Morgunblaðið - 19.02.2009, Side 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
ÍBÚAR í Vík í Mýrdal mega búast við auknum ágangi
sands á næstu misserum með tilheyrandi tjóni á mann-
virkjum og óþægindum. Að óbreyttu mun sjórinn
brjóta sér leið að íþróttavellinum eftir nokkur ár.
Landrof hefur verið mikið í Víkurfjöru síðustu ára-
tugi vegna ágangs sjávar. Rofið hefur að jafnaði verði
8-10 metrar á ári sem er með því mesta sem þekkist á
jörðinni. Landgræðslan hefur unnið mikið að upp-
græðslu til að hefta sandfok og lagt tugi milljóna í það.
Í minnisblaði sem Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri og Gústav Ásbjörnsson héraðsfulltrúi tóku saman
fyrir sveitarstjórnina eru ítrekaðar viðvaranir Land-
græðslunnar vegna sandfokshættu í Vík.
Fjöruborðið er að nálgast flóðvarnagarðinn sem
byggður var 1995 og þegar skörð koma í hann verður
fátt um varnir. Fram kemur að vegna þess hversu lítið
landrými er orðið eftir á milli fjöru og byggðar sé nær
ógerlegt að koma í veg fyrir sandfok inn í byggðina.
Sandfok var síðast í Víkurþorpi sl. þriðjudagskvöld.
„Það er eins og að vera í sandstormi á Mýrdalssandi,
þegar þetta gengur yfir. Maður getur ekkert gert,“
segir Bryndís F. Harðardóttir sem býr við neðstu göt-
una í Vík. Hún segir að sandurinn smjúgi alls staðar
inn. Þrífa þurfi húsið og umhverfið og mála árlega.
Unnið hefur verið að undirbúningi sjóvarna. Til hef-
ur staðið að verjast sjónum við svokallaðan flóðvarna-
garð sem er skammt sunnan við þorpið. Margir íbúar
vilja verjast sunnar, í núverandi fjöruborði, og eiga
meira svæði til að stoppa sandinn. Einnig hefur um-
ræða um lagningu nýs vegar um Mýrdal áhrif því mikill
fjöldi íbúa Víkur vill færa veginn í fjöruna. Ekki verður
nægilegt pláss fyrir veginn ef sjóvarnagarðurinn verð-
ur byggður samkvæmt núverandi áætlunum. Áformað
var að hefja framkvæmdir í ár en ekki fékkst fjárveit-
ing. Sveinn Pálsson sveitarstjóri segir það slæmt. Tek-
in sé viss áhætta með því að fresta framkvæmdum því
þótt landbrotið sé 8-10 metrar að meðaltali á ári geti
komið stór áföll við vissar aðstæður. Vonast hann til að
fjárveiting fáist til að byrja á næsta ári.
Búast við auknu sandfoki
Vegna landbrots í Víkurfjöru færist sjórinn tíu metra í átt
að húsum í Víkurþorpi á ári Styttist í íþróttavöllinn
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Varnir Landgræðslan lét í gær aka grófri möl í skörð í fjöruborðinu til að hefta sandfok inn í þéttbýlið.
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Lagersala
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Str. 38-56
Nýjar vörur
frá
Útsalan enn í
fullum gangi,
mikill afsláttur
,
Smáralind, sími 554 3960 • Kringlunni, sími 533 4533
Tax-free-bomba
Fríhafnarverð
Verið velkomi
n
Fríhafnarverð á öllum vörum
í verslunum okkar þessa helgi
fimmtudag til sunnudags
Kringlan, sími 533 4533
Smáralind, sími 554 3960
MARINE BIOLOGY COLLECTION
Öflug orkublanda
fyrir líflausa húð
Gerir húðina bjartari
og orkumeiri!
Vertu velkomin
á eftirtaldar
kynningar:
Fimmtud. 19. feb.
Hygea Kringlunni
kl. 13-18
Föstud. 20. feb.
Hygea Smáralind
kl. 13-16
Laugard. 21. feb.
Hygea Smáralind
kl. 11-15
LAGERSALA 50-70% afsláttur • Góð tilboð
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862