Embla - 01.01.1946, Blaðsíða 27
mannasögunum okkar og hennar eigin ævintýrum. Að liinu leyt-
inu er hún dóttir þjóðsögunnar, sem sýndi henni ungri töfra-
lteinia sína og sleppti Iienni eiginlega aldrei síðan fyllilega niður
á okkar köldu, grimmu jörð. Þess vegna gat liún alla ævina sung-
ið svanasöng sinn um saklausar ástir og eilífa tryggð, þess vegna
bar allur hennar skáldskapur einlivern Irlæ a£ ævintýri.
Hulda lagði fyrir sig margar tegundir skáldskapar, Iiún skrifaði
kvæði, þulur og ævintýri, smásögur og langar sögur. Allt er þetta
fyrst og fremst ljóðrænt, minnir á fossanið og fuglasöng, en fæst
siður við stórfengleg viðfangsefni. Hulda er og verður boðberi
fegurðar, mildi og mannúðar, manni finnst stundum, að hún
muni ekki þola að sjá neitt ljótt og loki þá lieldur augunum fyrir
því. Hún trúir á eilífa framtíð og sælu íyrir allt, sem lifir, já
jafnvel líka fyrir það, sem kallað er dauð náttúra, svo víðfeðmur
er kærleikur liennar. Boðskapur hennar fann frá upphafi hljóm-
grunn hjá þjóð hennar, fyrsta ljóðabókin og Æskuástir hennar
gerðu hana strax vinsæla um land allt, og þulurnar og ævintýrin
hafa verið elskaðar af börnum og mæðrum. Um Huldu hefur í
raun réttri aldrei staðið neinn styr, hún naut mikilla vinsælda,
bæði sem kona og rithöfundur, og nú síðast fyrir tveimur árum
vann hún sinn stærsta sigur sjálfri sér og konum þessa lands til
Iianda, er hún lilaut fyrstu verðlaun fyrir lýðveldiskvæði sitt. ís-
lenzkir sagna- og landvættir voru henni liollir alla tíð, enda brást
hún aldrei tryggð þeirri, er hún sór þeim ung í föðurgarði.
Aðalbjörg Sigurðardóttir
embla