Embla - 01.01.1946, Side 21
Uð þvílíkt á heimili okkar. Mamma var trúuð kona og okkar sanni
verndarengill, eftir því sem hún hafði máttinn til.
Arið 1900 fluttust foreldrar mínir frá Kollabæ út í Hreppa. Þá
var ég tæpra 14 ára. Þau fluttust þá að Miðfelli í Hrunamanna-
hreppi. Þar vorum við í sjö ár. Þar er fallegt, og á ég margar góðar
minningar þaðan. Einna minnisstæðastar eru mér kirkjuferðirnar
þar, spurningatíminn og allur undirbúningur fermingarinnar. Ég
lield, að það sé einhver yndislegasti tími æskuára minna. Það voru
fyrstu kynni mín af síra Valdimar Briem og syni lians, síra Ólafi
Briem, sem fermdi mig og var sóknarprestur minn og vinur, með-
an honum entist aldur til. Ég var á Stóra-Núpi nokkra daga fyrir
ferminguna. Þeim dögurn gleymi ég aldrei. Þar var golt að vera.
Allt fylgdist að á heimilinu því, kennimennska, höfðingsskapur
og ljúfmennska.
Eftir sjö ára dvöl í Miðfelli fluttust foreldrar mínir að Gröf í
sömu sveit. Þaðan fluttist ég vorið 1911 að Sandlæk í Gnúpverja-
hreppi og giftist 23. júlí sama ár Ámunda Guðmundssyni, hinum
ágætasta manni. Ámundi var fæddur 0. maí 1886. Foreldrar lians
voru hjónin Guðmundur Ámundason og Guðrún Bjarnadóttir
frá Tungufelli. Var Guðmundur þá ábúandi á Sandlæk, þar sem
ættfeður hans höfðu búið hver fram af öðrurn um áratugi. Við
Ámundi byrjuðum þar búskap vorið 1913. En samvistirnar bér
urðu eigi langar. Maðurinn minn andaðist 1. desenrber 1918,
þrjátíu og tveggja ára, frá fimm ungum börnum. Hjónabands-
árin okkar voru tæplega hálft áttunda ár. Aldrei mun ég þekkja
nokkurn mann réttlátari eða sannari í öllu dagfari en hann var.
Það var kalt og skuggalegt skammdegið hjá svo mörgum vetur-
inn 1918, en skuggalegra og kaldara fannst mér þá að horfa fram
á veginn. Tímar voru erfiðir og úrræði fá. En liér sannaðist spak-
niælið forna: „Þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst.“ Ein-
mitt þessa dinnuu daga var hjá mér staddur sem gestur Loftur
bróðir minn, 22 ára gamall, nýkominn frá Hvanneyrarskóla.
Hann fór ekki frá mér, heldur bauð mér hjálp sína og var síðan
hjá mér í 12 ár. Oft var erfitt, en allt bjargaðist þó með lians og
Hrottins hjálp.
Haustið 1931 fluttist ég til Reykjavíkur og bef átt Jiar heima
embla 19