Morgunblaðið - 19.02.2009, Side 35

Morgunblaðið - 19.02.2009, Side 35
Stofuna ráku tveir herramenn og Lillý var með fyrstu starfsmönn- unum þar. Hún var sú sem hélt um alla tauma á skrifstofunni. Flestar aðgerðir sem farið var í á skrif- stofunni, komu á borð Lillýjar. Hún var með ávísanaheftið, hún sá um vörslusviptingar, hún sá um bankasamskiptin. Hún var algjör útvörður skrifstofunnar og sýndi vinnuveitendum sínum hundrað prósent hollustu. Hún sá einnig um ótrúlegustu hluti fyrir þá, persónulega snún- inga og innkaup. Ein okkar var bú- in að vera allnokkurn tíma starf- andi með henni áður en hún gerði sér grein fyrir því að Lillý var alls ekki tengdamamma annars herra- mannanna. Ein okkar sagði við fráfall henn- ar að einn mesti töffari Íslands væri fallinn frá. Það lýsir henni nokkuð vel. Á hverjum morgni mætti hún með þeim fyrstu á vinnustað, kom á blússandi ferð- inni á bílnum sínum, alltaf að flýta sér, snaraðist inn hávaxin og þráð- bein í baki, stórglæsileg svo eftir var tekið og gekk til starfa af mikl- um eldmóði. Hún leit nánast aldrei upp úr verkefnunum nema til að fá sér sígarettu. Í hádeginu fór hún síðan á sama kraftinum heim til sín að gefa manninum sínum að borða, alltaf. Á nútímamáli var hún svo kúl og græjaði alla hluti. Hún varð fyrir miklum áföllum í lífinu hún Lillý en alltaf sagði hún „Ekki vorkenna mér“ og sinnti sínum verkum af æðruleysi. Við gamlir samstarfsmenn hitt- umst fyrir jólin 2007 og þá hittum við Lillý. Hún var ekkert breytt, alltaf sama flotta konan, sem klæddist vönduðum fatnaði og með glæsilegt hár. Ein okkar keyrði hana heim en hún var farin að tapa mjög sjón. Miklar deilur urðu í bílnum þegar kom að því að Lillý færi inn til sín því það var ekki við það komandi að fylgja henni að dyrunum. Hún gat þetta ein. Hún var eftirminnileg hún Lillý og það var okkar lán að fá að kynn- ast henni. Samstarfskonur á Lögheimt- unni, Anna Sigríður, Lára, Kolbrún, Sigurbjörg, Ingibjörg Þóra, Brynhildur, Margrét Vala, Svala, Margrét. Elsku Lillý. Þú komst eins og stormsveipur inn í líf mitt snemma á mínum lögmannsferli. Barst með þér glæsileika og ráðsmennsku. Eitthvað eldri en við félagarnir og þeir starfsmenn sem með okkur áttu eftir að vinna. Nokkuð sem enginn varð hins vegar var við hvorki við vinnu né leik. Fjármálin þitt aðalstarf, verkefni sem þú tókst mjög alvarlega. Betur að fleiri líkir þér hefðu verið við völd í fjármálastofnunum landsins síð- ustu árin. Minnist þess hvernig þú sást til þess að ásókn okkar félag- anna í peningakassa fyrirtækisins með tilheyrandi úttektarmiðum hætti með því að bjóðast til að lána okkur frekar en að viðhalda þess- um ósóma. Þú áttir traust okkar óskipt sem leiddi m.a. til þess að við dvöl okk- ar Láru og barnanna erlendis um tíma fengum við þig til að halda ut- an um okkar persónulegu mál. Leystir það óaðfinnanlega af hendi eins og annað sem þér var falið. Eitt var það sem þú taldir í þínum verkahring sem vakti ef til vill ekki hrifningu heima hjá okkur félög- unum. Það var að sjá til þess að við gengjum ekki um með lausa tölu hvað þá tölulausir. Var þá gripið til nálarinnar. Við vorum jú „dreng- irnir“ þínir. Vakandi yfir velferð okkar persónulega sem okkar rekstrar. Kæra Lillý, hafðu þökk fyrir alla umhyggjuna og vinsemdina. Lára og börnin hugsa til þín með þakk- læti og elsku. Góða ferð til fyrir- heitna landsins. Þar bíða ástvinir og áreiðanlega er þar eitthvað sem þú getur farið að skipta þér af og leiða til betri vegar. Ingólfur Hjartarson hrl. Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 ✝ Laufey Guð-mundsdóttir fæddist í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð 11. mars 1927. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Sigurðs- son, f. 11.5. 1902, d. 17.1. 1970, og Björg Bergsdóttir, f. 21.4. 1899, d. 28.4. 1973. Fósturfaðir Laufeyjar var Sigurjón Níelsson, f. 2.4. 1892, d. 7.1. 1971. Systkini Laufeyjar eru: Alberta (fóst- ursystir), f. 19.8. 1916, d. 29.2.2004, Svanhvít (fóstursystir), f. 3.10. 1917, d. 7.10. 1991, Ingólfur, f. 7.8. 1919, d. 18.1. 2000, Björg, f. 11.9. 1920, Ottó, f. 10.10. 1922, d. 23.5. 2005, Guðrún, f. 25.4. 1929, Bergþóra, f. 7.7. 1930, Níels, f. 24.9. 1931, Jóhanna, f. 6.11. 1932, Sigurveig, f. 3.1. 1934, Anna, f. 13.1. 1937, Lára, f. 29.5. 1938 og Ragnar, f. 19.11. 1945. Fyrri maður Lauf- eyjar var Sigurjón Jó- hannesson, f. 21.12. 1925, d. 17.12. 1970. Foreldrar hans voru Jóhannes Eiríksson og Ragnheiður Helga- dóttir. Hinn 30.12. 1960 giftist Laufey seinni manni sínum Magnúsi Ásgeirssyni, f. 31.5. 1925, d. 27.6. 1969. Foreldrar hans voru Ásgeir Guðmundsson og Kristín Magnúsdóttir. Útför Laufeyjar fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukk- an 13. Kær frænka mín er látin. Ég kveð þig nú, kæra Laufey, minni hinstu kveðju og þakka þér samfylgdina á liðnum árum. Farðu í friði, kæra frænka, á fund þeirra sem þú hefur saknað. Guð geymi minningu frænku minn- ar, Laufeyjar Guðmundsdóttur. Eftirlifandi systkinum og öðrum ættingjum votta ég samúð mína. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín frænka Þóra Kristín. Elsku Laufey mín, lengi hef ég vit- að að einhvern tíma kæmi að því að þú yfirgæfir þennan heim. Þegar til þess svo kom var ég alls ekki undir það bú- in. Allar góðu minningarnar um sam- verustundirnar okkar streyma um hugann, enda eyddum við Laufey miklum tíma saman. Það var alltaf gott að koma til þín, enda dekraðir þú við mig eins og prinsessu. Minning- arnar eru margar um sterka konu sem þekkti tímana tvenna. Aldrei var maður skammaður og alltaf var Lauf- ey yfirveguð, sama á hverju gekk. Nú hefur elsku Laufey frænka kvatt okkur og er komin á betri stað. Laufey var ekki bara frænka mín, heldur líka besta vinkona sem nokkur getur átt. Henni var hægt að treysta fyrir öllu, hún var aldrei að flýta sér og hafði alltan nægan tíma til að ræða málin. Hún tók mér sem sinni eigin dóttur, enda var ég búin að vera hjá henni frá unglingsaldri. Laufey mín, ég fékk þann heiður að vera hjá þér síðustu stundirnar og finnst mér það hafa verið forréttindi. Ég votta systkinum þínum og öll- um aðstandendum mína dýpstu sam- úð. Guð geymi þig, elskan. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Þín, Jóna Björg. Elsku Laufey. Mig langar að minnast þín með nokkrum línum. Ég man þegar ég fór með mömmu og pabba til Reykjavíkur í heimsókn en við áttum heima í Sandgerði og þar búa þrjár systur þínar og fjölskyldur. Það var alltaf gaman að koma til þín og Madda, þú varst alltaf svo fín og flott alveg eins og drottning. Svo þeg- ar ég varð eldri flutti ég í bæinn að vinna, síðan að búa. Áttum við þá góð- ar stundir saman sem ég gleymi ekki. Eitt sinn sem oftar labbaði ég upp Laugaveginn á leið til þín og skoðaði í búðarglugga, sá þá útstillt hjónarúm í glugga sem heillaði mig alveg og fór ég að segja þér frá því og vildir þú ólm gefa mér fyrir útborgun í því sem ég þáði, var þetta fyrsta hjónarúmið okkar Matta, svona varst þú yndisleg. Svo flyt ég aftur á Suðurnesin og eignast mína þriðju stelpu sem ég skírði Laufeyju í höfuðið á þér, elsku Laufey mín. Ég vil þakka þér fyrir all- ar okkar stundir. Nú ert þú laus við allar þrautir sem þú hefur mátt þola, vil ég kveðja þig með þessari bæn. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson.) Þín systurdóttir. Sig. Berta Grétarsdóttir. Laufey Guðmundsdóttir                          ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓLASON húsasmíðameistari, Hlíf II, Ísafirði, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 17. febrúar, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00. Sigríður Halldórsdóttir, Kristján Bjarni Guðmundsson, Helga Kristjana Einarsdóttir, Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir, Örn Sveinbjarnarson, Salvar Finnbogi Guðmundsson, Jóna Þórdís Magnúsdóttir, Vignir Guðmundsson, Rebekka Rut Rúnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SNÆBJÖRN ÁRMANN BJÖRNSSON fyrrverandi bóndi á Nolli, Grenilundi, Grenivík, lést á Grenilundi fimmtudaginn 12. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Laufáskirkju laugardaginn 21. febrúar kl. 13.30. Björn Snæbjörnsson, Magga Kristín Björnsdóttir, Sigurbjörg Snæbjörnsdóttir, Stefán Sigurður Snæbjörnsson, Súsanna Poulsen, Kristinn Snæbjörnsson, Kristín Sigurbjörg Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar GUÐRÚNAR BJARKAR RÚNARSDÓTTUR FREDERICK, Hátúni 37, Reykjanesbæ. Kenneth W. Frederick, Gunnar Már Vilbertsson, Sara Margrét Frederick, Viktoria Lynn Frederick, Fríða Felixdóttir, Rúnar Lúðvíksson, Lúðvík Rúnarsson, Iðunn Ingólfsdóttir, Gunnar Felix Rúnarsson, Arna Hrönn Sigurðardóttir, Særún Ása Rúnarsdóttir, Jónas Þór Jónasson og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vinarhug og kærleik við andlát og útför elskulegs föður okkar, afa og langafa, AÐALSTEINS P. MAACK húsasmíðameistara og fv. forstöðumanns byggingaeftirlits ríkisins, áður til heimilis að Hvassaleiti 56, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 24. janúar. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjóls fyrir góða umönnun og hlýhug. Aðalheiður Maack, Óðinn Geirsson, Pétur A. Maack, Kristjana Kristjánsdóttir, Þórhallur Maack, Gyða Bárðardóttir, Gísli Maack, Kara Margrét Svafarsdóttir, Sigríður Maack, Már Másson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, GARÐAR STEINDÓRSSON, Vesturtúni 50, Álftanesi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 17. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jóhanna Guðrún Halldórsdóttir, Kristín Garðarsdóttir, Björn Þórisson, Bryndís Garðarsdóttir, Gísli Vagn Jónsson, Áslaug Garðarsdóttir, Páll Hafnfjörð Hafsteinsson, afabörn, langafabarn, Sverrir Steindórsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.