Morgunblaðið - 11.02.2009, Page 43
Menning 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Ég las texta sem var umþað hvernig hægt væriað gera vilja guðs.Texta sem ég fann á
netinu … Ég bjó til einskonar
vinnuferli fyrir gerð þessa verks
og ég hafði enga hugmynd um
hvað yrði. Ég held ég hafi tekið
inn í um tíu daga, var opinn fyrir
einhverju sem höfðaði til mín að
taka mynd af, skissa, kaupa eða
gera eitthvað og svo eftir þann
tíma var ég kominn með safn af
leiðum og útgangspunktum. Út
frá þessu kom fram þetta tæki til
að kalla fram ásýnd guðs.“
Þarna er myndlistarmaðurinn
Steingrímur Eyfjörð að tala um
margbrotið verk sitt, Ásýnd
Guðs, í viðtali í skrá sem fylgir
sýningunni Við erum hinir / hinir
erum við, sem stendur yfir í Gall-
erí 100º. Tækið sem hann talar
um er stigi með 77 rimum, sem
mjókkar upp, og er hluti af verk-
inu. Steingrímur segir aðalverkið
vera það sem fólk gerir sjálft,
viðbrögð sýningargesta, teikning-
arnar og málverkin séu „afgang-
ur sem leiðir af þessum turni“.
Ásýnd Guðs er eitt þriggjaverka á sýningunni og þóttgott pláss sé gefið undir
viðbrögð gesta, sem eru eins og
nokkuð hófstillt gestabók, sverja
vegghlutar verksins sig svo sann-
arlega inn í kunnuglegan mynd-
MYNDVERKIÐ
Ordrur frá
Gretti sterka
heim Steingríms. Listamaðurinn
var fulltrúi okkar á síðasta Fen-
eyjatvíæringi og virðist vera í
hamnum þessi misserin og skap-
ar afar forvitnileg verk; þessa
dagana má líka sjá óvenjulega
sýningu á skissum hans og teikn-
ingum í Gallerí Ágúst.
Í tíu daga segist Steingrímur
hafa verið opinn fyrir „einhverju“
sem höfðaði til sín, að „gera eitt-
hvað“. Og þetta „eitthvað“ sem
birtist í verkinu er forvitnilegt.
Vekur spurningar og skemmtir
sýningargestum um leið. Eins og
fyrri daginn eru verk Steingríms
mjög persónuleg í formgerðinni –
með skrafli, rissi, klippimyndum,
límböndum, maleríi og textum –
og hægt að njóta þeirra út frá
hreinu formrænu sjónarhorni, en
það bætir óskaplega miklu við að
leggjast í heim verkanna.
Þetta verk snýst að vissuleyti um fyrirmælin semSteingrímur er að leika sér
með. Og þau eru forvitnileg,
furðuleg, ólíkindaleg, og bráð-
fyndin. Á einni teikningunni eru
Oprah Winfrey og Magnús Sig-
urðsson, á annarri er heimspek-
ingurinn „Zizek að tala um vir-
túalið“, svo er ein með röð
kyrramynda úr sjónvarpsóper-
unni Vikivaka. Það tengist síðan
verkunum á álplötunum, þar sem
eru „ordrur“, sem listamaðurinn
fær frá Hrafni Gunnlaugssyni,
Sveini Einarssyni, Gretti Ás-
mundarsyni og Alexöndru David
Neal. „Ordrurnar“ hverfast á
einn eða annan hátt um aðra
þætti verksins, sem allt reyrist
saman á þéttan, en þó absúrd
hátt, í myndunum og textunum.
Í þessu verki hér tala menn-
ingarheimar og áhrifamenn í
menningunni saman. Fyrir miðju
er þrútið höfuð Grettis sterka
Ásmundssonar, og eins og fram
kemur efst gefur hann fyr-
irmælin. Í talblöðru í anda teikni-
mynda, sem er miðill sem Stein-
grímur hefur ætíð unnið með, er
birtist vinstra megin segir:
„Láttu skera út stjörnu með gati
(þá kemur mynd af stjörnu)
merkt Thór og Atli. Stórstjörnur
við háborð menningarinnar.“ Í
talblöðru frá munni Grettis til
hægri segir: „Það vantar Thór.
Vilhjálmsson. Hvað heitir hann
aftur? Tónskáldið. Já! Atli Heim-
ir.“ Fyrir ofan höfuð Grettis sem
mælir má síðan sjá gula stjörnu
með ásjónu Atla Heimis Sveins-
sonar í miðjunni, og í annarri
stjörnu fyrir neðan höfuð Grettis
er teiknuð mynd af Thor Vil-
hjálmssyni.
Þessar tvær gulu stjörnur birt-
ast aftur svífandi fyrir framan
verkið í álplötunni, en þær hafa
verið skornar út úr plexígleri og
límdar saman, með hringlaga gati
í miðjunni. Gegnum gatið má
skoða verkið, en það má einnig
skoða stjörnuna sem enn einn
þáttinn í heildarverkinu.
Og hvað á þetta allt svo aðmerkja? Gaman væri aðgeta svarað því á einfaldan
hátt – en list Steingríms Eyfjörð
býður ekki upp á einföld svör eða
lausnir. Sem betur fer. Hún er
margbrotin og persónuleg, flókin
og heimspekileg, írónísk og á
stundum hreinlega spreng-
hlægileg. Í það minnsta skellti ég
oft upp úr í heimsóknum mínum á
þessa sýningu, og naut þess jafn-
framt að reyna að koma mér inn í
hugmyndaheiminn sem birtist í
verkunum – þótt ég hafi ekki
fundið nema nokkra af þeim lykl-
um sem vantar. Fyrir vikið er
túlkunin brotakennd og persónu-
leg, en sjón sögu ríkari.
Myndverkið er hluti umfangsmikils verks Steingríms Eyfjörð, Ásýnd Guðs, frá
2008, sem er um þessar mundir sýnt í Gallerí 100º, sýningarsal Orkuveit-
unnar á Bæjarhálsi 1.
Ásýnd Guðs var sett saman fyrir og sett upp í Listasafninu á Akureyri í
fyrra, á sýningunni Orð Guðs, í sýningarstjórn Þóru Þórisdóttur.
Verkið samanstendur m.a. af 77 rima stiga í kassa á hjólum, stól sem gestir
eiga að sitja í og yfir honum hangir vatnsfata, borði með blöðum sem gestir
geta tjáð sig á og veggpláss fyrir myndir og hugleiðingar gesta; þá eru á
veggjum teikningar rammaðar inn í plexígler og álplötur með textum, ljós-
myndum, teikningum og máluðum myndum eftir Steingrím. Allt snýst það um
hugmyndina um að „gera vilja guðs“ og fara eftir fyrirmælum.
Sá hluti verksins sem hér er fjallað um er texti og málaðar myndir á álplötu,
og fyrir framan plötuna hangir í vír appelsínugul stjarna úr plexígleri.
Úr Ásýnd Guðs
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
ÁHUGAMENN um krossgátuna fá
sjaldgæfan glaðning á morgun
þegar kerfisfræðingurinn Ásdís
Bergþórsdóttir heldur fyrirlestur
um forsögu hennar og tengsl við
tilurð og þróun stafrófsins. Fyr-
irlesturinn fer fram í Sögufélag-
inu við Fischersund þar sem
áhugamenn krossgátunnar hittust
í fyrra á svokölluðum kross-
gátukvöldum.
„Krossgátan á sér frekar stutta
sögu en það vantar mikið af rann-
sóknum um hvernig menn hafa
leikið sér með ritað mál í gegnum
tíðina,“ segir Ásdís. „Krossgátan
byggist á þeirri hefð að leika sér
með ritað mál en þetta hefur ekki
verið nægilega rannsakað, þó svo
að eitthvað sé vitað.“
Fjallað verður um þróun kross-
gátna og þá útlitsbreytingu sem
gerð var á krossgátuforminu til að
þyngja þær og þá breytingu er
hefur orðið á gerð vísbendinga.
Orðaleikir í frumkristni
Krossgátan barst hingað til Ís-
lands frá Danmörku þá í banda-
rísku krossgátuformi en fjallað
verður um hvernig regluleiki ís-
lenskra orða skapaði að lokum
mikinn vanda fyrir íslenska kross-
gátuhöfunda. Þó svo að krossgátan
sjálf sé ekki ýkja gömul má rekja
forsögu hennar aftur til frum-
kristni en Ásdís segir sérfræðinga
eiga erfitt með að greina hvenær
fólk hóf að leika sér með ritað
mál. „Það fylgja kristninni ýmsir
orðaleikir á rituðu máli. Fisk-
táknmynd Krists er sú sem er best
þekkt.“
Ásdís segir sagnfræðinga deila
um hvort þessir orðaleikir hafi
verið leið kristinna manna til þess
að forðast ofsóknir með því að dul-
kóða skrif sín.
Krossgátur fara inn á vítt svið
og segir Ásdís því auðvelt að gera
þær að umtalsefni. „Ég ætla þó að
afmarka mig. Ég ætla í almennan
sögulegan hluta en ekki í sérhæfða
sögu kryptísku krossgátunnar,
heldur sögu hennar almennt. Það
verður þó einhver sérhæfing.“
Fyrirlesturinn hefst klukkan 20
en ekki hefur verið ákveðið hversu
lengi hann stendur. „Ég tala bara
þar til ég hef ekkert meira að
segja, geri ég ráð fyrir,“ segir Ás-
dís sposk að lokum.
Krossgátan rannsökuð
Fyrirlestur um
krossgátugerð
hjá Félagi ís-
lenskra fræða
Morgunblaðið/Kristinn
Ásdís Bergþórsdóttir Kerfisfræðingur með áhuga á krossgátum.
GAMAN er að segja frá því að at-
hyglisverðasta verkið á tónleikum í
Salnum á sunnudaginn var einnig
það nýjasta.
Þetta var Calculus 2 fyrir flautu
og píanó eftir Kjartan Ólafsson.
Kjartan hefur hér fundið sér efni-
við í gömlum klisjum, sem oft
skjóta upp kollinum í kvikmynda-
tónlist. Þarna mátti heyra hæg-
ferðuga píanóhljóma í Satie-stíl,
Debussykenndar tónahendingar
og íhugul stefbrot skreytt ótal
þögnum, rétt eins og mörg tónverk
fyrir tveimur áratugum eða svo.
Kjartan náði að skapa sannfærandi
heild úr þessum ólíku þáttum. Sú
framvinda sem varð til úr kunn-
uglegum minnum var einmitt ekki
klisjukennd, heldur þvert á móti
innblásin. Útkoman var nokkurs
konar næturljóð, noktúrna sem
kom stöðugt á óvart og var afar
ljúf áheyrnar.
Annað gott verk á tónleikunum
var Krummavísa fyrir einleiks-
flautu eftir Mist Þorkelsdóttur.
Hún einkenndist af hugvits-
samlegum spuna út frá einföldu
þjóðlagi. Spuninn var notalega af-
slappaður en samt skemmtilega lit-
ríkur og valsinn í lokin var hrein
snilld!
Hin verkin á tónleikunum voru
upp og ofan. Þar sem þau hafa áð-
ur verið flutt er óþarfi að fjalla um
þau sérstaklega hér. Þó verður að
segjast að takmörkuð endur-
ómunin í Salnum lék sumar tón-
smíðarnar grátt. Martial Nardeau
flautuleikari spilaði vissulega frá-
bærlega vel, en hann var í aðal-
hlutverkinu á tónleikunum. Sömu
sögu er að segja um Guðrúnu Birg-
isdóttur flautuleikara og Snorra S.
Birgisson tónskáld og píanóleikara.
Frammistaða þeirra breytti engu
um að flestar tónsmíðarnar, sér-
staklega samleiksverkin, hefðu
þurft meiri glans sem aðeins rétti
hljómburðurinn getur skapað.
Hlið við Hlið eftir Snorra fyrir
tvær flautur var t.d. óttalega þurrt
og kom mun verr út en á nýlegum
geisladiski með sömu flytjendum.
Endurómunin var ekki nægileg,
sem gerði að verkum að dulúðin í
tónlistinni náði ekki inn í túlk-
unina. Það var enga þrívídd að
finna, enga dýpt, ekkert undir yf-
irborðinu.
Svipaða sögu er að segja um
Afagull eftir Mist, einnig fyrir
tvær flautur. Salurinn í Kópavogi
er á margan hátt gallað tónleika-
hús og sumt hljómar þar ekki vel.
Greinilegt er að flautudúettar eru
þar á meðal.
Innblásið næturljóð
Salurinn í Kópavogi
Myrkir músíkdagar
Kammertónleikar bmnn
Mist Þorkelsdóttir: Krummavísa, Afa-
gull; Snorri Sigfús Birgisson: Partíta,
Hlið við hlið; Kjartan Ólafsson: Calcu-
lus, Calculus 2 (frumfl.); Klaus Ager:
Zweite Elegie. Flytjendur: Martial Nar-
deau, Guðrún Birgisdóttir og Snorri S.
Birgisson. Sunnudagur 8. febrúar.
JÓNAS SEN
TÓNLIST