Embla - 01.01.1946, Page 29
stúlka, rúmlega tvítug, var að koma heim til að deyja. Sorgin var
þung. En það er oft eins og skáldið segir:
„lJað er böl, sem allan aldur
andann dýpst til sjálfs sín leiðir."
Árin liðu. Guðfinna kenndi söng og orgelleik, meðan þrekið
leyfði. Fáum árum eltir dauða Huldu fluttist Guðfinna ásamt
foreldrum sínum til Húsavíkur, og átti lnin þar heima til dauða-
dags ásamt móður sinni, en faðir hennar andaðist skömmu eftir
að þau fluttust frá Hömrum.
Tvær ljóðabækur hafa komið út eftir Guðfinnu: Ljóð 1941 og
Ný ljóð 1945. Báðar þessar bækur fengu mjög góðar viðtökur og
luku rnætir menn á þær lofsorði, enda voru kvæðin eins og höf-
undur þeirra björt og hrein. Suma hef ég heyrt kvarta um, að
ástarkvæði og eldhita vantaði í skáldskap Guðfinnu. Þeir, sem
elska af alhug allt, senr fagurt er í lífinu, þurfa ekki að brjótast
um eða brenna af ímyndaðri gæfu.
í kvæðinu Með sól segir Guðfinna:
En stutt er ævifylgd mín, þú fyrirgefur,
því feigðarhönd mig grípur hin kalda storð.
Það sakar eigi, fyrst hjarta mitt vermt þú helur,
ef hending minna stefja var sólarorð.
Og aftur duftið vaknar að þínum vilja,
er vindar himins anda unt legstað minn.
Því okkur er ei skapað, sól, að skilja,
við skiljum ei fyrst lífið er geisli þinn.
Oft ræddurn við um lífið, Guðfinna mín, og okkur kom saman
um, „að bros til lifandi manna er meira vert, en þúsund tár fyrir
hina dauðu“. Eg vildi geta brosað fyrir þig um leið og ég þakka
liðnu árin.
Hverabökkum, 25. mai 1945.
Árný Filippusdóttir
liMBLA
27