Morgunblaðið - 19.02.2009, Side 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
MÖRÐUR Árnason, varaþing-
maður Samfylkingarinnar, segir
þrjá „lánlitla stjórnmálaflokka“
vilja að íslensk stjórnvöld hefji
hráskinnsleik á alþjóðavettvangi
um hvalveiðar hér við land.
Stuðningur við hvalveiðar snúist
ekki um neitt annað, hvorki gjald-
eyristekjur, atvinnumál né for-
ræði yfir fiskimiðunum.
Meint lánleysi stjórnarand-
stæðinga ríður þá ekki við ein-
teyming því meðal skoð-
anabræðra þeirra er sá
stjórnmálamaður sem Samfylk-
ingin treystir best úr eigin röðum
til að vera forseti hins háa Alþing-
is, Guðbjartur Hannesson. Guð-
bjartur telur það vera sjálfsagt að
nýta hvalastofnana eins og aðrar
auðlindir. Hann sagði líka í þing-
ræðu að forræðið væri án nokkurs
vafa í höndum sjávarútvegs-
ráðherra.
Áður en Mörður reynir að snúa
mér af trúnni um að hvalveiðar
skapi störf og tekjur ætti hann að
æfa sig á Guðbjarti. Hann er þrátt
fyrir allt líklegri til að hlusta á
ráðgjöf Samfylkingarmanna en
ég þegar kemur að atvinnuþróun,
efnahagsmálum, sjálfbærri nýt-
ingu auðlindanna og sjálfræði ís-
lensku þjóðarinnar, svo að ekki sé
minnst á utanríkismál.
Gunnar I. Birgisson
Veiðiráðgjöf Sam-
fylkingarinnar II
Höfundur er bæjarstjóri
í Kópavogi.
JÁ, AUMINGJA
hvalirnir. Fólk vill
borða þá og hagnast á
afurðum sem þeir gefa
af sér. Þeir fá ekki að
synda um frjálsir
nema eiga á hættu að
verða veiddir.
Sama væri hægt að
segja um kýrnar, hestana, já og
vesalings hænurnar sem ég hef
heyrt að fái ekki mjög konunglega
meðferð.
Hver er munurinn á hvölum og
kúm t.d.? Jú kýr fæðast í fjósum
til þess eins að við mennirnir get-
um nýtt kjöt þeirra, en hvalirnir?
Mér skilst að þeir syndi mjög
frjálsir þangað til kannski að þeir
verði skotnir.
En hvað með okkur aumingja
Íslendingana?
Ég tel að hvert mannsbarn á Ís-
landi í dag þekki einhvern sem er
að berjast harðri baráttu fyrir
fjárhagslegu lífi sínu, ef sá hinn
sami er ekki líka í skítnum. Það
er mjög sorglegt og dapurlegt.
Fólki hefur verið sagt upp, á mjög
erfitt með að fá vinnu, verðbólgan
gerir það að verkum að dýrara er
að kaupa í matinn og við skulum
ekki einu sinni byrja á skuldunum
sem aukast jafnt og þétt. Hvernig
á hinn venjulegi maður að ráða
við þetta?
Nú vill svo til að fyrrverandi
sjávarútvegsráðherra ákvað að
leyfa hvalveiðar að nýju í atvinnu-
skyni. Þetta myndi auka tekjur
landsins og ekki er það nú verra
að þetta gefur aukna atvinnu. Mér
varð litið inn á heimasíðu sjáv-
arútvegsráðuneytisins og var væg-
ast sagt illa brugðið við að sjá þar
grein þess efnis að hann Stein-
grímur J. Sigfússon (núverandi
fjármála-, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra) ætl-
aði að taka sér tíma
til að endurskoða
ákvörðun forvera síns
um leyfi á hval-
veiðum. Leyfist mér
að spyrja; hvernig
dettur manni í þessari
stöðu í hug að af-
þakka fleiri hundruð
störf auk milljarða
króna tekna inn í
landið? Er eitthvað að
endurskoða virkilega?
Ísland er á barmi
þjóðargjaldþrots, og
mér er spurn hvernig nokkrum
hugsandi manni getur dottið í hug
að höggva á höndina sem hefur
gefið okkur brauð í gegnum tíðina,
þ.e. hafið.
Hver eru rökin?
Jú, þau sterkustu sem ég hef
heyrt frá þeim sem eru á móti
hvalveiðum er ferðamannaiðnaður-
inn. Ég vil ekki kasta rýrð á þá at-
vinnugrein, því fer fjarri. En það
sem sagt hefur verið um að hval-
veiðar dragi úr ásókn ferðamanna
hingað til lands er bull, leyfi ég
mér að segja. Þetta hefur verið
sagt aftur og aftur í gegnum tíð-
ina, en alltaf hefur ásóknin hins
vegar aukist. Skrýtið þykir mér.
Þó ekki, því þetta er einfaldlega
ekki rétt hjá þeim.
Sjálf hef ég búið erlendis og
m.a. unnið á ferðaskrifstofu í Bret-
landi sem selur t.d. ferðir til Ís-
lands, á marga erlenda vini og oft
hef ég hafið umræður um hval-
veiðar okkar Íslendinga við fólk
sem ég hef kynnst. Ég verð að
segja að afar sjaldan hef ég heyrt
að það lasti okkur fyrir að leyfa
veiðar á hvölum, og aldrei hef ég
heyrt nokkurn mann gefa til kynna
að hann muni hætta við að koma
til landsins vegna þess að við leyf-
um hvalveiðar. Ef þeir á annað
borð hafa áhuga á að heimsækja
okkar fagra land. Ef við hugsum
út í það er þetta svo fráleitt.
Ég hef heyrt að það þyki vin-
sælt að koma við hjá Sægreifanum
við Reykjavíkurhöfn og smakka
kjötið af skepnunni eftir hvala-
skoðunarferð um Faxaflóann.
Einn ferðamaður hafði á orði við
mig í Laugardalslauginni í sumar
að það ætti endilega að skjóta
fleiri hvali því þeir væru svo góðir
á bragðið.
Mér þykir það mjög sorglegt að
við séum með svo lítið sjálfstraust
sem þjóð að ætla að hvalaskoðun
sé okkar helsta ferðamanna-
aðdráttarafl. Hvað varð um Geysi
og Gullfoss. Já og næturlífið í
miðbæ Reykjavíkur og íslenska
hestinn?
Ég vara við framtíðarrökum
þess efnis að ferðamönnum hafi
fækkað á Íslandi vegna þess að
við skyldum leyfa hvalveiðar. Þau
rök myndi ég einnig telja bull
vegna þess að við á Íslandi erum
ekki eina þjóðin í heiminum sem
glímir við kreppu, heldur er jú öll
heimsbyggðin í járngreipum pen-
ingaskorts og því eðlilegt að sam-
dráttur verði í ferðalögum al-
mennt á næstunni.
Ég vil hreinskilnislega segja að
ég er reið, mjög reið, vegna þess-
arar ákvörðunar Steingríms.
Einkum og sér í lagi þar sem ég
fékk í tölvupósti í dag mynd af
honum vera að skera hval. Með
þessari grein er ég hvergi nærri
búin að ljúka mér af og hella úr
skálum reiði minnar.
Ég vil líkja þessari ákvörðun
hans við unga stúlku sem glímir
við lystarstol. Neitandi líkama sín-
um um mat vegna þess að hún
hefur áhyggjur af áliti annarra á
útliti sínu. Aumingja stúlkan,
myndu margir segja. Aumingja
Ísland ef við ætlum að neita okkur
um tekjur hafsins.
Aumingja hvalirnir
Lilja Hrönn Guð-
mundsdóttir lýsir
sinni sýn á endur-
skoðun Steingríms
J. Sigfússonar á
hvalveiðum
»Ég vara við framtíð-
arrökum þess efnis
að ferðamönnum hafi
fækkað á Íslandi vegna
þess að við skyldum
leyfa hvalveiðar.
Lilja Hrönn
Guðmundsdóttir
Höfundur er bankastarfsmaður.
Í PISTLI í Morg-
unblaðinu sunnudag-
inn, 15. febrúar skrifar
Kolbrún Bergþórs-
dóttir um það hvernig
fólk eigi að haga sér
gagnvart Davíð Odds-
syni og seðlabanka-
stjórum. Setur hún sig
þar sem oftar í stell-
ingar dömunnar í ákveðinni tegund
bókmennta. Hún otar fingri að
fólkinu sem hefur verið að mót-
mæla fyrir framan Seðlabankann.
Kallar það æsingamenn og telur
það vera að reyna að öðlast fimm-
tán mínútna frægð í sjónvarpinu –
sem auðvitað er hlægilegt frá sjón-
arhóli þess sem fær fimmtán mín-
útur í viku til að ausa þar úr visku-
brunni sínum. Svona hagar maður
sér ekki! áminnir hún, ströng á
svip. Svona hagar sér ekki siðað og
skynsamt fólk! Það öskrar ekki og
æpir! Það ber virðingu fyrir ein-
staklingnum!
Ég hætti mér ekki út í ræða við
dömur um það hvern-
ig sé tilhlýðanlegt að
tjá sig í mótmælum;
hvort mönnum beri
frekar að hvísla en
beita rómnum; hvað
þá hvernig eigi að
koma fram við Davíð
Oddsson. Ég stað-
næmist hins vegar við
ásökun um að fólkið
sem vill láta reka
Davíð frá störfum
„beri ákaflega litla
virðingu fyrir ein-
staklingnum“ og langar til að
spyrja Kolbrúnu um það.
Hún er jú blaðamaður á Morg-
unblaðinu og hefur verið, minnir
mig, í um það bil ár. Á þessu ári
hefur fjölda einstaklinga sem störf-
uðu við hlið hennar verið sagt upp
störfum. Fólki sem ekki hefur unn-
ið þar bara í ár heldur áratugum
saman. Fólki sem sett hefur svip á
Morgunblaðið með vönduðum
skrifum og með fagmennsku í
prentlistinni. Fólki sem ber ekki
ábyrgð á efnahagslegu hruni þjóð-
arinnar og hefur því sumt tekið
þátt í mótmælunum á síðustu mán-
uðum. Mér leikur sem sagt forvitni
á að vita hvernig Kolbrún brást við
uppsögnum þeirra? Hvort hjarta
hennar sló jafn heitt með þeim koll-
egum hennar sem nú ganga at-
vinnulausir og það gerir með Davíð
Oddssyni?
Segðu mér það, Kolbrún?
Gekkstu á fund yfirmanna þegar til
dæmis Höllu Gunnarsdóttur og
Þresti Helgasyni var sagt upp fyrir
skömmu og áminntir þá hneyksluð:
Svona hagar maður sér ekki! Svona
hagar sér ekki siðað og skynsamt
fólk! Það ber virðingu fyrir ein-
staklingnum!?
Ég bíð spennt eftir svari. Því
hvergi á prenti hef ég rekist á leið-
sögn þína í þessu máli né máli allra
hinna þúsundanna sem sviptir hafa
verið atvinnunni.
Já, hvernig hagar
skynsamt, siðað fólk sér?
María Kristjáns-
dóttir skrifar um
viðhorf Kolbrúnar
Bergþórsdóttur
» Slær hjarta Kol-
brúnar jafn heitt
með kollegum hennar
og það gerir með Davíð
Oddssyni?
María Kristjánsdóttir
Höfundur er leiklistargagnrýnandi
Morgunblaðsins.
ALLIR sem eru
háðir erlendum að-
föngum finna fyrir full-
um þunga af geng-
ishruninu. Þrátt fyrir
gengisbata hefur hver
dollari nærri tvöfald-
ast í verði á einu ári,
hver evra og hvert
pund hækkað litlu
minna á sama tíma. Þá
er horft til bjargræðis, fram-
leiðsluaukningar og aukinnar um-
setningar í þjónustu. Nemendum
fjölgar í háskólum og áhersla er lögð
á nýsköpun. Við þær aðstæður þarf
að halda við meginstoðum skóla-
starfs og rannsókna. Vísindafólk í
rannsóknarstofnunum, kennarar og
nemendur við háskóla styðjast öll við
alþjóðlegar vísindagreinar sem við
kaupum aðgang að gegnum bókasöfn
þessara stofnana. Margt af þessu
fólki kemur ekki inn á bókasöfnin svo
árum skiptir en notar rafrænan að-
gang þeirra í hverri viku. Nær allt
þetta efni er erlent og þarf að kaupa
það með rafrænni áskrift, hvort sem
það er að gagnasöfnum, tímarita-
pökkum eða einstökum tímaritaá-
skriftum.
Niðurstöður könnunar sem gefin
var út í haust (http://oacs.shh.fi/
publications/elpub-2008.pdf) sýna að
4,6% þessa efnis birtast frá upphafi í
opnum, ókeypis aðgangi. Þegar
greinar eru orðnar ársgamlar hafa
tæp 15% þeirra að auki opnast í að-
gangi gegnum vefi útgefenda eða í
svokölluðum varðveislusöfnum á vef.
Enn þarf þess vegna að greiða fyrir
allt að 95% útgefins vísindalegs efnis
í áskrift, í evrum, dollurum og pund-
um. Það er undir ákvörðun háskóla,
rannsóknarstofnana og heilbrigð-
isstofnana komið hver aðgangur
starfsfólks þeirra verður að þessu
efni næstu árin. Áskriftargjöld munu
hækka eftir gengisþróun og þýðir lít-
ið að vísa til ókeypis aðgangs sem
ekki uppfyllir þessa þörf nema að
einum tuttugasta hluta, eða einum
fimmta hluta ef fólk er tilbúið að bíða
allt að eitt ár frá því að grein kemur
út. Það er ekki alltaf þannig að fólk í
rannsóknum, kennslu og heilbrigð-
isþjónustu hafi val hvað þetta varðar,
það getur reynst nauðsynlegt að hafa
aðgang að útgefnu efni um leið og
það kemur út.
Ríkið hefur stutt þennan aðgang
með því að borga hluta kostnaðar af
þeim söfnum rafrænna tímarita og
gagnasöfnum sem eru í svokölluðum
landsaðgangi (http://hvar.is). Þegar
þetta er skrifað hyggjast yfirvöld
ekki draga úr þessum stuðningi en
öllum er ljóst hvert svig-
rúm fjárveitingavaldið
hefur eins og mál
standa. Bókasöfn lands-
manna, fyrst og fremst
háskólabókasöfn, heil-
brigðisbókasöfn og
bókasöfn rann-
sóknastofnana hafa
greitt meginhluta kostn-
aðar við landsaðganginn
og allar rafrænar
áskriftir fyrir utan
hann. Sá hluti er kominn
undir framlagi stofnana
til bókasafnanna sem greiða aðgang-
inn fyrir starfsfólkið. Aðgangurinn er
svo einfaldur og sjálfsagður að marg-
ir hafa gleymt því að þetta efni kost-
ar mikið fé. Um leið hvetja bókasöfn-
in til að vísindafólk komi auknu efni í
opinn aðgang, sérstaklega í rafræn-
um varðveislusöfnum. Á meðan er
ekki hægt að fella niður áskriftirnar
að keypta efninu. Án þeirra væri
enginn aðgangur að greinum úr
Science, Nature eða Harvard Bus-
iness Review, svo dæmi séu tekin. Í
hvert skipti sem íslenskt vísindafólk
sér grein sem kemur frá Elsevier,
Blackwell, Oxford University Press,
Taylor & Francis, Wiley, Science,
Nature, Sage eða Springer, í hvert
skipti sem fólk flettir upp í Web of
Science, í hvert skipti sem fólk nálg-
ast efni gegnum ProQuest eða Ebsco
Host á vef, þá hefur áskrift verið
greidd svo að aðgangurinn mætti
komast á. Þá gildir einu hvernig fólk
hefur fundið greinina, hún birtist
ekki í fullum texta nema aðgang-
urinn sé greiddur. Aðgangurinn er
orðinn svo auðveldur að margir halda
að hér sé um opið, ókeypis efni að
ræða, en það er ekki svo.
Gæði bókasafnanna og rafrænu
áskriftanna hafa mikil áhrif á starf
stofnana sem þau þjóna. Gæði há-
skóla eru metin meðal annars með
stærð bókasafna þeirra. Allt fólk sem
vinnur við háskólakennslu og rann-
sóknir sér í hendi sér hvernig vinna
þeirra myndi stóraukast ef það hefði
ekki beinan aðgang að greinum frá
þeim útgefendum sem eru taldir upp
hérna að ofan. Það er niðurstaðan ef
framlög til áskriftanna fá ekki að
haldast í takt við verðþróun.
Meginstoðir háskóla-
starfs og rannsókna
Sveinn Ólafsson
skrifar um rafrænt
aðgengi að vís-
indagreinum
Sveinn Ólafsson
»Nær allar vísinda-
legar greinar sem
Íslendingar nota eru
keyptar í áskrift sem
hefur hækkað í takt við
gengisþróun.
Höfundur er upplýsingafræðingur og
vinnur á bókasafni Landspítalans.
Fáðu úrslitin send í símann þinn