Morgunblaðið - 11.02.2009, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.02.2009, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Einn lykillinnað end-urreisn ís- lenzks efnahagslífs er að efla hér er- lenda fjárfestingu. Ísland þarf erlent fjármagn, og ekki bara lánsfé heldur eigið fé inn í fyrirtækin. Ríkisstjórnin segist í verk- efnaskrá sinni ætla að efla er- lenda fjárfestingu. Enn ber lítið á aðgerðum til þess arna. Ef eitt- hvað er, hefur stjórnin gefið út mjög misvísandi yfirlýsingar um erlenda fjárfestingu í stóriðju. Tækifæri til að efla erlenda fjárfestingu á Íslandi felast hins vegar ekki eingöngu í stóriðj- unni. Ótalmörg fyrirtæki með góðan undirliggjandi rekstur hafa lent í vandræðum vegna skyndilegrar skuldaaukningar í kjölfar falls krónunnar. Bank- arnir munu taka yfir rekstur ein- hverra þessara fyrirtækja, en munu að sjálfsögðu leita nýrra eigenda að þeim. Gera má ráð fyrir að erlendir fjárfestar sýni mörgum þeirra áhuga. Margir óttast að „hrægamm- ar“ sem vilja eignast fyrirtæki á brunaútsölu, streymi til lands- ins. Það er réttmætur ótti. Í mörgum tilfellum munu bank- arnir bíða með sölu fyrirtækja þar til þeir geta fengið fyrir þau betra verð. Á hitt ber hins vegar að líta, að bank- arnir munu ekki hafa bolmagn til að halda mörgum fyr- irtækjum gangandi og leitast við að fá þess í stað inn í þau nýtt fjármagn. Erlendir fjárfestar munu vilja eignast fyrirtæki á lágu verði og selja þau aftur síðar á háu verði. Til þess að svo megi verða, þurfa þeir að koma rekstrinum í lag. Erlent fjármagn getur þannig stuðlað að því að endurreisa efnahagslífið og auka atvinnu á nýjan leik. Íslendingar hafa oft verið tor- tryggnir í garð erlendra fjár- festa. En hafa umsvifamestu innlendu fjárfestarnir und- anfarin ár reynzt traustsins verðir? Er ekki hollt fyrir ís- lenzkt efnahagslíf að fá inn fjár- festa, sem hafa engin tengsl við gömlu valdablokkirnar í við- skiptalífinu og enga hagsmuni aðra en hagnað af heilbrigðum rekstri? Það er óskandi að það takist að laða erlent fjármagn að mörgum íslenzkum fyr- irtækjum. Og sömuleiðis ósk- andi að þá fari ekki í gang gamla íslenzka sérhagsmunagæzl- umaskínan, heldur verði horft á almannahag og allir sitji við sama borð. Erlent fjármagn getur stuðlað að endurreisn atvinnu- lífs og atvinnu} Erlend fjárfesting? Ef heimurinnværi í sam- hengi hefði senni- lega ekki skollið á bankakreppa og út- rásin væri enn á fullri ferð. En heimurinn er ekki í samhengi. Á þessu hefur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, nú fengið að kenna. Í dagblaðinu Financial Times Deutschland í gærmorgun var haft eftir Ólafi Ragnari að hann hafnaði því að þýskum sparifjáreigendum yrði bætt tap, sem þeir hefðu orðið fyrir vegna innlagna á Edge- reikninga Kaupþings í Þýska- landi: „Þjóðverjar verða að skilja að fólkið á Íslandi hefur tapað öllu.“ Orð forsetans fóru sem eldur í sinu um Þýskaland og vöktu furðu, ekki síst þar sem á fundi með skilanefnd Kaupþings á fimmtudag í liðinni viku hafði verið fullyrt við þýska reiknings- hafa að innistæður þeirra yrðu bættar (og það án þess að seilast í vasa íslenskra skattgreiðenda). Fréttinni var slegið upp í þýsk- um vefmiðlum, allt frá Frankfur- ter Allgemeine Zeitung til Bild og alls staðar var viðkvæðið það sama: Við blasir að þýskir spari- fjáreigendur, sem áttu fé á reikningum Kaupþings, tapi öllu. Síminn stoppaði ekki í utanrík- isráðuneytinu og hjá skilanefnd Kaupþings. Þýskir fjölmiðlar vildu fá að vita hvað hefði gerst. Vitaskuld kom í ljós að allt var þetta á misskilningi byggt. „Þetta er nú sett í annað samhengi og gefin önnur merk- ing en var í okkar samtali,“ sagði Ólaf- ur Ragnar í samtali við mbl.is og hafa þau ummæli vonandi ekki verið tekin úr samhengi eða ver- ið gefin önnur merking en ætl- unin var. Það kemur í ljós síðar. Ólafur Ragnar er yfirlýs- ingaglaður. Hann vill að ljóst sé hvað honum liggur á hjarta, hvort sem það lýtur að verk- efnum ríkisstjórnar eða áliti út- lendinga á Íslandi. Tilraun hans til að snúa almenningsálitinu í útlöndum við misheppnaðist hins vegar hrapallega. Fákunnátta útlendinga um völd forsetans gerði í þokkabót að verkum að þeir héldu margir að ástæða væri til að taka orð hans bók- staflega. Íslendingar eiga undir högg að sækja eftir fjármálahrunið og mega ekki við svona uppá- komum, ekki síst þegar stjórn- völd eiga í viðkvæmum við- ræðum vegna skulda og skuldbindinga og full ástæða til að spyrja hvers vegna forsetinn vaði fram með yfirlýsingar undir slíkum kringumstæðum. Ætli forsetinn að halda áfram að setja hlutina í samhengi verður hann að finna leið til þess að sam- hengið glatist ekki á leiðinni frá vörum hans á pappír, net eða í ljósvaka. Annars verður hann að sætta sig við samhengisskortinn í heiminum. Forsetinn veldur írafári í Þýskalandi}Skortur á samhengi D óttirin er í ritstjórn skólablaðsins og pantaði viðtal við foreldra sína. Allt í góðu með það, við sett- umst niður við eldhúsborðið, mæðgurnar gæddu sér á laxa- frauði og gosi en ég beit í pung. Hvítvínið var ekki nógu kalt þannig að sódavatn varð fyrir valinu. Umræðuefnið átti að vera Akureyri frá okkar sjónarhóli, en talið barst fljótlega að girðing- unni. Hún liggur niðri á kafla; hrundi skyndi- lega á dögunum og ljóst að erfitt verður að reisa hana við. Sennilegast er hún ónýt, bölvuð, og reisa þarf nýja frá grunni. „Akureyringar geta verið stoltir þegar litið er yfir farinn veg,“ segi ég; reyni að skipta um um- ræðuefni. Nefni afa Skapta, Lindu buff, Kidda Konn, Samherjafrændur og Óla G. Það virkar ekki. Konan mín segist hafa séð hættumerki lengi og varað mig við. Skyndilega er því ekki heppilegasta orðið. Auðvit- að heyrði ég varnaðarorðin og sá fjandans tréverkið hall- ast, en trúði aldrei að það legðist alveg á hliðina. Hélt jafn- vel að það lagaðist af sjálfu sér. Þetta er falleg girðing, vel máluð og ég er enginn sérfræðingur í undirstöðum girð- inga eða tiktúrum þess háttar bygginga. Smiðurinn sagði mér að hún væri traust. Rétt er að taka fram að þó ég eigi girðinguna er hrunið ekki mér að kenna. Snjóruðningstæki á vegum bæjarins rakst í hana í vetur og ég hélt auðvitað að Gunnþór yf- irverkstjóri og hans menn myndu laga þetta. „Ég hafði séð hættumerki alllengi. Pabbi þinn mun hata mig fyrir að segja þetta, en ég er 46 ára, og hef þrisvar sinnum upplifað það að svona falleg girðing hrynur,“ hefur dóttirin eftir Sig- rúnu. Þegar eiginkonan kveðst hafa varað við þessu í hvert skipti sem hún gekk framhjá girðingunni í fyrra ek ég mér í sætinu og segi: „Já, en Sigrún, þú mátt ekki láta hafa þetta eftir þér.“ „Hver segir það?“ spyr hún. „Ég geri það. Það er alveg á hreinu.“ Dóttirin segir í greininni að tveimur dögum seinna hafi Sigrún hvíslað því að henni að hún gæti notað allt það sem ég hefði ekki viljað að haft væri eftir henni. Girðingin er okkar, en þó í raun ekki okkar einkamál; göngustígur er við lóðina, þar streyma börn til og frá Glerárskóla og ég sé þau glotta reglulega. Hverfið setur niður við þetta. Vona bara að krakkarnir kjafti ekki í foreldrana. ,,Ég hef tekið þátt í viðhaldi girðinga frá 14 ára aldri og ég veit hvenær eitthvað er of gott til að vera satt. Ég sá hve undirstöðurnar voru lélegar og ég gerði mér grein fyrir þeirri miklu áhættu sem húsfélagið tók með því að grípa ekki í taumana þótt allir vissu hve girðingin hallaðist mikið á skömmum tíma.“ „Sigrún, þú getur ekki sagt þetta,“ segi ég. Hún hlustar ekki heldur beygir sig niður og klappar hundinum, sem hefur læðst undir borð. Ég vissi ekki einu sinni að við ættum hund. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Tekist á um hrun girðingarinnar FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is D alai Lama, hinn aldni friðarverðlaunahafi Nóbels 1989 og útlæg- ur leiðtogi sex milljóna Tíbeta, hefur lengi ver- ið ótrauður baráttumaður fyrir friði og réttindum þjóðar sinnar á ferða- lögum um heiminn. Nú hefur hann þegið boð um að heimsækja Ísland í júní. Um einkaheimsókn er að ræða. Gesturinn mun boða mannleg gildi eins og „samkennd, fyrirgefningu, umburðarlyndi, æðruleysi og sjálfs- aga“, gildi sem hann segir alla geta samþykkt, einnig trúleysingja. En stjórnvöld í Peking munu vafa- laust mótmæla: Þau segja Dalai Lama vera hættulegan uppreisnar- mann sem vilji kljúfa Kína. Hann er fæddur í Tíbet 1935, tveim árum síðar var gert kunnugt að hann væri hinn útvaldi, næsti Dalai Lama. Fyrirrennari hans hefði end- urholdgast í drengnum. Hann var nú fluttur í Potala-höllina miklu í Lhasa til að fá þar uppeldi sem hæfði hlut- verki hans. Forvitni um heiminn er einn af þeim eiginleikum sem ávallt hafa ein- kennt Tenzin Gyatso, eins og hann var nefndur í æsku. Tíbet var eitt ein- angraðasta land heims, nær allir voru bláfátækir og samskiptin við um- heiminn sáralítil. Hann var því ljónheppinn þegar austurrískur fjallgöngumaður, Hein- rich Harrer, hrökklaðist til Tíbets eftir að hafa flúið úr bresku fangelsi í Indlandi í upphafi seinni heimsstyrj- aldar. Hann varð þar innlyksa í sjö ár og hinn ungi Dalai Lama fræddist um margt vestrænt af samtölum við garpinn. Gerð var fræg kvikmynd um samskipti þeirra og lék Brad Pitt Austurríkismanninn. Slegið á sáttahönd Kommúnistar sigruðu í borgara- stríðinu í Kína og höfðu ekki fyrr stofnað alþýðulýðveldi sitt 1949 en þeir fóru að huga að því sem þeir sögðu að væru gömul kínversk svæði. Þeir hernámu Tíbet, beittu íbúana fá- dæma grimmd og tröðkuðu á menn- ingu þeirra Dalai Lama flúði land með æv- intýralegum hætti og er nú dáður trúarleiðtogi og hugsuður, hefur ritað mikið um frið og heimspeki þeirra sem forðast vilja allt ofbeldi. Athygl- isvert er að hann hefur stöðugt reynt að milda hug Kínverja til sín. Á síðari árum hefur hann teygt sig svo langt að segja að Tíbetar verði að sætta sig við að vera borgarar í Kína en þeir eigi að krefjast sjálfstæðis í eigin málum. Ekki hefur þetta dugað ráðamönn- um í Peking. Sumir fullyrða að Kín- verjar dragi af ásettu ráði að semja við Dalai Lama. Þeir bíði þess eins að hann deyi, þá verði Tíbetar for- ystulausir. En til vonar og vara sögðu þeir fyrir tveim árum að háttsettir munkar yrðu að hljóta samþykki stjórnvalda í Peking en munkarnir velja eftirmann Dalai Lama. Leiðtoginn hefur staðið fyrir margvíslegum umbótum sem miða að því að laga stjórnhætti að nútímanum en þjóðskipulag í Tíbet minnti mjög á lénsskipulag í Evrópu á miðöldum. Og ljóst er af ýmsum ummælum hans að Dalai Lama er ekki sannfærður um að embætti hans muni lifa eftir hans dag. „Ég hef ávallt litið á sjálfan mig einfaldlega sem búddamunk,“ segir hann á heimasíðu sinni og bætir við að veraldlegt embætti hans sé ekki annað en mannanna verk. Boðberi friðar en ógn í augum Kínverja Reuters Skyldur af ýmsu tagi Dalai Lama, útlægur leiðtogi Tíbeta, heiðrar þátttak- endur í krikketleik í Dharamsala með hefðbundnum, tíbetskum trefli. Hans heilagleiki Dalai Lama er æðsti munkur eða lama tíbeska búddismans og var einnig ver- aldlegur stjórnandi Tíbets þar til kínverskir kommúnistar lögðu landið undir sig 1950. Dalai Lama og stuðningsmenn hans gerðu misheppnaða uppreisn gegn Kínverjum 1959. Flýði hann í kjölfarið yfir Himalajafjöllin til Indlands þar sem útlagastjórn hans hefur nú aðsetur í borginni Dharamsala. Tíbet er nú kín- versk nýlenda. Núverandi Dalai Lama (Kenn- ari hinnar dýpstu visku) er sá 14. í röðinni en embættið byggist á hefðum sem eiga rætur að rekja til loka 14. aldar. Upprunalegt nafn hans var Tenzin Gyatso og völdu munkar og ráðherrar hann í embættið eftir að beitt hafði verið flóknum reikniaðferðum og stjörnuspeki við að finna dreng sem talinn var fyrrverandi Dalai Lama endurholdgaður. Tekið get- ur nokkur ár að finna arftaka. Núverandi handhafi embættisins hefur sagt að Tíbetar eigi að ákveða með lýðræðislegum hætti hvort það verði áfram við lýði. Goðsögn í útlegð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.