Morgunblaðið - 11.02.2009, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.02.2009, Qupperneq 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009 Takk afi. Takk fyrir að sýna mér hvernig maður smíðar bát úr gömlum olíubrúsa. Takk fyrir að steikja handa mér ýsu með appelsínum, já einfaldleik- inn alltaf bestur. Takk fyrir að leyfa mér að keyra rauðu súkkuna á leiðinni út á rusla- hauga, löngu áður en ég fékk bílpróf „svona, gefð’onum inn drengur“! Takk fyrir að kenna mér að meta hvað það er gott að leggja sig eftir hádegismatinn. Takk fyrir að skamma mig ekki þegar við Hugi frændi duttum í’ða í fyrsta sinn í Valhöll. Takk fyrir að hlæja ekki að mér þegar ég datt í sjóinn á Eskifirði. Takk fyrir fara með mig á ára- bátnum hans Valda út á fjörð. Takk fyrir alla fimmhundruðkall- ana sem þú gaukaðir að mér og sagðir mér að kaupa nammi fyrir. Takk fyrir að eiga hús við sjóinn, þá gat ég leikið mér í fjörunni þegar við komum í heimsókn og séð mar- flær, hrúðurkarla og kuðunga í fyrsta sinn. Takk fyrir að vera besti afi í heimi. Takk afi. Þinn Axel. Það er góðlegur lítill karl með hatt, í skyrtu með bindi og með vasaklútinn upp úr rassvasanum sem stendur fyrir utan og bankar. Ég hleyp til dyra en á leiðinni heyri ég að hann ræskir sig hátt og snögglega. Ég fatta strax hver þetta er, opna dyrnar og sé að þarna er afi kominn í heimsókn. Ég faðma hann að mér og býð hann velkominn með kossi. Hann hafði keyrt neðan af Eskifirði á „Kubbnum“, litla rauða bílnum sínum og ætlaði að kíkja í kaffi. Hann kemur inn, tekur af sér hattinn, heilsar hinu heimilisfólkinu og spjallar stutta stund. Fljótlega sest hann niður, slær pontunni í borðið, skellir tóbaki á handarbakið og sýgur snögglega upp í nefið. Að því búnu fer hann að segja sprettur og spjalla yfir kaffisopanum. Hlátrasköllin óma um húsið og hugur minn fer á flug. Ég velti því fyrir mér hvers vegna afi sé bara með níu fingur. Ég ákveð þess vegna að spyrja hann og því var auðsvarað. Eftir að hafa snýtt sér duglega segir hann mér frá því þeg- ar indíáni í Ameríku skaut puttann af með ör. Þetta fannst mér svaka- lega merkilegt og sagði að sjálf- sögðu öllum vinum mínum frá því og ekki voru þeir síður hrifnir. Ég var ákaflega stoltur því ég átti sko flott- asta afann! Svona man ég eftir honum afa. Hann var alltaf að spauga og gera grín, taka í nefið og snýta sér fast, ræskja sig og spjalla eða gefa manni eitthvað gott. Þær eru líka óteljandi skemmtisögurnar af honum þar sem hann bregður á leik og oft við ótrú- legustu aðstæður. Mér er sérstak- lega minnisstæð saga sem ég hef stundum sagt af því þegar hann var í heimsókn hjá okkur á Otrateign- um. Einn daginn varð afi uppi- Halldór Friðriksson ✝ Halldór Frið-riksson fæddist á Eskifirði 5. nóvember 1918. Hann lést á dvalarheimilinu Hulduhlíð 7. janúar síðastliðinn og var út- för hans gerð frá Eskifjarðarkirkju 17. janúar. skroppa með neftóbak en vissi ekki hvar næstu búð var að finna. Hann var ekki að tvínóna við hlutina heldur vatt sér út á tröppur, sá þar ungan dreng ganga framhjá og kallaði í hann: „Heyrðu strákur, hlauptu nú út í búð fyrir mig og kauptu neftóbak handa mér.“ Strákurinn þorði auð- vitað ekki annað en skjótast út í búð fyrir þann gamla og kom stuttu seinna með fulla dollu af neftóbaki til hans. Þarna sýndi afi og sannaði hvað hann var ófeiminn og kunni að bjarga sér. Þó að afi safnaði ekki miklum efn- islegum auði og hafi kvatt þennan heim jafnfjáður og þegar hann kom inn í hann safnaði hann þeim auði sem er verðmætastur. Afi öðlaðist virðingu, vináttu og aðdáun annarra og raunar allra sem til hans þekktu. Ég sá þetta mjög vel í níræðisaf- mælinu hans í nóvember síðastliðn- um þegar fjöldinn allur af vinum og ættingjum hvaðanæva af landinu heimsótti höfðingjann. Allir höfðu eitthvað fallegt að segja um afa og lofuðu manngæsku hans og dugnað í hástert. Það hefur verið mér sannur heið- ur að fá að fylgja afa síðasta spölinn í gegnum lífið þessi tuttugu ár sem við höfum átt saman. Það hafa líka verið algjör forréttindi að hafa kynnst honum og fengið að njóta samverustunda og alls þess góða sem hann var gæddur. Ég tel mig vera betri mann fyrir vikið og nýt þess á hverjum degi. Afi var mín fyrirmynd. Takk fyrir allt, elsku afi minn. Þinn afastrákur Stefán. Góður bróðir og mágur er látinn eftir langa og farsæla ævi. Hann var maður sem setti mikinn svip á um- hverfi sitt bæði í orði og ekki síður af verkum sínum, sem voru margs konar. Við Lalli vorum kornung þegar við kynntumst, en trúlofunarveislan var haldin á heimili Halldórs bróður hans og Dúddu hinn 21. september 1948 á fæðingardegi móður þeirra systkina, Elínborgar sem þá var lát- in. Þegar við giftum okkur árið 1952 var Halldór svaramaður okkar ásamt föður sínum. Halldór var mikill fjölskyldumaður. Fyrir utan sína nánustu fjölskyldu hafði hann yfirsýn yfir fjölskyldur systkina sinna, fylgdist með gleði og sorgum þeirra og lét sér ekkert óviðkom- andi sem snerti hans fólk. Þetta varð til þess að ef okkur langaði til að frétta af stórfjölskyldunni hringdi maður til Halldórs og fékk svör við því sem um var spurt. Minni hans hélst allt til hinstu stundar og hann var svo lánsamur að halda reisn sinni til dauðadags. Ég treysti mér ekki til að lýsa öll- um þeim mannkostum sem honum voru gefnir. Í hjarta hans voru margar vistarverur. Góðvild og hjálpsemi voru áberandi í fari hans og áreiðanlega eru margir sem fengu að njóta þess. Hann var hreinlyndur og sagði meiningu sína þegar því var að skipta. Að leiðarlokum viljum við þakka Halldóri samfylgdina í öruggri vissu um það að hann á góða heimkomu með öðrum ástvinum sem farnir eru á undan honum. Við hjónin þökkum Guði fyrir að hafa átt hann að. Hans mun lengi verða minnst í fjölskyldu okkar. Börnum hans, tengdabörnum og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðjur. Við and- lát Halldórs Friðrikssonar verðum við öll svo miklu fátækari. Guð geymi hann. Jóhanna og Þorlákur á Skorrastað. Lífsbók Halldórs bróður míns Friðrikssonar hefur verið lokað. Hann átti að baki langa lífsgöngu og farsæld góða í farangri sínum. Þreyttum og þjáðum getur dauðinn fært líknsama fró og vissulega átti það við Halldór, en það var líka staðið meðan stætt var. Hann var hvers manns hugljúfi, vinsæll og virtur af samferðafólki, hörkudug- legur og úrræðagóður og hjálpfús svo af bar. Við ólumst ekki upp sam- an en kynni kær tókust með okkur og við öll í frændgarði hans nutum alúðar hans og kærleiksríkrar um- hyggju. Einlægni hans mátu allir mikils, verkfærni hans og dáðríkan dugnað ekki síður. Einstök orð- heppni og grómlaus gamansemi ásamt léttri lund voru aðalsmerki hans. Það er dýrmætt að eiga svo góða og einróma umsögn samferða- mannanna sem Halldór átti, þar átti við hið fornkveðna: Hann var dreng- ur góður. Hans miklu og góðu eðl- iskosta minnast menn í dag. Kirkj- unni sinni var hann einstaklega trúr og dyggur stuðningsmaður í svo mörgu. Söngurinn var eitt mesta lífsyndi hans. Hann átti fjarska fallega söngrödd og söng oft einsöng við hinar ýmsu athafnir, hann átti þenn- an hreina hjartans tón sem hreif alla með sér. Í smákveðju sem ég sendi honum níræðum sagði ég meðal annars. Löngum sótti á söngvamiðin, seiðandi í hljómakliðinn. Röddin tær og tónaþýð. Hann varð yndi allra kóra, átti þarna gleði stóra. Leikandi var lundin blíð. Margt var iðjað, aldrei hikað, aldrei frá því góða hnikað. Verkin mæra manninn vel. Ríka hjálparlund hann átti, hönd út rétti þar hann mátti. Hans er gjöfult hugarþel. Já, nú er hugarþelið hans hlýja aðeins eftir í mætri minning, en hún lifir í huga svo ótalmargra sem áttu hann Halldór að á einhvern hátt. Börnum hans og öllu þeirra fólki sendum við Hanna einlægustu sam- úðarkveðjur. Halldór átti heita og einlæga trú sem hann ræktaði vel. Megi sú trú hans lýsa honum á því ljóssins landi sem hann trúði á. Blessuð sé minn- ing hins mæta drengs. Helgi Seljan. Myndin er ljóslifandi í huga mér þó mörg ár séu nú liðin. Við hjónin stöndum á dyrapallinum, dyrnar opnast og Dóri frændi býður okkur velkomin. „Komið þið inn fyrir gæskurnar,“ segir hann, faðmar okkur og kyssir innilega og vísar okkur til stofu, sem ekki er stór en í góðu samræmi við íbúðina. Á hverj- um lófastórum fleti, á vegg, skáp og borði eru munir, mest frá gamalli tíð, einnig fjöldi mynda af fjöl- skyldu, frændfólki og vinum. Hann leiðir okkur hringinn og segir stutta sögu um hvern hlut og mynd, brosir útí annað og hlær með sínum sér- staka hætti því alltaf dettur honum eitthvað spaugilegt í hug. Hann býð- ur okkur til sætis við borðstofuborð- ið. Þóra eða „Dúdda“ eins og hún var kölluð, yndisleg kona sem nú er látin, blessuð sé minning hennar, leggur lambahrygg á borðið. Hún hefur, með mikilli alúð, eldað hann við lágan hita í ofninum frá því snemma um morguninn. Auðvitað fylgja í kjölfarið brúnaðar kartöflur, grænar baunir og rauðkál og svo ávextir og rjómi í desert. Ilmurinn og bragðið er óborganlegt. Eftir matinn setjumst við niður í stofunni og drekkum kaffi. Þjóðmálin eru að- eins reifuð og hann gerir góðlátlegt grín að ráðamönnum þjóðarinnar en segir okkur síðan gamansögur af fjölskyldunni á meðan hann flettir myndaalbúmum. Dóri var fjölskyldumaður eins og sagt er, ræktaði frændgarðinn og uppskar ríkulega. Systkinin, hann og mamma voru mjög náin alla tíð þó þau byggju hvort á sínu lands- horninu. Þau töluðu saman svo til daglega, þökk sé símanum. Dóri hafði gott lag á börnum. Ég man það vel þegar ég, sem barn, heim- sótti Eskifjörð, að mest spennandi var að heimsækja Dóra frænda „Bíóstjórann í Valhöll“. Við krakk- arnir fengum meira að segja að sitja hjá honum uppi í sýningarsalnum og ekki vantaði veitingarnar, kók, lakkrís og súkkulaði. Svo gaf hann okkur prógrömm með myndum af uppáhaldsleikurunum okkar. Það sækir oft á huga minn, ekki síst eftir fjármálahrunið, hvað ver- aldleg verðmæti eru lítils virði mið- að við fjársjóðinn sem fólginn er í fjölskyldu- og vinaböndum. Þegar ég hugsa til Dóra eru mér hugstæð- ar línur úr ljóðinu „Stríðið“ eftir Halldór Laxness en þar segir „Því hvað er auður og afl og hús ef engin jurt vex í þinni krús“. Dóri og Dúdda áttu ekki háar innistæður í bönkum, hlutabréf né verðmætar fasteignir en þau áttu þó allt til alls, lifðu hamingjusömu lífi en þó ekki áfallalausu eins og gengur og komu börnum sínum til manns með mynd- arbrag. Auður þeirra var fjölskyld- an og vinirnir. Ég sendi öllum sem sakna nú sárt Halldórs Friðrikssonar innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur F. Baldursson. Það er komið sólarlag í lífi Hall- dórs Friðrikssonar föðurbróður okkar. Langur viðburðaríkur ævi- dagur er liðinn. Hin sanna drauma- nótt með fangið fullt af friði og ró umvefur af nærgætni og kærleika þreytta sál og ber hana á vængjum sínum yfir í æðri heima. Ljósin í bænum loga og speglast í lognkyrr- um firðinum. Það ríkir friðsæld, tíminn staldrar við og minningaljós lýsa upp myndir liðinna daga. Halldór var einstakur maður. Hvar sem lá hans leið lagði hann eitthvað gott af mörkum. Hann var alltaf reiðubúinn að greiða annarra götu og létta undir með þeim sem á þurftu að halda, gleðja með sögum og hljómfögrum söng, gefa af örlæti og hlúa að þeim sem erfitt áttu. Allt gerði hann af einstakri góðvild og hafnaði öðru endurgjaldi en einlægu þakklæti. Á langri lífsgöngu kom Halldór víða við. Dugnaður hans og ósérhlífni var með eindæmum. Hann færðist aldrei undan þegar taka þurfti til hendinni. Gekk til allra starfa af fádæma elju og dugn- aði. Slíkur var krafturinn að með sanni má segja að hálfnað væri verk þá hafið var – og lokið skömmu síð- ar. Halldór var tæknilega sinnaður. Útsjónarsemi hans við lausn vanda- mála hvort heldur var í síma eða sýningarvél, hrærivél eða hraðsuðu- potti var svo ótrúleg að í hugum okkar var hann hinn eskfirski Edis- on. Úthald Halldórs í vinnu var ótrúlegt. Á síldarárunum vann hann á hafnarkrananum sólarhringunum saman og jafnframt því við röra- og steinasteypu, húsbyggingar, hús- vörslu skóla og félagsheimilis og kvikmyndasýningar. Æskuminningar um bíóin lyfta Halldóri í hæstu hæðir. Hann réð yfir þeim göldrum að skila yfir á hvíta tjaldið í Ungó og Valhöll hetjum eins og Roy, Tarsan og al- þýðuhetjunni Chaplin. Halldór var sem guðfaðir þessara kappa og hylli sína áttu þeir honum að þakka. Mikilvægur þáttur í lífi Halldórs var trú hans og trúnaðarsamband við Guð. Hann hóf hvern dag með því að lesa úr Biblíunni. Guðsorð var fyrir honum sá náðarkraftur sem efldi gleði og gæfu í meðbyr og jók þrek í mótlæti. Frá því Halldór missti eiginkonu sína, Þóru Kemp, bjó hann einn á heimili þeirra, Lög- bergi. Trúarlegur styrkur sætti hann við að hafa misst kæran lífs- förunaut. Þau höfðu bæði verið ein- staklega kirkjurækin og virk í öllu starfi kirkjunnar. Halldór hélt því starfi áfram meðan heilsa leyfði. Hann var ókrýndur yfirmeðhjálpari, söng í kórnum, hringdi kirkjuklukk- unum – og ræskti sig reglulega til að undirstrika að allt gengi fram í Guðs vilja. Löng ævi sem lifnar fyrir hugskotssjónum færir manni þá staðreynd, að lengst lifir minningin um hlýtt viðmót og vinarþel. Gæska Halldórs og væntumþykja í okkar garð var slík að orðin tvö, Dóri frændi, eru einkunnarorð alls þess sem við ljúfast minnumst. Við sökn- um hans sárt en huggum okkur við þá vissu að ef einhver fær höfð- inglegar móttökur himnaföðurins þá er það Dóri. Hann á það skilið. Frændfólki okkar vottum við okkar dýpstu samúð. Þó árin til eilífðar streymi fer aldrei burt myndin þín. Ellert Borgar, Elínborg, Friðrik, Guðmann, Þórhallur, Haukur og Kristín P. Kær frændi minn og nafni Hall- dór Friðriksson hefur lokið lífs- hlaupi sínu. Hann var fæddur á Hlíðarenda á Eskifirði 5. nóvember 1918 þegar spænska veikin herjaði hér á landi. Hann ólst upp á Eski- firði innan um stórfjölskylduna á Hlíðarendatorfunni þar sem and- rúmsloft samhjálpar, glaðværðar og nægjusemi greyptist frá fyrstu stundu inn í vitund Halldórs og ann- arra frændsystkina sem þar ólust upp. Hann var trúr uppruna sínum, bjó alla tíð á Eskifirði og frændsemi hans var viðbrugðið. Ánægjuleg minning mín frá bernsku er ferð fjölskyldunnar til Eskifjarðar þar sem okkur vegna frændsemi eða vináttu var tekið með kostum og kynjum. Halldór var einn þeirra eftirminnilegu manna sem ég hitti þá í fyrsta sinn. Hann nefndi mig aldrei annað en „gæsk- urinn“ og því orði fylgdi ólýsanleg hlýja og væntumþykja. Halldór réð bíóinu á staðnum. Það fannst mér öfundsvert hlutskipti. Stjörnump- rýdd hljómsveit Svavars Gests var á hljómleikaferð um landið og hélt barnaskemmtun í félagsheimilinu Valhöll þar sem við systkinin vorum sérstakir boðsgestir Halldórs frænda. Þetta var ungum frænda ógleymanleg upplifun. Búningarnir og kúrekahattarnir sem hljómsveit- in setti upp eru mér enn minnis- verðir. Kynnin af Halldóri jukust þegar árin liðu þrátt fyrir fjarlægðina. Hlýjan og væntumþykjan sem streymdi ætíð frá frænda mínum varð þess valdandi að manni fannst styttra á milli samverustunda en var í reynd. Milli Halldórs og pabba var sérstakur strengur allt frá barn- æsku og ævina alla. Samband þeirra var sem náið bræðralag. Á unglings- árum létu þeir smíða fyrir sig lítinn bát með rá og reiða sem þeir áttu saman þar til veru pabba á Eskifirði lauk. Veturinn og vorið 1995 reyndust pabba mínum erfið. Sumarið áður hafði mamma dáið og veikindi og nokkur depurð hrjáðu þennan hrók alls fagnaðar. Þá kom Halldór frændi til skjalanna. Hann bauð Árna frænda sínum til sín á Eski- fjörð til hálfsmánaðar dvalar. Veran með Halldóri rifjaði upp bræðralag þeirra frá bernskuárunum. Í sum- arblíðu heimsóttu þeir fjölda fólks á Eskifirði og ferðuðust um mestallt Austurland með stoppi á ótal bæj- um. Heim kom pabbi endurnærður og fullur lífsgleði sem entist honum til hinstu stundar. Við systkinin erum Halldóri frænda ævinlega þakklát fyrir þessa velgjörð hans og þá miklu frænd- semi sem hann sýndi okkur alla tíð. Börnum hans og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Halldór Árnason. „Dóri minn, það er nú ekki al- slæmt að búa í Reykjavík.“ „Jú, það er það. Það er ekki búandi í Reykja- vík.“ Við gátum karpað um þetta endalaust, en Dóri átti ekkert sér- stakt erindi til Reykjavíkur. Mest var þó karpið á gamansömum nót- um, utan eitt skipti sem gerði það að verkum að við töluðum ekki meira um Reykjavík. Þá vissi ég fyrir víst að honum var alvara. Staðurinn til                                        

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.