Embla - 01.01.1946, Page 16
— Á himni næturljósin ljóma svo ljúft og stillt og rótt —
Blessuð börnin eru þá enn að syngja.
Það verður notalegt að sofna við þennan söng.
Sofna. Hún má ekki sofna. Hún verður að vaka eftir honum.
Hann kemur bráðum og kveikir jólaljósin, svo að allt verður
skínandi bjart.
Drengurinn minn.
Nei, þarna kemur þá skipið hans svífandi í loftinu, gtdli drifið
skip undir hvítum seglum.
Hann stendur sjálfur við stýrið í skínandi klæðum.
Loksins komstu þá, án þess að ég heyrði fótatak.
lig varð of seinn, mamma mín.
Nei, nei.
Hárið á þér er snjóhvítt, og höndin þín er köld.
Það gerir ekkert til, fyrst þú ert kominn.
Það varð aldrei neitt úr ]jví, að ég keypti handa þér sólina,
mamma mín.
Æ, vertu ekki að minnast á það. Nú verður alltaf heitt og bjart,
fyrst þú ert hjá mér, drengurinn minn.
Ljósið blaktir á veiku skari.
Það slokknar út af.
Rngnheiðnr Jónsdóttir
(Myndirnar tciknaði Ragnhildur Ólafsdóttir)
14
EMBI.A