Morgunblaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
Dagskrá
Kl. 13:30 Setning fundarins
Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Kl. 13:40 Ávarp menntamálaráðherra
Katrín Jakobsdóttir
Kl. 13:50 Áskoranir í starfi stjórnanda í ferðaþjónustu í dag
Hvaða máli skipta nýjar hugmyndir og skapandi hugsun við
núverandi aðstæður?
Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans
Kl. 14:30 Fas leiðtogans smitar út frá sér
Hvernig er hægt að auka jákvæðan starfsanda á tímum
álags og breytinga?
Steinunn I. Stefánsdóttir, ráðgjafi hjá Starfsleikni
Kl. 15:10 Kaffi
Kl. 15:40 Starfsmannaþjálfun
Hvaða máli skiptir markviss þjálfun starfsmanna?
Sagt frá reynslu fyrirtækja af Starfsmannaráðgjöf Starfsafls.
Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls
Sigríður Ólafsdóttir, Farfuglaheimilið Laugardal
Pálmar Sigurðsson, Hópbílar
Kl. 16:00 „Færni í ferðaþjónustu II“ - Ferðaþjónustubraut
Kynning á nýrri námsskrá í ferðaþjónustu sem er sjálfstætt framhald
„Færni í ferðaþjónustu I“ og greint frá tengingu námsins inn á
ferðaþjónustubraut.
María Guðmundsdóttir, upplýsinga- og fræðslufulltrúi SAF
Skúli Thoroddsen, Starfsgreinasambandinu
Kl. 16:20 Kynning á nýju námi í HR fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu
Um hvað snýst námið og hver var reynslan af náminu?
Einar Torfi Finnsson, Íslenskir fjallaleiðsögumenn
Kl. 16:30 Afhending starfsmenntaviðurkenningar SAF
Össur Skarphéðinsson, ferðamálaráðherra
Fundarstjóri er Aðalheiður Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís
Í kaffihléi munu helstu starfsmenntasjóðir og fræðsluaðilar í ferðaþjónustu
vera með kynningu á starfsemi sinni. Ekkert þátttökugjald, þátttaka tilkynnist
í síma 511-8000 eða með tölvupósti: info@saf.is
Dagur menntunar
í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar halda fund 19. febrúar 2009 kl. 13:30-17:00
á Grand Hótel Reykjavík og er markmið fundarins að ræða mikilvægi
fræðslu og símenntunar starfsfólks í ferðaþjónustu.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
KARL Georg Sigurbjörnsson lögmaður, sem
ákærður er fyrir fjársvik með því að hafa sem
milligöngumaður um sölu gefið fimm eigendum
stofnfjárbréfa í Sparisjóði Hafnarfjarðar ranga
hugmynd um verðmæti bréfanna, sagði fyrir
dómi í gær að hann hefði hvergi komið nærri
ákvörðun um kaupverð, hvorki þegar stofn-
fjárbréfin voru keypt á 25 milljónir né þegar
hlutirnir voru seldir áfram fyrir 45 milljónir
stuttu síðar.
Hann hefði einungis verið að sinna lögmanns-
störfum fyrir A-Holding, dótturfélag Baugs.
90 milljónir lagðar inn á reikning
Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisend-
urskoðandi, fór fyrir hópi fimm stofnfjáreig-
enda í Sparisjóði Hafnarfjarðar sem seldu hluti
sína með milligöngu Karls Georgs í febrúar
2006, um hálfu ári eftir að flestir aðrir stofnfjár-
eigendur höfðu selt hluti sína. Líkt og aðrir
stofnfjáreigendur áttu þeir tvo hluti og fengu
samtals 50 milljónir í sinn hlut.
Sigurður fékk síðar upplýsingar um að kaup-
endur bréfanna hefðu greitt 90 milljónir fyrir
tvö stofnfjárbréf og í kjölfarið kærði hann Karl
til ríkislögreglustjóra.
Fyrir dómi í gær lýsti Sigurður því að hann
hefði leitað að öðrum kaupanda en Karli Georg
en ekki tekist að finna hann. Hann hefði síðan
hitt stjórnarmann í sparisjóðnum í samkvæmi á
Grand Hóteli og sá hefði bent honum á Karl
Georg.
Ákæran sem ríkislögreglustjóri gaf út gegn
Karli hljóðar upp á fjársvik með því að hafa
greitt stofnfjáreigendunum fimm 50 milljónir
þrátt fyrir að raunverulegt söluverðmæti til
kaupenda væri 90 milljónir. Í ákærunni kemur
m.a. fram að kaupendur, sex eignarhaldsfélög,
hefðu lagt 90 milljónir inn á reikning lögmanns-
stofunnar nokkrum dögum eftir að umrædd við-
skipti fóru fram.
Karl sagði ítrekað fyrir dómi í gær að ákvarð-
anir um söluverð og síðar kaupverð hefðu ekki
verið í sínum höndum heldur hjá Stefáni Hilm-
ari Hilmarssyni, fjármálastjóra Baugs Group og
stjórnarformanns A-Holding í Lúxemborg.
Enginn þeirra fimm stofnfjáreigenda sem báru
vitni í gær heyrðu nokkru sinni minnst á A-
Holding í þessum viðskiptum. Það kom einnig
fram fyrir dómi að salan á stofnfjárbréfunum
fór ýmist fram með milligöngu Karls Georgs
eða Sigurðar G. Guðjónssonar.
Stefán Hilmar bar á sömu lund og Karl
Georg, þ.e. að A-Holding hefði ákveðið kaup- og
söluverð. Inntur eftir skýringu á mismuninum á
söluverði Sigurðar og félaga og því verði sem
fékkst fyrir bréfin stuttu síðar, sagði Stefán að
þegar A-Holding byrjaði að kaupa stofnfjárhluti
hefðu kaupin verið mjög áhættusöm enda hugs-
anlegt að Fjármálaeftirlitið kæmi í veg fyrir að
nýir eigendur bréfanna færu með virkan eign-
arhlut. A-Holding hefði lagt í umtalsverðan
kostnað vegna kaupanna og eftir því sem leið á
viðskiptin hefði orðið ljóst að mikil eftirspurn
var eftir bréfunum.
Aðeins að vinna lögmannsverk
Lögmaður sem hafði milligöngu um kaup og sölu á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar kveðst
einungis hafa verið að vinna lögmannsverk fyrir A-Holding Kaupin sögð áhættusöm í upphafi
Morgunblaðið/Ómar
Byr Sparisjóður Hafnarfjarðar var samein-
aður öðrum sjóðum undir nafninu Byr.
Í HNOTSKURN
» Þegar Sigurður Þórðarson, þáver-andi ríkisendurskoðandi, seldi stofn-
fjárhluti sína höfðu flestir stofn-
fjárhafar þegar selt sína hluti.
» Allir sem seldu fengu 50 milljónir ísinn hlut fyrir tvo hluti.
» Salan tengist hallarbyltingu í sjóðn-um þegar stjórn undir forystu Matt-
híasar Á. Mathiesen var felld.
» Karl Georg er ákærður fyrir aðhafa 200 milljónir af fimm stofnfjár-
eigendum.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ANDRÉS Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar og
þjónustu (SVÞ), segist ekki vera
sammála því mati starfsbróður síns,
Knúts Signarssonar, framkvæmda-
stjóra Félags íslenskra stórkaup-
manna, að orðspor íslenskra fyrir-
tækja á erlendum vettvangi sé
horfið. Haft var eftir Knúti í Morg-
unblaðinu á þriðjudag að íslenskir
heildsalar fengju ekki afgreiddar
vörur erlendis nema gegn stað-
greiðslu.
Andrés segir að vissulega glími ís-
lensk fyrirtæki við margvísleg
vandamál í sínu rekstrarumhverfi,
tengd háum vöxtum, gengi gjald-
miðla og bönkunum. Einnig hafi
fyrstu vikurnar eftir hrun bankanna
í október gengið erfiðlega að fá vörur
afgreiddar og fluttar til landsins.
Sumir náð betri kjörum
„Lýsing Knúts er hins vegar í eng-
um takti við það sem ég heyri á mínu
liði. Ég hafði samband við tíu fyr-
irtæki innan okkar vébanda, í ýms-
um geirum, og nær undantekning-
arlaust er staðan þannig að allir hafa
náð góðum samningum við sína
birgja erlendis. Eitt þeirra er í við-
skiptum við 150 birgja og hefur hald-
ið öllum sínum samböndum,“ segir
Andrés og vísar jafnt til lítilla sem
stórra fyrirtækja sem flytja inn olíu-
vörur, ritföng, lyf, mat og ýmsar
fleiri vörur. Reynsla félagsmanna
SVÞ sé því almennt góð og ekki
skipti máli í hvaða löndum birgjarnir
eru.
„Viðskiptakjörin eru nákvæmlega
hin sömu og í vissum tilvikum hafa
náðst betri samningar en áður.
Birgjum er ljóst hvernig ástandið er
á Íslandi og vilja ganga í gegnum
þetta með fyrirtækjunum, eftir við-
skipti til margra ára. Vandamál okk-
ar er heldur ekki einangrað við Ís-
land, öll fyrirtæki sem stunda
milliríkjaviðskipti eru í svipaðri
stöðu. Erlendir framleiðendur hafa
af því hagsmuni að halda sínum við-
skiptasamböndum í lagi,“ segir
Andrés en bendir jafnframt á að fari
svo illa að íslensk fyrirtæki geti ekki
greitt sína reikninga þá muni orð-
sporið hverfa.
Fengið lengri frest
Margrét Kristmannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Pfaff og formaður Fé-
lags kvenna í atvinnurekstri, tekur
undir með Andrési. Orðspor ís-
lenskra fyrirtækja sé langt í frá horf-
ið. Hún viti ekki betur en flest fyr-
irtæki hafi náð að semja við sína
birgja. Sem dæmi nefnir hún að
Pfaff hafi tekist að semja um allt að
sex mánaða greiðslufrest. Þeir sem
ekki hafi veitt lengri frest hafi í stað-
inn veitt aukinn afslátt.
„Ég drega enga dul á að rekstr-
arumhverfið er erfitt en það eru allir
að leggjast á eitt að koma okkur í
gegnum þetta. Fylgst er náið með
okkur og við þurfum líka að halda
okkar birgjum vel upplýstum.“
Ná góðum
samningum við
erlenda birgja
Framkvæmdastjóri SVÞ segir orðspor
íslenskra fyrirtækja alls ekki horfið
Í HNOTSKURN
»Innan samtaka SVÞ eruum 350 fyrirtæki þar sem
starfa um 45 þúsund manns.
»Hjá um 200 fyrirtækjuminnan FÍS starfa hátt í tvö
þúsund manns.
»Andrés Magnússon var áð-ur framkvæmdastjóri FÍS,
eða þar til á síðasta ári að
Knútur tók við af honum.
Andrés
Magnússon
Margrét
Kristmannsdóttir