Embla - 01.01.1946, Side 13
Næst ætla ég að safna fyrir fallegri kápu handa þér.
— Þótt heimur mig hamingju sneiði,
þótt harðir mig þyrnarnir meiði —
Hver var að syngja?
Það voru börnin þarna uppi hjá jólunum.
Gamla konan hverfur altur inn í heim minninganna.
Trúðu þeirn eKki, matnma. Láttu þá ekki taka mig.
Æ, liefurðu nú gert eitthvað ljótt?
Nei, nei. Ég hef ekki gert neitt ljótt.
Af hverju þurfum við að vera köld og svöng?
Af hverju má ég ekki kaupa eitthvað eins og aðrir?
Dökkklæddur maður, þungbúinn á svip.
Það verður að koma drengnum hið bráðasta í burtu úr bænunr.
Hann er vandræðabarn.
Vandræðabarn?
Hann hefur haft forustu um alls konar óknytti nú í lengri tíma.
Drengurinn minn?
Hann er uppvís að þjófnaði og er öðrum drengjum til hneyksl-
unar.
Hann hefur alltaf verið mér svo góður.
Það er búið að fá ágætan stað í sveit handa honum. Lögreglan
tekur hann, ef hann fer ekki með góðu.
Lögreglan.
Ég get ekki verið lengur í sveitinni, mannna.
Það er svo leiðinlegt þar. Mér er kennt um allt, sem tapast, þó
að ég taki aldrei neitt. Fólkið horfir líka svo undarlega á mig,
eins og það búist alltaf við einhverju illu.
Ég er hrædd um, að þú fáir ekki að vera heima, vinur minn.
Ég fel mig fyrir lögreglunni, þangað til ég kenrst á sjóinn.
Þú ert allt of nngur til þess að fara á sjóinn.
Ég er ekkert ungur, nramnra. Ég er bráðum fimmtán ára.
Gráttu ekki, elsku mamnra nrín. Þetta batnar allt, þegar ég
kemst á sjóinn.
embla
11