Morgunblaðið - 11.02.2009, Qupperneq 40
40 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
Sudoku
Frumstig
8 1 9 4
1 8 5 7
3 2 8
9 1 3 7
8 2 5 7 4 1
7 8 2 5
1 5 3
7 2 4 6
9 6 2 1
3 4 7 8
4 2
8 5 3 1 2
9 5 7 8
2 7 8 4
8 7 9 3
8 2 5 3 1
6 8
3 1 9 8
1 3 9 4
4 1 9 5
7 8
1 5 2 8
6 4 8 5
1 8 7 2
7 3
3 8 6 4
2 1 6 8
2 3 5 1 6 8 9 7 4
8 4 9 5 7 3 1 2 6
1 6 7 4 2 9 5 3 8
9 7 4 3 1 6 2 8 5
6 8 1 2 5 7 3 4 9
5 2 3 9 8 4 6 1 7
3 9 6 7 4 2 8 5 1
4 5 8 6 3 1 7 9 2
7 1 2 8 9 5 4 6 3
6 7 8 4 9 2 5 3 1
3 4 2 5 1 7 8 9 6
5 9 1 6 8 3 4 7 2
1 6 9 8 5 4 3 2 7
7 8 5 2 3 9 6 1 4
4 2 3 7 6 1 9 8 5
8 3 4 1 2 6 7 5 9
2 5 7 9 4 8 1 6 3
9 1 6 3 7 5 2 4 8
9 7 8 4 2 3 1 5 6
3 1 4 5 9 6 7 2 8
2 5 6 1 8 7 3 9 4
6 4 1 2 3 8 5 7 9
7 2 3 6 5 9 4 8 1
5 8 9 7 1 4 6 3 2
4 9 2 3 6 5 8 1 7
1 6 5 8 7 2 9 4 3
8 3 7 9 4 1 2 6 5
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er miðvikudagur 11. febrúar,
42. dagur ársins 2009
Orð dagsins: Móðir mín og bræður
eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta
eftir því. (Lúk. 8,21.)
Sjónvarpsþátturinn Réttur hefurfarið af stað af krafti. Fyrsti
þátturinn var reyndar sístur, sam-
tölin stirð og ósannfærandi, en síðan
hefur allt annar bragur verið á þátt-
unum. Sævar Guðmundsson leik-
stjóri heldur þétt um stjórnvölinn og
nær að láta þættina líta út fyrir að
vera framleiddir fyrir mun meira fé
en raunin er. Undir hans handleiðslu
stendur leikhópurinn sig með prýði
og nær að kalla fram bæði húmor og
spennu. Fram á meira er ekki hægt
að fara í þáttaröð sem þessari.
x x x
Hraði fjölmiðlunar kom berlega íljós þegar orð Ólafs Ragnars
Grímssonar þess efnis að hann hafn-
aði því að Kaupþing greiddi bætur
þýskum sparifjáreigendum, sem
áttu fé á Edge-reikningum bankans,
í dagblaðinu Financial Times
Deutschland voru tekin upp á for-
síðu nánast allra vefmiðla Þýska-
lands. Fréttin breiddist út með ógn-
arhraða og var langt liðið á daginn
án þess að nokkrar upplýsingar
kæmu frá Íslandi til þess að draga
úr skaðanum.
x x x
Tala má um hringrás frétta. Þeirsem þekkja til fréttahringrás-
arinnar reyna iðulega jafnframt að
spila á hana. Frægt er til dæmis að
þegar Ólafur Ragnar var ráðherra
kom hann iðulega fréttum í umferð
rétt fyrir kvöldfréttatíma Rík-
isútvarpsins þannig að ekki væri
tími til að safna viðbrögðum. Blaða-
menn áttuðu sig á því hvaða leik ráð-
herrann var að leika en gátu lítið að
gert. Þannig gat hann komið sínum
boðskap ómenguðum til skila. Bill
Clinton fullkomnaði þá list þegar
hann bauð sig fram til forseta
Bandaríkjanna árið 1992 að láta nei-
kvæðum fréttum um sig aldrei
ósvarað lengur en í klukkutíma.
Ólafi Ragnari er hins vegar eitthvað
farið að förlast í fréttaspunalistinni
og ekki fór mikið fyrir tilraunum ís-
lenskra stjórnvalda til að takmarka
skaðann. Í þýskum fjölmiðlum stóðu
orð hans án athugasemda eða leið-
réttinga fram eftir degi.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 fyllir þverúð,
8 ferma, 9 sjávarrót, 10
streð, 11 sakleysi, 13
fugls, 15 sverðs, 18 þvo,
21 frístund, 22 gorti, 23
styrkir, 24 spaugilegt.
Lóðrétt | 2 ástæða, 3
falla, 4 bera á, 5 starfið,
6 kássa, 7 frjáls, 12 þeg-
ar, 14 stormur, 15
ástand, 16 duglegur, 17
verk, 18 hvell, 19 grið-
laus, 20 hina.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 bræla, 4 kúgar, 7 nýtni, 8 tígur, 9 nei, 11 asni,
13 bana, 14 lindi, 15 þjál, 17 körg, 20 urg, 22 skart, 23
rægir, 24 rúnar, 25 forði.
Lóðrétt: 1 benja, 2 ættin, 3 alin, 4 kuti, 5 gegna, 6 rýrna,
10 Einar, 12 ill, 13 bik, 15 þusar, 16 áraun, 18 öfgar, 19
gervi, 20 utar, 21 gröf.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Db6 5. Rb3 Rf6 6. Rc3 e6 7. Bd3 Dc7 8.
0-0 a6 9. a4 b6 10. Bg5 Be7 11. f4 d6 12.
De1 h6 13. Bh4 Rd7 14. Bxe7 Rxe7 15.
Dg3 0-0 16. Hae1 Rc5 17. f5 exf5 18.
exf5 Rxd3
Staðan kom upp í Meistaramóti Tafl-
félagsins Hellis sem stendur yfir þessa
dagana í húsakynnum félagsins Álfa-
bakka 14a í Mjóddinni. Formaður fé-
lagsins, Gunnar Björnsson (2.153),
hafði hvítt gegn Degi Andra Friðgeirs-
syni (1.787). 19. Hxe7! Dxe7 20. f6
Dxf6 21. Hxf6 Kh8 22. Dxd6 gxf6 23.
Dxf8+ og svartur gafst upp. Mótinu
lýkur 23. febrúar næstkomandi en nán-
ari upplýsingar um mótið er m.a. að
finna á www.skak.is.
Hvítur á lei.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Erfitt að velja.
Norður
♠63
♥Á763
♦4
♣ÁK7543
Vestur Austur
♠G ♠K109872
♥D1042 ♥98
♦D1085 ♦973
♣G1098 ♣62
Suður
♠ÁD54
♥KG5
♦ÁKG62
♣D
Suður spilar 3G.
Þegar svíningar bjóðast í þremur lit-
um getur verið erfitt að velja. Hér er
það spaðasvíningin sem heppnast, en
rauðu drottningar vesturs liggja við
margmenni að baki gosum sagnhafa.
En því skyldi sagnhafi svína í spaða
frekar en rauðum lit? Útspilið er lauf-
gosi.
Sagnhafi svínar engu. Hann fer inn í
borð á ♥Á í öðrum slag, tekur á ♣Á-K
og hendir spöðum. Spilar síðan fjórða
laufinu og hendir tígli. Með átta topp-
slagi og eintóma gaffla þarf nú bara að
bíða eftir að vestur komi með úr-
slitaslaginn. Innspilun eða innkast hef-
ur á sér það orð að eiga sér stað seint í
spili – oft er beinlínis talað um enda-
spilun. En þetta er misskilningur. Það
kemur iðulega fyrir að hægt sé að
senda menn inn snemma spils og neyða
þá til samhjálpar.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú hefur vaxandi þörf fyrir náin
samskipti við aðra og ert jafnvel tilbúinn
til að slá af fyrri kröfum þínum til þess að
það megi takast. Veldu.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú færð mikið út úr samræðum og
hvers konar þrautum í dag. Talaðu við
hvern og einn og farðu í gegnum málin til
að hreinsa andrúmsloftið.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Ef þú segir meiningu þína máttu
eiga von á að einhver valdabarátta komi
upp á vinnustað. Samningar við hið op-
inbera og stórar stofnanir eru á næsta
leiti.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Sýndu börnum sérstaka þol-
inmæði í dag. Láttu þig bara fljóta með
straumnum og frestaðu öllum stórum
ákvarðanatökum.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þér finnst eins og allir hafi skoðanir
á því sem þú ert að gera án þess að þeim
komi það nokkuð við. Láttu velgengnina
ekki spilla barninu í þér.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Lítill pirringur getur orðið að
meiriháttar vandamáli. Þú færð hverja
hugmyndina á fætur annarri en gengur
illa að gera þær allar að raunveruleika.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú færð fyrirspurn sem vekur þér
undrun en munt síðar sjá að hún hafði
duldar meiningar. Þú ert ánægð/ur með
þig þessa dagana og mátt það vel því þú
hefur unnið vel.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þið ættuð að líta vandlega í
kringum ykkur og kunna að meta það
sem þið hafið. Biddu um hjálp, jafnvel
þegar þú þarfnast hennar ekki.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú nærð takmarki þínu ef þér
tekst að virkja annað fólk til að bera sinn
hluta byrðarinnar. Varastu ódýrar lausnir
sem halda ekki við nánari skoðun.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Ótti kennir manni að koma
skikki á líf sitt. Sýndu samstarfsfólki þol-
inmæði, allir geta gert mistök, þú líka.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Samskipti við stofnanir eða hið
opinbera koma flatt upp á þig á einhvern
hátt. Farðu þér hægt í að velja þér trún-
aðarvini, sérstaklega af hinu kyninu.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú ert að verða klárari með því að
gera visku heimsins að þinni. Sýndu kjark
og prófaðu hvort þetta gagnast þér.
Gættu þess vegna orða þinna.
Stjörnuspá
11. febrúar 1973
Sjöstjarnan fórst milli Fær-
eyja og Íslands og með henni
tíu manns, fimm Íslendingar
og fimm Færeyingar.
11. febrúar 1973
Kvikmyndin Brekkukotsann-
áll, eftir skáldsögu Halldórs
Laxness, var frumsýnd í Sjón-
varpinu. Myndin var gerð í
samvinnu sjónvarpsstöðva á
Norðurlöndum og í Þýska-
landi.
11. febrúar 1979
Dizzy Gille-
spie, einn
fremsti djass-
trompetleikari
heims, hélt tón-
leika í Há-
skólabíói. „Í
stuttu máli
sagt þá voru þessir tónleikar
frábærir,“ sagði í umsögn
Morgunblaðsins.
11. febrúar 2000
Um eitt hundrað bílar sátu
fastir á Reykjanesbraut vegna
ófærðar. Björgunarsveitir
voru langt fram á nótt að
hjálpa fólki sem var í bílunum.
11. febrúar 2004
Kafari fann fyrir tilviljun lík
af manni á sjö metra dýpi við
bryggju í Neskaupstað. Það
reyndist vera af Litháa. Þrír
menn voru síðar dæmdir í
tveggja og hálfs árs fangelsi
hver.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
„ÉG er hissa að vera komin á þennan aldur og
finnast ég ekki hafa elst,“ sagði Aldís Ingimars-
dóttir verkfræðingur sem er fertug í dag. „Mér
finnst það mikill áfangi að verða fertug en í raun
finnst mér ég ekki vera orðin svo gömul. Finnst ég
frekar vera þrjátíu og bara eitthvað lítið. Ég hélt
að fólk væri miklu eldra þegar það yrði fertugt!
Nú sé ég að það er alls ekki svo gamalt.“
Þegar Aldís lítur um öxl standa fáir afmæl-
isdagar sérstaklega upp úr í minningunum. Það er
þá helst tvítugsafmælið en þá efndu hún og vin-
kona hennar sem á afmæli 14. febrúar til ákaflega
skemmtilegs matarboðs.
Aldís á tvær dætur á unglingsaldri og ársgamlan son. Fjölskyldan
er nýkomin úr fjallaferð í Kerlingarfjöll um nýliðna helgi með „Fúla
genginu“. Fjallaferðir á breyttum jeppum eru mikið áhugamál Aldís-
ar en þessi ferð var þó ekki formleg afmælisferð. Aldís er viss um að
haldið verður upp á afmælið hennar en það er alfarið í höndum manns
hennar að skipuleggja afmælishaldið. „Ég var að vesenast eitthvað
með þetta en hann bað um að fá að ákveða það. Ég bíð bara spennt og
hef miklar væntingar,“ sagði Aldís. gudni@mbl.is
Aldís Ingimarsdóttir verkfræðingur 40 ára
Bíður spennt eftir afmælinu
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is