Morgunblaðið - 12.03.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.03.2009, Blaðsíða 22
22 UmræðanKOSNINGAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 FJÓRFLOKKURINN íslenski hefur fengið endurnýjað hlutverk í íslenskum stjórnmálum. Eftir helmingaskiptastjórnir Framsókn- arflokks og Samfylkingar með Sjálfstæð- isflokknum hafa nú Vinstri grænir tekið við stjórnartaumunum með Samfylkingunni. Hin nýskipaða stjórn er studd með ráðum og dáð af nýja Framsóknarflokknum sem styður hana til „góðra verka“. Þrír af fjórum flokkum fjór- flokksins eru nú við stjórn og allir hugsa sér gott til glóðarinnar eftir komandi kosningar. Íslenska þjóðin hefur uppskorið skipbrot eftir vinsældastjórnir síðustu áratuga. Atvinnuleysi, há- vaxtastefna, spilling og niðurlæging íslensku þjóðarinnar er staðreynd. Ef fram heldur sem horfir verður íslenska þjóðin í gíslingu fjórflokksins um aldur og ævi nema hún hafi vilja til leysa sig undan oki fjórflokksins. Af nægu er að taka í endurreisn íslenska samfélagsins. Það næst ekki með óskipulagðri stjórn sem hefur ekki meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Núverandi stjórn hefur ekki fengið stuðning meirihluta landsmanna og það er ábyrgðarleysi af hálfu Framsóknarflokksins að styðja slíka stjórn en tilgangurinn helgar meðalið og hinn nýkjörni formaður flokksins mun eflaust hljóta fleiri viðtöl og fleiri myndir í fjölmiðlunum í kynningarskyni fyrir komandi kosningar – með því að verja hana vantrausti. Frjálslyndi flokkurinn á að hafa skýrt hlut- verk. Hann á að standa vörð um sjálfstæði Ís- lands og endurreisn hins íslenska samfélags. Hann á að standa vörð um grunnatvinnuvegi landsins; sjávarútveg, landbúnað, verslun og þjónustu og aðrar atvinnuskapandi og arðbær- ar atvinnugreinar. Hann á að endurskapa traust milli stjórnmálaafla og fólksins í landinu. Hann á að skapa traust milli landsbyggðarinnar og höf- uðborgarinnar. Tími fjórflokksins er liðinn. Hann hefur fengið sitt tæki- færi og brást þjóðinni. Frjálslyndi flokkurinn getur skap- að ný tækifæri fyrir fólkið í landinu en til þess þarf hann skýra og ábyrga stefnu og traust frá þjóð. Nýtt Ísland og fjórflokkurinn Eftir Guðna Halldórsson Guðni Halldórsson Höfundur er viðskiptalögfræðingur og frambjóðandi til emb- ættis formanns Frjálslynda flokksins. FRÁ ÞVÍ bandaríski herinn hvarf af Kefla- víkurflugvelli má segja að kraftaverk hafi átt sér stað. Vert er að vekja athygli á því að um 900 manns misstu störf á Vellinum en lítið fór fyrir kveinstöfum. Suðurnesjamenn sneru bök- um saman, staðráðnir í að vinna sig úr vand- anum. Nú er risið þar eitt kraftmesta þorp á Íslandi. Sannkallað þekkingarþorp þar sem blandað er saman menntun, vísindum og ný- sköpun. Íbúar eru orðnir um 2.000 talsins og nemendur Keilis um 500. Þá er að hreiðra um sig á svæðinu tugur nýrra fyrirtækja – sum hver byggð á algjörum nýjungum. Segja má að framundan geti verið bjartir tímar umhverfis Vallarheiði. Þessi glæsilegi árangur er ekki sjálfsprottinn. Rétt er að draga fram nú þegar dregur að kosningum að ýmsir frambjóðendur reyndu hvað þeir gátu til að gera þróun á Vallarheiði tortryggilega með alls kyns tilhæfulausum ásökunum í stað þess að leggjast á árarnar með heima- mönnum. Bandaríkjamenn hafa lýst sérstakri ánægju með framvinduna því þeir hafa samanburðinn við ýmsar aðrar herstöðvar sem hefur verið lokað. Ein- kenni uppbyggingarinnar er skýr framtíðarsýn um uppbyggingu þekkingarþorps og órofa samstaða heimamanna. Nöldur hinna nei- kvæðu hefur engu skipt þó stuðningur þeirra hefði verið æskilegri. Kadeco hefur af skyn- semi komið mannvirkjum í notkun, Keilir blæs út, í Eldey má finna einstakan kraft skóla og frumkvöðla, Virkjun á sér enga líka sem að- staða fyrir fólk í atvinnuleit og tækifæra, Gagnavarslan er gott dæmi um áræði og ný- breytni og í náinni framtíð má sjá gagnaver rísa með um og yfir 100 ný störf. Það er ástæða til að gleðjast og þakka hinum ötula hópi sem á undraverðum tíma náði að byggja upp umhverfi sem líklega á sér enga hliðstæðu hérlendis. Mér er til efs að finna megi jafn mikla ólgu og tækifæri í atvinnulífi sem á Vallarheiði. Ég tel það for- gangsmál fyrir svæðið og þjóðina að styðja við bakið á frekari uppbyggingu þarna og nýta þá einstöku aðstöðu sem fyrir hendi er ef rétt er á haldið. Lifnar yfir vellinum Eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur Ragnheiður Elín Árnadóttir Höfundur er alþingismaður. EFTIR hrun bank- anna í október hefur ver- ið endurskoðunnar þörf. Spurningar sem hafa vaknað hjá mér persónu- lega eru: Hvert fóru gildin, s.s heiðarleiki, réttlæti og styrkur ? Hvar hefur fyr- irtækjauppbyggingin verið síðustu 20 árin? Hversvegna höfum við ekki nýtt hugmynda- og hugvitsfólk okkar í þeirri uppbyggingu? Hvað fór úrskeiðis? Þessar spurningar og fleiri hafa leitað á mig eftir því sem tíminn líð- ur. Niðurstaðan er, að nú er tíminn þar sem við verðum að segja „nú eða aldrei“, annað hvort nýtum við þetta til framtíðaruppbyggingar fyrir landið í heild eða hjólum í sama farinu um ókomin ár. Virkjað getum við nóg og þá ekki bara vatn. Leyfa ætti smábátaveiðar. Þetta er gömul tugga en engu að síður tugga sem er hægt að virkja frá einum degi til annars. Smábát- arnir eru til, fólkið sem á þá er margt orðið atvinnulaust. Því á að halda fólki á bótum ef það getur fætt og klætt sig og sína á þennan hátt? Við verðum að horfa fram á við og nýta auðlindir okkar, stóriðja á núverandi tímapunkti er hugvits- legt gjaldþrot af hálfu stjórnvalda og lýsir vanhugsun gagn- vart þjóðinni. Við eigum hugmyndaríkt og úrræða- gott fólk, virkjum það! Hérlendis eru fyrirtæki á mörgum sviðum sem með stuðningi gætu eflst til muna s.s ferðaþjón- usta, matvælaiðnaður, hönnun, tækni og nátt- úrulyf. Uppbygging heilsusamlegrar flóru fyr- irtækja í landinu er löngu orðin tímabær, má nýta sjóðina okkar og atvinnuþróun- arfélög betur þar. Íslensk fyrirtæki þurfa að geta framleitt vöru innanlands til útflutn- ings og í kynningarstarf á íslenskum fyrirtækjum og vörum erlendis má nýta útflutningsráð. Á alþjóðavett- vangi er óorð á íslenskum fyr- irtækjum, ef bæta á mannorðið verðum við að sýna og sanna að í okkur býr dugur til að takast á við framtíðina á ábyrgan og raunhæfan hátt. Við þurfum framtíðaráætlanir sem byggjast á auðlindum okkar og hugviti, miðast ekki bara við eitt kjörtímabil og setja fólkið í fyrsta sæti. Núna getum við ekki hoppað yfir girðinguna þar sem hún er lægst og vonað að þetta reddist. Eigum við okkur framtíð? Eftir Ástu Hafberg S. Ásta Hafberg S. Höfundur er verkefnastjóri, og býður sig fram í 1. sæti Frjálslynda flokks- ins í NA-kjördæmi. ÞEGAR ég lít yfir kreppuna sem hér ríkir þá verður mér hugsað til Póllands þar sem ég ólst upp. Þar kom mjög slæm kreppa árið 1976 og mjög erfitt var fyrir marga. Þar var ekki atvinnuleysi eins og hér á Íslandi nú, sem bugaði fólk og fjölskyldur, heldur matarskortur. Matarskortur í landinu sjálfu. Fólk þurfti því að bjarga sér með því að rækta í görðum, ala dýr í bílskúrum og allt í þá veruna til þess að komast af. Það voru því ekki skuldir sem sliguðu þjóðina, enda það að skulda ekki almennt í huga fólks þar. Það þykir eðlilegra að eiga fyrir því sem maður vill eignast og skuldir nánast litnar hornauga. Á Íslandi verður erfitt um stund á meðan við vinnum okkur út úr þess- ari kreppu. En ég er bjartsýn, ég held að Íslendingar muni vinna sig út úr þessu fljótt og vel. Hagkerfið hér er mjög sveigjanlegt og fyr- irtækin virðast vera það einnig. Það virðist vera í þjóðarsálinni að bregðast hratt við sveiflum, enda þjóðin lifað við geng- isfellingar vegna sjáv- arútvegsins, áður en nú- verandi fyrirkomulagi var komið á. Það eru margir sem hafa það erf- itt og raunar mjög erfitt. En sem betur fer er það meirihlutinn sem hefur það ágætt og kemst ágætlega af. Nú eru það þeir sem eiga peningana og geta eytt þeim, sem halda atvinnulíf- inu og heimilunum gangandi. Það er sú velta sem gengur um hagkerfið í augnablikinu. Á meðan fólk heldur ekki í pen- ingana, heldur eyðir þeim, heldur það kerfinu á floti. Einhvern tíma hefði ég nú sagt fólki að spara! Kreppan á Íslandi er ólík kreppunni í Póllandi árið 1976 Eftir Grazynu M. Okuniewska Grazyna M. Okuniewska Höfundur er varaþingmaður og fram- bjóðandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. SÚ STAÐA sem þjóðin er í um þessar mundir er í senn óraunveruleg og ótrúleg. Fólk sem opnaði útvarpstækin einn dag í október sl., heyrði fréttir um að efnahags- kerfið væri hrunið. Flestir stóðu í þeirri meiningu að íslenska þjóðin væri í ágætis málum þrátt fyrir lausafjárskort á fjár- málamarkaði. Þessi atburðarás sýnir glöggt að ekkert er sjálfgefið og flestu skal taka með fyrirvara. Náttúruhamfarir þekkja Íslendingar: snjó- flóð, eldgos og jarðskjálfta. Við slík tíðindi finnum við hversu vanmáttug við erum enda ekki í okkar höndum að stjórna náttúruöflunum. Efna- hagshrun íslensku þjóðarinnar á hins vegar ekkert skylt við náttúruhamfarir eða slys, heldur er það tilkomið af mannanna völdum. Viðbrögð almennings einkennast nú af reiði og gremju sem er afar skiljanlegt. Fjölmargir eru fyrst og fremst þolendur þessarar atburðarásar. Heimilin eru afar skuldsett og margir hafa misst vinnuna. Einnig er hópur fólks sem tapaði fé á reikningum sem því var talin trú um að væru öruggir. Enn aðrir tóku mikla áhættu og treystu því að aðstæður myndu ekki breytast til hins verra. En fortíðinni verður ekki breytt, sama hversu ósanngjörn okkur þykir hún vera og hversu illa fólk er brennt. Það hjálpar þó held- ur ekki að ætla að láta eins og ekkert hafi í skorist og halda að hægt sé að strika yfir slæma hluti. Okkar bíður fátt annað en að horfast í augu við stöðuna og leitast við að vera þátttakendur í að endurbyggja íslenskt samfélag. Stjórnvöld sem heilshugar vilja reyna að uppfylla þarfir almennings gera það með því að sýna í viðmóti sínu og störfum samkennd og staðfestu. Ennfremur með því að afla upp- lýsinga, hlusta, leitast við að skilja og fyrst og síðast framkvæma með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Hagsmunir fólksins þurfa ávallt að vera framar flokks- hagsmunum. Krafan um að stjórnmálamenn hafi gott innsæi, hæfni til að greina aðstæður og leggja mat á breytilegt umhverfi er bæði sanngjörn og eðlileg. Gerum því slíka kröfu. Lærum af fortíð, hugum að framtíð Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur og býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. ÞAÐ ER mjög til siðs að hallmæla al- þingismönnum, ráð- herrum og öðrum kosn- um fulltrúum. Ég segi ekki, að þeir sem hafa brugðist eigi ekki skilið að hljóta harða dóma. Hins vegar álít ég að kjósendur eigi einnig að líta í eigin barm, því að í lýðræðisþjóðfélagi liggur endanleg ábyrgð hjá kjós- endum sjálfum. Þetta hefur verið orðað þannig, að allar þjóðir hljóti þá foringja sem þær eiga skilið. Nú þegar prófkjör stjórn- málaflokkanna standa yfir ættu kjósendur að hafa framangreindar stað- reyndir vel í huga. Mik- ilvægt er að gefa nýjum frambjóðendum tækifæri og þeim þingmönnum hvíld sem staðið hafa vaktina, með slökum ár- angri. Hjá Sjálfstæð- isflokki hefur það mark- mið verið sett, að 50%-60% þingmanna flokksins verði fólk sem ekki hefur setið á Alþingi áður. Ég sjálfur er einn af þessum nýju frambjóðendum sem nú gefa kost á sér til starfa. Hugur minn er hjá þeim mörgu sem efnahags- hrunið hefur valdið tjóni. Tryggja verður að svona efnahagslegar hamfarir gangi aldrei aftur yfir ís- lenska þjóð. Þetta er ekki ósann- gjörn krafa, því að peningastefna landsins á ekkert skylt við nátt- úrulögmál, heldur er algjörlega mannaverk. Efnahagslegur stöðugleiki er þjóðinni nauðsyn og það viðfangs- efni verður að njóta forgangs. Pen- ingastefnan er hér lykilatriði, því að peningaflæði hagkerfisins sam- svarar blóðflæði mannslíkamans. Stærstu þættir hagkerfisins eru því háðir peningastefnunni, sem meðal annars grundvallast á gengisskrán- ingu gjaldmiðils landsins. Undanfarna mánuði hef ég mælt fyrir ákveðinni leið, til að landið öðlist efnahagslegan stöðugleika. Hún er fólgin í upptöku nýrrar peningastefnu, sem nefnd er „reglu-bundin peningastefna“. Lið- ur í þessari áætlun er upptaka á innlendum gjaldmiðli sem studdur er erlendri stoðmynt. Þessu fyr- irkomulagi er stjórnað af svo nefndu Myntráði. Ég vil hvetja lesendur að kynna sér tillögur mínar. Jafnframt minni ég kjósendur Sjálfstæðisflokksins á ábyrgð þeirra við val á frambjóð- endum. Veitið nýjum mönnum for- gang. Ábyrgðin liggur hjá kjósendum Eftir Loft Altice Þorsteinsson Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur og vís- indakennari. Loftur býður sig fram í 1.–4. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.