Morgunblaðið - 11.02.2009, Qupperneq 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins.
Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð-
arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni.
Skoðanir fólksins
NÚ HAFA þau boð
borist frá viðskiptaráð-
herra að auglýsa skuli
bankastjórastöður í rík-
isbönkunum. Opin og
gagnsæ röksemdafærsla
fyrir þessari ákvörðun er
af skornum skammti.
Ekki er ljóst af hverju
talið er nauðsynlegt að
skipta um hesta í miðju fljóti og enn minna
er vitað um hvaða eiginleikum nýir hestar
þurfa að búa yfir. Þetta er því miður ekki
skynsamleg ákvörðun og alls ekki tímabær.
Betra væri að bíða þar til komið væri nær
landi og vötn lygnari. En hver eða hverjir
hafa tekið þessa ákvörðun og einmitt nú
rúmum 100 dögum eftir fall bankanna þegar
ringulreiðin og óvissan er sem mest?
Lítum ögn á 4 tilgátur í þessu sambandi.
1. Núverandi bankastjórar valda ekki
starfinu?
Núverandi bankastjórar hafa sofið á verð-
inum og valda ekki starfinu. Frekar ólíklegt
að það hendi alla þrjá í sömu vikunni. Hins
vegar fylgir engin stuðningsyfirlýsing frá
ráðherra til núverandi bankastjóra fyrir að
hafa staðið vakt á erfiðum tímum. Athygl-
isvert.
2. Nýir vendir sópa best?
Ríkisstjórnin er undir þrýstingi að fá nýtt
blóð inn í bankana. Nýja stjórnendur með
ferskar og áhrifaríkar hugmyndir. Nýja
óháða leiðtoga með þor, kjark og sjálfstæða
hugsun til að takast á við þau erfiðu verk-
efni sem eru framundan. Hér er markið sett
hátt og allt gert til að ráða hæfa leiðtoga.
Það geta flestir verið sammála um þetta
markmið en hvers vegna fylgdi þá engin slík
yfirlýsing með tilskipun ráðherra? Vand-
málið, hins vegar, við þessa tilgátu er tíma-
setningin. Endurskipulagningu og endur-
fjármögnun nýju bankanna er ekki lokið.
Jafnframt er óljóst hversu margir þeir verða
og hvert endanlegt eignarhald verður. Þá er
flokksskipað bankaráð Þrándur í götu. Nýir
bankastjórar verða ekki óháðari eða ópóli-
tískari en það bankaráð sem ræður þá. Þeir
munu ekki komast hjá að fá pólitískan
stimpil sem mun fæla frá hæfa umsækj-
endur. Það er því illskiljanlegt hvers vegna
hæfir og eftirsóknarverðir leiðtogar sem
margir hverjir eru í góðum stöðum vilji taka
þá persónulegu áhættu að sækja um þessar
stöður nú. Það má jafnvel ganga svo langt
að álykta að þeir sem geri það séu ívið of
fífldjarfir og skorti þroskaða dómgreind!
Nei, það er hvorki skynsamlegt né auðvelt
að fara að leita að nýjum hestum úti í miðju
stórfljóti. Það getur beinlínis verið stór-
hættulegt og dýrkeypt.
3. Flokksgæðinga sem bankastjóra strax?
Ríkisstjórnin þarf að koma flokksgæð-
ingum sínum í bankastjórastólana fyrir
kosningar. Stjórnmálaflokkarnir eru búnir að
skipta stöðunum upp á milli sín og hafa þeg-
ar ákveðið hverjir hljóta hnossin. Aðeins þarf
að fullnægja formsatriðinu um auglýsingu á
störfunum. Já, þetta gengur upp, tímasetn-
ingin passar og nú er tilskipunin þar sem að-
eins er talað um að auglýsa stöðurnar skilj-
anlegri. Eða hvað?
4. Ráðherra hljóp á sig?
Svo er að lokum séríslensk tilgáta um að
ráðherra hafi einfaldlega blaðrað um nýja
bankastjóra við fjölmiðla án þess að hafa
hugsað til enda hvaða afleiðingar það gæti
haft. Svo var ekki aftur snúið og bankaráð
kölluð fyrir og gefnar skipanir um að aug-
lýsa.
Hvað sem hæft er í ofangreindum tilgátum
verður ekki hjá því komist að sá grunnur
sem mannauðsstjórnun og val á leiðtogum
verður að byggja á er óháð, faglegt og ópóli-
tískt bankaráð. Þar er fyrsta skrefið að taka
upp stjórnarhætti samkvæmt alþjóðlegum
staðli og sjá svo um að reglum um óháða og
faglega stjórnarmenn sé framfylgt í verki.
Undirritaður skrifaði um þessa tillögu
strax eftir bankahrunið enda unnið að ýms-
um erlendum verkefnum tengdum stjórn-
arháttum fyrirtækja. Ef faglegir, sterkir og
óháðir aðilar, þar á meðal erlendir sérfræð-
ingar, hefðu verið skipaðir strax í bankaráðin
væri ekki verið að auglýsa bankastjórastöður
nú. Öflug og sjálfstæð bankaráð hefðu tekið
af skarið og stutt dyggilega við bakið á
starfsmönnum bankanna þannig að allir
gætu lagst á eitt við að bjarga fyrirtækjum
og einstaklingum í greiðsluerfiðleikum. Eitt
er víst að ef erlendir aðilar hefðu setið í
bankaráðunum og ráðherra hefði skipað að
auglýsa stöðurnar hefðu bankaráðin gefið
ráðherra góða viðspyrnu og fyrr hefðu er-
lendir stjórnarmenn sagt af sér en setið und-
ir illa grundaðri ráðherraskipun.
Þá má ekki gleyma að erlendir bankaráðs-
menn eru lykilatriðið í að endurreisa traust
og trúverðugleika íslenska bankakerfisins er-
lendis. Nauðsynlegt er að fá fyrsta flokks er-
lenda fagaðila sem erlendar fjármálastofn-
anir treysta. Íslenska vegabréfið er
gjaldfallið, þeim sem því veifa er hvorki
treyst til að fá að láni eða sýsla með sparifé
útlendinga. Þetta á ekki aðeins við um við-
skiptabankana heldur einnig Seðlabanka Ís-
lands.
Því miður virðast þau mistök að taka ekki
föstum tökum stjórnarhætti nýju bankanna
frá fyrsta degi ætla að verða fyrirtækjum og
einstaklingum landsins dýrkeypt. Rík-
isstjórnin hlustaði ekki á aðvaranir fyrir fall
bankanna og virðist lítið hafa lært, því enn
er ekki hlustað. Húsið brennur og rík-
isstjórnin auglýsir eftir nýjum húsverði! Já,
lengi getur vont versnað.
Andri Arinbjarnarson starfar við ráðgjöf.
Nýir bankastjórar – hvers er að vænta?
Því miður virðast þau
mistök að taka ekki föst-
um tökum stjórnarhætti
nýju bankanna frá fyrsta
degi ætla að verða fyrirtækjum og
einstaklingum landsins dýrkeypt.
Ríkisstjórnin hlustaði ekki á aðvar-
anir fyrir fall bankanna og virðist
lítið hafa lært...’
Ísland! farsælda frón
og hagsælda, hrímhvíta móðir!
Hvar er þín fornaldar frægð,
frelsið og manndáðin best?
Íslenska lýðveldið er aðeins 64
ára. Þegar ég byrjaði í barnaskóla
var lýðveldið 18 ára. Kennarinn
minn, Guðbjörg Jóhannsdóttir, var
stolt af þjóðerni sínu. Stofnun lýð-
veldisins var einn af stærstu viðburðum lífs hennar
og hún lagði mikla áherslu á að fræða nemendur
sína um sögu og menningu þjóðarinnar. Sjálfstæð-
isbaráttan var þar ofarlega á blaði sem og mál-
hreinsunarstefna Fjölnismanna. Nemendur Guð-
bjargar skynjuðu verðmæti sjálfstæðis eftir langa og
erfiða baráttu þjóðarinnar fyrir því.
Ég þekki mann, sem sprottinn er úr þessum jarð-
vegi og hélt tvítugur til háskólanáms í Bandaríkj-
unum. Hann var stoltur af þjóðerni sínu. Eftir að
hann hafði lokið námi komst hann að því að styrk-
urinn sem hann fékk til að greiða himinhá skóla-
gjöldin átti rætur að rekja til þess að Vilhjálmur
Stefánsson, landkönnuður, hafði starfað við skólann,
en látist og verið jarðsettur í þessum litla skólabæ
aðeins 13 árum áður en stúdentinn ungi kom þangað.
Orðstír Vilhjálms skóp ómetanlegt tækifæri unga
mannsins og fleiri Íslendinga til náms við einn af
virtustu háskólum Bandaríkjanna. Íslendingar nutu
virðingar og voru eftirsóttir, þóttu duglegir og sam-
viskusamir námsmenn. Góður orðstír opnar dyr og
veitir tækifæri. Mig grunar að nú sé erfitt að vera
íslenskur námsmaður í útlöndum. Spilling ráða- og
auðmanna þjóðarinnar hefur siglt þjóðarskútunni í
strand og eyðilagt mannorð þjóðarinnar. Hver tekur
Íslending alvarlega í dag? Við höfum ekki einu sinni
hugrekki til að koma þeim mönnum frá völdum sem
ábyrgðina bera. Meðan svo er eigum við ekki annað
skilið en að búa við spillinguna.
Skv. könnunum er tæpur helmingur íslensku þjóð-
arinnar hlynntur því að ganga í ESB. Sjálfstæðisþrá
Íslendinga hefur því dvínað verulega á einum
mannsaldri. Þjóðin er dálítið eins og Bjartur í Sum-
arhúsum nema hvað hann gafst ekki upp á því að
vera sjálfstæður maður. Ósvífnir og óheiðarlegir
valdsmenn og auðmenn skópu vandræði Bjarts og
sama gildir um Íslendinga nú. Bjartur átti þess kost
að hlaupa í fang þeirra á Útirauðsmýri og við teljum
okkur eiga þess kost að ganga í ESB. Rauðsmýr-
ingar hefðu þá eignast það litla sem Bjartur hafði
eignast eftir áralangan þrældóm og á sama hátt er
ég hræddur um að við fórnum auðlindum þjóð-
arinnar ef við göngum í ESB. Til hvers var þá barist
við forynjur landsins og gegn erlendum yfirráðum
um aldir?
Við erum eins og sært dýr við gin úlfsins. Í stað
þess að kveljast af ótta þá köstum við okkur í gin
úlfsins, í hitann og öryggið í maga hans! Og við mun-
um leysast upp í meltingarfærum hans!
Ekki verður talið borga sig að framleiða mat á Ís-
landi. Íslenskir bændur fá vinnu við að þurrka af í
sumarhöllum evrópskra auðmanna á Íslandi og
kannski geta þeir fengið að þrífa bílana þeirra líka.
Svo þarf að þjóna þeim til borðs í veiðihúsunum eftir
að þeir hafa veitt lax í veiðiánum íslensku sem þeir
munu eignast. Fremur kýs ég að borga sanngjarnt
verð fyrir heilnæman íslenskan mat en að fá ódýran
eiturúðaðan mat frá meginlandi Evrópu. Ég hef aldr-
ei skilið hvers vegna Samfylkingin sem telur sig vera
jafnaðarmannaflokk vill útrýma íslenskum bændum
þótt það þýði eitthvað lægra verð á matvælum.
ESB er ekki góðgerðarstofnun eins og vel sást í
Icesave-málinu. ESB tróð þar á rétti okkar til að
leita til dómstóla enda trúir ESB ekki á mannréttindi
nema þegar því hentar. Og Geir Haarde sem boru-
brattur sagði að við myndum ekki láta kúga okkur lét
svo sannarlega kúga sig og kom svo fram fyrir þjóð-
ina eins og laminn rakki. En hann virðist ekki ætla
að axla sína ábyrgð á ástandinu.
Í raun eru stórþjóðirnar í Evrópu búnar að svæla
undir sig margar af smærri þjóðum Evrópu og búa
til eins konar „fjórða ríkið“. Fjórða ríkið þarf sitt „le-
bensraum“ rétt eins og þriðja ríkið þurfti og það
beitir sínum aðferðum til þess að sölsa undir sig auð-
lindir á landi og í sjó þótt hefðbundnum hernaði sé
ekki beitt. Nei, nú beita menn lögmálum markaðs-
hyggjunnar til landvinninga. Þeir ásælast fiskimiðin
okkar, orkuauðlindirnar og önnur gæði. Vel má vera
að við séum svo illa stödd að okkur þyki affarasælast
að láta undan á þeirri forsendu að við verðum hvort
sem er kúguð til þess með viðskiptahindrunum og
öðru slíku ofbeldi. Ég mæli gegn slíkri uppgjöf.
Vissulega neyðumst við til að reisa efnahag landsins
úr rústum, en við eigum að gera það upprétt og
halda sjálfstæði okkar. Við þurfum nýtt óspillt blóð
og við skulum láta þá svara til saka sem sekir eru.
ESB mun ekki leysa okkar vanda og nýr gjaldmiðill
er annað mál. Látum ekki hugsunina um Urðarsel
Bjarts hræða okkur.
Skólabróðir minn, Einar Már Guðmundsson, rithöf-
undur, orðaði hugsun sína þannig. „Aumingja Jón
Sigurðsson í nepjunni niður á Austurvelli og Jónas
Hallgrímsson svo laglegur í frakkanum ….“
Er nokkuð kominn tími til að losa styttur þessara
ágætu manna af stalli sínum?
Og Jónas Hallgrímsson orti.
Ó, þér unglingafjöld
og Íslands fullorðnu synir!
Svona er feðranna frægð
fallin í gleymsku og dá!
Björn Guðmundsson er framhaldsskólakennari
Fjórða ríkið, ESB
GEIR Ágústsson verkfræðingur ritaði grein í Mbl.
24. jan. sl. Tvær fullyrðingar hans þykja mér orka tví-
mælis. Sú fyrri: „Afnám verðtryggingar. Í umhverfi
verðbólgu mun lögbann á verðtryggingu keyra allt
lánsfé og vexti upp sem nemur verðbólgunni, í hið
minnsta.“ Það er undarlegt að sjá fullyrðingu af þess-
um toga frá frjálshyggjumanni. Greinilegt er að hann
hefur ekki mikla trú á markaðslögmálinu, lögmálinu
um að framboð og eftirspurn leitist við að finna sér
jafnvægi. Peningar eru söluvara eins og kaffi, mjólk
og sykur. Þeir sem eiga fjármagn umfram eigin þarfir þ.e. peninga vilja
að sjálfsögðu láta þá vinna fyrir sér, afla tekna (vaxta). Ef þeir verð-
leggja söluvöruna of hátt myndast engin eftirspurn og þeir munu draga
úr kröfum sínum. Þeir sem ekki eiga fjármagn þ.e. peninga verða að
vega og meta hagræðið eða þörfina á lántökum og mega umfram allt
ekki skuldsetja sig umfram greiðslugetu. Áætlanagerð er vitavonlaus í
hinu tvöfalda vaxtaokri með grunnvexti auk verðtryggingar.
Samkeppni er að sjálfsögðu lykillinn að eðlilegri og sjálfvirkri stjórn-
un. Markaðsvexti hafa flest vestræn ríki stuðst við með þokkalega góð-
um árangri. Verðtrygging hagar sér um margt eins og snákur sem bít-
ur í halann á sjálfum sér og nærist og dafnar af því einu. Það undarlega
er að hann stækkar í sífellu.
Hin fullyrðingin „Aukin reglugerðabyrði: Því hefur verið haldið fram
að eina regluþyngstu atvinnugrein Íslands, fjármálageirann, hafi skort
eftirlit og reglur og að það sé ástæða bankahrunsins. Hið rétta er að
vegna hinna íþyngjandi reglugerða var samkeppni heft og þá aðila sem
voru á markaði vantaði því markaðsaðhald, sem auk ríkis- og seðla-
bankaábyrgðar á nær öllum skuldbindingum leiddi til óábyrgrar og
áhættusækinnar hegðunar.“
Það er röng ályktun að gera því skóna að skortur á samkeppni stafi
af íþyngjandi reglugerðum. Uppbygging og strúktúr fjármálakerfisins
er að stórum hluta miðstýrt sósíalískt fyrirbæri. Fyrir það fyrsta: Hefð-
bundin innlán/útlán með verðtryggingu sem byggist á opinberum út-
reikningum Hagstofu Íslands á vísitölum samrýmast engan veginn
markaðshugsuninni. Í annan stað er greiðslumiðlunarkerfið með debet/
kredit miðstýrt sósíalískt fyrirbæri, þar sem kaupmenn sjá um nið-
urgreiðslurnar. Endastöð miðstýringarinnar er þá Reiknistofa bank-
anna í eigu allra banka og sparisjóða auk Seðlabanka Íslands. Í þriðja
lagi eru seðilgjöld ýmiskonar á mjög gráu svæði svo varlega sé tekið til
orða. Undarlegt þykir mér að staðlað ákvæði í samningum milli fjár-
málafyrirtækja annars vegar og skuldara hins vegar skuli halda.
Ákvæði þetta er eins og fyrr sagði staðlað og nákvæmlega eins hjá öll-
um bönkum og öllum sparisjóðum. Ákvæði þetta heimilar að því er virð-
ist fjármálafyrirtækjum að innheimta tilkynningar- og greiðslugjald
þrátt fyrir texta kröfuréttarins. Var einhver að tala um samstilltar að-
gerðir og samráð?
Ég hef haldið því fram í fyrri blaðagreinum að brot fjármálakerfisins
á samkeppnislögum hafi verið þau stærstu, mestu og alvarlegustu í við-
skiptaheiminum. Samkeppnin er harður húsbóndi. Það er trú mín að
banka- og fjármálakerfið hefði orðið hófstilltara ef það hefði verið
markaðsvætt. Ábyrgð Samkeppniseftirlitsins er mikil. Ég vil horfa til
framtíðar og mælist til þess að hið miðstýrða fjármálakerfi verði brotið
upp og komið á heiðarlegri samkeppni sem gæti þá smitað út frá sér í
aðrar greinar atvinnulífsins.
Kreppuhagfræði 101
Sigurður Lárusson kaupmaður.