Embla - 01.01.1946, Blaðsíða 14
Það er svo þröngt um mig í landi. Ég er alltaf að rekast á eitt-
livað.
Ég veit ekki, livar drengurinn er, svo að ég get ekki sagt lil lians.
Hann lilýtur að koma fljótlega lieim, og þá verðum við á næstu
grösum til þess að grípa hann.
Af hverju látið jjið ekki drenginn í friði?
Hefur hann nokkuð gert af sér núna nýlega?
Nei, j^að hefur hann ekki gert, en hann var dæmdur til jjess að
vera þrjú ár í burtu, og dómnum verður að fullnægja.
Lofaðu mér að horfa lengi á þig, mamma.
Það getur dregizt, að ég sjái þig aftur.
Eg viJdi, að ég hefði verið betri við Jrig, mamma mín.
Þú hefur alltaf verið góður við mig.
Vetrarkvöld.
Rismikill sjór. Lítið skip á leið til hafs.
Langar og dimmar andvökunætur.
Bréf l'rá Spáni.
Bréf frá Suður-Ameríku.
Peningar.
Bréf frá Kína. Hringur með rauðum steini.
Hún ber hann enn í bandi um hálsinn.
Löng, bréflaus ár.
Loksins eitt bréf frá Borneó.
Ég hef verið veikur, mamma mín. Nú líður mér betur. Ég kem
heim til þín, jDegar ég er orðinn nógu ríkur.
Síðasta bréfið.
Það tók Jjví ekki að skrifa. Hann gat komið með næstu ferð.
Hún varð að vera heima til Jjess að taka á móti honum. Ekki mátti
hann koma að læstum dyrum. Hún sat og hlustaði langa daga og
gleymdi þá oft að borða. Það kom sér b'ka vel.
Biðin var orðin löng.
En liann gat komið í kvöld, núna á liverri stundu.
Hún hefði viljað taka betur á móti honum.
Allt átti að vera sópað og prýtt.
12
EMBLA