Embla - 01.01.1946, Qupperneq 12
Ég þarf ekki að læra meira, mamma. Ég kann að lesa og skrifa.
Það er alveg nóg, l'yrst ég ætla að verða sjómaður.
Þú verður ekki sjómaður, vinur minn. Mamma getur ekki séð
af drengnum sínum á sjóinn.
Það er alltaf leiðinlegt í skólanum, mamma. Það er allt bannað,
sem gaman er að.
Ég ætlaði ekki að brjóta rúðuna, mamma, en karlinn var að
skamma mig saklausan, og þá fóru strákarnir að mana mig.
Ég er svona rifinn og tættur, mamma, af því að ég var að hjálpa
iitlum strák, sem allir níddust á.
Ég þarf engan miðdegismat á morgun, el þú verður að þvo.
Ég vil ekki koma til þín að borða. Strákarnir segja, að ég sé að
sníkja.
Ég kem með nóg kol í ofninn, mamma. Nú verður þér ekki
kalt í marga daga.
Hvar fékkstu þessi kol, vinur minn?
Það gaf mér Jrau inaður, sem ég.lijálpaði. Hann á svo mikið,
stóran, stóran bing. Hann ætlar að gela mér meira seinna, en ég
má ekki sækja það nema i myrkri.
Það var Jró undarlegt.
Hérna er sykur og brauð. Ég á líka nóga aura lyrir mjólk.
Nú þarftu ckki að fara út í vont veður til jjess að |>vo.
Ég vil ekki láta jrig þvo lijá öðrum. Það getur þvegið þvottinn
sinn sjálft.
Hvar færðu alla Jressa peninga, góði minn?
Það gaf mér Jrá maður.
Ég fékk þá fyrir að sendast.
Ég seldi blöð.
Þú ert orðinn svo duglegur, elsku drengurinn minn.
Nú liafa strákarnir ekkert við mér, mamma, síðan ég fékk nýju
skautana.
Ég þarf líka að safna mér fyrir skíðum.
Þú liefðir áttað sjá, hvað ég stóð brattar brekkur í dag, mamma.
Hinir strákarnir ultu og veltust um livað el'tir annað.
10
EMBLA