Embla - 01.01.1946, Qupperneq 28
Guðfinna Jónsdóttir
Fyrir rúmum 20 árum kom ég að Hömrum í Reykjadal í lieim-
sókn til Guðfinnu Jónsdóttur. Ég man vel litla bæinn, brekkurn-
ar hlýlegu, sem lágu upp á Fljótsheiði og hamrabelti linitmiðað
í grasbrekkunni þar. Vingjarnlegt var umhverfið allt. Skógar-
torfan og bæir undir heiðinni beint á móti, en til norðurs Aðal-
dalur, — skógi vaxið hraun með fjölda litbrigða, svartir, rauðir og
grænir hólar innan um skóginn, ijöll í fjarska og svo hin fagra
Laxá.
Ég átti þá eftir að heimsækja Hamra í 3 ár, og alltaf sá ég meiri
og meiri fegurð í návist hinna listelsku Hamrasystra, Huldu og
Guðfinnu. Hulda kepptist við skemmtilegt föndur í tómstundum
sínum og var rík af hugsjónum. Guðfinna var dul í skapi, sið-
prúð og hugmyndaauðug. Hún lék á orgel, af fádæma leikni og
kunnáttu, verk eftir Schubert, Bacli, Beethoven, Mozart, Grieg
o. fl. Guðfinna vann fljótt huga minn, því að ég fann, að hún átti
strengi, sem lyftu mér í æðri veröld. I tónum Guðfinnu fann ég
unaðssemdir náttúrunnar, angan blóma og yndisleik tærrar upp-
sprettulindar. Guðfinna var viðkvæm og veikbyggð, en öl 1 fegurð
var hreinni og skírari í návist hennar.
Foreldrar þessara systra hlúðu að öllum þeirra bezta gróðri
eftir mætti. En svo koinu erfið ár, Htdda veiktist.
Seinasta vorið, sem ég var á Laugum, fór ég með Guðfinnu til
Reykjavíkur, til að sækja Huldu, svo að hún fengi að dveljast
heima síðustu ævidaga sína. Það var erfitt. Hulda, velgefin, falleg
26
EMBLA