Morgunblaðið - 19.02.2009, Qupperneq 25
25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
Röð Sífellt fleiri þurfa á aðstoð að halda við að láta enda mætast. Þannig hefur röðin eftir mat hjá Samhjálp lengst töluvert undanfarna mánuði.
Ómar
Steinn Hafliðason | 18. febrúar
Á Ísland að vera
eitt kjördæmi?
Á Íslandi ríkir ráðherra-
ræði á kostnað þingræð-
is. Það eru því ráðherr-
arnir sem setja
leikreglurnar í stað Al-
þingis. Það staðfestir
fjöldi samþykktra frum-
varpa sem koma frá ráðherrum.
Í kosningum eru þessir aðilar sem
verða ráðherrar yfirleitt efstir á listum
flokkanna. Eftir því sem fleiri þingmenn
eru í hverju kjördæmi fjarlægjast kjós-
endur þá sem eru ráðherraefni flokks-
ins, þ.e. þeir eru með öruggt þingsæti. Í
mínu kjördæmi, Reykjavík norður, þurfa
stærstu flokkarnir væntanlega að fara
niður fyrir 5% til að ráðherraefni þeirra
lista detti út af þingi en ég sé það ekki
gerast hjá stærstu flokkunum Sjálf-
stæðisflokki og Samfylkingu. Ég er því
ekki að kjósa um þá sem stjórna land-
inu í raun heldur óbreytta þingmenn
sem sitja eins og unglingar á kassa í
stórmarkaði og afgreiða þegjandi og
hljóðalaust það sem fyrir þau er lagt.
Ég legg því til að fjölgað verði kjör-
dæmunum í staðinn fyrir að fækka
þeim.
Meira: steinnhaf.blog.is
Þorsteinn Siglaugsson | 18. febrúar
Þrettán þúsund hvali –
þrettán þúsund störf!
Samkvæmt fréttum má
búast við því að verði tvö
hundruð og fimmtíu hvalir
veiddir hér við land á árinu
skapi það jafnmörg ný
störf. Hvert starf jafngildir
því að jafnaði einum hval.
Nú eru þrettán þúsund manns atvinnu-
laus. Það gerir þrettán þúsund hvali. Nóg
mun af hvölum í kringum landið. Væri þá
ekki skynsamlegast að sjávarútvegs-
ráðherra hækkaði einfaldlega kvótann í
þrettán þúsund hvali og útrýmdi þar með
atvinnuleysi í eitt skipti fyrir öll?
Meira: tsiglaugsson.blog.is
Karl Steinar Óskarsson | 18. febrúar
Að skrifa undir
óútfylltan samning?
Ég get ekki með nokkru
móti skilið hvers vegna
við ættum að sækja um
bara sísona? Ég er þeirrar
skoðunar að leita eigi eft-
ir því við EU hvort und-
anþága fengist vegna
sjávarútvegs- og landbúnaðarstefnu
sambandsins. Ef ekki getum við gleymt
því að sækja um.
Séu EU-menn hins vegar á því að taka
sérstakt tillit til okkar sérhagsmuna í
sjávarútvegi og landbúnaði sé ég ekki
neitt á móti því að leita samninga. Síðan
yrði náttúrlega samningurinn borinn
undir þjóðina eftir rækilega kynningu.
Þjóðin á að fá að ákveða þetta mál og
víst er að þetta verður eitt aðalkosninga-
málið í ár.
Meira: karl-steinar.blog.is
Krafturinn í ferðaþjónustunni um
allt land hefur komið mér skemmti-
lega á óvart eftir að ég kynntist hon-
um sem ferðamálaráðherra. Ferða-
þjónustan er og verður á næstu árum
meðal þriggja burðaratvinnuvega
þjóðarinnar sem vega þyngst í gjald-
eyris- og tekjuöflun. Áhugi á ferðum
til Íslands hefur síst minnkað og enda
þótt krappari kjör dragi úr kaupmætti
og ferðalögum víða um heim kemur á
móti að Ísland hefur breyst úr því að
vera með dýrustu löndum í heimi yfir í
eitt hið hagkvæmasta fyrir erlenda ferðalanga.
Í stórblöðum og sjónvarpsstöðvum með mikið
áhorf hefur að undanförnu verið farið lofsamlegum
orðum um upplifanir af náttúru, menningu og mat á
Íslandi. Allt er það enn til staðar hvað sem líður
efnahagsþrengingum. Hin mikla og oft á tíðum nei-
kvæða athygli sem beinst hefur að Íslandi sem und-
anfara í alþjóðlegri kreppu hefur einnig vakið for-
vitni um Ísland og Íslendinga. Ferðamálayfirvöld
og flugfélög brugðust skjótt við kreppunni og vel
gekk að koma því til skila í haust í sameiginlegu 100
milljóna króna átaki stjórnvalda og ferðaþjónustu-
fyrirtækja að þjónusta við ferðamenn væri ná-
kvæmlega hin sama fyrir og eftir kreppu á Íslandi,
nema hvað verðlagið væri miklum mun hagstæðara
en löngum áður.
Enn góðar horfur
Bókanir í Íslandsferðir lofa góðu fyrir sumarið
sem í hönd fer en ferðalög Íslendinga til útlanda
munu dragast verulega saman. Þannig er því til að
mynda spáð af Keflavíkurflugvelli ohf. að í stað 2,2
milljóna farþega í fyrra muni 1,6 milljónir farþega
fara um Keflavíkurflugvöll á árinu. Þar munar að
sögn fyrst og fremst um Íslendinga, sem ætla í rík-
um mæli að ferðast innanlands á þessu ári eins og
heyra má hvarvetna í samtölum manna á meðal.
Það má því búast við talsverðu álagi í ferðaþjónustu
um allt land á komandi sumri.
Mikilvægi leiðakerfa flugfélaganna, sem gera út
frá Íslandi, fyrir íslenska ferðaþjónustu verður nú
vel sýnilegt en þau skila stöðugum straumi ferða-
manna til Íslands. Yfir 500 þúsund ferðamenn komu
til Íslands á liðnu ári og var þar enn eitt metið sleg-
ið. Flugfélögin brugðust við hruni íslenska mark-
aðarins með því að einbeita markaðsfé sínu til aug-
lýsinga á Íslandsferðum erlendis og það munar um
minna. Horfurnar eru því góðar fram eftir ári þótt
óvissa muni haldast þar til pantanir hafa endanlega
verið staðfestar með vorinu.
Það er ekki markmið í íslenskri ferðaþjónustu að
gera út á lágt verð. Þvert á móti er stefnt að því að
fagmennska, fjölbreytni og gæði séu í fyrirrúmi,
þannig að erlendir ferðalangar fari héðan ánægðir
með upplifanir sínar og telji sig hafa fengið mikið
fyrir útlagðan kostnað.
Ný framlög 500 milljónir
Þrátt fyrir þrengri fjárhag hafa stjórnvöld á þeim
stutta tíma sem ég hef gengið vaktina sem ferða-
málaráðherra tekið ákvarðanir um að
verja rúmum hálfum milljarði króna
til nýrra þróunarverkefna í ferða-
þjónustu innanlands, sem komið hef-
ur til viðbótar öðrum fjárveitingum til
greinarinnar. Nýtt fé til ferðamála er
mikilsverð viðurkenning á þýðingu
ferðaþjónustunnar sem framtíð-
argreinar í uppbyggingu atvinnulífs
um land allt. Það felur einnig í sér
skilning á því að nauðsynlegt er að
styðja við fjölbreytni og fagmennsku
sem víðast á landinu til þess að
tryggja þau gæði sem ferðamenn
sækjast eftir og vilja greiða fyrir.
Hér er fyrst til að taka 160 milljóna króna fram-
lag til ferðaþjónustusprota á stöðum sem urðu fyrir
barðinu á þorskaflalægðinni. Þá tók ég ákvörðun
um að verja 200 milljónum af byggðaáætlun til upp-
byggingar á ferðaþjónustu í byggðum landsins.
Þremur þróunarverkefnum hefur í framhaldi af því
verið ýtt úr vör í samvinnu Ferðamálastofu og Ný-
sköpunarmiðstöðvar Íslands. Þar er um að ræða
verkefnin GÁTTIR, sem er þróunarverkefni í
menningartengdri ferðaþjónustu, og KRÁSIR ÚR
HÉRAÐI, sem snýst um svæðisbundin sérkenni í
matvælum og ferðaþjónustu, og er 40 milljónum
króna varið til hvors verkefnis. Einnig er 20 millj-
ónum króna varið til gæðaþróunar í rekstri ferða-
þjónustu. Nýlega var auglýst eftir umsóknum um
styrki til uppbyggingar á móttöku í höfnum fyrir
farþega skemmtiferðaskipa og til nýsköpunar í
ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Styrkirnir nema
samtals 100 milljónum króna. Til viðbótar þessu
veitir Ferðamálastofa eins og venja er til styrki til
umhverfisbóta á fjölsóttum ferðamannastöðum.
Nýtt umhverfi
Engum blöðum er um það að fletta að sú ákvörð-
un að flytja yfirstjórn ferðamála til iðnaðarráðu-
neytisins var skref í rétta átt. Ferðaþjónustan er
grein í hraðri uppbyggingu og nýtur nú góðs af því
stuðningsumhverfi sem byggt hefur verið upp
kringum frumkvöðlastarfsemi og iðnþróun. Sam-
vinna Ferðamálastofu í þessu nýja umhverfi við Ný-
sköpunarmiðstöð Íslands, Byggðastofnun og Orku-
stofnun hefur tekist með miklum ágætum og skilað
gagnkvæmum ávinningi. Þess má geta að þriðj-
ungur af lánum Byggðastofnunar er til fyrirtækja í
ferðaþjónustu og sú staðreynd að greinin stendur
vel í skilum er til marks um vaxandi þrótt hennar.
Í samræmi við tillögur nefndar um skipulag og
fjármögnun í ferðaþjónustu hefur verið unnið að því
að festa í sessi skipulag landshlutastofa sem hafi
það verkefni að annast svæðisbundin markaðs-,
upplýsinga- og uppbyggingarmál. Sjö slíkum lands-
hlutastofum hefur nú verið komið upp í samvinnu
ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og ferðamála-
samtaka. Það hefur verið kappsmál að tryggja þess-
um markaðsstofum varanlegan rekstrargrundvöll
og nú hillir undir það með 80 milljóna sérstöku
framlagi til markaðs- og kynningarmála innanlands
á fjáraukalögum 2008. Á þessu ári verður því varið
til landshlutastofa, upplýsingastofa, ferðamála-
samtaka og markaðsmála innanlands 145 milljónum
króna í stað um 50 milljóna króna á sl. ári. Vonandi
er þetta upphafið að varanlegum grundvelli, en
áskilið er að sveitarfélög og fyrirtæki komi einnig
að þessum verkefnum að sínu leyti.
Meira fé í verkefni
Á þessu ári verður um 400 milljónum króna af op-
inberu fé varið til landkynningar og markaðssóknar
erlendis af hálfu ferðamálaráðuneytisins. Veruleg-
ur hluti þessa fjár er bundinn í rekstri landkynning-
arstofa erlendis og í föstum verkefnum. Ferðamála-
yfirvöld hafa í samræmi við vilja ferðaþjónustunnar
lagt áherslu á að draga úr föstum kostnaði á þessu
sviði og auka í þess stað fé til beinna markaðsverk-
efna. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að end-
urskipulagningu og nýrri stefnumótun í starfsemi
Ferðamálastofu. Einn liður í því er að leggja niður
skrifstofur Ferðamálastofu í Kaupmannahöfn og
Frankfurt. Með því sparast umtalsverðir fjármunir,
sem nýta má betur í hið eiginlega markaðsstarf.
Í staðinn hefur verið tekin ákvörðun um að efna
til náins samstarfs Ferðamálastofu, utanríkisþjón-
ustunnar í sendiráðum okkar og Útflutningsráðs
um markaðs- og kynningarstarf íslenskrar ferða-
þjónustu á erlendum mörkuðum. Samstarfið verður
kynnt á næstu vikum og verið er að ganga frá
samningum um framkvæmdina. Markmiðið er að
sérhvert sendiráð verði markaðsskrifstofa fyrir
ferðaþjónustuna og við náum að samnýta þá þekk-
ingu sem er til staðar í Útflutningsráði og hjá
Ferðamálastofu í markaðssetningu íslenskrar
ferðaþjónustu erlendis.
Íslandsstofa í mótun
Jafnframt þessari nýbreytni mun ég sem utan-
ríkisráðherra leggja fram í næsta mánuði frumvarp
til laga um Íslandsstofu sem ætlað er að skipu-
leggja og samræma landkynningu og markaðsstarf
fyrir íslenska vöru og þjónustu. Hugmyndin er að
byggja starfið á grundvelli laga um Útflutningsráð
en með lagabreytingunum er miðað við aðkomu
sem flestra að kynningu Íslands og íslenskra af-
urða. Þetta er gert í framhaldi af starfi ímyndar-
hóps fyrrverandi ríkisstjórnar, sem lagði til að starf
fjölmargra aðila að slíkum viðfangsefnum félli í einn
farveg.
Því hefur verið spáð að ferðafólki sem sækir okk-
ur heim fjölgi í eina milljón fram til ársins 2015. Til
þess að mæta slíkri tvöföldun þannig að vel fari og
landið þoli, þurfum við að líta á ferðaþjónustuna
sem burðarás í atvinnulífinu og sinna stefnumótun,
skipulagi, rannsóknum og fjármögnun í þágu henn-
ar af miklum krafti.
Össur Skarphéðinsson »… þurfum við að líta á ferða-
þjónustuna sem burðarás í
atvinnulífinu og sinna stefnumót-
un, skipulagi, rannsóknum og
fjármögnun í þágu hennar af
miklum krafti.
Össur Skarphéðinsson
Höfundur er utanríkis- og iðnaðarráðherra.
Meira fé til ferðamála
BLOG.IS
Guðrún S Sigurðardóttir | 18. febrúar
Þjóðarstoltið
Ég meira hlustaði en
horfði á afhendingu ís-
lensku tónlistarverð-
launanna í sjónvarpinu í
kvöld af því ég var að
vanda mig svo mikið við
að prjóna lopapeysu á
Baby born. Ég heyrði öðru hverju út-
undan mér karlakór syngja smástef á
meðan kynnarnir voru að koma sér á
svið. Það var bara fyndið og skemmti-
legt. Þess vegna brá mér þegar þeir byrj-
uðu að syngja þjóðsönginn í lok athafn-
arinnar. Mér datt ekki annað í hug en að
þetta yrði smástef eins og allt sem þeir
höfðu flutt áður og hvernig er þjóðsöng-
urinn sem smástef? Hjartað í mér tók
ýmis aukasjokkslög. Ég átti jafnvel von á
því að þeir segðu allt í einu „djók“ og
hættu að syngja í miðju lagi. Mér leið
ekki mjög vel. Þeir voru að syngja þjóð-
sönginn okkar. Þeir kláruðu sönginn all-
an og gerðu það bara nokkuð vel. Mér
létti.
Meira: sigriks.blog.is