á sjó í blíðviðrinu.
Algengt var að um 200 skip væru á sjó í jan-
úarmánuði en þeim hefur fjölgað um eða yfir 100 á dag
það sem af er þessum mánuði. Á góðum sumardegi
geta verið allt að 800 skip og bátar í eftirliti en algeng
sumarsjósókn er 400-500 skip og bátar á sólahring. Úr
þessu dregur yfir aðalvetrarmánuðina.
Samkvæmt upplýsingum frá Ásgrími L. Ásgrímssyni
hjá Landhelgisgæslunni, yfirmanni Vaktstöðvar sigl-
inga, er fylgst með öllum skipategundum; m.a. fiski-
skipum, flutningaskipum og olíuskipum. Bæði er þetta
gert í öryggisskyni en einnig til að fylgjast með því að
lögum og reglum sé fylgt á hafinu umhverfis Ísland.
78
8
8#
8
8
85
8
8
!
!""
#$$%
&$'
( %
" $" "$
) $ "$
&"
& *
+, &%&%"
%
%
$*
*
"$
$%
%
"
*
-. &% & "
(
"
.
$ "%
&$
%
$$ ""%
&%
,&$,"
" $*
336 skip voru á sjó í blíðunni
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
„ÞAÐ gengur bara alveg ljómandi, þakka þér fyrir,
það er myljandi fiskur um allt,“ sagði Óskar Jens-
son, skipstjóri á Aski GK, 30 tonna báti frá Grinda-
vík í samtali eftir hádegið í gær. Þeir voru þá að
draga fimmtu og síðustu trossuna á Víkunum aust-
an við Reykjanesvitann og áætluðu að vera í
Grindavík um fjögureytið. Aflinn var um sjö tonn af
slægðum þorski.
Í samtölum við skipstjóra í Breiðafirði, við
Reykjanes og Vestmannaeyjar í gær var oft sömu
svör að fá. Afli er góður eða þokkalegur, en verð
fyrir þorsk þyrfti að vera mun hærra. Yfir 300 skip
af öllum stærðum og gerðum voru á sjó í gær. Sá
fjöldi hefði hæglega getað verið meiri því margir
sem eru kvótalausir eða kvótalitlir bíða eftir að
þorskverð hækki á mörkuðum eða verð á leigukvóta
lækki.
Náðu 22 róðrum í janúar
Óskar á Aski sagði að vel hefði gengið frá því þeir
byrjuðu að róa eftir áramót. „Við höfum róið alla
daga frá áramótum og náðum 22 róðrum í janúar,“
segir Óskar. „Við erum komnir með rúm 100 tonn
miðað við slægt og fækkuðum netum til að hafa vel
við og geta slægt um borð.
Við leggjum aftur í dag, en sennilega verður upp-
tekt á morgun vegna brælu. Þá kannski vantar ein-
hvern fisk og verðið hækkar, ekki veitir af. Mér
finnst það óvenjulegt að í endaðan janúar skuli hafa
vera komið mokfiskirí. Svona róðrar hafa yfirleitt
ekki komið fyrr en í byrjun marz. Mér heyrist á
mönnum að það sé alls staðar þorskur,“ segir Óskar
Jensson.
Það var rólegra hjá Grétari Þorgeirssyni og þeim
á Farsæli GK. Þeir eru á dragnót og voru í gærdag.
„Ef fram heldur sem horfir þá skrapar maður
kannski í þrjú tonn af alls konar fiski. Annars var
ágætt fiskirí í janúar, þó það virðist eitthvað vera að
þorna upp á dragnótinni. Það er helst verðið sem er
að angra okkur. Þeir bölva mikið sem eru á net-
unum því þeir fá allt of mikið af þorski,“ sagði Grét-
ar.
Haukabergið frá Grundarfirði er á netum í
Breiðafirði og sagði Gunnar Hjálmarsson skipstjóri
að þetta hefði „verið svona nudd og allt svipað og
síðustu ár“. Hann sagði að tíðin hefði verið einstök,
logn og sólskin dag eftir dag og það á miðjum þorra.
Fáir á netum í Breiðafirði
„Það hefur verið blíða í meira en hálfan mánuð og
það verður svona í að minnsta kosti einn dag enn.
Það má eiginlega segja að það sé of gott veður því
verðið er skárra þegar það eru brælur, en það verð-
ur aldrei á allt kosið,“ sagði Gunnar.
Hann sagði að fáir væru á netum í Breiðafirð-
inum, sennilega væri hægt að telja þá á fingrum
annarrar handar. Afli Haukabergsins hefði yfirleitt
verið um 3-500 kíló í trossu frá áramótum. Þeir eru
með 7-8 trossur og fer aflinn allur til vinnslu í
Grundarfirði.
„Myljandi fiskur um allt“
Margir doka við vegna lágs þorskverðs Verðið skárra þegar það eru brælur
Svipað nudd í Breiðafirðinum og undanfarin ár Einstök tíð á miðjum þorra
Morgunblaðið/RAX
Landað í Grindavík Margir voru á sjó í gær og afli ágætur. Skipstjórinn á Aski segir ekki algengt að fá svo góðan afla fyrri hluta febrúar.