Morgunblaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÖGMUNDUR Jónasson, nýr heilbrigðisráðherra, mun samkvæmt heimildum Morgunblaðsins slá af boðaða sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Hann hefur síðustu tvo daga verið á ferð um Norðurland og átt fundi með stjórnendum heilbrigðisstofnana og sveitar- stjórnarmönnum á svæðinu. Ögmundur vildi ekki tjá sig við Morgunblaðið í gær, þegar eftir því var leitað, þar sem hann hyggst gefa Al- þingi skýrslu í dag um fyrirhugaðar breytingar í heil- brigðiskerfinu. Heimildir blaðsins herma að heilbrigðisstofnanir verði þrjár á Norðurlandi; ein á Norðurlandi vestra, ein á Eyjafjarðarsvæðinu og ein í Þingeyjarsýslum. Þannig munu heilbrigðisstofnanir á Hvammstanga, Blönduósi og Sauðárkróki renna saman undir eina yf- irstjórn og stofnanir á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík fara undir yfirstjórn sjúkrahússins á Akureyri. Heilbrigðis- stofnunin á Húsavík mun þá hafa yfirstjórn með Norð- austurlandi, utan Eyjafjarðar. Fundar með sveitarfélögum Þegar síðasti heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, kynnti áform um sameiningar stofnana kom fram hörð andstaða við það á Blönduósi, Sauðárkróki og Húsavík. Lítil andstaða var við sameiningu stofnana á Vestur- landi og líklegt að þeim áformum verði ekki breytt með nýjum ráðherra. Hið sama má segja um Vestfirði og Suð- urland en þar heyrðust einnig óánægjuraddir, eins og frá Vesturbyggð vegna samruna við Ísafjörð og Vestmanna- eyjum vegna samruna við stofnunina á Selfossi. Nokkur sveitarfélög höfðu jafnframt lýst áhuga á að taka yfir rekstur heilbrigðisstofnana, sér í lagi heilsu- gæslunnar, og mun heilbrigðisráðherra eiga fundi með sveitarstjórnarmönnum í næstu viku um þann áhuga, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Meðal sveitarfélaga hafa þetta verið Vestmannaeyjar og Skagafjörður. Sameining slegin af  Nýr heilbrigðisráðherra hyggst afturkalla sameiningu stofnana á Norðurlandi  Þrjár heilbrigðisstofnanir fyrir Norðurland vestra, Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur Í HNOTSKURN »Fyrrverandi heilbrigð-isráðherra kynnti í upp- hafi árs áform um fækkun heilbrigðisstofnana á lands- byggðinni úr 22 í 6. »Nýr heilbrigðisráðherrahefur breytt hluta af þess- um ákvörðunum. »Óljóst er enn hvað verðurum starfsemi St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði. »Ögmundur Jónasson gefurAlþingi skýrslu í dag um heilbrigðismálin. sjöunda tímanum. Efnið var á vegum fyrirtækisins Optimal sem framleiðir íblöndunar- efni fyrir rækju að sögn Ásmundar. „Við höfðum ekki upplýsingar um að efnið væri þarna en var sagt að meira ætti að vera inni í gámnum sem var ekki þar þegar til kom. Þannig að ýmsar spurningar vökn- uðu.“ Útkallið í Grindavík kom daginn eftir að slökkvilið var kallað til vegna gassprengingar í heimahúsi á Ak- ureyri. Þar voru 26 gaskútar innan- dyra, sem sköpuðu mikla hættu fyrir slökkviliðsmenn. Atvikin tvö vekja upp spurningar varðandi þá óvissu sem slökkviliðsmenn mæta daglega í starfi sínu. Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is „ÞETTA er eilíf þjálfun og megnið af okkar tíma fer í að undirbúa sig fyrir verkefni sem menn vita ekki hvernig eru,“ segir Jón Viðar Matt- híasson, slökkviliðsstjóri höfuðborg- arsvæðisins, inntur eftir þeirri óvissu sem einkennir starf slökkvi- liðsmanna. Í gær var slökkviliðið í Grindavík kallað til vegna leka eitur- efna sem lengi var óvíst hver væru. Efnið lak úr 40 feta gámi á iðn- aðarsvæði austast í bænum. Slökkvi- lið var kallað til um hádegið í gær þegar tók að rjúka úr gámnum en efnið hafði verið þar í geymslu í tvö ár, að sögn Ásmundar Jónssonar, slökkviliðsstjóra í Grindavík. „Á sín- um tíma voru tvö tonn af þessu efni sett í gáminn. Það var á brettum og hafði allt saman lekið niður og var komið í drullu. Vatn hafði komist í efnið og efnasambönd fóru af stað sem mynduðu reykinn.“ Vissu ekki um efnið Efnið var innst í gámnum og hafði vörubrettum verið staflað fyrir framan sem þurfti að fjarlægja til að komast að efninu. Um kl. þrjú var fengin aðstoð frá Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins og verkinu lauk á liðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir þjálfun þeirra ganga út á að takast á við óvissar aðstæður, hvort heldur er í slökkviliðsstarfi eða sjúkraflutningum. „Menn fara í út- köll sem reynast kannski vera allt önnur en skilgreint var í upphafi. Þess vegna reynir mikið á að menn fari varlega og fái ákveðna grunn- menntun til þess að bregðast við óvissunni.“ Ákvarðanir út frá forsendum Hann segir mennina þjálfaða í að greina aðstæður og taka ákvarðanir út frá forsendum hverju sinni. „Oft hafa menn ekki nema lítið brot af myndinni. Svo bætast alltaf upplýs- ingar við og þá þurfa menn að end- urmeta aðstæður.“ Hann tekur undir að starfið geti verið andlega lýjandi og þess vegna m.a. sé farið yfir öll útköll eftir á. Oft aðeins með lítið brot af myndinni Ljósmynd/Steinn Vignir Eitur Mikill viðbúnaður hjá slökkvi- liðinu vegna efnalekans í gær. Mikill viðbúnaður hjá slökkviliðinu í Grindavík í gær vegna eiturefnaleka í gámi á iðnaðarsvæði í austurhluta bæjarins HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir, sem báðar „voru án nokkurs til- efnis“ eins og segir í dómnum, ýmis fíkniefna- og umferðarlagabrot og vopnalagabrot. Til frádráttar dómn- um kemur gæsluvarðhald sem ákærði sætti frá 31. maí til 6. júní 2008. Ákærða er gert að greiða öðr- um brotaþola líkamsárásar 324.700 krónur auk vaxta og samtals 1.884.234 krónur í sakarkostnað. Jafnframt eru gerð upptæk til ríkissjóðs 385,70 g af kókaíni, 9,71 g af amfetamíni, 8,83 g af hassi, 2,9 g af maríjúana og 1,29 g af tóbaks- blönduðu kannabisefni, riffill, hagla- byssa, gasvopn og 300.000 krónur í reiðufé sem var í vörslu ákærða. Ásgeir Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. Karl Ingi Vil- bergsson aðstoðarsaksóknari flutti málið fyrir ákæruvaldið, en verj- andi ákærða var Björgvin Jónsson hrl. Dæmdur í 15 mánaða fangelsi Líkamsárásirnar tvær án nokkurs tilefnis HLUTIR rata nú oftar á viðgerðar- stofur og síður á haugana en í góð- ærinu, ef marka má viðgerðar- verkstæði. Hjá radíóverkstæðinu Són í Faxafeni er jafnvel afgreiðsla verkstæðisins nýtt sem geymslu- pláss undir sjónvörp sem bíða við- gerðar. „Já, það er búið að vera svolítið að gera hjá okkur,“ segir Þór Ólafsson. „Fólk spáir greini- lega frekar í að láta gera við tækin sín en að kaupa ný.“ Oftast borgi sig að láta gera við. „Það er metið hverju sinni en tækin kosta nú mun meira en í góðærinu og því er fólk tilbúið að kosta aðeins meiru til en áður.“ Dagbjartur Dagbjartsson hjá Töskuviðgerðinni í Ármúla segir það aukast að fólk komi með ferða- töskur og dömuveski í viðgerð. Starfsfólkið finni greinilega fyrir því að fólk nýti hlutina betur nú en áður. „Það er ekki spurning. Fólk lætur frekar gera við það gamla en að kaupa nýtt.“ ben@mbl.is Morgunblaðið/Golli Bættar Gömlu ferðatöskurnar öðlast nýtt líf hjá Dagbjarti Dagbjartssyni. Morgunblaðið/Heiddi Bilað Þór Ólafsson segir gömul sjónvarpstæki streyma inn til viðgerðar. Viðgerðir vinsælar Gamlir hlutir ganga í endurnýjun lífdaga í stað þess að enda á haugunum GUNNAR Svav- arsson, formaður fjárlaganefndar, hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri í komandi kosn- ingum. „Atburðir síðustu mánuði og vikur hafa kallað fram upp- gjör í stjórn- málum og víðtæka umræðu um upp- stokkun og aukið lýðræði,“ segir Gunnar m.a. í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Endurnýjun nauðsynleg „Í ljósi þessa, m.a. til þess að skapa svigrúm fyrir nauðsynlega endurnýjun í efstu sætum framboðs- listans, hef ég ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri í komandi al- þingiskosningum. Ég tek þessa ákvörðun í sátt við alla þá sem ég hef starfað með í öllum stjórnmála- flokkum um leið og ég þakka þann mikla stuðning og hvatningu sem ég hef jafnan fundið fyrir.“ Gunnar vík- ur til hliðar Gunnar Svavarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.