Morgunblaðið - 11.02.2009, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.02.2009, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009 STAKSTEINAR eru ekki geð- þekkasta efni Morgunblaðsins og mæta því oft afgangi við daglegan lestur. Sunnudaginn 8. febrúar sá ég útundan mér að pistill dagsins var skráður samkvæmt stafsetn- ingarreglum Jónasar frá Hriflu frá árinu 1928 og freistaðist því til að lesa áfram. Fjallað var um frásögn Fréttablaðsins af því sérkennilega fyrirkomulagi að einn frétta- ljósmyndari Morgunblaðsins væri jafnframt starfsmaður lögregl- unnar. Fram hafði komið hjá Fréttablaðinu að Stefán Eiríksson lögreglustjóri hefði staðfest að um- ræddur ljósmyndari hefði um ára- bil starfað fyrir lögregluna og þegið greiðslur fyrir. Staksteinahöfundur kannast mætavel við þetta fyr- irkomulag en sér þó ekkert at- hugavert við það. Hann telur við- brögð keppinautarins byggjast á öfund og klykkir út með yfirlýsingu þess efnis að Morgunblaðið geti „því miður enga ábyrgð borið á því að aðrir fjölmiðlar skuli ekki hafa á að skipa fólki með jafngóð sambönd og starfsmenn Morgunblaðsins haf[i] aflað sér“. Af þessu tilefni virðist mér nauð- synlegt að brýna fyrir ritstjórn Morgunblaðsins ákveðin grund- vallaratriði, sem ég hélt í einfeldni minni að henni væru velljós. Dag- blöð, og aðrir fjölmiðlar, sem vilja rísa undir nafni, eru þjónar les- enda sinna og engra annarra. Þau varðveita fjöreggið, sem stundum er kallað fjórða valdið. Varðveisla þess getur því aðeins lánast að engin hagsmunatengsl séu á milli fréttamannsins og fréttaefnisins. Einu gildir hversu samviskusamur og réttsýnn ljósmyndarinn er; ef hann er í vinnu hjá þeim sem hann er að ljósmynda er óhugsandi að treysta hlutlægni hans við val á myndefni, sjónarhorni mynda og grisjun þeirra síðar. Jósef Pulitzer, eigandi dagblaðs- ins The World, sem eitt sinn var gefið út í New York, var mikill brautryðjandi nútímablaða- mennsku. Snemma á síðustu öld átti hann tal við kunningja sinn, mikils metinn dómara. Pulitzer spurði kunningjann hvað honum fyndist um The World. „Stórgott blað, en með einn galla,“ sagði hann og bætti síðan við: „það stendur aldrei með vinum sínum.“ Pulitzer brást hvatskeytslega við með orðum sem síðan urðu fleyg: „Blað má ekki eiga vini.“ Þetta er afstaða, sem metnaðarfullir blaða- menn hljóta að tileinka sér. Þorbjörn Broddason Að þjóna tveim herrum Höfundur er prófessor í félagsfræði. BJÖRN Bjarnason, alþingismaður, sendir mér tóninn í Morg- unblaðinu (10.02.09). Björn virðist hafa fengið síðbúna hug- ljómun. Allt í einu hef- ur það runnið upp fyrir honum að EES- samningurinn, sem samþykktur var á al- þingi 13. jan. 1993, fyrir sextán ár- um, sé orsök bankahrunsins í októ- ber árið 2008. Björn virðist hafa gleymt því að hann samþykkti sjálfur þennan þjóðarvoðasamning á alþingi með atkvæði sínu. Og ekki nóg með það. Í tímaritsgrein í Þjóðmálum, mál- gagni nýfrjálshyggjumanna í mars 2007, segist hann sjálfur hafa borið alla ábyrgð á því, sem formaður ut- anríkismálanefndar, að hafa keyrt EES-samninginn í gegnum þingið. Þar fór í verra. Hrun bankakerfisins árið 2008 er sumsé Birni Bjarnasyni að kenna, að hans eigin sögn! Vilji Björn með þessum málflutn- ingi skýra raunverulegar orsakir bankahrunsins út frá staðreyndum, verður því miður að taka viljann fyr- ir verkið. EES-samningurinn er eins og bögglað roð fyrir brjósti hans. Reyndar hefur afstaða Björns og þeirra sjálfstæðismanna til Evr- ópumála einkennst langa hríð af hringlandahætti og stefnuvingli svo að með ólíkindum er. Lítum á nokkrar staðreyndir: Flokkur á flótta  Sjálfstæðisflokkurinn var á móti EES-samningnum þegar hann var í stjórnarandstöðu (1988-91). Í stað- inn boðuðu þeir tvíhliða samning við Evrópusambandið um fisk. Eftir á viðurkenndu þeir að það hefði verið skrum, enda slíkur samningur ekki í boði.  Árið 1991 vildu sjálfstæðismenn það til vinna að kúvenda afstöðu sinni til EES-samningsins til þess að komast í ríkisstjórn. Flokkurinn forðaðist að vísu að láta brjóta á sér í málinu fyrir kosn- ingar 1991 og klofnaði svo í atkvæðagreiðslu um málið á þingi 1993, undir verkstjórn Björns.  Helstu rök sjálf- stæðismanna gegn að- ild Íslands að Evrópu- sambandinu (ESB) hafa hingað til verið þau að EES- samingurinn hafi reynst svo vel, að við þyrftum ekki að ganga í ESB. Nú er þessi mjög svo loflegi samningur allt í einu orðinn upphaf ógæfunnar. Skil- ur nokkur systemið í þessum gal- skap?  Í fjórtán ár héldu sjálfstæð- ismenn því fram að Íslendingar þyrftu ekki að ganga í ESB af því að þeir hefðu náð miklu betri árangri upp á eigin spýtur en bandalagið. Eftir að í ljós kom að þessi rómaði árangur var á sandi byggður (lífs- kjör fengin að láni) neyddist flokks- forystan til að hrekjast frá fyrir stefnu. Það var boðað til aukalands- fundar í skyndi til þess að endur- skoða stefnuna. Nú er búið að fresta þeim fundi.  Í fjórtán ár hefur þessi sjálfskip- aði forystuflokkur þjóðarinnar ekki getað gert upp hug sinn til stærsta viðfangsefnis samtímans. Og getur ekki enn. Það er þetta langvarandi pólitíska getuleysi sem skýrir aug- ljósa ákvarðanafælni flokksforyst- unnar. Hún er lömuð af ótta við klofning. Flokkur sem svona illa er fyrir komið er ófær um að veita öðr- um forystu. Það er mannlegt en ekki stór- mannlegt að reyna að varpa sök af sér yfir á aðra. Það á við um þá kenningu Björns Bjarnasonar að EES-samingurinn sé undirrót bankahrunsins sextán árum síðar. Sú kenning verður seint sönnuð fyr- ir dómi eins og leiða má í ljós með einföldu dæmi. Krosstré og önnur tré Það er haft fyrir satt að Halldór E. Sigurðsson, fv. samgöngu- málaráðherra, hafi á sínum tíma beitt sér fyrir byggingu Borg- arfjarðarbrúarinnar. Brúin þótti hin besta samgöngubót í héraði. Samt hafa því miður orðið þar alvarleg slys. Hefur það hvarflað að nokkr- um manni að draga Halldór E. Sig- urðsson, brúarsmið, til ábyrgðar fyrir það? Auðvitað ekki. Myndlíkingin skýrir sig sjálf. Það er hlutverk stjórnvalda (stjórnmála- manna) að byggja veginn (EES- samninginn í þessari samlíkingu). Það er hlutverk lögreglunnar (seðlabanka og fjármálaeftirlits) að annast umferðareftirlit. Það er á ábyrgð einstaklinganna (banka- stjóra útrásarinnar) að fara að um- ferðarreglum og forðast ofsa- og ölvunarakstur, sem stofnar lífi og limum annarra í hættu. Það er svo hlutverk lögreglunnar að stuðla að umferðaröryggi, t.d. með hraðatakmörkunum, og þegar allt um þrýtur að hafa hendur í hári þeirra, sem brjóta af sér. Lögreglan aflar síðan sannana fyrir umferð- arlagabrotum og kærir til dómstóla, sem beita refsingum lögum sam- kvæmt, þar með talið sviptingu öku- leyfis (bankaleyfis). Þetta ætti ekki að vefjast fyrir lögfræðingnum og dómsmálaráð- herranum að skilja. Eitt er að veita einstaklingum réttindi með ábyrgð. Annað mál er það þegar ein- staklingar svíkjast undan ábyrgð. En þá fer í verra þegar þeir sem eiga að framfylgja hinum almennu leikreglum og sjá til þess að eftir þeim verði farið, bregðast líka. Þá bregðast krosstré sem önnur tré. Það er þetta krosstré sem kallar sig Sjálfstæðisflokk sem í þessu dæmi hefur brugðist þjóðinni, neitar að viðurkenna sök sína og kennir svo öðrum um í þokkabót. Það er ekki stórmannlegt, Björn minn, a tarna. Jón Baldvin Hanni- balsson svarar grein Björns Bjarnasonar »Hrun bankakerf- isins árið 2008 er sumsé Birni Bjarna- syni að kenna, að hans eigin sögn! Jón Baldvin Hannibalsson Höfundur leiddi fyrir Íslands hönd samningana við Evrópusambandið um EES á árunum 1989-93. Að falla á sjálfs sín bragði MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina Íslenski markaðsdagurinn er löngu orðinn árviss viðburður í faglegu starfi markaðsfólks. Á ráð- stefnunni á Nordica Hotel 27. febrúar kynna innlendir og erlendir fyrirlesarar nýjustu strauma og stefnur í markaðs- og auglýsingamálum. Um kvöldið kemur síðan í ljós hverjir hljóta Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, sem veittur er í fjölmörgum flokkum til þeirra sem hafa skarað fram úr í auglýsinga- og markaðsstarfi 2008. Auglýsendur! Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Pöntunartími er fyrir kl. 16.00 fös. 20. febrúar. Blaðinu verður dreift með Morgunblaðinu og fylgir ráð- stefnugögnum á Íslenska markaðsdeginum. Íslenska markaðsdagsins – beint í mark Fáðu þér áskrift að Morgunblaðinu á mbl.is/askrift sem haldinn er 27. febrúar á Nordica Hotel Meðal efnis: • Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar • Viðtal við formann Ímark • Hvernig má bæta ímynd Íslands með markaðssetningu • Neytendur og auglýsingar • Nám í markaðsfræði • Góð ráð fyrir markaðsfólk • Tilnefningar til verðlauna – Hverjir keppa um Lúðurinn? • Viðtöl við fólkið á bak við tjöldin í bransanum • Árleg könnun Capacent meðal markaðsstjóra 360 stærstu fyrirtækja • Ásamt fullt af öðru spennandi efni 26. febrúar gefur Morgunblaðið út sérblað í tilefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.