Morgunblaðið - 11.02.2009, Síða 21

Morgunblaðið - 11.02.2009, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009 Barátta í brunagaddi Bubbi Morthens ásamt hljómsveitinni Ego fór fyrir hópi mótmælenda við Seðlabankann í gær og rokkaði í brunagaddi. Baráttuandinn var við völd. Kristinn Stefán Friðrik Stefánsson | 10. febrúar Skilja engir nema Íslendingar Ólaf Ragnar? Hvernig getur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, enn sagt að er- lendir fjölmiðlamenn skilji ekki enskuna hans og það sem hann segir? Þetta er orðið neyðarlegt í meira lagi. Hefur það ekki gerst þrisvar eða fjórum sinnum á örfáum vikum að fjölmiðlamenn skilji ekki forsetann og þeir misskilji hann svo rosalega að þeir vitni vitlaust í hann. Er þetta tilviljun eða er forsetinn búinn að spila yfir í tali sínu um stöðuna? Varla er endalaust hægt að leika þennan leik. Ólafur Ragnar hefur talað við erlenda ráðamenn árum saman og fulltrúa pressunnar en aldrei misst sig fyrr en þotulífinu og kampavínsboðunum lauk. Orðar hann kreppuna og stöðuna svo vitlaust að enginn skilur hann nema Ís- lendingar? Á hvaða leið er þessi farsi Bessastaðabóndans? Hvernig er það, þarf forsetinn ekki að fara að fá sér túlk til að taka með sér í viðtöl? Meira: stebbifr.blog.is Björn Birgisson | 10. febrúar Eiga að falla frá kröfum af hreinum mannúðarástæðum Enginn virðist vita með neinni vissu hver skulda- staða þjóðarinnar er. Þó virðast flestir sammála um að hvert mannsbarn í landinu skuldi nokkrar milljónir, enda hefur bruðl og eyðslusemi verið þjóðarsport okkar um langa hríð. Enginn er undanskilinn, þótt vissulega hafi sumir bruðlað meira en aðrir. Í Hollandi, Þýskalandi og Bretlandi býr samtals 161 milljón manna. Við erum 330 þúsund. Þetta þýðir að á móti hverjum skattgreiðanda hér á landi eru 488 slíkir í þessum löndum. Einfalt dæmi: Ef skattgreiðanda á Ís- landi er gert að greiða eina milljón króna jafngildir það því að vinir okkar í áð- urnefndum löndum greiði 2.050 krónur á mann. Öll munar okkur um eina milljón, en hvern munar um tvö þúsund kall? … Meira: urval3bjorn.blog.is ÞRÁTT fyrir að framleiðsla áls sé ein af undirstöðum íslensks efna- hagslífs, eru líklega ekki margir ná- kunnugir því sem fram fer í álver- unum og hvað verður þar til. Við sem störfum í álverum sjáum hversu mikil áhrif fyrirtækin okkar hafa á viðkomandi sveitarfélög. Við vitum líka hversu mörg fyrirtæki þjónusta okkur og hve náin og mikil þau samskipti eru. Við vitum líka hvaða árangri þetta samstarf hefur skilað í rekstri álveranna, í upp- byggingu þekkingar og nú síðustu árin í al- þjóðlegri viðurkenningu á íslenskri tækniþekk- ingu í áliðnaði. Við erum stolt af árangrinum, stolt af fyrirtækjunum okkar, stolt af samstarfsaðil- unum og því verður ekki neitað að það særir stolt okkar þegar stöðugt er verið að hnýta í fyrirtækin okkar og láta að því liggja að starf okkar sé lítils eða einskis virði. Hagfræði er ekki óbrigðul vísindi eins og við Ís- lendingar höfum sannarlega fengið að reyna. Hún er líka oft gersamlega óskiljanleg. Í umfjöllun um áhrif álvera á efnahagslíf og atvinnulíf gefa sumir hagfræðingar sér að alltaf sé full atvinna á Íslandi og alltaf megi fá annað starf í stað þess sem glat- ast. Þessi hagfræðikenning á sér vart stoð í ís- lenskum veruleika. Núverandi ástand í atvinnu- málum sýnir okkur það best. Gjaldeyrisöflun skiptir sköpum Svipuð röksemdafærsla hefur verið notuð um gjaldeyrisöflun og að erlend fjárfesting hafi ekki áhrif á atvinnustig í landinu eða nokkra sérstaka þýðingu yfirleitt. Gott og vel, en lítum á þá stað- reynd að íslenska krónan hefur verið til frá 1871 eða í tæp 130 ár. Aðeins í um 10% af þeim tíma hafa Íslendingar lifað án gjaldeyrishafta. Alkunna er að þjóðina vantar nú sárlega gjaldeyri inn í landið sem er skuldum vafið. Í því ljósi hljóta að allir vera sammála um að æskilegra sé að fá hing- að til lands erlenda fjárfestingu til langs tíma en að taka stórar upphæðir að láni erlendis með háum vöxtum sem endurgreiða þarf á næstu ár- um. Fjárfestingu, sem kemur frá erlendum fjár- festum, þarf ekki að greiða til baka, hún fer ekki neitt og skapar þúsundum atvinnu. Áætluð fjár- festing í áformuðu álveri í Helguvík er um 1.800 milljónir Bandaríkjadala sem er svipuð upphæð og lánið sem Ísland fékk frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. A.m.k. 1000 afleidd störf vegna Norðuráls Starfsemi álvera byggist mjög á þjónustu utanaðkomandi fyrirtækja. Verkfræðistofur, byggingafyrirtæki, flutningafyrirtæki, tölvufyrirtæki, vél- og blikksmiðjur, pípulagningafyr- irtæki, rafverktakar, bifreiðaverk- stæði, jarðvinnuverktakar, vélaleigur, trésmiðjur, rannsóknar- og ráðgjaf- arstofur, saumastofur, rútufyrirtæki, hreingerningaþjónustur og öryggis- fyrirtæki eru hluti af öflugu neti fyr- irtækja sem þjónusta Norðurál og eru að mörgu leyti mjög samtvinnuð daglegum störf- um í álverinu. Þessu virðast margir alls ekki gera sér grein fyrir og hafa efast um að um mörg störf sé að ræða. Síðast ræddi Indriði H. Þorláksson um þetta á bloggi sínu og taldi að fjöldi afleiddra starfa væri aðeins um 100 hjá hverju álveri á Ís- landi. Indriði hefur ekki rétt fyrir sér þarna enda hefur hann greinilega ekki haft úr nægum upplýs- ingum að moða. Það er reyndar til einföld aðferð til að meta fjölda afleiddra starfa hjá fyrirtæki eins og Norð- uráli. Með því að skoða tölur Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtæki landsins árið 2007, er unnt að reikna hve mikil velta býr að baki hverjum starfsmanni í fyrirtækjum. Mjög mörg þessara fyrirtækja þjónusta Norðurál með einum eða öðr- um hætti. Þessar tölur segja okkur að meðalvelta á starfsmann í þjónustufyritækjum sé um 13 millj- ónir á ári og um 65 milljónir á ári hjá orkufyr- irtækjum. Uppreiknað með launavísitölu eru þessar tölur 14 milljónir og 70 milljónir á ári. Á síðasta ári greiddi Norðurál um 25 milljarða til þjónustufyrirtækja, orkufyrirtækja og í laun og launatengd gjöld. Þar af námu greiðslur til þjón- ustufyrirtækja um 10 milljörðum króna. Ef við notum nú tölurnar úr Frjálsri verslun um veltu á starfsmanna, má ætla að bein afleidd störf hjá orkufyritækjunum og öðrum fyrirtækjum sem þjónusta Norðurál séu nærri 900 talsins. Þessi fyrirtæki kaupa svo þjónustu af öðrum fyr- irtækjum og því má segja að varlega áætlað séu afleiddu störfin í heild a.m.k. 1.000. Hjá Norðuráli starfa svo tæplega 550 starfsmenn þannig að heildarstörfin eru a.m.k. 1500. En hefðu þessi störf kannski bara myndast hvort sem væri? Kannski einhver þeirra en hvergi nærri öll. Það er merkileg staðreynd að um 60% af fluttu magni í áætlunarskipum til og frá Íslandi eru vegna álvera og allt að helmingur af öllum verkfræðingum á verkfræðistofum vinnur við verkefni tengd orkuiðnaði. Spurningin er því: Hvar eru „öll hin tækifærin“? Hvaðan hefðu þau komið? Hundruð verk- og tæknifræðinga starfa við ál- og orkuiðnað. Þekkingarfyrirtæki eins og HRV, Efla, Stímir, Alur o.fl. hafa skapað sér sérþekk- ingu og orðspor á heimsmælikvarða og taka þátt í stórum verkefnum í álverum í Evrópu, Mið- Austurlöndum og víðar. Þessi verkefni skapa hundruð milljóna króna í útflutningstekjur. Svo má einnig nefna hina miklu sérþekkingu í orku- iðnaði sem byggist m.a. á reynslu og þekkingu sem skapast hefur í tengslum við stór virkj- anaverkefni og jarðboranir, tengd uppbyggingu áliðnaðar á Íslandi. Ísland er orðið forystuland í framleiðslu og notkun endurnýjanlegrar og um- hverfisvænnar orku. Kallast þetta ekki virðisauki? Orka til álvera er ekki niðurgreidd Því er sífellt haldið fram að orka til álvera sé niðurgreidd af ríkinu. Það er einfaldlega rangt. Lítum á þrjár staðreyndir. Eftirlitsstofnun EFTA hefur farið yfir orkusamninga fyrir bæði Norðurál og Fjarðaál og komist að því að ekki væri um neina niðurgreiðslu að ræða. Þar er um algerlega óháða úttekt að ræða. Í öðru lagi má benda á mik- inn áhuga á hlutabréfum í Hitaveitu Suðurnesja á síðustu misserum. Verðið, sem þau hlutabréf hafa verið keypt og seld á, bendir ekki til þess að HS sé að selja orkuna of ódýrt. Í þriðja lagi er einfalt að líta á hagnaðartölur orkufyrirtækjanna. Indriði Þorláksson lagði árið 2007 til grundvallar sinni greiningu á orku- og áliðnaði nýlega og var með efasemdir um orkuverðið. Samanlagður hagnaður Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og Hita- veitu Suðurnesja það ár var rúmlega 38 millj- arðar. Þarf að hafa fleiri orð um þetta mál? Atvinnuleysi á Íslandi er nú um 10% og fer vax- andi. Það má velta því fyrir sér hversu miklu hærri þessi tala væri ef Íslendingar hefðu valið að nýta ekki orkuauðlindir sínar. Vonandi nýtur ís- lenskur áliðnaður sannmælis í umræðu komandi ára. Eftir Ágúst Hafberg »Norðurál greiddi um 25 milljarða á Íslandi 2008 og skapaði a.m.k 1.500 störf Ágúst Hafberg Höfundur er verkfræðingur og rekstrar- hagfræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli. Eitt fyrirtæki – 25 milljarðar – 1500 störf BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.