Morgunblaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
Á STÓRA háskóladeginum í Nor-
ræna húsinu á laugardag nk., frá
kl. 11-16, fer fram námskynning
þar sem fulltrúar frá sautján há-
skólum í Danmörk kynna hvaða
nám þeir hafa upp á að bjóða.
Kynntur verður auk hefðbundins
háskólanáms fjöldi annarra styttri
námsleiða. Þar er um að ræða bæði
iðn- og viðskiptanám auk margra
annarra eins og t.d. hjúkrunar- og
siglinganám.
Ennfremur mun fulltrúi frá
menntamálaráðuneytinu í Dan-
mörku veita upplýsingar um það
nám sem óskað er eftir, auk upplýs-
inga um búferlaflutninga til Dan-
merkur. Upplýsingar eru um
skólana á www.danmark.is.
Kynning á námi
í Danmörku
HÁTÍÐARSJÓÐUR sænska seðla-
bankans, Riksbankens Jubileums-
fond, veitti nýlega Stofnun Vigdís-
ar Finnbogadóttur fjárstyrk upp á
um 7,5 milljónir íslenskra króna
sem er ætlað að stuðla að uppbygg-
ingu framtíðarverkefnis stofnunar-
innar, sem felst í að koma á fót al-
þjóðlegri tungumálamiðstöð.
Hár styrkur
Sjö verkefni hlutu styrk frá Sam-
tökum iðnaðarins til námsefnis-
gerðar eða aðrar greinar sem
varða iðnað. Alls námu styrkirnir
6,5 milljónum kr.
Frá ársbyrjun 2006 hafa Samtök
iðnaðarins styrkt 26 útgáfuverk-
efni. Til þess hafa samtökin varið
26 milljónum króna eða að jafnaði 1
milljón kr. á hvert verkefni.
Sjö hlutu náms-
efnisstyrki SI í ár
FYRIRTÆKIÐ Klæðning segir það
beinar rangfærslur sem Orkuveita
Reykjavíkur heldur fram að verk-
efni við Hellisheiðarvirkjun sé sex
mánuðum á eftir áætlun. Unnið sé
við verkið af fullum krafti og það
gangi ágætlega miðað við efni og
aðstæður.
Það sem hafi valdið töfum verði
seint allt skrifað á reikning Klæðn-
ingar heldur þvert á móti á OR.
„Svo ótrúlegt sem það kann að
hljóma hefur það gerst að fram-
kvæmdarleyfi hafa gleymst af hálfu
OR sem olli margra mánaða töfum,
mistök við hönnun verksins valda
því að Klæðning getur ekki haldið
áfram með það að hluta til um þess-
ar mundir. Þá hefur það ekki orðið
til að flýta verkinu að OR hefur ver-
ið staðið að því að gleyma að panta
efni og fyrir skömmu gerðist það að
til landsins kom skipsfarmur af píp-
um í Hellisheiðarlögn sem var ekki
einu sinni í réttri lengd,“ segir í yf-
irlýsingu Klæðningar.
Klæðning vísar ásök-
unum OR á bug
FORUSTUMENN SA og ASÍ
ákváðu á fundi hjá ríkissáttasemj-
ara í fyrradag að hittast á mánudag
nk. til þess að fjalla um áframhald
kjarasamninga og frestun fyrirhug-
aðra launahækkana 1. mars nk.
Fulltrúar samningsaðila hins op-
inbera sátu einnig fundinn.
Fundur á mánudag
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
SAMKVÆMT upphaflegri áætlun
íslenskra stjórnvalda hefði mat á
eignum og skuldum gömlu og nýju
bankanna þriggja átt að ljúka í lok
þessa mánaðar. Þá vinnu má rekja
til neyðarlaganna sem samþykkt
voru 6. október. Skilanefndir Fjár-
málaeftirlitsins tóku yfir bankana
þrjá 6. til 9. október á grundvelli
fyrrnefndra laga.
Hægar hefur gengið við að meta
eignir og skuldir bankanna en áætl-
anir gerðu ráð fyrir og er nú búist
við að þeirri vinnu verði ekki lokið
fyrr en í apríl. Ekki er hægt að
leggja nýju bönkunum til 385 millj-
arða í eigið fé fyrr en matinu er lokið
og mat á eignum og skuldum bank-
anna þar með ljóst.
Vinnu verði ekki ógnað
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa margir kröfuhafa
bankanna töluverðar áhyggjur af því
hver niðurstaða matsins á eignum og
skuldum verður. Eigið fé verður lagt
til nýju bankanna í formi ríkis-
skuldabréfa. Það sem kröfuhafar,
þar sem lánveitendur gömlu bank-
anna eru stærstir, „bíða spenntir“
eftir að sjá, eins og einn viðmælenda
Morgunblaðsins komst að orði, er
hvernig eignirnar verða metnar. Í
efnahagsáætlun stjórnvalda og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins segir meðal
annars þetta: „Enn fremur viður-
kennum við [stjórnvöld innsk. blm.]
að það sé lykilatriði í réttlátri með-
ferð gagnvart innstæðueigendum og
kröfuhöfum á hendur yfirteknu
bönkunum að nýju bankarnir greiði
sannvirði fyrir þær eignir sem flutt-
ar voru frá gömlu bönkunum.“
Nokkurrar óánægju hefur gætt
meðal kröfuhafa bankanna með
fyrirkomulagið sem viðhaft er varð-
andi eignaumsýslu gömlu bankanna.
Helst hafa þeir talið að þeir eigi að
geta haft meira um það að segja
hvernig eignum gömlu bankanna er
ráðstafað. Mikill árangur hefur þó
náðst að undanförnu í starfi skila-
nefndanna, að sögn viðmælenda inn-
an þeirra. Tekist hefur að koma á
skilvirkara upplýsingaflæði milli
nefndanna og kröfuhafa en var í
fyrstu, sem hefur hraðað vinnu og
aukið skilning kröfuhafanna á að-
stæðum hér á landi.
Vinnu verði ekki haggað
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa formenn skilanefnd-
anna, Lárus Finnbogason, Steinar
Þór Guðgeirsson og Árni Tómasson,
lagt á það áherslu að boðaðar breyt-
ingar á lögum um fjármálafyrirtæki
leiði ekki til þess að vinna skila-
nefndanna tefjist. Boðaðar hafa ver-
ið breytingar á lögunum, meðal ann-
ars ákvæði um að óheimilt sé að fara
í mál við fjármálafyrirtæki í
greiðslustöðvun. Héraðsdómur
komst að því á dögunum að ákvæði
þessi efnis færi gegn ákvæðum
stjórnarskrár um grundvallarrétt
allra til þess að fá úr málum skorið
fyrir dómsmálum.
Þá hafa einnig verið boðaðar frek-
ari breytingar sem ætlað er að
styrkja lagaumhverfið og „færa það
nær þeim aðstæðum sem nú eru
uppi“ eins og einn viðmælenda
Morgunblaðsins komst að orði.
Stefnt er að því að leggja fram frum-
varp um fyrrnefndar lagabreytingar
innan tíðar á vegum viðskiptaráðu-
neytisins.
Skilanefnd Landsbankans vinnur
nú að því að klára vinnu við skýrslu-
gerð sem kynnt verður kröfuhöfum
seinna í vikunni. Þar verður meðal
annars kynnt yfirlit yfir eigna- og
skuldastöðu bankans. Meðal annars
ættu að koma fram upplýsingar um
hversu mikið mun falla á íslenska
ríkið vegna Icesave-netreikninga
Landsbankans.
Ný lög ógni ekki vinnu
Formenn skilanefnda bankanna leggja áherslu á að breytingar á lögum setji
vinnu nefndanna ekki úr skorðum Neyðarlögin eru umdeild meðal lögmanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lögin kynnt Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, stóð í ströngu
eftir að neyðarlögin voru sett á og bankastarfsemi yfirtekin.
Í HNOTSKURN
» Skilanefndir bankannahafa unnið að því að reyna
að hámarka virði eigna gömlu
bankanna, frá því þær tóku til
starfa á grundvelli neyðarlag-
anna.
» Stærstir meðal kröfuhafagömlu bankanna eru lán-
veitendur gömlu bankanna.
» Eignir Glitnis voru sagðar36-46 prósent af skuldum
en hjá Kaupþingi voru eignir
um 20 prósent af skuldum.
Forgangskröfur voru ekki
inni í tölunni hjá Kaupþingi,
sem skýrir muninn að mestu.
Á fundi öldungadeildar Lögfræð-
ingafélags Íslands 11. febrúar sl.
ræddu lögfræðingar um neyðar-
lögin og starf skilanefnda. Lárent-
ínus Kristjánsson hrl., formaður
Lögmannafélags Íslands og
fulltrúi í skilanefnd Landsbank-
ans, ræddi við lögfræðinga um
starfið.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru lögfræðingar á fund-
inum ekki sammála um hvort ís-
lenska ríkinu hefði verið heimilt að
grípa til þeirra aðgerða sem gripið
var til, á grundvelli neyðarrétt-
arsjónarmiða. Meðal lögfræðinga
sem þetta ræddu var Hrafn Braga-
son, fyrrverandi hæstaréttardóm-
ari.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins spunnust nokkrar um-
ræður um hvort ríkinu væri heimilt
að standa í þeirri „eignaumsýslu“
sem í lögunum fælist.
Þá voru fundargestir ekki allir
sammála um hvort það gæti stað-
ist fyrir dómstólum að tryggja
innistæður íslenskra banka hér á
landi að fullu en ekki með sam-
bærilegum hætti erlendis.
Ræddu neyðarlög og starf skilanefnda
STUTT