Morgunblaðið - 19.02.2009, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.02.2009, Qupperneq 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 Bólgu í munni og hálsi má lina með því að... • Sjúga Strepsils-hálstöflur • Drekka heita drykki - til dæmis kamillute með hunangi • Forðast tóbaksreyk Stíflaðar nasir má lina með því að... • Nota nefúða - til dæmis Otrivin • Sofa með hátt undir höfði - sem dregur einnig úr hósta Þegar maður er með kvef og særindi í hálsi er almennt gott að... • Drekka mikið af vökva • Þvo hendurnar oft • Forðast líkamlega áreynslu • Lofta vel og vandlega heima fyrir en forðast þó vind og kulda • Nota snýtupappír og henda eftir notkun Otrivin auðveldar þér andardrátt þegar þú ert með kvef! • Otrivin skal úða einu sinni í hvora nös eftir þörfum, 2-3 sinnum á dag. • Nota í mesta lagi 10 daga í röð. Strepsils, við særindum í hálsi! Strepsils er fáanlegt með þremur bragðtegundum: • Orginal • Sítrónu- og hunangsbragði • Mentólbragði OTRIVIN nefúði og nefdroparnir innihalda xýlómetasólin sem vinnur gegn bólgu, nefstíflu og slímmyndun vegna kvefs og bráðrar bólgu í ennis- og kinnholum. Otrivin virkar fljótt og áhrifin vara í 6-10 klst. Otrivin getur valdið aukaverkunum, s.s. ertingu í slímhúð og sviðatilfinningu. Einnig ógleði og höfuðverk. Otrivin má nota þrisvar á dag en ekki lengur en í 10 daga í senn. Otrivin 1 mg/ml: Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 10 ára. Otrivin 0,5 mg/ml: Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Einungis ætlað 2-10 ára börnum að læknisráði. Varúð: Langtímanotkun Otrivin getur leitt til þurrks í nefslímhúð. Sjúklingar með gláku eða þeir sem hafa ofnæmi fyrir xýlómetasólin ættu ekki að nota Otrivin. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. STREPSILS töflur innihalda: Amýlmetakresól 0,6 mg, 2,4 tvíklóróbensýl- alkóhól 1,2 mg. Strepsils töflur eru látnar renna í munni og leysast þar hægt upp. Þannig nást fram staðbundin sótthreinsandi áhrif í munni og koki. Auk þess hafa bragðefnin væg kælandi áhrif sem slá á ertingu. Venjulega er ein tafla látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst. fresti. Einnig má leysa upp 1-2 töflur í heitu vatni og drekka sem heitan drykk. Lyfið þarf venjulega að nota í 3-4 daga og stundum í allt í eina viku. Notkun lyfsins hefur engin áhrif á önnur lyf sem notuð eru samtímis. Ofnæmi eða ofnæmislík viðbrögð geta komið fyrir en eru afar sjaldgæf. Hver pakki af Strepsils inniheldur 24 munnsogstöflur, sem eru í hentugum þynnupakkningum. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðs- leyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. SKÚLI Helgason gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann var fram- kvæmdastjóri Sam- fylkingarinnar í þrjú ár en hefur hætt störfum. Skúli er með meistarapróf í op- inberri stjórnsýslu frá University of Minnesota í Bandaríkjunum og BA- próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hann var dagskrárstjóri Bylgjunnar og dagskrárgerð- armaður á Rás 2 og útgáfustjóri hjá Eddu miðlun og útgáfu. Skúli Helgason í framboð Skúli Helgason Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast framboðum, próf- kjörum, kosningafundum o.fl. Kosningar 2009 ÁRNI Þór Sigurðs- son gefur kost á sér í 2. sæti á fram- boðslista Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Árni hefur verið þingmaður frá árinu 2007. Hann er með cand. mag.- próf í hagfræði og rússnesku frá Óslóarháskóla, auk náms í op- inberri stjórnsýslu. Hann hefur starfað að réttinda- og kjaramálum. Árni Þór stefnir á 2. sætið í Reykjavík Árni Þór Sigurðsson VILHJÁLMUR Árnason gefur kost á sér í 3.-4. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í Suður- kjördæmi í kom- andi prófkjöri. Vilhjálmur starfar sem lögreglumaður og er með próf í viðskipta- og hag- fræði. Heimasíða hans er www.villiarna.is. Vilhjálmur í framboð í Suðurkjördæmi Vilhjálmur Árnason VALDIMAR Agnar Valdimarsson gef- ur kost á sér í 7. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Valdimar hefur lokið meistaraprófi í alþjóðaviðskiptum og stjórnun frá Bo- urnemouth Uni- versity í Englandi, prófi í stjórn- málafræði frá HÍ og prófi í verðbréfaviðskiptum. Valdimar í framboð í Reykjavík Valdimar Agnar Valdimarsson STJÓRN kjördæmisráðs VG í NV- kjördæmi hefur ákveðið að efna til forvals vegna komandi alþing- iskosningar. Fimm manna kjör- stjórn hefur verið skipuð sem lagt hefur fram þá tillögu að forvalið fari fram hinn 5. og 6. mars nk. Auglýstur framboðsfrestur er til 23. febrúar nk. Prófkjör VG fer fram 5.-6. mars STUTT UTANRÍKISMÁLANEFND Al- þingis mun ekki aðhafast frekar vegna ummæla sem höfð voru eftir forseta Íslands í þýskum fjölmiðlum í liðinni viku. Eftir fund nefndarinn- ar í gærmorgun sagði formaður hennar, Árni Þór Sigurðsson, að ekki væri ástæða til þess. „Það kom ekkert annað fram en að það væri rétt að orð hans hefðu verið rang- túlkuð.“ Umræðu innan nefndarinnar um ummæli forsetans er þó ekki lokið því á fundinum fóru þingmenn Sjálf- stæðisflokks í utanríkismálanefnd fram á að Árni Þór óskaði eftir upp- lýsingum frá forsetaembættinu og utanríkisráðuneytinu vegna greinar Eiðs Guðnasonar, fyrrverandi sendi- herra, í Morgunblaðinu á mánudag. Í greininni sagði Eiður að Ólafur Ragnar hefði farið á svig við sann- leikann þegar hann bar til baka frá- sögn norska sendiherrans af fundi forsetans með erlendum sendiherr- um í Reykjavík. Sagðist Eiður hafa lesið frásögn ann- ars sendiherra af fundinum sem staðfesti norsku frásögnina. Á fundi nefnd- arinnar í gær- morgun var fjallað um um- mæli Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Íslands, sem birtust í þýskri útgáfu Financi- al Times. Þar var haft eftir Ólafi Ragnari að Íslendingar myndu ekki greiða skuldir vegna innlánsreikn- inga Kaupþings í Þýskalandi. Óheppileg túlkun Ragnheiður Elín Árnadóttir, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefnd- inni, sagðist telja óheppilegt hvernig ummæli forsetans hefðu verið túlk- uð, hvert svo sem samtal hans og blaðamanns þýska blaðsins hefði verið. omfr@mbl.is, gudni@mbl.is Afli gagna um sendiherrafund  Utanríkismálanefnd aðhefst ekki frekar vegna ummæla sem höfð voru eftir for- setanum í þýskum fjölmiðlum  Ummæli forsetans rangtúlkuð af blaðamanni Ólafur Ragnar Grímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.