Morgunblaðið - 11.02.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.02.2009, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009 að búa á var alltaf Eskifjörður og hvergi annars staðar. Dóri hefur verið í lífi mínu síðan ég fór fyrst í bíó. Hann og Dúdda, því hún seldi okkur sælgætið og miðana. Þrjúbíó á sunnudögum, fimmkall, Roy Rogers. Ógleyman- legt og alltaf svolítið hátíðlegt að fara í bíó í Valhöll þegar Dóri sýndi myndirnar og Bragi var húsvörður. Við bjuggum á Eskifirði á síld- arárunum. Þá þurftu allir að vinna á vertíðinni sem vettlingi gátu valdið. Við litlu stelpurnar stóðum á haus við að raða síld í botn tunnu, eða þá notast var við okkur til að passa börnin. Þannig passaði ég fyrstu barnabörnin hans Dóra. Til hans sjálfs sást einungis sívinnandi. Mér fannst hann svo merkilegur maður að vinna á stórum vinnuvélum. Hann virtist geta unnið hvað sem var. Svo varð hann fyrir slysi. Kran- inn datt ofan í gryfju og Dóri með. Við vorum öll sem lömuð. En Dóra fannst þetta ekki mikið. Okkur þótti öllum vænt um Dóra, enda var það ekki erfitt, hann gætti þess alltaf að bíósýningarnar féllu ekki niður! Við fluttum suður, en vorum orðin tengd Dóra og fjölskyldu, því Berta systir var skotin í Helga, syni hans, sem hún síðan giftist. Og fjölskylda Helga varð fjölskylda okkar. Mikill samgangur var á milli okkar, Helgi kom suður, fór í Kennó, síðan Sigga. Eitt sumarið dvaldi ég hjá Dúddu og Dóra með ítalskri vinkonu minni. Það fannst Dóra gaman. Honum fannst hún reyndar ekki mikil fyrir mann að sjá, en reyndi hvað hann gat að stríða henni, mennta hana í alvörulífinu. Fyrir Möru var sum- arið ógleymanlegt og hún spyr enn þá: Hvernig hefur Dóri það? Nú verð ég að segja henni að hann sé farinn, líklega til Dúddu að borða kjöt í dísætri karrísósu. Réttur sem kom okkur Möru á óvart og var há- tíðarmatur hjá Dúddu. Dóra fannst ég heldur ekki mynd- arleg enda vanari fallegra og mynd- arlegra kvenfólki en mér. Og svo var ég alltaf að eiga börn. Það var óskiljanlegt eins og ég var rýr! Gefðu henni að borða, Dúdda. Hún verður að fá kraft í kroppinn. Það er ekki sjón að sjá þig, Guðrún! Að leiðarlokum vil ég þakka vel- gjörðir og hlýhug Dóra, ekki bara í minn garð, heldur einnig barnanna minna sem sáu í honum afa sem þau aldrei áttu. Hann gaukaði að þeim nammi þegar hann heimsótti okkur að Sandi í Hjaltastaðaþinghá, stund- um einhverjum smáaurum, en alltaf hafði hann tíma til að spjalla við börnin mín, auðvitað helst til að stríða þeim góðlátlega. Því gleyma þau aldrei. Móðir mín, Áslaug Tul- inius, þakkar einnig fyrir ævilanga vináttu. Einlægar samúðarkveðjur til ykk- ar allra sem unnuð Dóra og genguð með honum í gegnum lífið frá okkur sem fengum að ganga drjúgt spotta- korn með Guðrún H. Tulinius. Nú þegar góður og gegn drengur er kvaddur, minnumst við, börn Öddu og Bödda á Skaganum, með hlýju allra þeirrar tryggðar sem hann sýndi foreldrum okkar í gegn- um tíðina. Það er hollt fyrir okkur öll, af- komendur liðinna kynslóða að minn- ast í ölduróti stórra atburða að vin- áttan er hreinasta guðs gjöf, því hún er kærleikur sem krefst ekki greiðslu. Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. – Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu vinur, mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (S.E.) Innilegar samúðarkveðjur, Ragnheiður, Valdimar, Þórður og Ólöf og fjölskyldur þeirra. Mikil heiðurskona er kvödd. Anna Tryggvadóttir fæddist á Þingeyri 17. júní 1922. Hún lést á Hrafnistu, Víf- ilsstöðum, 15. desember sl. Foreldr- ar hennar voru þau Margrét Egg- ertsdóttir, húsfreyja frá Kleifum í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp, og Tryggvi Jónsson kennari frá Fjalla- skaga í Dýrafirði. Anna ólst upp í foreldrahúsum á Flateyri við Ön- undarfjörð. Þær voru fimm systurn- ar, tvíburarnir Elín og Sigríður og síðan Unnur, Anna og Ragnheiður. Anna giftist Þórði Magnússyni verslunarmanni frá Flateyri. Þau eignuðust soninn Tryggva Magnús Þórðarson árið 1956. Árið 1947 þegar Anna og Þórður fluttu frá Flateyri byggðu þau sér hús í sambýli við afa og ömmu að Vallartröð 3 í Kópavogi. Má því segja að þau hafi verið ein af frum- býlingum Kópavogs. Þórður lést ár- ið 1985, það var Önnu mikill missir enda voru þau afar samrýmd og ein- hvern veginn var það svo að þau voru nánast alltaf nefnd í sömu setn- ingu.Við systurnar kölluðum Önnu Tryggvadóttur móðursystur okkar aldrei annað en Önnu frænku. Þær systur Anna, Unnur og Ragnheiður og fjölskyldur þeirra ásamt ömmu og afa bjuggu öll í mikilli nálægð hvert við annað í miðbæ Kópavogs. Þar sem stutt var á milli heimila var mikill samgangur og urðum við krakkarnir góðir vinir enda öll á svipuðum aldri. Það var gott að alast upp með öllu þessu frænd- og venslafólki sem markaði góðan grunn að framtíð okkar krakkanna. Við þökkum fyrir það góða vega- nesti sem við fengum frá þeim út í lífið. Anna frænka var dugleg, atorku- söm og margt til lista lagt. Hún hafði sérstakan áhuga á allskonar hannyrðum og saumaði út fjölda listaverka af stakri snilld sem prýddu heimili hennar og Þórðar. Í minningum okkar systra bera háls- menin, sem hún prjónaði handa okk- ur og við bárum á tyllidögum, vitni um góðan hug og gjafmildi hennar í garð annarra. Þá var hún ekki síður góður penni og skáld, samdi m.a. ljóð sem gefin voru út í litlu ljóða- kveri. Anna söng með Söngfélagi Skaftfellinga í nokkur ár ásamt Unni systur sinni en báðar voru þær mjög söngelskar og höfðu ómælda ánægju af samverunni í kórnum. Félagsstarf var stór þáttur í lífi Önnu og var hún mjög drífandi í því sem hún tók sér fyrir hendur á því sviði. Meðal annars má nefna ástríðu hennar fyrir áhugaleikhúsi og leiklist sem sýndi sig með þátt- töku hennar í sýningum með leik- Anna Tryggvadóttir ✝ Anna Tryggva-dóttir fæddist á Þingeyri við Dýra- fjörð 17. júní 1922. Hún andaðist á Hrafnistu, Vífils- stöðum, 15. desember síðastliðinn og var út- för hennar gerð frá Kópavogskirkju 29. desember. hópnum Snúði og Snældu og Nafnlausa leikhópnum í Kópa- vogi en þar var hún stofnfélagi. Anna var glaðlynd og ákveðin kona sem hafði sína meiningu um hlutina. Hún var afar vel lesin og hafði ferðast víða, kunni að segja frá ýmsum ævintýrum sem urðu á vegi þeirra hjóna á ferðalögum, jafnt innanlands sem utan. Að leiðarlokum kveðjum við nú mæta frænku og vinkonu með þakk- læti fyrir samfylgdina, minningarn- ar sem við eigum um hana eru ljúf- ar. Vonum við að hún fái góðan byr í sólarátt til æðstu heima. Kæri Tryggvi Magnús, Selma, Agnes Þöll, Þórður Magnús og Egill Andri, við biðjum æðri máttarvöld að gefa ykkur styrk og blessun á þessum tímamótum. Margrét, Sigríður og Hanna Björnsdætur. Anna Tryggvadóttir og maður hennar, Þórður J. Magnússon, bjuggu á Vallartröð 3 í Kópavogi og voru í hópi svokallaðra frumbyggja í Kópavogi. Í nágrenninu bjuggu einnig tvær systur hennar, Unnur og Ragnheiður, móðir mín, og var því mikill samgangur á milli heim- ilanna. Vallartröðin var miðpunkt- urinn enda bjuggu þar líka foreldrar þeirra systra ásamt Sigríði dóttur þeirra, sem var enn ein systirin. Ég á margar góðar minningar um Önnu og var hún í miklu uppáhaldi hjá mér. Þau Þórður og Anna voru óspör á að taka mig með í ökuferðir eða fá mig í heimsókn á fyrstu ævi- árum mínum. Þegar þremur árum yngri systir mín var skírð fannst mér því auðvitað Anna vera eina nafnið sem kæmi til greina en fékk þó engu um það ráðið. Vallartröðin var oft leiksvæði mitt í bernsku og fékk ég þá oft góðgerðir hjá Önnu. Kópavogsskóli var í næsta húsi við hana og heimsótti ég hana stundum í frímínútum Ætíð var mér vel tekið. Anna var stundum föst fyrir í skoð- unum en jafnan glettin í fasi og reyndi alltaf að draga fram spaugi- legu hliðarnar á málunum. Á svip- uðum nótum voru systur hennar og var því alltaf líflegt þegar þær komu saman, mikið glens og gaman. Alltaf var gott að spjalla við hana enda hafði hún áhuga á skoðunum og hög- um þeirra sem hún ræddi við. Anna var félagslynd og hafði gaman af fé- lagsmálum en dró sig þó til baka er veikindi hennar fóru að segja til sín. Síðustu árin bjó hún í íbúð í Hamra- borginni. Þar vildi hún búa eins lengi og hún gat og tókst það með mikilli hjálp og stuðningi frá syni sínum og tengdadóttur, Tryggva Magnúsi og Selmu. Hún hafði ný- lega fengið inni á hjúkrunarheim- ilinu á Vífilsstöðum þegar hún dó. Anna frænka skilur eftir góðar minningar hjá þeim sem hana þekktu. Tryggvi Þórðarson. ✝ Innilegar þakkir sendum við þeim fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúð við andlát og útför föður okkar, ANDRÉSAR KOLBEINSSONAR hljóðfæraleikara og ljósmyndara. Sérstakar þakkir sendum við félögum í Sinfóníuhljómsveit Íslands sem heiðruðu minningu hans með eftirminnilegum hætti. Kolbeinn Andrésson, Helga Andrésdóttir, Hildur Kolbrún Andrésdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar KRISTÍNAR ÞORVARÐARDÓTTUR, dvalarheimilinu Fellaskjóli, Grundarfirði. Sérstakar þakkir til dvalarheimilisins Fellaskjóls í Grundarfirði. Sigrún Þóra Indriðadóttir, Kristín Þórsdóttir, Rannveig Þórsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Þórður Guðmundsson og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU JÓHANNESDÓTTUR, Brúnavegi 9, Reykjavík. Starfsfólki öldrunardeildar Landspítalans í Fossvogi færum við sérstakar þakkir fyrir umhyggju og hjálpsemi þá daga sem Helga dvaldi á deildinni. Svavar Jóhannsson, Edda Svavarsdóttir, Birgir Hólm Björgvinsson, Jóhannes Svavarsson, Unnur Guðjónsdóttir, Gunnar Svavarsson, Bragi Svavarsson, Áslaug Þórðardóttir, barnabörn, makar og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og samúð við andlát og útför elsku- legs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JAKOBS BJÖRGVINS ÞORSTEINSSONAR, Sléttuvegi 13, Reykjavík, og heiðruðu þannig minningu hans. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar á Landspítala, Landakoti og hjartadeildar 14G á Landspítalanum fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Þóra Jakobsdóttir, Friðrik Sveinn Kristinsson, Þorsteinn Þröstur Jakobsson, Guðrún Óðinsdóttir, Óskar Matthías Jakobsson, Angela Jakobsson, Halldór Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR frá Drangsnesi, áður til heimilis Hvassaleiti 58, Reykjavík, sem lést mánudaginn 2. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. febrúar kl. 13.00. Halldóra Hallfreðsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Hanna Hallfreðsdóttir, Hjálmar Haraldsson, Einar Hallfreðsson, Margrét Ingólfsdóttir, Bjarni Hallfreðsson, Gerður Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, EINAR JÓN EINARSSON bifreiðarstjóri, Sólheimum 25, Reykjavík, lést aðfaranótt mánudagsins 9. febrúar á Landspítala, Landakoti. Jarðarförin verður auglýst síðar. Soffía Einarsdóttir, Grímur Markússon, Ingileifur Einarsson, María Þórarinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.