Morgunblaðið - 12.03.2009, Page 43

Morgunblaðið - 12.03.2009, Page 43
Menning 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 White Suit Getting Brown og bjuggu í kristilegri kommúnu á með- an. Gísli Ein- arsson úr Foreign Monkeys mixaði svo upptökurnar og skilaði góðri vinnu. White Suit Getting Brown er indí-rokk plata af bestu gerð, heilsteypt og öll vinna við hana til fyrirmyndar. Ef einhverjir ætla að dæma Jack London fyrirfram út af því að hljóm- sveitin telst kristileg þá eru þeir hin- ir sömu að missa af miklu. Trúar þeirra gætir ekkert í tónlistinni fyrir utan að textarnir verða að teljast fal- FYRSTA breiðskífa Jack London verður að teljast afbragðs gripur. Jack London er um fjögurra ára gömul hljómsveit skipuð piltum sem hittust allir í gegnum Fíladelfíukirkj- una, þvílík heppni fyrir okkur hin. Þeir fóru til Chicago fyrir meira en ári síðan þar sem þeir hljóðrituðu legri en oft gengur og gerist í rokk- inu. Jack London er eðal-rokk- hljómsveit eins og þessi fyrsta skífa þeirra ber með sér. Lögin hafa yfir sér „gamaldags“ yf- irbragð og er stundum eins og maður sé að hlusta á tónlist frá átt- unda áratugnum, Led Zeppelin skaut stundum upp kollinum við hlustunina. Erfitt er að benda á eitthvert lag betra en annað en lag samnefnt plötunni er eitt af þeim sem standa upp úr auk upphafs- lagsins. White Suit Getting Brown er eiguleg skífa eins og áður segir og ekki bara fyrir rokkara. Orkumikið rokk Jack London – White Suit Getting Brown  INGVELDUR GEIRSDÓTTIR TÓNLIST UNDANFARIN misseri hefur fé- lagsskapur raftónlistarmanna staðið að tónlistarkvöldum sem kennd eru við Weirdcore, tónlist sem lýsir sér í vel tilrauna- kenndri raftónlist. Fyrsta Weir- dcore-kvöld ársins verður haldið í kvöld á Cafe Cultura. Vaninn er að þrjár raftónlist- arsveitir komi fram á hverju slíku kvöldi og verður ekki brugðið út af vananum að þessu sinni því fram koma Skurken, Klive og dúettinn Sykur. Kvöldið byrjar klukkan 21 á Cafe Cultura og er frítt inn. Áhugasömum má einnig benda á að Weirdcore-félagsskapurinn gaf út safnskífu á síðasta ári sem sækja má ókeypis á slóðina http://www.weirdcore.com. Lifandi raftónlist Weirdcore Dúettinn Sykur leikur fjöruga raftónlist. SJÓNVARPSÞÁTTURINN Heroes komst í fréttirnar á dögunum þegar sagt var frá því að atriði eitt í þátt- unum þar sem persóna Hayden Pa- nettiere sækir um vinnu í mynda- sögubúð, líkist atriði úr kvikmyndinni Astrópíu með Ragn- hildi Steinunni í aðalhlutverki. Það er annars af Panettiere að frétta að hún er nú sökuð um að eyðileggja fyrir fyrrum kærasta sínum og meðleikara í þáttunum, Milo Ventimiglia. Sameiginlegur vinur þeirra heldur því fram að Pa- nettiere reyni allt hvað hún getur til að fá Ventimiglia rekinn úr þátt- unum og neitar stúlkan að láta sjá sig í kvikmyndaverinu þegar hann er á svæðinu. Leikaraparið hætti saman í febrúar á þessu ári eftir að Panettiere fékk leið á Ventimiglia, að því er fram kom í erlendum slúð- urblöðum. Var aldursmunur þeirra einnig talinn vera hluti af vand- anum. Kræf Hayden Panettiere Köld eru kvennaráð INDVERSKA leikkonan Freida Pinto sem skaust upp á stjörnuhim- ininn með verðlaunamyndinni Slum- dog Millionaire hefur ákveðið að segja skilið við heimaborg sína Mumbai í Indlandi og flytja til New York. Ástæðan mun vera sú að Pinto er harðákveðin í að verða leikkona og telur að það gæti aukið möguleika hennar töluvert að búa í New York. Þrátt fyrir að Slumdog Millionaire hafi verið fyrsta og eina hlutverk Pinto hingað til, er hún viss um að hún muni fá verkefni í bandarískum kvikmyndum. „Ég er samt ekki viss um að Slumdog... hafi sýnt fram á alla mína hæfileika og það verður að segj- ast að ég lít ekkert alltof vel út í myndinni, með ör á andlitinu og glóð- arauga. Ég vona bara það besta.“ Fyrirsæta Hin forkunnarfagra Pinto sýndi á Dolce & Gabbana sýn- ingunni í Milan í síðustu viku. Flytur frá Mumbai til New York

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.