Morgunblaðið - 11.02.2009, Side 37
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
varði honum á þann hátt að flestir
gætu tekið sér það til fyrirmyndar.
Ég kynntist honum fyrst sem kenn-
ari Álfheiðar og Birgis í Andakíls-
skóla, hvar hann var einstakt for-
eldri í skólasamfélagi, virkur,
athugull og gagnrýninn en ávallt
tilbúinn að leggja hönd á plóg. Föð-
urhlutverkið tók Sverrir afar alvar-
lega og var oft ómyrkur í máli í garð
þeirra sem hann taldi að sinntu því
ekki sem skyldi.
Það var þó ekki fyrr en ég hóf
störf við Landbúnaðarháskólann að
milli okkar þróaðist vinasamband
sem einkenndist af löngum samræð-
um. Við vorum ólík en áttum það
sameiginlegt að vera svolítið gamlar
sálir sem ígrunduðu ábyrgð og áhrif
hvers fullvaxta manns. Uppeldis- og
skólamál, tengsl fræða við raunveru-
leikann, framtíðarmöguleikar lands-
byggðarinnar, þorpið, borgin og
heimurinn. Þetta voru málefni sem
við ræddum fram og til baka og vor-
um alls ekki alltaf sammála. Þá gerði
löng vist mín í veiðihúsi mig sam-
ræðuhæfa um fluguhnýtingar, fal-
lega tökustaði og baráttuglaða urr-
iða. Um árabil þjálfaði Sverrir Axel
son minn og stend ég líkt og aðrir
sveitungar í ævarandi þakkarskuld
fyrir framlag hans til íþrótta- og
æskulýðsmála.
Allir sem þekktu Sverri vel skynj-
uðu að fyrir nokkrum árum urðu á
honum ákveðnar breytingar, eitt-
hvert innra angur og þungi sótti á.
Sömu verk unnin en meira af skyldu-
rækni en leikgleði. Enginn er ein-
hamur.
Ég heimsótti Sverri síðast rúmri
viku fyrir andlátið. Þá áttum við
langt og gott spjall þar sem honum
varð tíðrætt um strákana okkar og
Hvanneyri. „Við erum heppin, Hella,
hvað þetta eru upp til hópa góðir
krakkar. Ég hef reynt að leggja mitt
af mörkum.“ Það er hárrétt hjá þér,
félagi, svo sannarlega hefur þú gert
það,“ svaraði ég og tók um kaldar,
fölar hendur hans.
Ábyrgð okkar sem eftir lifum er
að halda áfram, ígrunda eigin lífs-
gildi og störf.
Elsku Emma mín, Birgir Þór, Álf-
heiður, Anna Soffía, Ragnheiður og
fjölskylda. Megi Guð og góðir englar
vera hjá ykkur og styrkja. Til hugg-
unar harmi liggja fallegar minningar
um yndislegan mann.
Þitt er valið
Hann er sífellt innan seilingar
þegar syrtir í álinn
kaleikur bölsýni og kjarkleysis,
fleytifullur af myrkri.
Fjær stendur bikar vonar og bjartsýni,
barmafullur af ljósi.
Teygðu þig í hann.
(Ólafur Ragnarsson.)
Helena Guttormsdóttir.
Að eignast traustan og góðan
vinnufélaga er ekki sjálfgefinn hlut-
ur. Ég var búinn að kenna við
bændadeild Bændaskólans á Hvann-
eyri í tvo vetur þegar Sverrir Heiðar
bættist í hópinn. Þar var kominn öfl-
ugur liðsmaður enda voru honum
fljótt falin ýmis ábyrgðarstörf við
deildina. Við unnum saman sautján
vetur í kennslunni og nítján árgang-
ar nemenda hafa komið þar við sögu.
Það var ekki síst framan af þessu
tímabili sem við unnum þétt saman
að ýmsum verkefnum fyrir skólann,
utan okkar kennslugreina. Þá kynnt-
umst við vel og byggðist upp gagn-
kvæmt traust og vinátta. Það var
alltaf notalegt að hitta Sverri aftur
þegar leið að hausti og skólinn var að
hefjast. Hann spurði í þaula hvernig
hefði gengið í búskapnum um sum-
arið, hvort það veiddist ekki eitthvað
í netið, hvort hann þyrfti ekki að
koma og stugga við gæsunum sem
gætu rifið í sig hána frá lömbun-
um … Þegar veikindi hans fóru að
segja til sín fannst fljótt hvað vantaði
ósköp mikið á efsta loftið í Gamla
skólanum. Hann var oftast svo glað-
vær og glettinn, fullur af smitandi
áhuga á náminu og að nemendum
vegnaði sem best. Það var margt
gott spjallið sem við áttum um allt
mögulegt fleira en vinnuna, þó ekki
sé ég viðræðuhæfur um enska knatt-
spyrnu, fótboltaþjálfun, stang- eða
skotveiðar sem voru m.a. hans hugð-
arefni. Við ræddum oft um búskap
eða íslenska náttúru og í því sam-
hengi minntist Sverrir oft á afa sinn
og ömmu í Skógum á Þelamörk. Þar
hafði hann greinilega fengið góðan
grunn til að byggja á í lífinu.
Minningarnar streyma fram, svo
ótal margs að minnast eftir langt
samstarf, þó hér sé kvaddur bráð-
ungur maður. Bestu þakkir fyrir allt
og Guð blessi minningu þessa góða
samverkamanns og vinar.
Kæra Emma, Álfheiður og Birgir
Þór og þið öll fólkið hans Sverris!
Guð blessi ykkur og styrki um
ókomna tíð.
Árni Brynjar Bragason.
Fyrstu minningar mínar um
Sverri eru frá því í miðjum fyrsta
bekk, þegar hann byrjaði að þjálfa
okkur. Alltaf þegar ég kom í heim-
sókn til Birgis var hann til í að fara
út í fótbolta með okkur eða gera það
sem við vildum.
Það skipti ekki máli hvað var, allt-
af gat Sverrir komið á leiki, hvatt
okkur og fylgst með. Hann var alveg
einstakur að þessu leyti.
Það sést hvað Sverrir hafði mikinn
áhuga á okkur að þegar við fermd-
umst bað hann um að láta taka mynd
af sér með „strákunum sínum“ eins
og hann sagði, enda var hann búinn
að þjálfa okkur alla einhvern tímann
og gera svo margt fyrir okkur að
ekki væri hægt að telja það allt upp
og eigum við alltaf myndina þar sem
hann stendur fyrir aftan okkur.
Hann var alltaf ljúfur og góður mað-
ur og hans verður sárt saknað að ei-
lífu.
Kveðja,
Axel Máni Gíslason.
Elsku Sverrir, þín er sárt saknað.
Þegar við fréttum af andláti þínu
trúðum við þessu varla þrátt fyrir að
þú værir búinn að vera veikur lengi.
Síðustu daga höfum við hugsað til
ykkar, Álfheiður, Biggi og Emma.
Við höfum hugsað um og rifjað upp
allar þær stundir sem við áttum
saman, þegar við systkinin komum í
heimsókn til ykkar og gistum, þegar
þú bauðst til að fara með okkur öll,
okkur systkinin og Álfheiði og Bigga
í salinn, þegar þú leiðbeindir okkur í
sambandi við fótboltann og bara all-
ar þær góðu stundir sem við höfum
átt saman í gegnum árin. Við systk-
inin áttum stundum næstum því
heima hjá ykkur fjölskyldunni og
var alltaf hægt að leita til ykkar ef
eitthvað var að eða bara með hvað
sem var.
Við eigum þér og fjölskyldu þinni
mikið að þakka. Mér er ofarlega í
hug ferðin sem þú fórst með okkur
stelpurnar í Skallagrími til Eng-
lands í Bobby Charlton-skólann.
Þetta er ferð sem aldrei gleymist.
Við gleymum aldrei hvar við vorum
þegar við fréttum af veikindum þín-
um, við vorum harmi slegin en bjart-
sýni og baráttuþrek þitt gaf okkur
von um að þú kæmist yfir þetta.
Okkur fannst gott að geta lesið
tölvupóstinn þinn þar sem þú sagðir
frá gangi mála. Þið voruð bjartsýn
og full af baráttuanda allt fram á síð-
ustu stundu.
Við hittum þig í útskriftarveisl-
unni hennar Álfheiðar og erum svo
glöð fyrir þína og ykkar hönd kæra
fjölskylda að þú gast verið með okk-
ur öllum á þessum yndislega tíma
þegar Álfheiður dóttir þín varð stúd-
ent. Við hittum þig síðast á aðfanga-
dag og það fer okkur aldrei úr minni
hvernig þú kvaddir okkur bara eins
og venjulega og eins og við myndum
hittast aftur. Þegar við óskuðum þér
gleðilegra jóla óraði okkur ekki fyrir
því að við ættum aldrei aftur eftir að
hitta þig.
Elsku fjölskylda, við sendum ykk-
ur innilegar samúðarkveðjur héðan
úr Sigtúni og munum geyma minn-
inguna um Sverri í hjarta okkar um
ókomna tíð.
Andrés og Aðalheiður.
Elskulegur vinur okkar Sverri
Heiðar er látinn eftir eins og hálfs
árs baráttu við illvígan sjúkdóm.
Sjúkdóm sem að lokum hafði yfir-
höndina.
Okkur langar að minnast hans og
þakka samfylgdina. Það var fyrir um
tíu árum að við fjölskyldan kynnt-
umst Sverri fyrst, en þá fór hann að
þjálfa yngri son okkar Jóhann í fót-
bolta. Með okkur tókst strax mikill
vinskapur sem hélst æ síðan og aldr-
ei bar skugga á. Með börnum hans
Birgi Þór og Álfheiði og Jóhanni
tókst einnig mikill vinskapur. Má
segja að Sverrir hafi tekið Jóa sem
sínum eigin syni og var hann óþreyt-
andi í að rækta vinskap barnanna
eins og hans var von og vísa. Fyrir
allt sem hann var Jóa og allt sem
hann kenndi honum um fótboltann
og ekki síst lífið og tilveruna viljum
við þakka af alhug.
Við sáum strax að Sverrir hafði
einstakan mann að geyma. Hann var
glaðlyndur, heill og umfram allt gef-
andi í öllum samskiptum. Það sáum
við best á því hvernig hann hélt utan
um „flokkinn“ sinn í fótboltanum.
Hann hélt utan um hvern og einn og
gaf endalaust af sér. Enda uppskar
hann vel. Það var mikið áfall þegar
Sverrir hætti þjálfun hjá ungmenna-
félaginu Skallagrími.
Við fjölskyldan höfum notið þess
að umgangast Sverri og fjölskyldu
hans mikið þessu tíu ár. Ferðast með
þeim innan lands og utan og átt með
þeim innihaldsríkar samverustundir
sem aldrei gleymast. Alltaf kom
hann fagnandi og var einstaklega
góður heim að sækja. Hans verður
sárt saknað .
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við þakka fyrir að hafa fengið
að kynnast þessum yndislega dreng
og okkar besta vini. Hann auðgaði líf
okkar allra og lét alls staðar gott af
sér leiða.
Elsku Sverrir!
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem.)
Guð gefi fjölskyldu hans og vinum
styrk á þessum erfiðu tímum.
Eva, Trausti og Jóhann.
Vinur okkar Sverrir Heiðar var
hógvær maður og prúður í allri
framkomu. Við sem látum stundum
meira fara fyrir skoðunum okkar og
persónu megum þakka fyrir að hafa
átt slíkan vin. Hann var vinur sem
gat hlustað og á gestrisni hans og
vináttu var aldrei þurrð. Nú að hon-
um látnum finnum við hvað spor
hans eru djúp í minningunni og hve
skarðið sem höggvið var í vinahóp-
inn í síðustu viku er stórt og óbæt-
anlegt.
Vinnusemi Sverris og ábyrgðar-
kennd var við brugðið og nýttust
þessir eiginleikar honum vel bæði í
náminu og í þeim störfum sem hann
tók síðar að sér á Hvanneyri. Okkur
samnemendum hans er þó ekki síður
í minni hans hlýja lundarfar og létta
skopskyn sem alltaf var skammt
undan ásamt brosinu ljúfa sem við
seint gleymum.
Erfitt er að botna í því heimsins
teningskasti sem sendi öðlingnum
Sverri, vini okkar, þann óvægna vá-
gest, sem hann að lokum varð að lúta
fyrir. Æðruleysi Sverris þann tíma
sem hann barðist við krabbameinið
sýndi ekki síst hvern mann hann
hafði að geyma. Það hefur löngum
þótt hinn æðsti mannsbragur á Ís-
landi að hopa hvergi fyrir dauðanum
þótt hart sæki fram og þá raun
stóðst Sverrir flestum betur.
Okkar gæfa var að kynnast þér,
Sverrir minn, það vitum við öll
bekkjarfélagar þínir úr Búvísinda-
deild og sérstaka kveðju senda þér
sambýlingarnar úr Hlégarði. Sé nú
svo til hagað, þá hittumst við aftur á
grænum grundum, en hvað sem því
líður mun minningin um þig lifa í
brjóstum okkar og annarra sem
kynntust þér á þinni alltof stuttu
ævi.
Emmu, Álfheiði og Birgi, ásamt
öðrum aðstandendum, sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Anna Bryndís Tryggvadóttir,
Guðrún Lárusdóttir, Guðrún
Stefánsdóttir, Jóhannes Rík-
harðsson, Sigríður Jónsdóttir,
Sigurður Kristjánsson, Sævar
Bjarnhéðinsson, Þorsteinn
Bergsson og Þórarinn Leifsson,
bekkjarsystkin í Búvísindadeild
á Hvanneyri 1989-1991.
Elsku vinur okkar, nú ertu búinn
að kveðja okkur. Þín verður sárt
saknað á okkar heimili þar sem þú
hefur átt hlut í hjörtum okkar allra.
Hverjum á Telma Sól nú að gefa
koss á skeggið að lokinni góðri heim-
sókn? Litli Aron Bjarni fékk ekki að
kynnast þér nógu mikið, sá orkubolti
hefði nú viljað fíflast með þér í bolt-
anum. Þú kenndir okkur margt sem
við munum ávallt geyma og nýta
okkur um ókomna framtíð. Þú og
fjölskylda þín hafið verið svo góð við
okkur alveg frá því við kynntumst
ykkur. Alltaf tilbúin að aðstoða hvort
sem var við stuðning, pössun eða
eldamennsku.
Allar þær stundir sem áttum við
með þér og þínum geymum við í
huga okkar og hjörtum. Það var
margt sem var brallað. Öll spilin sem
við tókum, veiðiferðirnar, skemmt-
anirnar og hvað sem við tókum okk-
ur fyrir hendur. Það var okkur ómet-
anlegt að þú elsku vinur skyldir taka
það verkefni að þér að vera veislu-
stjóri í brúðkaupi okkar. Þar er þér
rétt lýst þar sem þú átt auðvelt með
að tjá þig frammi fyrir mörgum, get-
ur gert góðlátlegt grín að sjálfum
þér og öðrum og að þú varst vinur
vina þinna. Þú varst alltaf svo lífs-
glaður og sinntir þínum áhugamál-
um af miklum metnaði.
Fyrsta minning konunnar, minn
kæri, var þegar þú bankaðir upp á
ásamt bekkjarfélögum þínum á
heimili hennar í dimmiteringu hjá
Bændaskólanum á Hvanneyri.
Þarna var ungur spengilegur maður
með dökkt hár og það furðulegasta
skegg sem hún hafði nokkurn tíma
séð. Þessu hefur hún aldrei gleymt
og mun aldrei gleyma. Hvernig er
hægt að kveðja mann sem hefur gef-
ið manni svona mikið? Huggun okk-
ar felst í því hversu miklu þú náðir
að afreka á þinni stuttu ævi og hvað
margt af því mun nýtast fyrir börn
okkar og barnabörn. Við munum
ávallt geyma þig í minningunni og
það mun enginn geta fyllt í það tóm
sem við berum nú með okkur. Elsku
Emma Heiðrún, Álfheiður, Birgir
Þór og þeir sem stóðu Sverri næstir,
okkar innilegustu samúðarkveðjur
vegna fráfalls þessa yndislega
manns.
Sólrún Halla, Ísgeir Aron,
Telma Sól og Aron Bjarni.
Til minningar um kæran vin og
góðan félaga, Sverri Heiðar Júl-
íusson.
Að eiga vin er vandmeðfarið,
að eiga vin er dýrmæt gjöf.
Vin, sem hlustar, huggar, styður,
hughreystir og gefur von.
Vin sem biður bænir þínar,
brosandi þér gefur ráð.
Eflir þig í hversdagsleika
til að drýgja nýja dáð.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Það er með söknuði sem við kveðj-
um þig, kæri vinur og veiðifélagi,
Sverrir Heiðar. Eftir lifa minningar
um ógleymanlegar samverustundir
sem ylja okkur og fjölskyldum okkar
um ókomin ár. Við vorum þess heið-
urs aðnjótandi að fá að veiða með
þér í ófá skipti. Í þeim ferðum nutum
við reynslu þinnar af veiðum, þekk-
ingu á náttúru og fádæma næmi fyr-
ir bráð og veiðmennsku. Húmor
þinn, bæði fyrir veiðifélögum (sem
oft gáfu tilefni til þess) og sjálfum
þér var ómetanlegur. Óeigingjarn
félagi sem deildir bráð með þeim
sem minna veiddu. Við treystum því
að þú kannir nýjar veiðilendur þann-
ig að við getum tekið upp þráðinn
þegar við hittumst aftur.
Sá kærleikur og umhyggja sem þú
barst fyrir fjölskyldu þinni, vinum
og samferðamönnum lætur engan
ósnortinn. Emma Heiðrún, Álfheið-
ur og Birgir Þór, við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð sem og öðrum í
fjölskyldu Sverris Heiðars.
Haraldur Örn, Ísgeir Aron,
Sigurjón og fjölskyldur.
Hverju samfélagi er nauðsyn að
eiga einstaklinga sem hafa lag og
drifkraft til að koma góðum málum
áfram. Einstaklinga sem eru tilbúnir
til að stíga fram fyrir skjöldu, taka
frumkvæði og láta hlutina gerast
með jákvæðum og uppbyggilegum
hætti. Sverrir Heiðar var einn af
þessum mönnum og með krafti og
bjartsýni lagði hann sitt af mörkum
til að gera samfélag okkar betra.
Knattspyrnudeild Skallagríms var
svo lánsöm að njóta starfskrafta
Sverris Heiðars um árabil. Hann var
duglegur við að afla sér menntunar á
sviði knattspyrnuþjálfunar enda
vildi hann hafa fullt vald á því verk-
efni sem hann hafði tekið að sér.
Sverrir hafði gott lag á að koma vitn-
eskju sinni og kunnáttu til skila til
krakkanna og með óeigingjörnu
starfi og elju sinni setti hann mark
sitt á starf deildarinnar svo eftir var
tekið. Þeir unglingar sem nutu þjálf-
unar hans munu búa að þeirri leið-
sögn allt sitt líf á miklu fleiri sviðum
en knattspyrnunni einni. Knatt-
spyrnudeild Skallagríms sendir fjöl-
skyldu Sverris Heiðars dýpstu sam-
úðarkveðjur um leið og við þökkum
fyrir að hafa fengið að njóta krafta
hans í starfi og leik. Minningin um
góðan dreng mun lifa í hjörtum okk-
ar allra.
F.h. knattspyrnudeildar
Skallagríms,
Kristmar Ólafsson.
Sverrir Heiðar var einstök, glitr-
andi perla í mannlífinu. Hann heill-
aði samferðafólk sitt með fram-
kvæmdagleði, jákvæðni og lítillæti.
Það eru forréttindi að hafa kynnst
slíkri perlu í námi og starfi. Sverrir
var frábær kennari sem leiðbeindi á
uppbyggilegan hátt. Umsögnum um
verkefni fylgdi jafnan jákvæð gagn-
rýni, stundum góðlátlegt grín og
hvatning til að gera enn betur. Það
getur verið einmanalegt að vera fjar-
nemi, en Sverrir lagði sig fram um
að halda góðu sambandi við nemend-
ur sína og virkja þá til samskipta á
netinu. Staðlotur á Hvanneyri undir
hans stjórn voru bæði fræðandi og
skemmtilegar. Fjölskyldan var það
sem skipti Sverri mestu máli og
hann studdi vel við krakkana sína í
leik og starfi. Sverrir var vel virkur í
foreldrasamstarfinu. Áhugi hans og
jákvæðni smitaði út frá sér í því
starfi eins og öðru sem hann tók þátt
í. Það var líka gott að geta leitað til
hans ef á móti blés á þeim vettvangi.
Góður drengur, genginn á vit þinna feðra,
þig grætur nú margur,
þegar það brást þér að bjarga.
Í lífinu varstu svo ljúfur
og lund þín síung og kát.
Þú grættir þá engan,
en gladdir svo marga.
Þú óskar víst ekki eftir grát.
(Ívar Björnsson frá Steðja.)
Elsku Emma, Álfheiður og Birgir.
Ég sendi ykkur mínar innilegustu
samúðarkveður. Megi gæfan fylgja
ykkur um ókomna tíð. Blessuð sé
minning Sverris Heiðars.
Hulda Hrönn Sigurðardóttir.
Kveðja frá
Nemendafélagi LbhÍ.
Í dag kveðjum við Sverri Heiðar
Júlíusson, brautarstjóra búfræði-
brautar LbhÍ, sem lést 12. janúar sl.
eftir hetjulega baráttu við krabba-
mein sem hann mætti af æðruleysi
og bjartsýni.
Mikill missir er að Sverri, en sem
kennari náði hann vel til nemenda
enda var hann skemmtilegur, vel les-
inn og hafði mikinn áhuga á því efni
sem hann kenndi. Utan kennslustofu
var hann hrókur alls fagnaðar, alltaf
glaður svo eftir var tekið. Fram til
síðasta dags var hann í forsvari fyrir
íþróttanefnd pöbbsins á Hvanneyri
þar sem fótboltaáhugamenn staðar-
ins komu saman og horfðu á leiki
meistaradeildarinnar sem og aðra
stórleiki enda var Sverrir knatt-
spyrnuáhugamaður og mikill aðdá-
andi Liverpool F.C.
Fyrir hönd nemenda LbhÍ sendi
ég Emmu, Álfheiði, Birgi og öðrum
aðstandendum innilegar samúðar-
kveðjur. Minningin um góðan dreng
mun lifa.
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, for-
maður Nemendafélags LbhÍ.
Fleiri minningargreinar
um Sverri Heiðar Júlíusson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.