Embla - 01.01.1946, Page 9
Verðlaunasagan —
Drengurinn minn
Gleðileg jól. Gleðileg jól, ómar utan af götunni og í göngum
og stigum stóra hússins.
Gleðileg jól.
Allir flýta sér. Enn er margt ógert. Dagurinn er svo stuttur.
Dyr opnast og lokast.
Hérna er hálfskreytt jólatré, og þarna vantar kerti í stjaka.
Það þarf að festa upp þessi marglitu silkibönd, og mislitar ljós-
hlífar má ekki vanta.
MatarJykt blandast ilmi af þurrum grenigreinum.
Lítil telpa rogast með fullt fangið at' jólabögglum.
Hún dettur og grætur.
Nú verður hún of sein að raða þeim í kringum jólatréð.
Flýttu þér, flýttu þér.
Stundin nálgast óðum.
Kirkjuklukkurnar hringja, gling, gling, gló, gling, gling, gló.
— Heirns um ból, helg eru jól. —
Hver er að syngja jólasálma?
Gamla konan opnar augun og fálmar út í myrkrið með titrandi
ltöndum.
Höfðu jólin komið og farið fram lijá, meðan hún svaf?
Hún kveikir á kerti.
Ljósið blaktir dapurlega og lýsir skammt.
Þarna stendur mjólkurflaskan og dálítill brauðsnúður.
iímbla 7