Embla - 01.01.1946, Síða 22
síðan. En sumarið dregur ínig oftast heim á fornar slóðir, og Jrar
dvelst ég nú.......Þú spyr mig, hvenær ég hafi byrjað að yrkja.
Satt að segja get ég varla svarað því. Ég held, að ég hafi verið nokk-
uð ung, er ég fyrst hafði kynni af sliku. En ég veitti því litla at-
hygli. Þegar ég var smástelpa, var ég að grauta einhverju saman,
en það komst aldrei nema á annan fótinn. Ég lét engan heyra
þetta og gleymdi Jrví jafnóðum. Ég hygg, að ég hafi verið eitthvað
um fermingu, Jregar vísur fóru að verða til, en það var allt ósköp
Htilsvert og er löngu glatað. Helzt er J:>að nú á seinni árum, að
sitthvað hefur myndazt, stundum daglega, en ílest af Jrví „verður
til eg deyr um leið“. Það er ekki skaði skeður, hvað það snertir.
Æska mín var ekki skuggalaus. Mig langaði að læra svo
margt, en af því gat ekki orðið. En hafi ég orðið svo lánsöm
að ná ofurlitlum frroska í skóla reynslunnar, má ég vera ánægð.
Ekkert er án tilgangs, og ég lief yfir engu að kvarta. Ég nýt
ræktarsemi barna minna, á marga góða vini, og fólk er mér
alveg undarlega gott og góðviljað, án verðskuldunar minn-
ar. Ég elska Gnúpverjahrepjj og minnist með þökk og tilf inningu
Jreirra ára, sem ég dvaldist Jrar. Það er bara svo lítið, sem ég hef
getað gert fyrir fjörnin mín og landið mitt. Það er mitt áhugamál,
að Jrjóðin íslenzka verði frjáls Ji>jóð í frjálsu fandi, án nokkurrar
útlendrar íhlutunar eða yfirdrottnunar, að alfir íslendingar verði
samhuga og samtaka um að vinna gegn öllu slíku afdráttarlaust.
Þá er ekki sökin okkar megin, hvað sem yfir dynur.
Kom helgur friður
af himni niður
með batnandi hag
og bræðralag.
Kom Jieilög trú
og í hjörtum bú. —
Yfir lýð og landi
lifi Guðs andi.
20
EMBLA