Morgunblaðið - 11.02.2009, Side 25
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
ÞJÓÐFÉLAG okkar stendur á miklum tímamótum. Það
ríkir vonleysi, ótti og reiði sem fær útrás í þeirri miklu öldu
mótmæla sem dunið hefur yfir samfélagið. Þjóðin er reið,
það hefur verið gengið á rétt okkar og við viljum breytingar.
Búddískar kenningar segja að þær kringumstæður sem
ríkja í samfélaginu og landinu séu endurspeglun á hugarfari
fólksins. Máttur hugans er takmarkalaus: Það er hugurinn
sem skapar umhverfið. Ef við lítum til baka þá hafa und-
anfarin tíu til fimmtán ár einkennst af gegndarlausri
græðgi, peninga- og neysluhyggju. Fjárhagsleg arðsemi og
takmarkalaus gróðahyggja var sett ofar öllu. Manngildi og jöfnuður gleymd-
ust á þessum tímum ofurlauna og útrásar. Mörg okkar kvörtuðu í hálfum
hljóðum þegar bankamenn fengu hundruð milljóna í arðgreiðslur ofan á
mánaðarleg ofurlaun og við spurðum okkur, hvað er svona merkilegt við
vinnuna þeirra? Er ég, sem er að kenna ungmennum landsins, hjúkra þeim
sjúku eða gæta barnanna, á einhvern hátt ómerkilegri eða framlag mitt til
samfélagsins minna virði? Ég sem rétt skrimti í þessu mikla góðæri á smán-
arlaunum. En raddirnar voru hjáróma og þaggaðar niður af valdamönnum
sem útskýrðu mikilvægi þessara stóru og miklu peningamanna.
Þegar einstaklingar samfélagsins eru ekki lengur metnir að verðleikum
heldur eftir auðsöfnun þeirra og fjárhagslegu umfangi þá er samfélagið
sjúkt. Þá eru hugir fólksins sjúkir. Afleiðingin var hrun hagkerfisins með
þeirri gríðarlegu þjáningu sem það hefur haft í för með sér fyrir fólkið í land-
inu. Reiði er það ástand sem nú endurspeglast í þjóðfélaginu. Þessi reiði er
réttlát og eðlileg afleiðing af því sem á undan er gengið. Reiðin er lífsástand
sem felur í sér mikla orku og knýr fólk áfram til framkvæmda. Reiðin getur
því orðið sá drifkraftur umbreytinga sem fólkið í þessu landi þráir. Hins veg-
ar hefur reiðin aðra birtingarmynd. Hún getur einnig snúist upp í neikvæðni
og niðurrif eins og gerðist aðfaranótt 22. janúar þegar hópur fólks réðst með
grjótkasti á lögreglumenn sem voru að sinna sínum skyldustörfum. Það var
skammarblettur sem vonandi mun aldrei endurtaka sig á Íslandi, því ofbeldi
er ekkert annað en ósigur mannsandans.
„Við viljum byltingu“ heyrði ég nokkur ungmenni hrópa í þessum mót-
mælum. Hvað þýðir bylting? Í gegnum söguna hafa ýmsar byltingar verið
gerðar á stjórnarfari og þjóðfélögum. Því miður er það nú svo að flestar bylt-
ingar hafa endað þannig að það eina sem breyttist var að nýir herrar settust
við stjórnvölinn. Ef við viljum sjá raunverulega umbreytingu í okkar þjóð-
félagi þá verður að eiga sér stað bylting hugarfarsins.
Hinn mikli friðarsinni og heimspekingur Daisaku Ikeda kallar slíka um-
breytingu „mannúðarbyltingu“. Hann segir: „Stórfengleg innri umbreyting á
einum einstaklingi mun eiga þátt í að breyta örlögum þjóðar og mun enn
fremur breyta örlögum mannkynsins.“ Þegar einstaklingur ákveður að gera
jákvæðar breytingar í lífi sínu mun það hafa í för með sér breytingar á um-
hverfi hans. Þetta kraftmikla ferli sköpunar og uppbyggingar frá ótta til ör-
yggis, frá niðurrifi til sköpunar, frá hatri og reiði til umhyggju og sam-
kenndar hefur í för með sér endurnýjun samfélagsins.
Við sem byggjum þetta land getum umbreytt þeim gildum sem þjóðfélagið
byggir á. Með því að breyta okkar hugarfari. Við getum breytt þessu þjóð-
félagi í mannvænt samfélag þar sem manngildin eru metin að verðleikum og
þar sem réttlæti og jöfnuður þegnanna er álitinn sjálfsagður. Við getum öll
lifað mannsæmandi og góðu lífi á þessu gjöfula landi. Þetta getur þó aðeins
gerst ef þjóðin hefur skýra mannúðarheimspeki til að lifa eftir. Heimspeki
þar sem lífið sjálft er metið það dýrmætasta og allir þjóðfélagsþegnar sitja
við sama borð og hafa rétt á að lifa hamingjusömu mannvænu lífi. Sönn bylt-
ing hefst í hjarta einnar manneskju og breiðist þannig út til samfélagsins.
Mannúðarbylting
Eygló Jónsdóttir er formaður SGI á Íslandi,
friðar- og mannúðarsamtaka búddista.
EIN af grundvallarreglum réttláts samfélags er að við
samninga skuli standa. Í ljósi þeirra ótrúlegu atburða sem
gerst hafa í íslensku efnahagskerfi og þeirra miklu áhrifa
sem þeir hafa á fólk og fyrirtæki hefur að undanförnu borið
á léttúðugum vangaveltum um gjaldþrot. Afleiðingar gjald-
þrots eru bæði alvarlegar og varanlegar. Sá sem lendir í
gjaldþroti er um langan tíma og jafnvel ævilangt merktur
þeim atburði og það takmarkar verulega möguleika við-
komandi til að skapa sér og sínum lífsviðurværi. Það eru
gróusögur að gjaldþrota einstaklingar geti beitt hókus pó-
kus-brögðum, sloppið frá ábyrgð sinni eftir tiltölulega skamman tíma og haldið
síðan áfram eins og ekkert hafi í skorist. Reynslan er þvert á móti sú að ógæfa
á borð við gjaldþrot dregur verulega úr möguleikum fólks til eðlilegs lífs.
Í 165. grein laga um gjaldþrotaskipti nr. 21 frá 1991 er orðrétt sagt: „Þrota-
maðurinn ber ábyrgð á skuldum sínum sem fást ekki greiddar við gjald-
þrotaskiptin.“ Skv. lögum um fyrningu kröfuréttinda nr. 150 frá 2007 er meg-
inreglan sú að kröfur fyrnast á fjórum árum. Aftur á móti fyrnast allar kröfur
sem byggjast á einhvers konar tryggingu á 10 árum, t.d. húsnæðislán, greiðslu-
kortaskuldir, skuldabréfalán o.fl. Auk þess geta kröfuhafar rofið og endurnýjað
fyrningarfrestinn ef þeim sýnist svo. Af þessu leiðir að skuldari sem lendir í
gjaldþroti getur átt von á því að vera eltur allt sitt líf.
Í lögunum er einnig tekið sérstaklega á þeim möguleika einstaklinga að
stinga eignum undan, áður en til gjaldþrots kemur. Í 10. kafla laganna er kveð-
ið á um að rifta megi samningum sem gerðir hafa verið allt að sex mánuðum áð-
ur en gjaldþrotabeiðnin var lögð fram. Ef um nákominn aðila er að ræða, t.d.
maka, foreldri eða systkini, lengist þessi frestur í 24 mánuði. Þær sögur sem
heyrst hafa, að hægt sé að skrifa eignir á nafn makans og komast af með lítils-
háttar óþægindi sem lýkur eftir fjögur ár, eru því rangar. Hægt er að elta ein-
staklinga endalaust á grundvelli laganna.
Í fyrrnefndum lögum er sérstakur kafli um nauðasamninga. Þar er gefinn
kostur á að setjast niður með formlegum hætti og ræða við kröfuhafana og ná
samkomulagi um framhaldið. Þetta er leiðin sem reyna á, því þá lýkur málinu
að fullu og öllu leyti enda sé skuldari tilbúinn að gera það sem hann getur til að
greiða skuldir sínar, án þess þó að festa sig í þrældómi til langframa.
Kröfuhafar verða líka að sýna lipurð og þroska með því að laga kröfur sínar
að möguleikum skuldarans. Með þessari leið mætast menn augliti til auglitis og
útkljá ágreiningsefni sín á heiðarlegan hátt og standa við það grundvallaratriði
að við samninga skuli standa.
Það má hafa mörg orð um orsakir og afleiðingar þess ástands sem nú ríkir í
íslensku samfélagi. Ef við ætlum að reyna að byggja upp verðum við að halda
grundvallarreglurnar. Jafnvel þótt okkur sé mörgum innanbrjósts eins og höf-
undi kröfuspjaldsins sem á var letrað „helvítis fokking fokk“.
Ingvar Guðmundsson rekur DYR ehf.
sem er fjármálaráðgjöf og fasteignasala.
Gjaldþrot er mjög alvarlegt mál
EIN aðalforsenda réttarríkisins er,
að sérhver er saklaus þar til sekt
hans er sönnuð. Þegar saklaus þjóð
situr undir hryðjuverka- og neyð-
arlögum með skuldir vegna fjár-
glæfra örfárra, jafngildir það stríði.
Þá fellur sannleikurinn oft fyrst. Þá
er oft erfitt að sanna sekt eða sak-
leysi. Því segi ég við fjárglæfrafólkið:
Sannið sakleysi ykkar! Leggið spilin á
borðið vafningalaust! Aðrir eru saklausir nema sekt
þeirra verði sönnuð.
Aðalatriðið nú er: Hvar eru milljarðarnir, sem sog-
uðust í gegnum kerfi vafninga, inn í vafurlogana?
Brunnu þeir? Nei! Kerfið sogaði raunveruleg verðmæti
úr fyrirtækjum, sem framleiddu afurðir og skópu at-
vinnu. Fyrirtækjum sem voru höggvin í spað. Kerfi sem
sogaði líka til sín sparifé fólks. Margir missaklausir
urðu meðvirkar hjálpartíkur. En pappírslán bankanna,
sem knúðu gangverkið og fjármögnuðu spilaborgina
sem nú er hrunin, sitja eftir. Skuldir þjóðarinnar. En
hvert fór raunvirðið? Suður um höfin?
Ég ákæri ekki þá sem skópu þetta kerfi nýfrjáls-
hyggjunnar, heldur þá sem nýttu sér svigrúmið í gróða-
fíkn sinni og græðgi. Ekki þá sem trúðu á ósýnilega
hönd sem héldi markaðnum í skorðum. Vegna þess að
ég trúi sjálfur á opinn markað. Trúi á öfl sem skapa byr
undir vængi, svo siglt verði beitivind. Ekki á þau sem
valda fellibyljum. Vil ekki heldur vera í sporum vikapilts
galdrakarlsins, sem gat sett galdurinn í gang en ekki
stöðvað þá ævintýri var úti. Held til haga hvor höndin
er hagari (hægri) og hvor er vænni (vinstri). Ég vil
ramma. Því að með lögum skal land byggja. Lög, reglur
og eftirlit er sett á siðblinda heiðarlegum til verndar.
Þetta verður heimurinn að skilja nú. Ákæri ekki þá sem
stóðu vörðinn, en sváfu. Þjóðin svaf reyndar líka, en í
þeirri fölsku trú að hún væri undir vökulum augum. En
örfáir voru þá þegar komnir á kreik fyrir allar aldir.
Síðan vaknaði þjóðin við illan draum. Rán hafði verið
framið. Þetta er eins og í leikriti Daríó Fó: Þjófum, líki
og fölum konum. Persónur er óþarft að kynna. En Gift,
sem hljómar eins og eitur nöðrunnar eða ormsins, er
einn bautasteina þeirra. Sá sem lék amlóðann og þjófinn
var sannari en nokkurn grunaði þá. Fyrir skömmu ætl-
aði fyrrum aðstoðarmaður þessa liðs að bjóða sig fram,
sem formann líksins. Nýr belgur um gamalt vín var
kjörið. Mér sýnast umbúðirnar þó svipaðar. En tappinn
er nýr. Það nægir góðum bragðlauki að þefa af honum
og dæma innihaldið. Mysu maðksins? Fyrir rúmu einu
ári munaði mjóu að Fjallkonan sjálf lenti undir gróðap-
ungum. Þjóðin slapp þá með skrekkinn, en situr nú tóm-
hent á götunni, með fiskimið veðsett niður á hafsbotn og
jökullón/-lán upp í háls. En hvað gengur eiginlega á í
samfélaginu nú? Halda útrásarvíkingar um kverkar
ráðamanna og hóta að draga þá og þeirra með sér niður
í gröfina verði víkinga ekki viljinn? Er í gangi þöggun
hinna viðskiptalegu sifjaspella, meðvirkni, fjárkúgun
eða mútur? Nú verða menn að sanna sig. En þeim sem
þegar hafa afhjúpað sig duga engin jólaguðspjöll lengur.
Við lifum á fornri frægð skráðri með blóðslóð á skinni.
En nú fer um mig hrollur, því að hetjuljóminn stafar af
ræningjum víkingaaldar. Þögli farmaðurinn og hagi
handverksmaðurinn sem skópu auðinn stóðu ekki í
stafni við strandhögg með silfurrekið spjót í hendi.
Heldur garpurinn í liði Ólafs digra á keltneskum strönd
skrýddur biskupskápu eða sá með atgeir, líkum um-
turnuðum róðukrossi. Nú hvalskutli? Kannski er það
engin furða, að herra Brúnki setti hryðjuverkalög á af-
komendur slíkra víkinga. Var hann í viðbragðsstöðu?
En Brúnki fór offari, því að hann skellti skuldinni á
herðar saklausra afkomenda keltneskra kvenna. Eig-
inlega á eigin kynþátt. Vorn keltneska kvenlegg. Rætur
íslenskrar menningar. Ég ákæri þann sem æpir í þess-
um ragnarökum, grípið þjófinn, grípið þjófinn. Hlýði
ekki kallinu og elti þann sem er að missa af sporvagn-
inum, eins og torgið gerir. Elti frekar þann sem galar,
skilur eftir sig sporin í öskufalli brunans og fer í hina
áttina með milljarðana. Eltum hann strax, því að það
fennir skjótt í sporin! En ákæri ekki manninn með hatt-
inn, forsöngvarann sem hrópar: berðu ábyrgð, segðu af
þér. Krefst þess ekki að hann eti hatt sinn, belti né axla-
bönd, því að hann þarf á þessu öllu að halda. Sjónhverf-
ingamanninn sem beinir athyglinni að öðru en aðalatrið-
inu. Þessum póstmóderníska sýndarveruleika. Herr
Munchhausen á nið mánans.
Heilbrigður maður hefur efni á því að hafa skottu-
lækni eða láta bóna á sér rass og ristil. En verði hann
sjúkur þarf að finna alvöru lækni. Lækni sem reynir
ekki að lækna sjálfan sig eða sína. Þegar þjóðarlíkaminn
er sjúkur duga ekki heldur skottulækningar niftræð-
isins
Síðustu vikur hefur torgið, alþýðusleifarlagið barið
rúður, potta og pönnur. Kveikt elda og spælt egg á
veggjum. Vill nýtt fley og föruneyti. En vilji menn
áfram
vera leiksoppar sannast orð Valgarðs Egilssonar
læknis, skálds og vinar, í upphafi kreppunnar: „Nú þarf
Ísland nýja þjóð.“
Ég ákæri
Sigurður V. Sigurjónsson læknir.
ÞÓTT við sitjum hér úti á hjara
veraldar í henni Ameríku hefir ekki
verið neinn vandi að fá fréttir af
hinum ógnvænlegu efnahagshremm-
ingum, sem hrist hafa og skekið
þjóðfélagið litla í brennidepli heims-
ins á ísa köldu landi. Öll heims-
byggðin hefir fylgst með því, þá er
Íslendingar steyptu sér fyrstir
þjóða á bólakaf í ólgusjó heims-
kreppunnar.
Áður en lengra verður haldið verð ég að greina frá
gagnrýni, sem borist hefir vegna sumra skrifa minna á
fyrra ári. Meðal þeirra, sem frá sér létu heyra, var
maður, sem ég met mikils, en í tölvupósti sagði hann
meðal annars: „… finnst fólki hann (þ.e. ég) gera frek-
ar lítið úr okkur, eins og við höfum skriðið fyrir út-
lendingum og að íslenzkt kvenfólk sé lauslátt umfram
annað kvenfólk. Þessi húmor fellur ekki í kramið hér.“
Ég hefi alltaf vitað, að landsmenn eru viðkvæmir fyrir
gríni og gagnrýni á land og þjóð, sér í lagi ef slíkt
kemur frá útlöndum. Ef ég hefi sært viðkvæmar til-
finningar einhverra þykir mér það leitt. Ekki get ég
verið minni maður en forseti og forsætisráðherra, sem
í áramótaávörpum sínum báðu þjóðina fyrirgefningar
á meintum mistökum og lofuðu bót og betrun. Ég
slæst í hóp með þeim og tek undir þeirra afsökunar-
orð.
Þegar skráð verður saga Íslands síðustu 10 ára
verður fróðlegt að sjá, hver verður hlutur þeirra ungu
manna, sem kenndir eru við útrás og ofurauð. Eftir
lestur prýðilegrar bókar Guðmundar Magnússonar,
„Nýja Ísland – listin að týna sjálfum sér“, finnst mér
næstum, að landið hafi verið hernumið af þessum vík-
ingum. Þeir lögðu undir sig verzlun, bankastarfsemi,
fjölmiðla og flest annað, sem máli skiptir. Og þeir
sögðu við landsins lýð svipað og kúrekinn í Hvíta hús-
inu sagði eftir innrásina í Írak: „Annaðhvort eruð þið
með okkur eða á móti okkur.“
Og langflestir ákváðu að ganga þeim á hönd og
fengu í staðinn góða umbun. Maður verður jú að reyna
að vera á bandi þeirra, sem hernema mann. Það gerð-
um við í seinni heimsstyrjöldinni og högnuðumst vel
af. Þetta nýja hernám var gott og setuliðið var indælt.
Auðvitað voru einhverjir púkar, sem ekki vildu vera
með í hernámsleiknum og gerðu ekkert nema koma
með illspár og gagnrýni. Enginn hlutstaði á þá.
Ekki bara ljómuðu víkingarnir heima fyrir, heldur
hözluðu þeir sér völl í útlöndum og unnu þar fjölmörg
afrek. Fréttir af þeim fylltu fjölmiðlana og landsmenn
sperrtu út brjóstkassana og ætluðu að springa af
stolti. Hrakspár í sumum nágrannaþjóðum voru túlk-
aðar sem öfund og illgirni, og fólkið stóð með sínum
útrásarhetjum. Athafnir þeirra, jafnvel í fjarlægum
löndum, pössuðu líka í kramið hjá ýmsum for-
ystumönnum landsins, sem vildu útbreiða menningu,
varmaborunarverksvit og sérstöðu Íslands út um
heimskringluna. Styrmir Gunnarsson minnist á þetta í
nýlegu bloggi og kallar þessa útþenslu hluta af stór-
veldaleik smáþjóðar. Sumum virtist stundum, að nýju
auðmennirnir, með fyrirtækjaflækjur sínar í eft-
irdragi, væru orðnir valdameiri en Alþingi og kjörnir
stjórnendur landsins.
En svo fór allt til skrattans. Ef keppt væri í banka-
hruni á Ólympíuleikum myndi Ísland örugglega fá
gullpeninginn. Bankastjórarnir, sem þó stýrðu ferð-
inni, fengju ekki sjálfir gull, en héldu alla vega öllum
sínum venjulegu peningum, hvar svo sem þeir hafa nú
komið þeim fyrir. Stríðið var tapað og óvinirnir tóku
aftur mest af því, sem útrásarmenn okkar höfðu lagt
undir sig í nágrannalöndunum. Þeir, svo og flestir Ís-
landsmenn, þótt blásaklausir væru, urðu nú næsta
óvelkomnir og illa séðir hjá útlenzkum. Nú fjölgaði
þeim mikið, sem sögðust alltaf hafa verið á móti her-
námsliðinu. Hrópuðu þeir nú allir í kór: „Sagði ég
ekki?!“
Velt hefi ég fyrir mér, hvort eitthvað gott hafi kom-
ið út úr þessu hruni fyrir fólkið í landinu. Víst er um
það, að Ísland er nú betur þekkt í útlöndum en nokkru
sinni fyrr. Fólki fannst spennandi að lesa um það,
hvernig þessi litla þjóð fór frá því að vera ein ríkasta
þjóðin í heimi í eina af þeim fátækustu, og líka úr
þeirri hamingjusömustu í að vera ein sú daprasta. Og
að þetta skyldi geta gerst á fáeinum dögum. Á síðustu
áratugum hefir ríkisvaldið eytt svimandi upphæðum í
kynningarstarf um heim allan. Utanríkisþjónustan,
ferðamálasamtök og flugfélög hafa unnið hörðum
höndum að því að auglýsa Ísland. Nú getum við spar-
að okkur þá aura, því allir vita hverjir Íslendingar eru
og hvar þeir búa í heiminum.
En landinn á eftir að rétta úr kútnum fljótar en
margir halda. Og nú verða nýjar áherzlur: Fiskur í
stað fésýslu, heimilishyggja í stað hnattvæðingar, iðn-
aður í stað yfirdráttar, bændur í stað bankamanna,
gæzka í stað græðgi. Og fyrst landið og fólkið er orðið
illa séð í útlandinu hvort sem er, þá er ekkert í vegi
fyrir því að hefja hvalveiðar að fullu. Vinur minn
Kristján Loftsson er búinn að selja hvalkjötsbirgð-
irnar í Japan svo nú vantar meira. Við þurfum ekki að
hafa þungar áhyggjur af því þótt mótmæli berist frá
Bretlandi og Bandaríkjunum og jafnvel Óöryggisráði
Sundurlyndu þjóðanna. Við gefum þeim bara öllum
langt nef.
Gull í bankahruni
Þórir S. Gröndal er fyrrverandi fisksali í Flórída.
iceflo9@bellsouth.net