Morgunblaðið - 12.03.2009, Side 25

Morgunblaðið - 12.03.2009, Side 25
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 SÚ ÓSVÍFNA aðför að seðla- bankastjórum undanfarna mánuði sem viðhaldið er af fávísum frétta- mönnum á sér engin fordæmi. Fulltrúar fjölmiðla, sem virðast vera pólitískir andstæðingar Davíðs hafa þyrlað upp slíku moldviðri að skyggni í sandstormi á Sahara- eyðimörkinni er betra en í moldviðri fréttamanna. Framkoma spyrilsins í Kast- ljósþætti ríkissjónvarpsins að kvöldi þriðjudagsins 24. febrúar 2009 var með því ósvífnasta sem sést hefur í sjónvarpi. Fullyrðingar spyrilsins um eitt og annað varðandi ásakanir á hendur seðlabankastjóranum voru rakalausar og varð hann (spyrillinn) að éta allt ofan í sig í lok þáttarins. Framkoma og svör seðla- bankastjóra gerðu spyrilinn að við- undri þar sem honum (spyrjanda) varð orðfall hvað eftir annað þegar seðlabankastjóri svaraði honum. Hefði spyrlinum verið nær að kynna sér það efni sem fjalla átti um en ekki að vaða áfram með fleipur og raka- lausar fullyrðingar. Var augljóst og auðheyrt af spurn- ingum og framkomu spyrils að ganga átti frá æru seðlabankastjóra í eitt skipti fyrir öll í þessu viðtali. Reyndin varð önnur. Spyrillinn varð sér til há- borinnar skammar og augljóst af svörum bankastjórans að svo virtist sem spyrillinn hefði dvalist á suð- urpólnum síðustu 20 árin og ekki haft tök á að fylgjast með gangi mála á Ís- landi. Hið pólitíska hefndaræði hefur leikið fjölda Íslendinga grátt síðustu mánuði þannig að þeir hafa leitað að blóraböggli til að láta reiði sína bitna á. Hafa pólitískir andstæðingar bankastjórans ýtt undir óhróður gegn Seðlabankanum og stjórn- endum hans. Það sem vekur mesta furðu við þetta framferði er að söku- dólgarnir í falli íslensks bankakerfis eru stikkfrí eins og ómálga börn voru í mörgum leikjum í fyrri tíð. Í hinu pólitíska moldviðri er hvergi minnst á sök hinna svokölluðu útrása- víkinga sem ætluðu og urðu moldríkir á sparifé fjölda Íslendinga með fjár- hættuspili sínu. Þessir fáu útrás- arvíkingar virðast hafa komið út úr fjármálakerfi landsins mörg hundruð milljörðum sem þeir hyggjast nota sjálfum sér og sínum til framfærslu á meðan landar þeirra lepja dauðann úr skel. Hver er skýringin á stofnun á annað hundrað leynifyrirtækja í er- lendum skattaparadísum. Hvort þessum fjármunum hafi verið breytt í „Rússagull“, „Inkagull“, „Afríkugull“ eða einhvers konar önnur verðmæti verður hin þingskipaða rannsókn- arnefnd að finna út Ef forystumenn fjölmiðla á Íslandi ekki biðja seðlabankastjórana afsök- unar á þeim ósvífnu aðdróttunum í garð þeirra sem stjórnuðu bankanum er augljóst hið pólitíska innræti þeirra sem stjórna fjölmiðlum. Svör Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra í Kastljósþættinum gerðu spyrilinn kjaftstopp því spyrill- inn hafði ekkert fram að færa annað en fullyrðingar sem ónafngreindir höfðu sagt honum. Virtist ástand spyrilsins í lok þáttarins vera eins og ástand keisarans í nýju fötunum þeg- ar hann áttaði sig á að hann væri klæðalaus. Herra Davíð Oddsson og aðrir bankastjórar Seðlabanka Íslands, þið eruð hér með beðnir innilega afsök- unar á órökstuddum fullyrðingum og ósæmilegri framkomu hluta íslensku þjóðarinnar. Þar sem undirritaður telur sig vera Íslending leyfi ég mér að biðjast afsökunar fyrir þann hluta íslensk samfélags sem ég tilheyri. KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, fv. skipstjóri. Ósvífin aðför að Davíð Oddssyni og öðrum bankastjórum Frá Kristjáni Guðmundssyni INDRIÐI H. Þorláksson, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu, og Stefán Ólafsson prófessor boðuðu skattahækkanir á fundi hjá Sam- fylkingunni 4. mars sl. Báðir eru þeir talsmenn þrepaskipts skattkerfis, en slíkt kerfi er flók- ið í framkvæmd og í raun tvöfalt kerfi, því bæði væri greidd stað- greiðsla (eins og nú er) og síðan yrði endanleg álagn- ing eftirá og þá þyrfti að greiða við- bótarskatt (þ.e. staðgreiðslu og skatt sem lagður er á eftirá). Þetta kerfi var við lýði til skamms tíma og var kallað „hátekjuskattur“, en lagð- ist á meðaltekjur og hærri, þannig að flestir landsmenn lentu í þessum „hátekjuskatti“. Enginn þarf að efast um að verði slíkt kerfi tekið upp aftur mun það með tímanum færast neðar og neðar í launastig- ann, þar til meðaltekjufólkið verður allt komið í „hátekjuskatt“. Miklu betra væri að hækka almenna skatt- þrepið og hækka persónuafsláttinn um leið, því núverandi kerfi er í raun þrepaskiptur skattur og því hærri sem tekjurnar eru, því hærri skattprósenta er greidd. Hér er sett upp dæmi um útreikn- ing á núverandi sköttum og hvernig skattar breyttust, ef skattprósenta yrði hækkuð í 41,1% og persónu- afsláttur yrði hækkaður í 50.000 krónur, sjá meðfylgjandi töflu: Venjulega hljóðar áróðurinn á þá leið, að ósanngjarnt sé að há- tekjumenn greiði sömu prósentu af launum sínum í skatt og lág- tekjumaðurinn, en þannig er það alls ekki í raun með núverandi kerfi. Eins og sést af töflunni myndu skattar lækka á lægri launum en 200.000 kr. á mánuði, en hækka hratt eftir því sem ofar drægi í launastiganum. Hér er ekki tekið til- lit til neinna bóta, en þær eru allar tekjutengdar og kæmu því lág- tekjuhópunum til góða til viðbótar við lægri skattgreiðslu. Krafa um „þrepaskiptan“ tekju- skatt er krafa um að flækja skatt- kerfið svo mikið að það yrði fljótt óskiljanlegt fyrir alla nema endur- skoðendur og aðra skattasérfræð- inga. Það yrði mikil afturför. AXEL JÓHANN AXELSSON, bókari. Skattahækkanir Frá Axel Jóhanni Axelssyni Axel Jóhann Axelsson Staðgr. 37,2% Staðgr., 41,1% Hækkun Hækkun (Persónuafsl. Hlutfall af (Persónuafsl. Hlutfall af skatta skatta Laun pr. mán.: kr. 42.205) tekjum í % kr. 50.000) tekjum í % í krónum í % 200.000 32.195 16,10 32.200 16,10 5 0,02 400.000 106.595 26,65 114.400 28,60 7.805 7,32 600.000 180.995 30,17 196.600 32,77 15.605 8,62 800.000 255.395 31,92 278.800 34,85 23.405 9,16 1.000.000 329.795 32,98 361.000 36,10 31.205 9,46 1.200.000 404.195 33,68 443.200 36,93 39.005 9,65 1.400.000 478.595 34,19 525.400 37,53 46.805 9,78 1.600.000 552.995 34,56 607.600 37,98 54.605 9,87 1.800.000 627.395 34,86 689.800 38,32 62.405 9,95 2.000.000 701.795 35,09 772.000 38,60 70.205 10,00 Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps auglýsir hér með tillögu að aðalskipulagi Grímsnes- og Grafnings 2008-2020. Samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum, sbr. einnig lög um um- hverfismat áætlana nr. 105/2006, er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að aðalskipulagi Grímsnes og Grafnings 2008-2020. Aðalskipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfismat (sbr. lög nr. 105/2006), ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar og öðrum fylgigögnum munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps að Borg, frá og með 12. mars 2009 til og með 23. apríl 2009. Ennfremur verður tillagan til sýnis á Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík, og hjá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að Dalbraut 12, 840 Laugarvatni. Skipulagsgögn má einnig nálgast á vef Grímsnes- og Grafningshrepps www.gogg.is og á slóðinni www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og skal þeim skilað til Grímsnes- og Grafningshrepps eigi síðar en 23. apríl 2009 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan ofangreinds frests, teljast samþykkja hana. Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU OG FLÓAHREPPI Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunnamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.