Morgunblaðið - 12.03.2009, Side 23

Morgunblaðið - 12.03.2009, Side 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 MÖGULEIKAR í heilbrigðisþjónustunni eru mikilvægir nú þegar við stöndum frammi fyr- ir því að líf okkar hefur tekið kollsteypu og við þurfum að horfa til allra krafta til að byggja upp atvinnu á Íslandi. Við vitum að heilsan er mik- ilvægasta eign hvers einstaklings og mark- aður er fyrir heilbrigðisþjónustu. Á- ríðandi er að við leggjum vinnu í að kanna möguleika á að flytja inn sjúklinga til læknismeð- ferðar. Á Íslandi er besta heilbrigðisþjónusta sem þekkist í heiminum. Þetta get ég fullyrt eftir að hafa kynnt mér þjónustuna bæði á Norðurlöndum og í Ameríku. Vandamálið á Norð- urlöndum er biðtímar, sem Íslendingar myndu aldrei sætta sig við, og í Ameríku er það gjaldið, sem fáir geta borgað.Við getum boðið Norðurlandabúum og jafnvel öðrum Evrópubúum mun styttri biðtíma og betri þjónustu en þeir eru vanir og Ameríkönum mun betra verð og sambærilega ef ekki betri þjónustu. Nauðsynlegt er að vinna markaðsstarfið erlendis og búa til umgjörð um flutninga sjúk- linga og þjónustu við þá hér á landi. Ég hef ekki áhyggjur af lækn- ismeðferðinni eða endurhæfingunni, þar sem ég veit að bæði Landspít- alinn og læknastöðvar geta veitt fyrsta flokks þjónustu. Veiki hlekk- urinn í þessu er umgjörðin að öðru leyti. Þetta þarf næsta ríkistjórn ásamt þeim, sem geta veitt heil- brigðisþjónustu með þeim sem geta skapað umgjörð um flutninga og að- búnað sjúklinga, að vinna af krafti til að skapa vinnu og gjaldeyristekjur. Þessi leið myndi um leið hjálpa okk- ur að tryggja að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk yfirgefi ekki Ís- land vegna ónógrar vinnu en einnig auka líkur á að læknar, sem starfa erlendis komi heim aftur. Orku- húsið, sem býður upp á sérhæfða þjónustu á sviði bæklunarlækninga, er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur aðstöðu og kraft til að taka þátt í þessari vinnu. Þar eru hundrað starfsmenn tilbúnir að leggja sitt að mörkum, en fleiri einstaklingar, fyr- irtæki eða stofnanir þurfa að leggja hönd á plóg. Heilbrigðisþjónusta og gjaldeyristekjur Eftir Sveinbjörn Brandsson Sveinbjörn Brandsson Höfundur er bæklunarskurðlæknir og sækist eftir 7.–8. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. ÉG HEF ákveðið að bjóða fram krafta mína í þeirri uppbyggingu sem framundan er. Það er eitt af forgangsverkefnum okkar að bæta stöðu og velferð fjölskyldna. Það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á velferð þeirra og efast enginn um mik- ilvægi efnahagslegs ör- yggis í því samhengi og öruggrar atvinnu. Það eru líka fleiri þættir sem skipta máli eins og náin og örugg tengsl, hæfni til að koma til móts við hvert annað, getan til leysa út ágreiningi og félagslegur stuðn- ingur. Stór hluti barna á tvö heimili. Sum búa hjá einhleypum foreldrum og/ eða í stjúpfjölskyldum þar sem ann- að eða báðir foreldrar hafa eignast nýjan maka. Fjölskyldustefna þarf að taka mið af fjölbreytileika fjöl- skyldugerða. Breyta þarf skattalög- um til að tryggja að meðlagsgreið- endur teljist foreldrar og njóti barnabóta til jafns við aðra foreldra. Tryggja þarf að allir foreldrar, óháð forsjá eða hjúskaparstöðu, hafi jafnan aðgang að upplýsingum um börn sín frá skóla og heilbrigðisþjón- ustu. Til að draga úr stéttaskiptingu þarf öll heilsugæsla, námsbækur og annar stuðningur að vera aðgengi- legur börnum og ungmennum þeim að kostnaðarlausu. Efla þarf lýðræðisleg vinnubrögð í stjórnmálum. Þátttaka almennings er mikilvæg og ég styð tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu og aukið íbúalýðræði. Í dag er u.þ.b. 77% orkuframleiðslu nýtt til mengandi stóriðju. Við eigum að nota okkar grænu orku til að byggja upp vistvænni atvinnu- vegi. Mikilvægt er að efla ferðaþjónustu með áherslu á náttúruskoðun, koma upp eldfjallagarði á Reykjanesi, hefja út- flutning á lífrænt rækt- uðu grænmeti, byggja upp hátækni- iðnað og þróa nýstárlega orkugjafa. Ég er formaður og einn af stofn- endum íbúasamtakanna Sól í Straumi og jafnframt formaður Fé- lags stjúpfjölskyldna. Fram- kvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands, stundakennari við HÍ og held úti vefsíðunni – www.stjup- tengsl.is Fjölbreyttar fjöl- skyldugerðir og vist- vænna atvinnulíf Eftir Valgerði Halldórsdóttur Valgerður Halldórsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi og gefur kost á sér í 2.-4. sæti í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í SV. Drífa Hjartardóttir | Hvatning til kjósenda Einar Guðjónsson | Kjósum ekki sveitarstjórnarmenn á Alþingi Vífill Karlsson | Ásbjörn Óttarsson til forystu Hallgrímur Egilsson | Dögg hefur þekkingu og reynslu Gestur Gunnarsson | Kjarnakona Meira: mbl.is/kosningar Með og á móti Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni GUÐMUND KJARTANSSON HAGFRÆÐING Í 3-4 SÆTI Í REYKJAVÍK! SJÁFSTÆÐISMENN! Sameinumst um sterkan lista! Ég býð mig fram í 3-4 sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu í Reykjavík 13-14 mars. Helstu áherslur og greinaskrif mín er að finna á www.xd.is eða www.profkjor.is/gudmundur. Ég hef tekið þátt í opinberri umræðu um stjórnmál og efna- hagsmál m.a. á Útvarpi Sögu FM 99.4, þar sem ég verð á nk. fimmtudag, 12 mars kl. 16:30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.