Embla - 01.01.1946, Page 26
HULDA
Nokltur minningarorð
Þingeyska sveitamenningin hefur lengi verið nokkuð sérstæð
og á margan hátt verið mjög glæsileg. Eitt áberandi einkenni
iiennar er hin mikla skáldhneigð og bókmenntaáhugi. íslenzkur
alþýðukveðskapur hefur blómgazt þar betur en í flestum öðrum
sveitum Jressa iands og sennilega verið meir unnað og meira met-
inn en víðast hvar annars staðar. Konurnar hafa hér ekki verið
neinir eftirbátar, enda hefur Þingeyjarsýsla átt og á lúnn mesta
fjölda glæsilegra afbragðskvenna, sent skipa sætið fyllilega við
lilið karlmanna sýslunnar á hvaða sviði sem er. Glöggt dærni þessa
eru þær skáldkonurnar Hulda og Guðfinna frá Hömrum, sem
nú eru báðar nýlátnar. Báðar voru vaxnar upp úr þessum jarð-
vegi, og tókst þeim báðum að láta rödd sína heyrast, ekki ein-
göngu innan sýslunnar sinnar, heldur um land allt, því að báðar
urðu þær þjóðkunnar.
Ég get þessa vegna þess, að mér finnst naumast hægt að lesa
nokkurn hlut eftir Huldu, kvæði, sögur eða ævintýr, svo að mað-
ur minnist þess ekki um leið, að hún eí þingeysk, svo mjög er
átthagaelskan og gömul íslenzk sagnameiining tvinnuð saman við
öll hennar yrkisefni. Sífelldlega bregður upp myndum af æsku-
heimili hennar, dalnum og sveitinni, og allt er það vafið töfra-
Ijóma elskunnar. Hulda var öðrum þræði barn íslenzkrar náttúru,
þó ekki þar, sem hún er köldust og hörðust, heldur öllu fremur
þar, sem mildin ræður ríkjum, þar sem grasið grær og sólin skín,
jafnvel svo, að aldrei vetrar, eins og sagt er frá í sumum útilegu-
24
EMBLA