Morgunblaðið - 19.02.2009, Page 31

Morgunblaðið - 19.02.2009, Page 31
bæra vini mínum. Góðir brandarar voru gulls ígildi, hvort sem hann sagði þá sjálfur eða var hlustandi. Ég átti svo sannarlega von á því að nú þegar ég var að hætta að fljúga myndum við eiga margar frábærar samverustundir á næstu árum, já jafnvel áratugum. En svona geta for- lögin gripið inn í atburðarásina, þessi einstaki vinur minn tekinn frá okkur svo til án fyrirvara. Minning- arnar um góðan starfsfélaga og vin munu hins vegar lifa um ókomin ár. Við sendum Lóu, Tinnu, Hrafn- hildi, Bergljótu, Sigrúnu, foreldrum Ragnars og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur Reidar Kolsöe, Sigrún, Heiða og fjölskyldur. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. ... (23. Davíðssálmur.) Kvatt hefur vinur minn og félagi til margra ára. Leiðir okkar lágu saman við flugnám og ýmis störf sem við unnum í félagi með flugnáminu, m.a. slökkvistarf í Vestmannaeyjum í gosinu, svo eitthvað sé nefnt. Á frumbýlisárum okkar í Lúxemborg þegar við hófum störf hjá Cargolux voru samskipti fjölskyldna okkar mjög náin og margt brallað. Þú varst ekki búinn að vera lengi hjá Cargolux þegar yfirmenn þínir og við starfsfélagarnir sáum að á ferðinni var maður sem hafði allt til að bera, vera í forsvari fyrir flug- mannafélagið og þjálfunarflugmað- ur. Það er ekki öllum gefið að vera þjálfunarflugmaður og kennari. Ragnar var þeim einstæðu eiginleik- um gæddur að hafa léttan húmor og þægilega þolinmæði sem smitaði út frá sér og gerði erfiða hluti létta, auk þess sem flugmönnum undir hans umsjá leið vel og má segja að það hafi verið tilhlökkun að fara með Ragnari í flug, hefðbundin próf og þjálfanir. Á ferðum okkar vítt og breitt um heiminn þar sem við dvöldum fjarri fjölskyldum okkar urðu kynnin mjög náin. Stuðningur manna á milli í vandamálum hvers og eins varð að vandamáli allra sem voru í áhöfn í það skiptið og ræddu menn og af- greiddu vandamál sem upp komu sem væru þeirra eigin. Svona var samheldnin og væntumþykjan í raun þegar á reyndi. Nú þegar Ragnar hefur kvatt og fengið flugtaksheimild til þess áfangastaðar sem við munum allir fá, oftast án vitneskju um hvenær eigi að fara í ferðina miklu, kveðjum við fjölskylda mín og þökkum fyrir ánægjulegar og eftirminnilegar stundir með Ragnari og Lóu. Kæra Ólöf og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Ó. Halldórsson og fjölskylda. Öðru sinni er höggvið skarð í raðir bekkjarbræðranna í 6-R sem luku stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavík fyrir 40 árum, vorið 1969. Ragnar Kvaran var umsjónarmað- ur bekkjarins, sá um að skrá í kladd- ann ef nemendur komu of seint í tíma eða voru fjarverandi. Slíkur starfi er ekki vís vegur til vinsælda, en um Ragnar gilti öðru máli. Hann var ávallt glaður og reifur, hvers manns hugljúfi, heiðarlegur, skemmtilegur, jákvæður og heill í gegn. Bekkjarbræður minnast hans fyr- ir ánægjulega samvinnu í náminu og skemmtilegar stundir í félagslífi og utan skólaveggjanna. Ragnar spilaði á gítar og söng á skemmtunum og í góðra vina hópi. Hann var dagfars- prúður, síkátur og brosandi og and- rúmsloft kringum hann var afslapp- að. Síðasta veturinn í skólanum komu upp deilur milli nokkurra 6. bekkja og stjórnenda skólans um íslensku- kennslu og var þungt í mörgum nem- endum. Bekkurinn okkar, 6-R, steig þá skref til sátta til að unnt yrði að ljúka kennslu með reisn. En sjálf- sagt áttu deilurnar sinn þátt í að bekkurinn kaus að senda skólanum skilaboð að hætti fornmanna á síð- asta skóladegi. Reist var níðstöng með hrosshaus í brekkunni framan við skólann. Þeir sem voru vel lesnir í Egils sögu þekktu fordæmið. Ragn- ar kom að þessu verki ásamt nokkr- um öðrum og minnast margir þessa uppátækis sem var til gamans gert þótt broddur væri í því. Það mæltist hins vegar illa fyrir hjá ýmsum stjórnendum skólans og leit um tíma út fyrir að stúdentsútskrift sumra væri í hættu. En aðrir, þar á meðal Kristinn Kristmundsson, dáður ís- lenskukennari bekkjarins á fyrri námsárum, sáu ljósu og broslegu hliðarnar á tiltækinu og þá var málið látið niður falla. Ragnar gerði flugið að ævistarfi og bjó erlendis um áratugaskeið. Flestir bekkjarbræðurnir sáu hann því sjaldan eftir stúdentsútskriftina, einna helst í kringum stúdentsaf- mæli. Í júní verður 40 ára stúdents- afmæli og hópurinn hittist á ný. En gleðihljómurinn í góðra vina hópi verður trega blandinn. Einn skær- asti strengurinn er slitinn. Við sendum fjölskyldu Ragnars einlægar samúðarkveðjur. F.h. bekkjarbræðra í 6-R, Stefán Halldórsson. Við hittumst í Fjósinu í byrjun október 1965, þangað hafði verið safnað saman öllum strákum sem ekki áttu lögheimili í Reykjavík en ætluðu að hefja nám í MR það haust- ið. Í annarri stofunni voru Kópa- vogsbúar, en í hinni voru ekta sveita- menn, en með okkur þó örfáir Hafnfirðingar og einhverjar eftir- legukindur frá fyrra ári. Líklega hafa skólayfirvöld talið að við gætum haft slæm áhrif á borgarbörnin og því ákveðið að vista okkur dreifbýlis- búana í þessu útihúsi. Á öðrum skóladegi þurfti að velja umsjónar- mann. Við völdum strax Ragnar Kvaran. Valið var einfalt, hann var greinilega heimsmaðurinn í okkar bekk, rataði um skólann, þekkti á kerfið, átti bíl, bjó í Reykjavík, veiddi hval og átti kærustu. Meðan við hinir vorum hálfhallærislegir og enn með hor í nefi, var Ragnar orðinn sjóaður séntilmaður og sjarmör. Persónutöfrar Ragnars lágu á mörgum sviðum, í honum var ein- hver óvenjulegur frumkraftur sem allir hlutu að heillast af. Hann var músíkant sem spilaði blús á gítarinn sinn áður en Eric Clapton kunni gripin, hann var útivistarmaður sem stundaði skíði, veiðar og golf og hann var hugmyndaríkur hugsjónamaður og handlaginn framkvæmdamaður. Í hugum okkar bekkjarfélaganna var hann þó alltaf fyrst og fremst hinn glaði, heiðarlegi og einlægi félagi og vinur. Nú þegar komið er að kveðjustund er margs að minnast eftir áratuga vináttu. Ragnar kaus að gera flug að sínu ævistarfi eins og faðir hans og alnafni. Þar náði hann miklum frama. Vegna starfsins bjó hann með Lóu sinni og stelpunum flest árin í Lúxemborg, en flutti fyrir fáum ár- um hingað heim og fór svo á eftirlaun rétt fyrir síðustu áramót. Þó að vík væri milli vina tókst okkur að halda vináttunni lifandi. Í nokkrur skipti gistum við María hjá þeim úti og nut- um mikillar gestrisni og þegar Ragn- ar átti leið hingað heim í veiðiferðir eða sumarfrí leitaði hann mig uppi og við fundum tilefni til að hittast, gleðjast og stilla gamla strengi. Við göntuðumst með það að sem dæmi um samstillinguna eignuðust við börnin á sömu árum – þau þrjár dætur og við þrjá syni. Á okkar síð- ustu fundum vorum við Ragnar að reyna að brjóta til mergjar síðasta afrek okkar bekkjarfélaganna í MR, þegar við á dimmisjón reistum skól- anum níðstöng að hætti Egils Skalla- grímssonar, með hrosshaus á stöng og dýrkveðnum formála. Við mund- um alla atburðarásina í smáatriðum, en gátum þó hvorki orðið sammála um efni formálans né hver hefði flutt níðið. Að lokum sættumst við á að líklega væri þessi sameiginlega gleymska besta niðurstaðan, því far- sælast væri að geyma til frambúðar aðeins jákvæðar minningarnar. Um Ragnar Kvaran á ég eingöngu slíkar minningar, sem nú er tími til að þakka fyrir. Góður drengur er genginn. Við María sendum Lóu og dætrunum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Ásbergsson. Kveðja frá Þyts-félögum Það var okkur Þyts-félögum mikið áfall að heyra af andláti okkar kæra félaga Ragnars Kvaran jr., sem lést eftir skyndileg veikindi. Raggi var farsæll flugstjóri hjá Cargolux í 35 ár og starfaði meðal annars sem þjálf- unarflugstjóri hjá því. Góð þjálfun flugmanna var honum hugleikin enda mikilsvirtur á því sviði. Raggi var félagi í flugklúbbnum Þyt frá 1989 og var mjög virkur í félagsstarf- inu, driffjöður framkvæmda og hrók- ur alls fagnaðar á árshátíðum sem og á okkar árlegu sumarhátíð í Birki- laut. Hann naut þess að fljúga flugvél- um Þyts, Piper Cub og Cessnu 180, þegar hann var ekki í vinnunni að fljúga Boeing 747. Sem dæmi um greiðasemi Ragga þá flugu hann og Doddi vinur hans, þá nýkeyptri, Cessnu 180 frá Lúxemborg til Ís- lands fyrir Þyt. Raggi var mikill útivistarmaður, skíðamaður, góður veiðimaður og frábær félagi. Hann fór ekki í mann- greinarálit, fyrir honum voru allir jafnir, bæði í leik og starfi. Alltaf glaður og hress og hafði einstaklega góða nærveru. Við vottum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúð. F.h. félaga í flugklúbbnum Þyt, Jón Ólafsson. Meira: mbl.is/minningar Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 ✝ Regína Rós-mundsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 29. október 1923. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli í Reykjavík 7. febr- úar síðasrliðinn. Hún var dóttir Rósmund- ar Guðnasonar, f. 6.3. 1900, d. 23.7. 1967, og Guðrúnar Einarsdóttur, f. 10.10. 1903, d. 30.5. 1961. Bróðir Regínu var Guðni, f. 26.11. 1926, d. 23.2. 1958. Hálfsystkini Regínu, sam- feðra, eru Hilmar, f. 16.10. 1925, og Erna, f. 16.10. 1925. Regína giftist Ívari Ágústssyni bifreiðastjóra á Raufarhöfn, f. 3.5. 1921, d. 12.1. 1950. Börn þeirra eru: Betzy, f. 22.12. 1944, maki Arnór L. Pálsson, f. 21.4. 1943. Börn þeirra: Páll, f. 1965, Ívar, f. 1965, d. 1994, Ágúst, f. 1971, El- ísabet, f. 1981, d. 2008; Ívar, f. 2.9. 1946, d. 1.8. 1963; Eyrún, f. 3.3. 1949, maki Hörður Ó. Guð- jónsson, f. 3.6. 1946, dóttir þeirra er Hild- ur, f. 1975. Dóttir Ey- rúnar er Margrét, f. 1971. Sonur Regínu og Óla Hermannssonar er Guðna, f. 3.6. 1961, maki Þuríður S. Guðmundsdóttir, f. 26.6. 1965. Börn hans eru Theodór Freyr, f. 1987, og Aníta Ósk, f. 1993. Eiginmaður Regínu er Baldvin Ágústsson, f. 15.2. 1923. Regína starfaði lengst af við símavörslu og fl. í Hjúkrunarskóla Íslands, og var m.a. trún- aðarmaður skólans í S.F.R. Útför Regínu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku Regína, ég er svo óend- anlega þakklátur fyrir að hafa fengið að ganga þennan hluta lífs- vegar þíns með þér. Er það mér sérstaklega minn- isstætt þegar við byrjuðum að vera saman um jólin árið 1970. Þar sem lagið „Ég sá mömmu kyssa jóla- svein“ glumdi í eyrum okkar. Nú þegar komið er að kveðju- stund leita svo margar góðar minningar á huga minn. Í gegnum árin varst þú dugleg að ferðast og minnist ég þess hvað þú varst glöð og hamingjusöm þegar þú komst heim úr utanlandsferðunum þín- um. Þú hafðir frá miklu að segja eftir þessi ferðalög enda fórstu víða, t.d. til Þýskalands, Skotlands, Írlands, Hollands og Danmerkur. Einnig fórum við margoft saman í sólarlandaferðir og man ég sér- staklega hvað þú varst hrifin af Madeira á Spáni og hvað þér fannst það mikil upplifun að koma þangað Þú varst mikil félagsvera og þér leið aldrei betur en þegar allt var fullt af fólki í kringum þig. Fjölskyldan og vinirnir voru þér allt. Að lokum vil ég þakka starfs- fólkinu á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir frábæra umönnun sem Reg- ína mín naut þann tíma sem hún dvaldi þar. Elsku Regína, minning þín mun lifa í hjarta mínu Þinn Baldvin. Elsku mamma mín, nú ertu far- in, og er þín sárt saknað. Yfir mann hellast allar minningarnar um þig, stundir sem við áttum saman og enginn getur tekið frá okkur. Ég minnist þín helst fyrir að vera einhver ósérhlífnasta mann- eskja sem ég hef kynnst. Stóðst alltaf þína plikt, hvernig sem áraði. Oft vorum við bara ein, ég og þú, þar sem fósturpabbi var fjarver- andi vegna vinnu. Ekki var ég auð- veldasti sonur við að eiga, en alltaf varst þú nálægt og studdir mig. Og skap þitt. Hvorki upp, né niður. Alltaf sama rólyndismanneskjan. Þú hafðir einstakan húmor. Varst á köflum hreint stór- skemmtileg, og gladdir alla í kringum þig, enda félagsvera mik- il, áttir marga vini, og þeir sem kynntust þér leituðust við að halda vinskap við þig. Í seinni tíð voru ferðalög aðal- áhugamálið, og fóruð þið Baldvin ófáar ferðirnar, bæði hér heima og erlendis. Og eftir hverja heim- komu var nú aldeilis mikið að segja frá. Það gerði enginn betur en þú. Þær eru margar minningarnar sem ég ætla að geyma í hjarta mínu og njóta í hvert sinn sem ég hugsa til þín, mamma mín. Guð geymi þína yndislegu sál. Þinn sonur, Guðni. Nú þegar elsku amma hefur kvatt okkur og er komin á betri stað hrannast upp minningar um hana. Við höfum alltaf verið mikið í kringum þig, alveg frá barns- aldri. Oft vorum við bræðurnir hjá þér í Dvergabakkanum. Hjóluðum úr Kópavoginum og gistum hjá þér. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar afa. Seinna meir þegar þið afi fluttuð á Hringbrautina komum við til ykkar, ekki jafnoft og áður en eins og við gátum. Þú elskaðir að vera innan um fólk og varst mikil fé- lagsvera. Ég man eftir því hvað þú varst dugleg að ferðast. Sérstaklega voru sólarlandaferðir þér að skapi. Stundum fóruð þið afi saman og stundum fórst þú bara ein eða með vinkonu með þér. Það var mikill galsi í þér og þú hafðir gaman af því þegar við vor- um að stríða þér. Það er hægt að segja að þitt líf hafi ekki verið sérstaklega auðvelt. Þú fékkst þinn skerf af missi og sorg, misstir bæði mann og son og seinna meir ömmubörn. Heilsu þinni tók að hraka fyrir einum 14 árum, eftir því sem árin liðu hefur heilsu þinni hrakað meira og meira. Síðustu 3 árin hefur þú búið við umönnun á hjúkrunarheimilinu Skjóli og hefur starfsfólkið reynst þér ákaflega vel. Nú hefur þú fengið hvíldina. Ég veit að það bíða þín margir hinum megin og taka þér með kærleik og opnum faðmi eins og var svo einkennandi fyrir þig. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín, hvíl þú í friði og takk fyrir okkur, við hittumst síðar. Páll og Sigríður Rut. Kæra Regína. Ég var svo heppin að fá að kynnast þér fyrir næstum 20 árum. Þið Baldvin buðuð mér og Gústa í mat og þá strax tókst með okkur góður vinskapur. Ég á eftir að sakna þín og hef reyndar gert frá því að við fluttum úr Kópavoginum. Ég fann alltaf hvað ég var velkomin til ykkar á Hring- brautina og hvað þú varst ein- staklega góð við mig. Það var svo gaman í sumar þeg- ar við komum öll til þín á Skjól, þú búin að renna mottunni undir rúm sem lét vita frammi hjá hjúkk- unum ef þú fórst fram úr, og ég sagði við þig: „Regína, þú lofar að fara ekki fram úr rúminu án að- stoðar,“ þá sá ég stríðnisblik í fal- legu augunum þínum. En upp á síðkastið bar hugurinn þig oft lengra en líkamleg heilsa leyfði. Að lokum vil ég minnast þín með nokkrum orðum úr spámanninum eftir Kahlil Gibran: Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjall- göngumaður sér fjallið best af sléttunni. Elsku Regína. Það var svo ynd- islegt að eiga þig að öll þessi ár og fyrir það er ég og verð alltaf þakk- lát. María Veigsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Regína Rósmundsdóttir Elsku langamma, nú ert þú farin til himna, þú varst besta langamma í heiminum og munt ávallt lifa í minning- unni hjá okkur, kveðjum við þig með söknuði . Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð geymi þig. Andrea og Betsý Ásta. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Co- unt). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.