Morgunblaðið - 19.02.2009, Blaðsíða 28
28 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Iðnaðarhúsnæði í topp
standi með mikilli lofthæð
og stórri innkeyrsluhurð
alls 400 fm.Góð aðstaða
fyrir starfsfólk. Stórt
malbikað upphitað
útisvæði.Verð kr. 62 m.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf – fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
Engjateigi 5, 105 Rvk
Melabraut - Hafnarfirði
Ingvi Rúnar, sölufulltrúi, 896 0421, ingvi@arsalir.is
◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆
Höfum til leigu vel innréttaða
skrifstofuhæð í lyftuhúsi, alls
530 fm sem getur leigst með
öllum skrifstofubúnaði og
tölvutengingum. Auk þess
allt að 545 fm verslunarhús-
næði á jarðhæð, sem skipta
má í tvær einingar.
Góð aðkoma og bílastæði.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf – fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
Engjateigi 5, 105 Rvk
Til leigu við Laugaveg 178
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
ERLEND stóriðja
hérlendis hefur verið
afar umdeild allt frá því
að samningar um ál-
bræðslu í Staumsvík
voru í undirbúningi fyr-
ir hartnær hálfri öld. Af
andstæðingum þeirra
samninga var dregið í
efa að þjóðhagslegur
hagnaður af álbræðslunni væri sá
sem látið var í veðri vaka, teflt væri á
tvær hættur um orkuverð og ekki
gert ráð fyrir mengunarvörnum í
verksmiðjunni. Viðreisnarstjórnin
svonefnda hafði þó sitt fram og
Alusuisse hóf rekstur dótturfélags-
ins ÍSALs sem enn starfar með
breyttu eignarhaldi. Um 1980 komu í
ljós stórfelldir meinbugir á rekstri
fyrirtækisins vegna bókhaldsfalsana
og skattaundandráttar. Fékk svika-
myllan heitið „hækkun í hafi“. Jafn-
framt blasti við að raforkuverð til ál-
bræðslunnar stóð ekki undir
framleiðslukostnaði og að óbreyttu
legðist mismunurinn af vaxandi
þunga á almenna raforkunotendur
innanlands. Auðhringurinn sá sitt
óvænna, féllst á endurskoðun samn-
inga og tvöföldun á raforkuverði sem
bjargaði hag Landsvirkjunar þá um
sinn.
Bundið fyrir bæði augu
Afhjúpun svikamyllunnar í
Straumsvík dugði skammt og íslensk
stjórnvöld kinokuðu sér við að fara í
saumana á efnahagslegum áhrifum
erlendu stóriðjustefnunnar. Einn
ráðherrann af öðrum gerðist tals-
maður fyrir álbræðslur sem notaðar
voru sem pólitísk skiptimynt og fóru
stækkandi stig af stigi með tilheyr-
andi kröfum um stórvirkjanir og
línulagnir þvers og kruss um landið.
Virkjanaiðnaðurinn hérlendis varð
brátt ígildi hernaðariðnaðar í stærri
löndum og hjúpaður leynd þar sem
orkuverðið var lýst rík-
isleyndarmál og her-
kostnaðurinn af nátt-
úruspjöllum í engu
metinn. Undir merki
Atlantsáls var reynt að
koma fótum undir 210
þúsund tonna ál-
bræðslu á Keilisnesi.
Frægt varð margend-
urtekið slagorð ráð-
herrans sem á árunum
1988-1992 barðist harð-
ast fyrir því máli: „Eitt
tonn af áli frá ál-
bræðslu hér á landi skilar álíka miklu
í þjóðarbúið og eitt tonn af þorski
upp úr sjó.“ Þegar ég lét fara ofan í
saumana á þessum vísindum reynd-
ust ósannindin margföld, en á eftir
fylgdu á ráðherrastóli ótrauðir merk-
isberar fyrir Norðurál og Fjarðaál
og skemmst er að minnast gjafa-
samnings síðustu ríkisstjórnar vegna
álbræðslu í Helguvík.
„Sitjum uppi með tapað spil“
Eftir að Kárahnjúkavirkjun og
Fjarðaál komust á dagskrá hafa
nokkrir hagfræðingar grafist fyrir
um afkomu þessarar stærstu stór-
iðjuframkvæmdar hérlendis. Fram-
an af beindust athuganir þeirra eink-
um að raforkusamningi
Landsvirkjunar og Alcoa en nú hefur
Indriði H. Þorláksson, fv. ríkisskatt-
stjóri, litið yfir dæmið í heild, þ.e.
efnahagslegt framlag allra þátta og
birt niðurstöður sínar. Óhætt er að
fullyrða að enginn hafi viðlíka for-
sendur og Indriði til að gera þetta
dæmi upp þrátt fyrir leyndina yfir
orkuverðinu. Niðurstöðurnar eru
sláandi: „Ívilnanir í sköttum o.fl. til
handa erlendum aðilum vegna stór-
iðju hafa m.a. verið réttlættar með
því að þannig sé unnt að fá arð af
orkuauðlindum. Lágt verð á raforku
til stóriðju hefur á sama hátt verið
réttlætt með þeim hag sem landið
hefur af starfsemi stóriðjuvers.
Margt bendir til þess að þversögnin í
þessu hafi leitt til þess að við höfum
leikið af okkur öllum trompunum og
sitjum uppi með tapað spil.“ (Heima-
síða: http://inhauth.blog.is/blog/
inhauth/ )
Sáralítill efnahagslegur
ávinningur
Vel rökstuddar umsagnir Indriða
um einstaka þætti í stóriðjudæminu
ættu að vera skyldulesning jafnt fyr-
ir fræðimenn og embættismenn sem
um þessi mál véla, að ekki sé talað
um starfandi stjórnmálamenn og
frambjóðendur í komandi alþing-
iskosningum. Hér er aðeins rúm til
að tæpa á fáeinum atriðum. Með því
að lesa í ársreikninga starfandi ál-
vera hérlendis kemst Indriði að því
að virðisauki af starfsemi þeirra sé
ekki mikill og líkur séu á að arður af
orkulindinni, auðlindarentan, renni
nær óskipt til orkukaupendanna, þ.e.
stóriðjuveranna. Þá sé virðisauki
vegna launa í álverunum ekki viðbót
við hagkerfið heldur komi í stað
launa fyrir störf sem ella hefðu orðið
til. „Í heild má segja að efnahags-
legur ávinningur Íslands af starfsemi
stóriðjuvera sé lítill og hafi farið
minnkandi á síðustu árum. Hann er
nú vart meira en 0,1% – 0,2% af þjóð-
arframleiðslu fyrir hvert álver. Arð-
ur af íslenskum auðlindum kemur
aðallega fram í hagnaði iðjuveranna
og rennur vegna lágra skatta að
mestu ósnertur í vasa hinna erlendu
eigenda.“
Ísland í hlutverki nýlendu
Þegar litið er yfir hvernig íslenskir
stjórnmálamenn á stóriðjuvængnum
hafa hagað sér síðustu tvo áratugi
kemur hugtakið nýlenda ósjálfrátt
upp í hugann, svo lágt er lagst í að
greiða götu erlendra fjármagnseig-
enda. Þannig hafa skattgreiðslur
stóriðjufyrirtækja hérlendis verið
lækkaðar um helming frá 1995 að
telja og bera þau nú lægri skatta en
þekkist í nokkru öðru þróuðu ríki.
Jafnframt hefur íslenska ríkið afsal-
að sér rétti til að hækka tekjuskatt á
stóriðjufyrirtækin sem lögaðila um-
fram ákveðna lága prósentu og mun
það vera einsdæmi á Vesturlöndum.
„Lægsta orkuverð“ og „lægstu
skattar“ eru verðmiðarnir sem
hengdir hafa verið á Ísland til við-
bótar við náttúruspjöll sem engin
mælistika nær yfir.
Gjaldþrota stóriðjustefna
Hjörleifur Gutt-
ormsson skrifar um
stóriðjuver, álverð
og skatta af stóriðju
»Umsagnir Indriða
ættu að vera skyldu-
lesning jafnt fyrir fræði-
menn og embættismenn
svo og stjórnmálamenn
og frambjóðendur í
komandi alþingiskosn-
ingum.
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
BÆJARFULLTRÚ-
AR Sjálfstæðisflokksins
í bæjarstjórn Akraness
lofuðu því fyrir síðustu
kosningar að bæta
þjónustu við bæjarbúa.
Í upphafi kjörtímabils-
ins var ákveðið að ferð-
ir í strætó innanbæjar
yrðu fríar. Það kunnu
bæjarbúar að meta og jókst aðsókn
í strætó verulega og minnkaði um
leið álag á gatnakerfi bæjarins.
Síðar var tekin sú ákvörðun að
frítt yrði í sund fyrir börn yngri en
13 ára og sömu sögu er að segja af
eldri borgurum, atvinnulausum og
öryrkjum og hefur þessi nýbreytni
mælst vel fyrir.
Í nýrri fjárhagsáætlun var ákveð-
ið að auka styrk til ungmenna, sem
stunda íþrótta- og tómstundastörf,
úr 5 þúsund krónum í
20 þúsund krónur á
ári. Sú ákvörðun mun
án efa valda straum-
hvörfum í ástundun
ungmenna í heil-
brigðu félagsstarfi
sem án efa er besta
forvörn gegn vímu-
efnanotkun. Einnig
munu þessir stór-
auknu styrkir létta
undir fjárhag barna-
fjölskyldna.
Á þeim erfiðu tím-
um sem við nú upplifum þurfa bæj-
aryfirvöld að standa vörð um fjöl-
skylduna sem aldrei fyrr. Í því
sambandi má nefna að ákveðið hef-
ur verið í samstarfi við ÍA að bjóða
atvinnulausum endurgjaldslaus af-
not af tækjasölum á Jaðarsbökkum
og í íþróttahúsinu við Vesturgötu
frá kl. 9-11 alla morgna á virkum
dögum. Fleira er í bígerð til þess að
létta atvinnulausum lífið, t.d. frí út-
lán í Bókasafni Akraness og fleira
mætti nefna sem í ljós kemur á
næstu vikum.
Næstu mánuðir og ár verða án
efa erfið í efnahagslífi þjóðarinnar.
Í slíku ástandi mega bæjaryfirvöld
ekki sitja hjá heldur verða að beita
öllum tiltækum ráðum til þess að
bæta atvinnuástandið á Akranesi.
Meirihluti sjálfstæðismanna í bæj-
arstjórn Akraness mun ekki liggja á
liði sínu til þess að gera bæjarbúum
komandi baráttu léttari og styrkja
með því framtíð byggðar hér um
slóðir.
Ný og aukin þjónusta við bæjarbúa
Gunnar Sigurðsson
segir frá þjónustu
bæjarins við
Akurnesinga
» Á þeim erfiðu tímum
sem við nú upplifum
þurfa bæjaryfirvöld
að standa vörð um
fjölskylduna sem
aldrei fyrr.
Gunnar Sigurðsson
Höfundur er forseti
bæjarstjórnar Akraness.
MARGT hefur verið
skeggrætt um áhrif ís-
lensks áliðnaðar á efna-
hagslífið undanfarið og
hafa andstæðingar at-
vinnuuppbyggingar á
sviði álframleiðslu
gjarnan verið þar
fremstir í flokki. Út frá
mismunandi forsendum
hafa menn komist að mjög mismun-
andi niðurstöðu, allt frá því að efna-
hagsleg áhrif íslensks áliðnaðar séu
nánast engin, upp í að þau séu svo
mikil að Íslendingar séu í stórhættu af
því að „setja öll eggin í sömu körfu“.
Því hefur jafnvel verið haldið fram
að íslensk álver skapi nánast engin
störf í landinu. Ástæðan sé sú að hefði
uppbygging í áliðnaði ekki komið til,
hefði það fólk sem nú hefur atvinnu af
því að framleiða ál til útflutnings, ein-
faldlega gert eitthvað annað. Í álveri
Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði starfa
450 manns. Á álverslóðinni starfa auk
þess 250-300 verktakar við margvísleg
störf fyrir álverið. Þetta eru sam-
anlagt nær 750 störf. Að auki hafa
bæst við á Austurlandi fjölmörg störf
sem beinlínis má rekja til fram-
kvæmdanna hér eystra, auk starfa
annars staðar á landinu. Það þarf eng-
inn að velkjast í vafa um að efnahags-
leg áhrif álversins í Reyðarfirði eru
mikil. Það er mikilvæg ný kjölfesta í
atvinnumálum fjórðungsins og hafi
einhvern tíma verið þörf fyrir styrkar
stoðir í íslensku atvinnulífi er það
núna, þegar um fjórtán þúsund manns
eru komin á atvinnuleysisskrá og fer
fjölgandi.
Íbúum í Fjarðabyggð
fjölgar um 19%
Á árunum 1990 til 2002 fækkaði íbú-
um á Mið-Austurlandi um 1200 manns
vegna samdráttar í hefðbundnum at-
vinnugreinum, eða um tæp 13%, á
meðan landsmönnum öllum fjölgaði
um 13%. Þetta svarar til þess að allir
íbúar Eskifjarðar hefðu flutt burt. Á
sama tíma og álverið var í byggingu
töpuðust um 300 störf í sjávarútvegi í
Fjarðabyggð. Samkvæmt tölum frá
Hagstofu Íslands hafa meðallaun á
landsbyggðinni þrátt fyrir það verið
hæst á Austurlandi frá árinu 2002, en
þá voru komin upp áform um að fara í
virkjunar- og álversframkvæmdir
þar. Ný störf tengd starfsemi álvers-
ins hafa orðið til þess að fjölskyldur
sem höfðu flutt burt hafa fengið störf
við hæfi í heimabyggð og snúið til
baka. Ef borinn er saman fjöldi íbúa í
Fjarðabyggð árið 2002 og árið 2008 er
fjölgunin um 740 manns eða 19%. Við
núverandi aðstæður, þegar atvinnu-
leysi fer vaxandi, er hægt að gera sér í
hugarlund hvernig at-
vinnuástandið væri í
Fjarðabyggð hefði bygg-
ing álversins ekki komið
til.
Aukin umsvif annarra
fyrirtækja
Fram hefur komið að
fyrir utan kaup á raforku,
hafi Alcoa Fjarðaál keypt
ýmsa þjónustu á Íslandi
fyrir níu og hálfan millj-
arð króna árið 2008. Stór
hluti þessarar upphæðar
hefur runnið til atvinnustarfsemi á
Austurlandi. Hér starfa skipafélög,
verkfræðistofur, hugbúnaðarfyrir-
tæki, vélsmiðjur, rafverktakar og fjöl-
mörg önnur fyrirtæki sem hafa getað
aukið umsvif sín á Austurlandi veru-
lega vegna þjónustu við álverið.
700-800 milljónir
til sveitarfélaga
Tekjur sveitarfélaganna á Austur-
landi af fasteignagjöldum, hafnar-
gjöldum og útsvari þeirra sem vinna
hjá álverinu í Reyðarfirði og verktök-
um á álverslóðinni, voru 700 til 800
milljónir króna árið 2008. Meirihluti
teknanna rennur til Fjarðabyggðar
og þær eru mikilvægur tekjustofn til
að viðhalda og bæta þjónustu við íbúa
sveitarfélagsins. Þá eru ótalin áhrif
ýmissa styrkja sem Alcoa hefur veitt í
samfélagsleg málefni á Austurlandi,
svo sem til menningarviðburða,
íþrótta, Vatnajökulsþjóðgarðs og
fleira. Samkvæmt upplýsingum frá
fyrirtækinu nema þessir styrkir sam-
tals rúmlega 300 milljónum króna frá
árinu 2003 til 2008. Fyrirtækið hefur
einnig haft ýmis óbein, jákvæð áhrif á
atvinnustarfsemi á svæðinu, m.a.
vegna áherslu á öryggismál starfs-
manna og umhverfismál.
Álverið og tengd starfsemi skapa
mikilvægar gjaldeyristekjur og virð-
isauka fyrir Austurland og íslenskt
samfélag úr endurnýjanlegum orku-
auðlindum. Þó að kraftaverk séu álíka
sjaldgæf hér á Austurlandi og annars
staðar, er einfaldlega fráleitt að halda
því fram að áhrif álversins og Kára-
hnjúkavirkjunar á samfélagið hér á
Austurlandi hafi valdið vonbrigðum,
eins og nýr umhverfisráðherra hefur
haldið fram.
Kraftaverk?
Guðmundur R.
Gíslason skrifar
um áhrif álvers
á atvinnulíf
á Austurlandi
»Umhverfisráðherra
saknar kraftaverks
á Austurlandi. Krafta-
verk eru sjaldgæf, en
efnahagslegt mikilvægi
álversins í Reyðarfirði
er ótvírætt.
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
Fjarðabyggðar.
Guðmundur R.
Gíslason