Morgunblaðið - 19.02.2009, Síða 46

Morgunblaðið - 19.02.2009, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 Íslenski markaðsdagurinn er löngu orðinn árviss viðburður í faglegu starfi markaðsfólks. Á ráð- stefnunni á Nordica Hotel 27. febrúar kynna innlendir og erlendir fyrirlesarar nýjustu strauma og stefnur í markaðs- og auglýsingamálum. Um kvöldið kemur síðan í ljós hverjir hljóta Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, sem veittur er í fjölmörgum flokkum til þeirra sem hafa skarað fram úr í auglýsinga- og markaðsstarfi 2008. Auglýsendur! Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Pöntunartími er fyrir kl. 16.00 fös. 20. febrúar. Blaðinu verður dreift með Morgunblaðinu og fylgir ráð- stefnugögnum á Íslenska markaðsdeginum. Íslenska markaðsdagsins – beint í mark Fáðu þér áskrift að Morgunblaðinu á mbl.is/askrift sem haldinn er 27. febrúar á Nordica Hotel Meðal efnis: • Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar • Viðtal við formann Ímark • Hvernig má bæta ímynd Íslands með markaðssetningu • Neytendur og auglýsingar • Nám í markaðsfræði • Góð ráð fyrir markaðsfólk • Tilnefningar til verðlauna – Hverjir keppa um Lúðurinn? • Viðtöl við fólkið á bak við tjöldin í bransanum • Árleg könnun Capacent meðal markaðsstjóra 360 stærstu fyrirtækja • Ásamt fullt af öðru spennandi efni 26. febrúar gefur Morgunblaðið út sérblað í tilefni Gáfuleg spennumynd Að anda að sér Veggspjald myndarinnar hefur þegar verið gert. Styttist í Inhale, nýjustu mynd Baltasars Kormáks NÚ styttist óðum í að nýjasta mynd Baltasars Kormáks, Inhale, verði frumsýnd, en gert er ráð fyrir að hún verði fullkláruð fyrir lok næsta mánaðar. Baltasar er á leið til Bandaríkjanna um þessar mundir þar sem hann mun leggja lokahönd á myndina og fylgja eft- ir vinnu við tónlist og hljóð- blöndun. Fjallað er um myndina á heimasíðunni Twitchfilm.net, en þar segir greinarhöfundur að hann sé mikill aðdáandi Baltas- ars. „Við höfum fylgst spennt með gerð Inhale, annarrar mynd- ar hans á ensku og þeirrar fyrstu sem hann tekur utan Íslands,“ segir greinarhöfundur meðal ann- ars. „En hvernig munu einkenni Baltasars sem leikstjóra koma út við slíka umbreytingu? Ég er bú- inn að sjá kynningarmyndbandið og segi fullum fetum að þau koma vel út. Dermot Mulroney virðist eiga að bera myndina uppi, en honum bregður fyrir í öllum skotum myndbandsins.“ Þá segir í greininni að Baltasar virð- ist hafa tekist vel upp við að skipta um umhverfi og fara frá Íslandi yfir í eyðimörkina þar sem Inhale er tekin. Loks spáir greinarhöfundur því að myndin geti slegið í gegn á meðal þeirra sem sækjast eftir gáfulegum spennumyndum sem varpa fram siðferðilegum spurningum. Fjöldi þekktra leikara fer með aðalhlutverkin í Inhale og á með- al þeirra má nefna, auk Dermots Mulroney, þau Diane Kruger, Sam Shepard, Rosanna Arquette og Jordi Mollà. jbk@mbl.is Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is „SÍÐUSTU ár hefur Versló verið mest áberandi í þessum mennta- skólasöngleikjum, en þetta fer skrefi lengra en allt það,“ fullyrðir Albert Hauksson um nýjan íslenskan söng- leik um Harry Potter er leikfélag Menntaskólans við Sund frumsýndi í Loftkastalanum í gærkvöldi. Albert leikur sjálfan Harry Potter. „Þetta er mikið stökk fram á við fyrir leiklistina í MS. Við höfum heyrt það frá fólki sem hefur séð þetta á prufum að þetta sé það flottasta sem hefur kom- ið frá menntaskóla í mörg, mörg ár. Það hefur aldrei sést svona sjó áður. Það eru sprengjur, ljósasjó, vídeó- verk og tæknibrellur. Fólk svífur eig- inlega um sviðið.“ Söngleikurinn hefur hlotið nafnið Harry Potter og myrki herrann en handritið vann Kolbrún Björt Sigfús- dóttir upp úr völdum köflum bók- anna. Hún og eiginmaður hennar Er- lingur Grétar Einarsson sjá svo um leikstjórn saman. „Þetta er heilmikið og flókið verk fyrir okkur leikarana. Þetta er tekið úr fjórðu, fimmtu og sjöttu bókinni. Þetta er mjög vel skrifað því það er sama hvort þú hef- ur lesið þessar bækur eður ei, þetta hangir allt saman. Það er snert á mik- ilvægustu köflunum í sögunni.“ Hasar, læti, blóð og ofbeldi Söngleikurinn er rúmir tveir tímar að lengd, víst ekki fyrir allra yngstu börnin og vakið hefur athygli að stuðst er við lög erlendra rokksveita á borð við Muse, Editors, Hole, Robyn og Lykke Li í stað þess að vitna í stef kvikmyndanna eða semja eigin lög. „Við vildum ekki taka neitt úr bíó- myndunum. Við vildum skapa alfarið okkar útgáfu af Hogwarts-skóla. Þessi rokklög sem eru í söngleiknum eru mjög vel valin. Hún Kolbrún ger- ir íslenska texta við öll lögin en text- arnir í upprunalegu lögunum passa mjög vel við það sem er í gangi í sögu- þræðinum hverju sinni. Íslensku text- arnir eru þó ekki alveg beint þýddir, en út af þessu eiga lögin mjög vel við. Fílingurinn í þeim öllum smellpassar. Þetta er mjög myrk saga, og því ekki beint barnaleikrit. Þeir sem hafa lesið bækurnar ættu þó að hafa mjög gam- an af þessu, sama þó þau séu ung. Það er hasar, það eru læti, smá blóð og of- beldi. Bara eins og í bókunum.“ Albert hver? Albert Hauksson er augljóslega metnaðarfullur ungur maður. Hann er á eðlisfræðibraut í MS, sem hann lýsir sjálfur sem „stærðfræðinörd- braut“, en virðist ekki setja frekara nám í raunvísindum í forgang. Auk þess að leika og syngja spilar hann einnig á gítar og píanó og lét hafa eft- ir sér blákalt í Fréttablaðinu um síð- ustu helgi að helsti draumur hans væri að „meika’ða“. „Fyrir mér er það að njóta velgengni í listum,“ út- skýrir hann betur. „Ég mála líka og er í tónlist. Að fá að starfa og ganga vel í einhverju svona, það er draum- urinn. Það væri æðislegt að komast inn í Listaháskólann en það vita allir hversu erfitt það er. Mitt vandamál er að það er of mikið sem mig langar að gera. Það eru margir sem vita ekkert hvað þá langar að gera en mig langar að prófa allt.“ „Stökk fram á við“  Menntaskólinn við Sund frumsýndi söngleik byggðan á Harry Potter í gær  Stuðst er við lög erlendra rokksveita Voldemort rís Sagan í meðförum leikfélags MS hefst um það leyti er hinn illi Voldemort rís á ný. Morgunblaðið/Golli Prófessor Dumbledore Leikur lykilhlutverk í örlögum Harrys. Harry í Hogwarts Hinn íslenski Harry Potter með skóla- félögum sínum í Hogwarts-galdraskólanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.